Morgunblaðið - 06.06.1975, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JtJNl 1975
Guðmundur Þorkels-
son — Minning
Guðmundur Þorkelsson var
fæddur að Gerðiskoti, Sandvíkur-
hreppi, Árnessýslu, 24. dag
septembermánaðar árið 1901.
Foreldrar hans voru hjónin Sig-
ríður Grímsdóttir og Þorkell Þor-
kelsson, bæði frá Óseyrarnesi, en
þar var tvíbýli. Guðmundur ólst
upp með foreldrum sinum. Þegar
Guðmundur er eins árs gamall,
flytjast foreldrar hans til Eyrar-
bakka og varð Bakkinn þannig
æskustöðvar Guðmundar. 5 urðu
alsystkinin. Lifa Guðmund tvær
systur hans, Sigríður Elin og Sig-
riður, báðar búsettar hér í borg.
Bræður hans tveir voru báðir
undan honum gengnir af þessum
heimi, Grimur skipstjóri og Þor-
kell fulltrúi i Tryggingastofnun
ríkisins.
Þorkell faðir Guðmundar var
formaður í Þorlákshöfn 40 vetrar-
vertíðir og fór Guðmundur korn-
ungur að vinna við útveg föður
síns og róa með honum. Móðir
Guðmundar dó þegar hann var 16
ára. Heimilinu var það mjög mikið
áfail og ekki sízt Guðmundi er
syrgði hana mjög alla tið. Fjöl-
skylda Þorkels frá Óseyrarnesi
hélt hópinn saman, þrátt fyrir
andlát Sigríðar húsmóður. 1923
flytzt öll fjölskyldan til Reykja-
víkur og átti Guðmundur heimilí
hér í borg alla tíð upp frá því.
Hér í borg, hóf Guðmundur
nám í Verzlunarskóla Islands,
enda hafði hann áhuga á verzlun
og hverskonar viðskiptum. Guð-
mundur öðlaðist löggildingu sem
fasteignasali. Hafði gott vit á
þeim hlutum, sanngjarn og holl-
ráður.
Um tíma veitti Guðmundur
heildsölu Þorkels Valdimarssonar
forstöðu, er hann var við nám,
enda gott með þeim frændum alla
tíð.
Guðmundur var tvíkvæntur og
var faðir þriggja barna. Son sinn
Guðmund missti hann I frum-
bernsku, en dæturnar lifa föður
sinn, Sigríður, búsett í Hvera-
gerði, á hún 4 börn, og Ásthildur
Jóhanna, gift Bjarna Guðjóns-
syni, og eiga þau tvö börn. Dóttur-
sonurinn er nafni Guðmundar.
Var honum það mikið gleðiefni
alia tið.
Guðmundur átti lengst af
heimili sitt að Lindargötu 61, en
það er stórhýsi, er Guðmundur
átti um tima einn. Um langt ára-
bil var Guðmundur með annan
fótinn i heimili systur sinar Elín-
ar og mágs sins Valdimars Þórðar-
sonar að Freyjugötu. Það heimili
var honum kært og mat hann syst-
ur sina og mág mjög og talaði af
virðingu og hlýleika um allt það
heimili. Þann tíma er Guðmundur
lá sjúkur á Landakoti kom enginn
oftar til hans en Elin systir hans.
Sýndi hún bróður sínum kærleika
og hlýju, svo aðdáunarvert var,
ailt til enda. Vil ég fyrir hans
hönd þakka þér Elín öll kærleiks-
sporin og manngæzku þina, er þú
sýndir þegar Guðmundur þurfti á
að halda.
Á Landakotssjúkrahúsi dvaldi
Guðmundur um eitt ár, hægt og
hægt hné til þess er verða vildi og
andaðist hann þar föstudags-
morguninn 30. maí, eftir sitt sjúk-
dömsstríð, sem hann bar með
karlmennsku og æðruleysi hins
sannkristna manns. Hvorki væri
gefin rétt eða tæmandi mynd af
lífi Guðmundar, ef því væri
sleppt er nú kemur fram.
Guðmundur slapp ekki við mót-
læti og reynslur lífsins. Þó var
hann sáttur við lífið og alla menn.
Móðurmissirinn var honum við-
kvæmur alla ævi.
Það var hvorki veiklu eða bil-
un hjá honum er hann fór að leita
á vit trúarinnar á Jesúm Krist.
