Morgunblaðið - 06.06.1975, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 06.06.1975, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JUNÍ 1975 35 Þetta lið á eftir að gera stóra hluti „ÞESSI sigur hlýtur ad vera stærsti viðburðurinn í (slenzkri knatt- spyrnusögu," sagði landsliðsþjálfarinn Tony Knapp, sem ekki átti minnstan þáttinn f sigri liðsins. „Eg vissi ekki hvernig þeir myndu léika, ég tók áhættu og vann. Sömuleiðis var það hættuspil að láta Hörð Hilmarsson byrja inná eftir góð úrslit f leiknum gegn Frökkum, en Hörður var traustsins verður og sömuleiðis Elmar Geirsson en þeir áttu báðir skfnandi leik. Islenzka landsliðið á enn eftir mörg verkefni óleyst f sumar en liðið er ennþá á uppleið og ég veit að það á eftir að gera stóra hluti f framtfðinni," sagði Tony Knapp. GAT EKKI ANNAÐ EN SKORAÐ ÞAÐ VAR atvinnumaðurinn Asgeir Sigurvinsson sem skoraði sfðara mark fslenzka liðsins. Um mark sitt sagðí Asgeir, að miðverðir austur-þýzka liðsins hefðu misskilið hvor annan og hann þvf komizt á auðan sjó og átt auðvelt með að skora. „Nei, ég var ekki vitund taugaóstyrkur þegar ég sá markið blasa við mér, ég gat ekki annað en skorað.“ AHŒðFENDLR ATIU STOffíUEIK SIGURÐUR Dagsson markvörður sagðist hafa haft mun minna að gera f leiknum en hann hefði átt von á, og Helgt Danfeisson, sem á sfnum tfma stóð f marki landsliðsins, sagði að hann gæti ekki annað en öfundað Sigurð, það hefði ekki þekkzt þegar hann var að keppa að fsicnzkum landsliðsmarkverði yrði kalt f leik gegn þaulæfðum at- vinnumönnum. Sigurður Dagsson sagði, að fslenzka Hðið hefði átt frábæran leik og sömu sögu væri að segja um áhorfendur sem hefðu átt stórleik. Um mark Þjóðverjana sagði Sigurður, að hann hefði ekki séð hnitmiðað skotið fyrr en of seint og þvf átt Iftil tök á þvf að verja. ALDREI LIÐIÐ EINS VEL Á KNATTSPYRNUVELLINUM „Ég héit að dómarinn ætlaði aldrei að flauta og benda á miðjuna þegar ég skoraði fyrra markið okkar,“ sagði Jóhannes Eðvaldsson fyrirliði landsliðsins að leiknum loknum. „Mér hefur aldrei liðið eins vel á knattspyrnuvelli eins og þegar ég sá boltann sigla f netið og heyrði dómarann loksins flauta.“ Þegar Jóhannes var spurður hvernig markið varð til svaraði hann þvf til, að hann hefði ekki hugsað neitt, bara séð boltann koma og hent sér aftur og haft heppnina með sér með spyrnuna. Jóhannes sagði að mótherjarnir hefðu verið erfiðir en eigi að sfður hefði fslenzka liðið átt álfka mikið f leíknum og fleiri marktækifæri. „Þá má ekki gleyma þætti áhorfenda,“ sagði Jóhannes, „það er allt annað að leika knattspyrnu þegar 10 þúsund hrópandi raddir hvetja mann allan tfmann. Þeir eiga ekki minnstan þátt f sigrinum þvf þegar þreytan fór að segja til sfn héldu þeir okkur gangandi út leiktímann." Þetta voru orð landsliðsfyrirliðans sem bæði var hás og hrærður eftir mikinn baráttuleik. I dag heldur hann til Kaupmannahafnar og leikur með Holbæk á sunnudaginn f dönsku 1. deildinni. DAUÐÞREYTTUR EN VILDI EKKI VIÐURKENNA ÞAÐ ELMAR Geirsson átti mjög gott marktækifæri er hann komst einn innfyrir vörn Þjóðverjanna f lok fyrri hálfieiksins. „Ég ætlaði að laga knöttinn aðeins betur fyrir mig en ferðin var of mikil. Ég missti knöttinn til markvarðarins og tækifærið rann út f sandinn." Leikmenn fslenzka Iiðsins létu vel af Laugardalsvellinum og sögðu að hann hefði skánað mikið sfðan I leiknum við Frakka. Eðlilega voru landsliðsmennirnir orðnir örþreyttir f leiksiok þó svo að þeir berðust til sfðustu mfnútu eða eins og Eltnar Geirsson sagði það, „maður var orðinn dauðþreyttur þó maður vildi ekki viðurkenna það.