Morgunblaðið - 06.06.1975, Síða 12

Morgunblaðið - 06.06.1975, Síða 12
12 MORGUNBLA0IÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNl 1975 Allar upplýsingar voru látnar 1 té um tölvuvinnsluna Aðila- og vitnayfirheyrslum haldið áfram í fyrsta Þjóðviljamálinu Fyrsta Þjóðviljamálinu, sem 12 af forvígismönnum Varins lands höfðuðu gegn Úlfari Þormóðssyni blaðamanni á Þjóöviljanum, var framhaldið í bæjarþingi Reykja- víkur fimmtudag 20, maí sl. Þá gáfu skýrslur fyrir dóminum þeir aðilar, sem ekki höfðu áður gert það, Þá var stefndi, Úlfar Þor- móðsson, kallaður fyrir dóminn á ný til þess að svara frekari spurn- ingum. Af hálfu stefnenda gáfu skýrslu fyrir dóminum s.l. mánu- dag prófessor, Þór Vilhjálmsson, prófessor Jónatan Þórmundsson, Hreggviður Jónsson og Unnar Stefánsson. Þá komu 5 vitni fyrir dóminn, Daníel Lárusson, Þor- gerður Sigurgestsdóttir, Skarp- héðinn Helgason, Ásthildur Björnsdóttir og Magnús Þórðar- son. Þung mótmæli breyttu stefnu stjórnvalda Prófessor Þór Vilhjálmsson var fyrst heðinn um að lýsa þátttöku sinni í undirskriftasöfnun Varins lands. Hann ræddi í fyrstu yfir- lýsingar ríkisstjórnar Ölafs Jó- hannessonar um varnarmálin og gerði grein fyrir tilraunum henn- ar til þess aö segja upp varnar- samningnum við Bandaríkin. Hann sagðist ekki hafa viljað standa að því að stefna öryggi tslands i hættu með því að rjúfa varnarsamstarfið við Atlantshafs- bandalagið. Með tilliti til þessara skoðana sinna og þróunar á stefnu ríkisstjörnarinnar, hefði hann tekið þátt frá upphafi til enda í undirskriftasöfnun Varins lands. Hann sagðist í upphafi hafa talið, að þessí undirskrifta- söfnun yrði mjög erfið. Hugmynd- in að almennri undirskriftasöfn- un hefði þróazt smám saman. Vandamálin við framkvæmd hennar hefðu verið margskonar. Hún hefði farið fram á þeim tíma árs, þegar erfiðast var um samgöngur og hópurinn hefði haft litla reynslu og ekkert fjármagn, og tíma þeirra hefði verið þannig varið, að þeir hefðu ekki getað helgað sig þessari söfnun óskiptir. Hann sagðist fyrirfram hafa gert ráð fyrir, að undirskriftirnar yrðu u.þ.b. 5.000 og þau mótmæli yrðu þung á metaskálunum. Svo hafi og orðið raunin á, að hér hafi verið um að ræða mjög þung mótmæli og undirskriftasöfnunin hefði verið veigamikið atriði við að breyta ríkjandi stefnu stjórnvalda. Hann sagði að skyldur þeirra, sem að þessari söfnun hefðu staðið, hefðu fyrst og fremst verið þær að vanda sem bezt til undir- skriftasöfnunarinnar og skila árangri hennar til réttra aðila og þetta hvort tveggja hefði verið gert. I þessu sambandi minnti hann á, að þegar undirskrifta- söfnun fór fram fyrir rúmum ára- tug til þess að mótmæla hervörn- um í landinu þá hefðu þær undir- skriftir ekki verið afhentar þeim aðilum, sem fólkið er undir- skrifaði, vildi beina áskorun til. Þeir undirskriftalistar væru enn varðveittir, en ekki hefði verið upplýst hjá hverjum. Frumgögnin í Þjóð- skjalasafninu. Þór Vilhjálmsson sagði að stjórnmálaflokkarnir hefðu ekki starfað að þessari söfnun og eng- ar upplýsíngar eða gögn fengið. Þeir einu, sem hefóu fengið gögn, væru forsætisráðherra og forseti Alþingis, en eftir því, sem hann vissi bezt, þá væru undirskrifta- listarnir nú geymdir á Þjóðskjala- safninu. Það væru sjálfsögð mannréttindi, að mönnum væri heimilt að hafa sjálfstæða afstöðu og knýja á um breytta stefnu ríkisstjórnar í mikilvægum mál- um sem þessu. Aðspurður sagðist Þór Vilhjálmsson hvorki geta né vilja upplýsa hver hafi átt uppástung- una að undirskriftasöfnuninni. En fyrstu hugmyndir um ein- hvers konar mótmæli hefði hann fengið um mánaðamótin nóv—des. 1973. Þá spurði lög- maður stefnda, hvers vegna for- göngumennirnir hefðu verið 14, hvorki fleiri né færri. Svarið var: „Tilviljun“. Lögmaður spurði ennfremur, hvers vegna Þjóð- viljanum hefði ekki verið boðið að senda blaðamann, þar sem undirskriftasöfnunin var kynnt almenningi. Þór Vilhjálmsson sagði, að um þetta hefðu farið fram stuttar umræður, en sín rök- semd hefði verið sú, að hann treysti ekki því blaði til að segja rétt frá staðreyndum. Síðan var spurt að þvf, hvort hann teldi, að þessi söfnun væri pólitísk fram- takssemi. Svarið var, að hér væri um að ræða pólitíska framtaks- semi, en ekkí flokkspólitfk. Gögnin varðveitt til að leiðrétta hugsanlegar ásakanir. Þór Vilhjámsson var m.a. spurður að því, hvers vegna tölvu- skráin og úrvinnslugögn hennar hefðu ekki verið afhent ríkis- stjórninni með frumgögnum und- irskriftasöfnunarinnar. Hann sagði, að það hefði veriö gert til þess að forgöngumenn hennar hefðu gögn til þess að styðjast við í hugsanlegum umræðum eftir á, ef t.d. hefði komið upp ágreiningur um það, hvort til- tekin nöfn væru á undirskrifta- listunum eða ekki, og jafnframt til þess að eyða tortryggni varðandi hugsanlegar ásakanir um misferli. Þá var hann spurður að því, hvort tölvuvinnslan hefði átt að fara leynt. Svarið var: „Nei.“ 1 framhaldi af því var spurt, hvers vegna ekki hefði verið tilkynnt um tölvuvinnsluna opinberlega. Þór sagði, aö ekki hefði verið rætt um tölvuvinnslu, þegar undirskriftasöfnuninni var hleypt af stokkunum, en frá þessu hefði verið skýrt, eftir að vinnslan byrjaði. Lögmaður stefnda spurði þá, hvort hópurinn hefði tilkynnt þetta af sjálfsdáð- um. Þór sagðist ekki vita það. I framhaldi af því var spurt, hvort hugsanlegt væri að framkvæmda- stjórn hópsins hefði tekið þessa ákvörðun án hans vitneskju. Þór sagði, að 4ra manna framkvæmda- stjórn hefði á sínum tíma verið valin, en hún hefði lítið starfað og allar meiriháttar ákvarðanir hefðu verið tekna^ af hópnum sameiginlega. Og fraleitt væri, að meiriháttar ákvarðanir varðandi tölvuvinnsluna hefðu farið framhjá sér. Ingi R. Helgason spurði því næst að þvi, hvort rætt hefði verið um, hvort tilkynna ætti opinberlega um tölvu- vinnsluna. Þór sagði, að ekki hefði staðið til að leyna þessari vinnslu. Hún hefði verið rétt og lögleg og liður í því að undir- skriftasöfnunin yrði ómótmælan- leg mótmæli. Þá var spurt að því, hvort hann teldi, að undirskrifendur hefðu veitt heimild til þess að vinna samanburðinn í tölvu. Þór sagði já, og hann bætti við, að hann hefði talið það skyldu hópsins að vanda þennan samanburð á und- irskriftum eins vel og unnt hefði verið. I framhaldi af því var spurt, hvað tölvuspóiurnar sönnuðu, sem listarnir sönnuðu ekki. I svari sínu við þessari spurningu sagði Þór, að hugsan- lega hefði það getað komið upp, að einhver hefði grun um, að nafn hans væri á listanum án þess að það stafaði frá honum eða hann óskaði eftir því. Fyrirspurnum af þessu tagi hefði ekki verið hægt að svara nema þessi gögn hefðu verið við höndina. I tölvu- vinnslunni hefði nöfnunum verið raðað upp eftir heimilisföngum. „Bitlingur vellaunað tómstundastarf" Næstur kom fyrir dóminn stefndi í máli þessu, Úlfar Þor- móðsson blaðamaður á Þjóð- viljanum. Hann var að því spurður, hver hefði átt frum- kvæði að skrifum Þjóðviljans gegn forystumönnum Varins lands og birtingu þeirra í Þjóð- viljanum. Úlfar sagðist bíða með að svara spurningunni, þar til hann hefði fengið á henni skýr- ingar. Hann skildi ekki spurning- una. Þá var hann spurður að því, hvort hann hefði staðið einn að þessum skrifum og svaraði hann því játandi. I svari við spurningu um það, hvort hann hefði borið skrif sín undir aðra sagði hann, að eftir starfsreglum á blaóinu væru fréttagreinar afhentar frétta- stjóra eða ritstjóra þegar þær hefðu verið skrifaðar. Þá var hann að því spurður, hvort skrif Þjóðviljans hefðu verið skipulögð og hver hefði átt frumkvæðið að þeim. Úlfar sagðist þvi miður ekki skilja tilgang spurningar- innar og af þeim sökum ekki geta svarað henni. Þá var hann að því spurður, hvort haft hefði verið samráð við Alþýðubandalagið eða Samtök herstöðvarandstæðinga um þessi greinarskrif. Hann sagði að svo hefði ekki verið af sinni hálfu. Þá var bent á, að hann hefði fyrir dóminum skýrt frá því, að umstefnd ummæli hans um bitlingameistara hefðu verið ætluð Þór Vilhjálmssyni. 