Um langan tíma sötti Guðmundur
samkomur og messugjörðir víða
um þessa borg. Eigið mat og
köllun Drottins benti honum á
söfnuð hvitasunnumanna, en þar
átti hann sitt andlega heimili allt
t
KRISTÍN BJARNEY ÁSGEIRSDÓTTIR
Aðalstræti 25, ísafirði.
verður jarðsungin trá ísafjarðarkirkju 7. júní kl. 2
Ágúst Pétursson,
Guðrún Elísabet Ágústsdóttir
t
Útför
AMALÍU K. ÞORLEIFSDÓTTUR,
er andaðist í Akranesspitala 2. júni, fer fram frá Hjarðarholtskirkju i
Dölum laugardaginn 7. júni kl 2 siðdegis
Fyrir hönd vandamanna,
Anna Magnúsdóttir,
Guðriður Magnúsdóttir.
Maðurinn minn og faðir,
SIGURÐUR H. JÓNSSON,
Kársnesbraut 18, Kópavogi,
er andaðist að Vifilsstöðum 31. mai, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju laugardaginn 7. júni kl. 10.30. Blóm eru vinsamlegast
afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans, er bent á liknarstofnanir
Laufey Þorgrimsdóttir,
Smári Sigurðsson.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
ANNA LILJA JÓNSSON,
lést að Hrafnistu 28 maí Bálför hefur farið fram.
Björn Jónsson,
Guðrún Björnsdóttir, Páll Aðalsteinsson,
Eva Björnsdóttir, Gísli Jóhannsson,
Aðalheiður Björnsdóttir, Stefán Kristjánsson,
Hrafnhildur Björnsdóttir, Bjarni Þór Kjartansson,
Björn H. Björnsson, Brynhildur Kristjánsdóttir.
frá árinu 1948. 14. nóvember það
ár gekk Guðmundur í Fíladelfíu-
söfnuðinn og var meðlimur með
tölunni 141. Alla tíð siðan var
Guðmundur traustur málssvari
safnaðarins og varðveitti leyndar-
dóm trúarinnar i hreinu, barns-
lega einlægu og göfugu hjarta.
Guðmundur var ljúfur og góð-
lyndur maður, höfðingi, og skar
þá ekki við nögl. Karlmenni að
burðum, með stærstu mönnum, og
sópaði allsstaðar að honum hvar
hann gekk og tók mjög jákvæðan
þátt í framvindu mála innan
safnaðarins og lagði þeim lið svo
um munaði. Guðmundar verður
því sárt saknað og skarð fyrir
skildi í rúmi hans sem var svo
skipað.
Vil ég fyrir hönd safnaðarins í
Fíladelfíu flytja hér þakkir fyrir
liðnu samfélagsárin. Söfnuðurinn
allur kveður hann með þakklæti
og virðingu, Við sem nutum vin-
áttu og bræðralags Guðmundar
getum nú við leiðarlok tekið und-
ir orð Jobs: ,J)rottinn gaf og
Drottinn tók, lofað veri nafn
Drottins." Blessuð veri minning
hans.
Nú við lok kveðjustundar Guð-
mundar kveður hann dætur sínar,
barnabörn og tengdason. Systur
sínar, systrabörn og mág. Hafið
þið þakkir fyrir allt er þið sýnduð
honum, trúfesti og kærleika, sem
hvorki sjúkdómar né dauði fá
yfirbugað. Mætumst vér á lifsins
landi fyrir verðskuldan lausnar-
ans Jesú Krists.
E.J.G.
Jórunn Lofts-
dóttir—Minning
Fædd 26. október 1897
Dáin 26. mai 1975
Drottinn vakir, Drottinn vakir,
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og bezta móðir,
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar. — Drottinn
vakir, daga og nætur yfir þér.
Við þökkum ömmu af alhug allt
það, sem hún gerði fyrir okkur.
Það var allt svo fallegt og gott,
allt sem hún kenndi okkur frá
barnæsku, bænirnar, sem hún
kenndi okkur, allt þetta hefur
verið okkar veganesti i lifinu.
Við eigum ömmu svo margt að
þakka, blessuð sé minning
hennar.
Við gleymum henni
aldrei. Barnabörnin.
Jórunn Loftsdóttir fæddist i
Miðhóli í Sléttuhiíð í Skaga-
firði 26. október 1897. Foreldrar
hennar voru hjónin Ingibjörg
Þóroddsdóttir og Loftur Jónsson,
búandi þar. Fluttust þau siðar að
Mýrum í sama hreppi og ólst hún
þar upp ásamt mörgum systkin-
um sínum. Bar hún mjög hlýjan
hug til sveitar sinnar.
Hún giftist Guðmundi
Andréssyni bónda, sem nú er
nýlátinn, en þau slitu samvistum
eftir stutta sambúð. Eignuðust
þau tvö börn: Jón Sigurð
framkvæmdastjóra í Kentucky i
Bandarikjunum. Er hann kvænt-
ur Sesselju Eggertsdóttur og eiga
þau 3 uppkomin börn, Ingibjörgu
Lovísu, sem gift er Magnúsi St.
Daníelssyni, bifreiðastjóra hér í
bæ. Eiga þau 6 börn, öll uppkom-
in.