“ ALUR HJÁLPA HVER ÖÐRUM Ilörður Hilmarsson, sem nú klæddist f annað skipti fslenzku lands- liðspcysunni, sagði að það hefði verið auðvelt að koma inn f landsliðið. „Samvinnan er allsráðandi f liðinu, menn tala saman úti á vellinum og hjálpa hver öðrum.“ I leiknum tóku sig upp gömul meiðsli en Hörður sagðist vona að meiðslin væru ekki alvarleg. „Það er gaman að leika með baráttuliði eins og landsliðið er og ég vona að ég fái fleiri tækifæri." ÞETTA GLEYMIST ALDREI „Ég trúi þessu ekki ennþá,“ sagði Guðgeir Leifsson eftir leikinn. „Það verður kannski þegar ég sé blöðin f fyrramálið að ég geri mér grein fyrir að við höfum sigrað Austur-Þjóðverja." „Þetta var skemmtilegri leikur en gegn Frökkunum, úthald okkar er orðið meira og við eigum enn eftir að bæta við okkur.“ Þegar Guðgeir var spurður hvort eitthvert einstakt atvik væri honum öðru minnis- stæðara í leiknum svaraði hann því til, að þetta hefði verið að öllu leyti frábært og sigurinn myndi tæplega ifða honum nokkru sinni úr minni. Fyrst og fremst samstaðan MARTEINN Geirsson sagði að það væri hægt að nota mörg lýsingarorð yfir þennan leik en fyrst og fremst vildi hann þó þakka samstöðunni innan landsliðshópsins fyrir árangurinn. Leikmennirnir hvettu hver annan og hjálpuðu. „Eftir að við skoruðum fyrra markið var ég viss um að við myndum vfnna þennan leik og mér fannst Ifka að við hefðum frekar átt að skora okkar þriðja mark en þeir sitt annað.“ Kraíturinn og baráttu- viljinn var ótrúlegur sagði Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra ÞAÐ RlKTI að vonum mikil gleði f búningsherbergi fslenzku leikmannanna að leik loknum. Fjöldi glaðra áhorfenda óskaði fslenzku Iandsliðspiltunum til hamingju með sigurinn og meðal þeirra var Geir Hallgrfmsson forsætis- ráðherra. „Þetta var stórkost- iegur Ieikur,“ sagði Geir. „Krafturinn og baráttuviljinn hjá landsliðspiltunum var ótrú- Iegur.“ Ellert Schram formaður Knattspyrnusambands Islands var vitanlega mjög ánægður. Hann mátti vart mæla svo mik- il var ánægjan með leikinn. „Það gleðilegasta við þetta var engin tilviljun,” sagði Ellert „og þó svo að það hafi ef til vill verið ósanngjarnt að fara fram á Islenzkan sigur var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Það er ánægjulegt fyrir okkur forystu- mennina þegar slfkur áraiigur næst eins og f kvöld. Þetta er að mfnu áliti mesta afrek fslenzkra knattspyrnumanna og „sensasjón" f knattspyrnu- heiminum." Jens Sumarliðason formaður landsliðsnefndar sagði að reynt hefði verið að undirbúa liðið mjög vel og þjálfari liðsins hefði gert ótrúlega hluti en samt sem áður hefði enginn þorað að vonast eftir sigri. Þá sagði Jens, að ekki mætti gleyma þætti áhorfenda, þvf þeir hefðu stutt dyggilega við bakið á leikmönnunum sem stóðu sig betur en nokkurn hafði dreymt um. Þjóðverjarnir niðurbrotnir ÞÝZKU leikmennirnir, þjálfari og far- arstjórar voru niðurbrotnir að leikn- um loknum. Lokuðu þeir fyrst að sér og hleyptu engum inn I búningsklef- ann fyrr en eftir langa stund. Um stðir fengu þó fréttamenn að ræða við þjálfarann, en hann var ekki margorður og sagði að Islenzka liðið kæmi alltaf meira og meira á óvart. Tapið i leiknum i gærkvöldi þýðir það að möguleikar A-Þjóðverjanna eru endanlega úr sögunni á að kom- ast i úrslit Evrópukeppninnar og þau tvö lið í riðlinum sem enn eiga möguleika á áframhaldandi þátttöku eru Belgia og fsland. Hver hefði trúað þvi fyrir mánuði siðan?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.