1 fram- haldi af því var hann spurður hvaða merkingu hann legði í orðið bitlingur. Úlfar sagði, að það merkti starf, aukastarf, starf sem unnt væri að vinna í tóm- stundum, starf sem ekki krefðist mikillar vinnu en værí býsna vel greitt fyrir. Þá var hann spurður að því hvaða störfum Þór Vilhjálmsson gegndi, er felli undir þessa lýsingu. Úlfar sagði, að hann væri prófessor að fullu starfi og hefðu auk þess ýmis önnur aukastörf, hann væri lög- maður Ríkisútvarpsins og ann- arra stofnana og sæti í nefndum og ráðum. Öll þessi störf væru bitlingar. Dómarinn spurði þá, hvort hann gæti nefnt þær aðrar stofnanir, sem Þór Vilhjálmsson væri lögmaður fyrir, en Úlfar sagðist ekki vera tilbúinn að svara því. Loks var Úlfar spurður að því, hvað hefði orðið að undir- skriftalistum Samtaka her- stöðvarandstæðinga, sem safnað hefði verið fyrir áratug. Hann sagðist ekki vita það. Allir gátu fengið upp- lýsingar um tölvuvinnsl- una Næstur gaf skýrslu fyrir dóminum prófessor Jónatan Þór- mundsson. Hér verður greint frá þeim hluta svara hans, er fram komu vegna ásakana lögmanns stefnda, Inga R. Helgasonar, að forvígismenn undirskriftasöfn- unarinnar hefðu ætlað að halda tölvuvinnslunni leyndri. Að- spurður um þetta atriði sagði Jónatan Þórmundsson, að henni hefði aldrei verið haldið leyndri. Þá var hann spurður að því, hvenær fyrst hefði verið lýst yfir, að tölvuvinnslan hefði farið fram. Hann sagði, að tölvuvinnslan hefði verið kynnt öllum þeim, sem óskað hefðu eftir upplýs- ingum og fljótlega hefði tilkynn- ing um þetta komið fram í fjöl- miðlum. Fjölmörgum aðilum, sem haft hefðu samband við skrifstof- una, hefði verið skýrt frá þessari vinnslu. Hann var þá spurður að því, hvort hann gæti bent á yfir- lýsingu í fjölmiðlum um þetta efni, sem komið hefði á undan viðtali, sem birt var við Ragnar Ingimarsson í Morgunblaðinu. Jónatan sagðist ekki muna það nákvæmlega né hafa gögn þar um við höndina. En unnt væri að upp- lýsa það atriði, hvort skýrt hefði verið frá tölvuvinnslunni með öðrum hætti en þessu viðtali. Upplýsingar um þetta atriði hefðu verið gefnar hverjum þeim, sem hafa vildi. Hann sagði t.a.m. að stefndur t máli þessu gæti hafa fengið upplýsingar um tölvu- vinnsluna með þeim hætti. I framhaldi af því var hann spurður, hvenær upplýsingar um tölvuvinnsluna hefðu fyrst komið fram í dagblöðum. Jónatan sagð- ist ekki hafa hugmynd um það, hvenær það hefði verið í fyrsta skipti. Venjulegt að afhenda tölvuspólurnar Næst kom fyrir dóminn vitnið Daníel Lárusson, starfsmaður hjá IBM. Hann sagðist aðspurður hafa séð um tímasetningu á vinnslutölvugagnannafyrir Varið land samkvæmt beiðni frá for- vigismönnum þess. Hann sagöist hafa séð um, að vélar væru til reiðu á fyrirfram ákveðnum tfma, sem samið hafði verið um. Aðspurður um það hver hefði samið við forvígismenn Varins lands af hálfu fyrirtækisins sagði hann, að hann gerði ráð fyrir, að það hefði verið Sverrir Ölafsson deildarstjóri. Aðspurður um það, hverjir starfsmanna IBM hefðu unnið að forritun tölvuvinnsl- unnar sagði hann að það hefðu verið Jón Karlsson og Hjálmtýr Guðmundsson. Þá var hann spurður að því, hvort honum væri kunnugt um, hvort byrjað hefði verið á verkinu áður en verk- samningur