Eftir að Jórunn kom til Reykja-
víkur, sem var 1929 vann hún
fyrir sér og börnum sínum með
saumaskap og var þá oft unnið
langan starfsdag. Starfaði hún
fullan vinnudag til 74 ára aldurs,
eða þar til kraftarnir voru að
þrotum komnir, en þá veiktist
hún af þeim sjúkdómi sem leiddi
hana til dauða. Var hún oft sár-
þjáð síðustu 3 ár ævinnar, sem
hún bar með sérstakri hugprýði
og hetjuskap, enda var hugarfari
hennar þannig háttað, að hún
hugsaði fyrst um aðra.
Hennar yndi i lifinu var að gera
gott, og kom það fyrst og fremst
fram gagnvart barnabörnum og
barnabarnabörnum hennar.
Fyrsta barnabarnabarnið, sem
hún eignaðist, var sonur minn,
Magnús Ingi. Var ekkert of gott
fyrir hann. Þær eru ekki orðnar
fáar flíkurnar sem hún saumaði
og prjónaði á hann og ekkert var
of gott til að gleðja hann, og
þannig var það með öll barna-
barnabörnin sem síðar komu, og
ekki hafði það síður verið með
barnabörnin á sínum tima. Öll
börnin voru afar hænd að henni
sem eðlilegt var, þvi fjölda mörg
síðustu ár ævinnar var hún að
gera þeim gott og hjálpa þeim á
allan hátt.
Ég, sem kvæntur er Jórunni,
dóttur Ingibjargar og Magnúsar,
á einungis bjartar og fagrar
minningar um hana, hennar ein-
lægni og góðsemi var þannig, að
hún í orðsins fyllstu merkingu
var mannabætir og trúði á allt hið
góða í lífinu.
Ættingjar Jórunnar hafa beðið
mig að færa Hauki Jónassyni
lækni alveg sérstakar þakkir fyrir
allt sem hann gerði fyrir hana.
Var hann ávallt reiðubúinn að
hjálpa og lina kvalir hennar fram
á síðustu stundu.
Nú er hún horfin af sviði jarð-
lífsins, þessi merka og góða kona,
og efa ég ekki að heimkoman til
æðri heima varó björt og dásam-
leg, þvi „eins og þú sáir, eins
munt þú og upp skera."
öllum vinum og vandafólki
hinnar látnu færi ég innilegustu
samúðar kveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Stefán H. Stefánsson.
Jón Ó. Nikulásson
skipstjóri Kveðja
Fæddur 21. maí 1925
Dáinn 19. maí 1975.
Það kann að vera að bera i
bakkafullan lækinn að vitna til
þess, að „þeir sem guðirnir elska,
deyja ungir", en Jón var þannig
af guði gerður, að allir þeir, sem
fengu tækifæri til að kynnast
honum, fundu hans hlýja, heiðar-
lega innræti. Hann þurfti að
berjast gegnum lífsins strauma og
gerði það með sóma án þess að
tapa neinu af sínum góða
„karakter".
Hann var sonur þeirra heiðurs-
hjóna Nikulásar Kr. Jónssonar,
skipstjóra,og frú Gróu Pétursdótt-
ur, sem lagði drjúgan skerf til
uppbyggingar slysavarnafélögum
á Islandi, auk margs annars.
Ég, sem þessi orð rita, kynntist
Jóni fyrst á Skólavörðustig 29, er
ég dvaldist þar vetrarlangt og þau
voru að draga sig saman Margrét
Kristinsdóttir, þáverandi unnusta
og síðar eiginkona Jóns. Margrét,
þótt litlu eldri væri en ég,hélt oft
i hönd mér á erfiðum stundum
eins og lífið var þá á Skólavörðu-
stignum.
Eg hitti Jón nokkrum sinnum
síðar á lífsleiðinni, þvi miður bara
stutt í hvert skipti, en alltaf geisl-
aði hann af sinni ljúfmennsku.
Það er því sár söknuður ást-
vinum hans og vinum, ekki sizt
konu og börnum, er hann hverfur
svo fyrirvaralítið á braut.
En vegir almættisins eru
óræðir.
Guð blessi minningu Jóns Ö.
Nikulássonar.
Benedikt Bogason.
t
Þökkum innílega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns
mins, föður, tengdaföður og afa,
JÓNS Ó. NIKULÁSSONAR,
skipstjóra,
Ljósheimum 20.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Margrét Kristinsdóttir,
Gróa Björg, Guðlaug, Nikulás Kristinn, Agnes, Bergþór Bergþórs-
son og börn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts systur okkar,
GERÐAR HELGADÓTTUR,
myndhöggvara.
Sérstaklega þökkum við læknum og öðru starfsfólki Landspítalans góða
hjúkrun og umönnun.
Systkini hinnar látnu.