Morgunblaðið - 06.06.1975, Síða 22

Morgunblaðið - 06.06.1975, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JUNl 1975 Nírœöisafmœli: Halldóra Finnbjörns- dóttir frá Hnífsdal I dag er níræð ein af þessum hljóðu hetjum hversdagslffsins í landinu, sem lifað hefur tímana tvenna og lagt fram sinn skerf til þess velferðarrikis, sem við ættum að geta búið í — frú Halldóra Finnbjörnsdóttir frá Hnffsdal, nú til heimilis að Hrafn- istu, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Haildóra er fædd að Hóli i Bol- ungarvík 6. júní 1885, dóttir Ingi- bjargar Guðmundsdóttur og Finn- bjarnar Elíassonar, síðar útvegs- bónda og barnakennara að Görö- um við Sæból í Aðalvík og for- manns í Hnffsdal. Hún ölst ann- ars upp hjá afasyslur sinni, Þór- kötlu Elíasdóttur, og manni hennar Baldvini Þorsteinssyni bónda að Þverdal í Aðalvík. P’yrri maður Halldóru var Kristján Egilsson sjómaður, Arn- firðingur að ætt. Þau eignuðust fimm börn, en tvær yngstu telpurnar dóu báðar f bernsku sömu vikuna, skömmu eftir frá- fall Kristjáns. Hann drukknaði í róðri frá Hnífsdal frostaveturinn mikla 1918. Hin börnin eru þessi: Baldvin Þorkell fyrrv. erindreki SlS, nú hjá Samvinnutrygg- ingum, kvæntur Gróu Asmunds- dóttur — Kristín Jóna, gift Pétri Ó. Guðmundssyni — og Elías byggingameistari, kvæntur Hali- fríði Jónsdóttur. Seinni maður Halldóru er Þor- valdur Magnússon, Djúpmaður að ætt, einn elzti togarasjómaður landsins; dugnaðarmaður mikiii og þrekskrokkur. Þeirra synir eru Ásgeir, málarameistari, kvæntur Ástu Torfadóttur, og Finnbjörn, hinn frækni íþróttagarpur, skrif- stofustjóri Loftleiða, kvæntur Theodóru Steffensen. Halldóra Finnbjörnsdóttir var óvenju mikill dugnaðarvargur og harðskeytt til starfa lengst af ævinnar, og vann jafnan mikið bæði innan húss og utan. Fóru hér áður fyrr sögur af handatil- tektum hennar, enda þótti hún á yngri árum fullkomið karlmanns- ígildi til starfa. Synir Halldóru eiga þvf ekki langt að sækja kappið og harðneskjuna. Meira er þó vert um hitt, hversu hjartahlý, góð og gjafmild kona Halldóra hefur verið, og mega margir, skyldir og vandalausir, muna ör- Hárgreiðslu- meistarar Óska eftir að komast að sem nemi á hárgreiðslustofu. Hef verið í iðnskóla. Meistarar sem hefðu áhuga sendið nöfn og símanúmer inn á afgr. Mbl. fyrir 12. júní merkt „Nemi — 9808'. Bílamálari óskast sem fyrst, góð vinnuaðstaða. Uppl. í síma 53397 á daginn. Verkfræðingar Vegna yfirstandandi kjaradeilu Stéttarfé- lags verkfræðinga við Reykjavíkurborg eru verkfræðingar vinsamlega beðnir að ráða sig ekki til starfa hjá Reykjavíkurborg nema að höfðu samráði við skrifstofu félagsins. Stéttarfé/ag verkfrædinga Stillans rafknúin stillans til sölu, þægilegur i flutningum og notkun. Nær upp á 5. hæð. Góður pallur fyrir 3—4 menn. Færanleg- ur uppi sem niðri. Góð fjárfesting fyrir þann sem vildi skapa 'Sér létta og góða afkomu við útleigu stillansins. Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála i síma 74826 og 83304. Laus fulltrúastaða Verzlunarskóla- eða Samvinnuskóla- menntun æskileg. Nokkur bókhaldsþekk- ing nauðsynleg. Umsókn, er tilgreini ald- ur, menntun og fyrri störf sendist Trygg- ingastofnuninni fyrir 26. júní n.k. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Nánari upplýsingar hjá forstjóra. 2. júní 1975. Tryggingastofnun ríkisins. Einkaritari Góðan daginn. Óska eftir hálfs eða heils dags starfi við erlendar bréfaskriftir. Hef margra ára reynslu. Hraðrita og vélrita á islenzku, dönsku, ensku og þýzku. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins merkt „Einkaritari — 9810". Konu vantar í sumar til matreiðslu á hóteli út í sveit. Upplýs- ingar gefur Ráðingastofa Landbúnaðarins sími 19200. Hótel Edda óskar að ráða matsvein eða matráðskonu Upplýsingar á Ferðaskrifstofu ríkisins sími 1-1540. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Til sölu sófasett og borðstofusett (m. 4 stólumj. R. Renyer, Smáratúni 24, uppi, Keflazík. Simi 2702. Til sölu tré Tvö falleg tré, lifandi ca. 6—8 metrar til sýnis og sölu að Framnesvegi 3 i dag og næstu daga. Tilboð óskast. Verzlið ódýrt Sumarpeysur kr. 1000.— Siðbuxur frá ,1 000.— Denim jakkar 1000.— Sumarkjólar frá 2900.— Sumarkápur 5100.— Verðlistinn, Laugarnesvegi 82. Tilboð óskast í FÁLKAORÐU frá 1918. Bréf merkt: „fálkaorða — 7512", sendist afgr. Mbl. fyrir 10. júní. MF 50B hjólagrafa '74 til leigu i lengri eða skemmri tima. Uppl. í síma 97-5186. Keflavík Til sölu isskápur, svefnbekk- ur, kommóða og barnarúm. Upplýsingar i síma 2184. Til sölu: Háreistur ganghestur, með mikin vilja, en Ijúfur á tauma. Til greina kemur að taka uppi lítið tamin fola. Uppl. hjá Sig- urði, Fákshúsunum Selási og í sima 86388. Plastflöskur til sölu 60 litra og 25 litra. Pólar h.f. Einholt 6. Ódýrar plötur? Jú, við seljum og kaupum notaðar og vel með farnar hljómplötur. Það er ótrúlega hagstætt að verzla við okkur. Safnarabúðin, hljómplötu- sala.Bókhlöðustig 2. Simi 27275. fiúsnae0' Keflavík Til sölu mjög vel með farin 3ja herb. efri hæð ásamt bílskúr við Faxabraut. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik, sími 1420. Akureyri Sjúkraliði óskar eftir lítilli ibúð eða góðu herbergi helst sem næst Sjúkrahúsinu. Uppl. í sima 91-12754 i dag og næstu daga. Ibúð 2ja—3ja“ herb. óskast til leigu strax eða fljótlega. Simi 1 6260 kl. 9—5 og 43580. Óskum eftir að taka 2ja-—3ja herb. íbúð á leigu i Hafnarfirði, Reykja- vik eða Keflavik. Uppl. i sima 96-23846. ___________ íbúð óskast Óska eftir 3 herbergja sólrikri ibúð. Hálfs árs fyrirfram- greiðsla. Upplýsingar í sima 82384 milli klukkan 6 og 7 siðdegis. Ung hjóna Læknanemi og hjúkrunar- kona með eitt barn óska eftir 2ja—4ra herb. ibúð á leigu um lengri eða skemmri tima. Helzt vestan Kringlumýrarbr. Vinsaml. hringið i sima 40242. 5 herb. íbúð raðhús eða einbýlishús ósk- ast tekið á leigu frá septem- ber i haust. Uppl. i síma 86931 í dag og næstu daga. Ung hjón óska að taka á leigu 2ja—3ja herb. ibúð, ekki seinna en 1. ág. Upplýsingar í sima 74204 eftirkl. 5. Keflavik Til sölu lítið einbýlishús. Hagstætt verð og greiðslu- skilmálar. Fasteignasalan, Hafnargötu 27 Keflavík simi 1420. Fiat 132 GLF til sölu. Árg. '74, ekinn 7 þús. km. Stereo-segulband, útvarp og nagladekk. Uppl. í sima 92-2710 og 92-3363. Góður jeppi óskast til leigu fyrir 4 erl. vísindamenn 20/6 til 20/7 n.k. Uppl. Sigurður Þórðar- son, simi 1Ö942. Seljum í dag Cortina 1600 L '74, Cortina 1600 XL '72, Merzedes Benz 220 diesel '69, '70, '72, Dodge Dart '74, Austin Mini '73, '74, '75, Fiat 128 '72, '73, '74. Bilasalan Höfðatúni 10, S. 18881, 18870. Hópferðabíll Til sölu 25 manna Benz 608 model 1967. Upplýsingar milli kl. 7 og 8 á kvöldin í síma 31391. Notaðir varahlutir — Bílar. Sölumiðlun (í sima) símatimi fyrir framboð/eftir- spurn virka daga, milli kl. 20—22 ísima 22767. Sölumiðstöð bifreiða. Atvinna Viðskiptafræðinemi á fjórða ári i fyrirtækjakjarna óskar eftir framtiðarvinnu frá miðj- um júni. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir þriðjudags- kvöld 10. júní merkt „At- vinna — 9809". Hárgreiðslustofan Perla óskar eftir nema. Upplýsing- ar í sima 14760. 14 ára stúlka óskar eftir atvinnu i sumar t.d. barnagæzlu. Vinsamlegast hringið í síma 3277J. Húseigendur athugið Steypuframkvæmdir. Steyp- um gangstéttir, heimkeyrslur og bilastæði. Leggjum gang- stéttarhellur, girðum lóðir, o.fl. Uppl. i sima 71381. barnag&zía Hafnarfjörður Foreldrar athugið. Get bætt við mig börnum í daggæslu. Uppl. í sima 51770 og 51648. Sigríður, Lækjargötu 5. Föstudagskvöld 6/6 kl. 20.00 1. Þórsmörk, 2. Hreppar — Laxárgtjúfur. Farmiðar seldir á skrif- stofunni. Ferðafélag fslands. A Sunnudaginn 8. júní göngu- ferð i Brúarárskörð. Brottför frá bilastæðinu við Arnarhvol kl. 9.30. Farfuglar, Laufásveg 41, simi 24950.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.