hefði verið gerður. Daniel sagði, að sér væri ekki kunnugt umþað. Aðspurður sagði Daníel Lárus- son ennfremur, að fyrirtækið hefði dagbækur um það, hvernig verk þetta hefði verið unnið og unnt væri að leggja þær fram, ef óskað yrði. En byrjað hefði verið á vinnslunni 4. feb. og síðasta verkefnið hefði verið innt af hendi 16. marz. Meðan á vinnsl- unni hefði staðið hefðu verið í gangi nokkrar tölvuspólur. Þær hefðu verið notaðar til að vinna með og væru eign fyrirtækisins. En eftir því sem hann vissi bezt hefðu tvær spólur verið afhentar forvígismönnum Varins lands. Aðspurður um það, hvort ekki væri sjaldgæft að sjálfar tölvu- spólurnar væru afhentar við- skiptavinum þegar beðið væri um tölvuvinnslu sagði hann nei, það væri ekki sjaldgæft. Þá var hann spurður að því, hvort notuð hefðu verið sömu tákn fyrir sveitarfélög á þessum tölvugögnum og notuð eru í Þjóðskránni. Hann sagði, aó sér væri ókunnugt um það. Næst var hann spurður að því, hvaða „indentifikationstákn" hefðu verið sett á spólurnar. Hann sagði jafnframt, að sér væri ókunnugt um það. I framhaldi af því var hann spurður, hvort nauðsynlegt væri að setja „indentifikations- tákn“ á þessar spólur til þess að fá not af þeim. Hann sagði, að það væri skipulagsatriði sem hann gæti ekki svarað um. Loks var hann að því spurður, hvort nokkur tæknileg vandkvæði væru á samkeyrslu tölvugagnanna og Þjóðskrárgagna, ef tölvugögn Varins lands hefðu sömu ,,indentifikationstákn“ og væri á gögnum Þjóðskrárinnar. Hann sagði, að ef þessar forsendur, sem gefnar hefðu verið í spurning- unni, væru sambærilegar væri ekkert til fyrirstöðu að það yrði gert. En hann væri ekki kunn- ugur því, hvort þessar forsendur hefðu verið fyrir hendi. Götunin eins og venjastóð til Þorgerður Sigurgestsdóttir, sem annaðist götun tölvuspjald- anna, kom þvi næst fyrir dóminn sem vitni. Hún var m.a. spurð að þvf, hvort sjálfboðaliðar hefðu unnið að götuninni. Svarið var: Nei: Þá var hún spurð að því, hvort forvígismenn Varins lands hefðu óskað eftir því, að götunin færi leynt. Þorgerður sagði, að hún hefði verið beðin um að fara leynt með þessa vinnslu þannig að ekki yrði upplýst hvar hún færi fram, til þess að girða fyrir möguleika á hugsanlegum skemmdarverkum. Hún sagði, að yfirleitt væri hún beðin um að fara leynt með þau gögn, sem hún fengi til vinnslu. Þessi beiðni hefði því verið eins og venja stæði til. Hún var spurð að þvi, hvernig gögnin hefðu verið útbúin og hún svaraði, að einungis hefðu verið færðar inn þær upplýsingar, sem verið hefðu á listunum, þar höfðu engar breytingar verið á gerðar. Því næst komu tvö vitni, Skarp- héðinn Helgason og Ásthildur Björnsdóttir, sem bæði báru það, að börn hefðu komið á heimili þeirra með undirskriftalistana. Þau sögðust hvorugt hafa skrifað undir og hvorugt þeirra þekkti deili á börnunum, sem komu, og þau vissu ekki hver hefði sent þau. Ennfremur kom fyrir dóm- inn sem vitni Magnús Þórðarson. Hann sagðist aðspurður ekki hafa tekið annan þátt í undirskrifta- söfnuninni en með því að óska eftir að fá lista til þess að safna undirskrifendum á. Hann sagðist aðspurður aldrei hafa mætt á fundi fyrir hönd Varins lands. Hins vegar hefði hann mætt á fjölmörgum fundum, þar sem rætt hefði verið um varnarmálin og yfirleitt farið á slíka fundi þegar þess hefði verið óskað. Að lokum komu fyrir dóminn tveir stefnendur þessa máls, Hreggviður Jónsson og Unnar Stefánsson. „Undirskriftasöfnunin var veigamikið atriði við að breyta rfkjandi stefnu stjórnvalda“, sagði prófessor Þór Vilhjálmsson f aðilaskýrslu sinni fyrir bæjarþingi Reykjavfkur vegna fyrsta Þjóðviljamálsins. Þessi mynd er frá afhendingu undirskrifta Varins lands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.