Morgunblaðið - 20.06.1975, Page 1
36 SÍÐUR
136. tbl. 62. árg. FÖSTUDAGUR 20. JtJNÍ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sendiherra Banda-
ríkjanna í Zaire
var rekinn úr landi
CIA sakað um að hafa stutt byltingartilraun
Kinshasa Zaire 19. júnl Reuter.
Rfkisstjórnin ( Afrfkurfkinu
Zaire hefur rekið sendiherra
Bandarfkjanna úr landi f kjölfar
fregna um ad bandarfska leyni-
þjónustan CIA hafi staðið að baki
misheppnaðri byltingartilraun
gegn Mobuto Sese Seko forseta
landsins. Var sendiherrann, Dean
Hinton, sem gegnt hefur emb-
ættinu sl. 4 ár, kallaður á fund f
utanrfkisráðuneytinu f Kinshasa
f gærkvöidi og hann beðinn að
vera úr landi á laugardag.
Talsmaður bandariska utan-
ríkisráðuneytisins, Robert Ander-
son, sagði að Bandaríkjastjórn
harmaði þessar aðgerðir f ljósi
mikilvægra og góðra samskipta
landanna og neitaði eindregið
ásökunum Zaireblaðsins Salongo,
sem skýrði frá því að CIA hefði
staðið að baki hinni misheppnuðu
tilraun. Sagði talsmaðurinn að
Bandaríkjastjórn æskti þess að fá
að kanna þær sannanir, sem
stjórnin í Zaire hefði. Mobuto for-
seti sagði í ræðu á fjöldafundi í
dag, að hann hefði óyggjandi
sannanir fyrir því að rifflum með
langdrægum kíkjum og hljóðdeyf-
um hefði verið dreift meðal Zaire-
búa, sem að tilræðinu stóðu, en
nefndi ekki hverjir eða hvaða
þjóð hefði staðið að baki.
Bandaríska stórblaðið New
York Times skýrði frá því i dag að
CIA hefði á árunum fyrst eftir
1960 ekki aðeins gælt við áætlanir
um að myrða Fidel Castro forseta
Kúbu, heldur einnig bróður hans
Raoul Castro og náinn vin hans,
Che Guevara. Blaðið hefur eftir
ónefndum manni, sem segist hafa
haft beinan aðgang að áætlunun-
um, að þær hafi verið gerðar í
sambandi við Svínaflóainnrásina
vegna þess að Bandarikjamenn og
kúbönsku útlagarnir, sem að inn-
rásinu stóðu, hafi verið hræddir
um að þremenningunum tækist
að þjappa kúbönsku þjóðinni
saman til gagnbyltingar. Skv.
heimild New York Times kom
þessi hugmynd fyrst upp er
Eisenhower var enn forseti
Bandaríkjanna og Nixon varafor-
seti, en Svinaflóainnrásin var
gerð rétt eftir að Kennedy tók við
forsetaemhættinu.
Brennandi bfll fyrir utan höll erkibiskupsins f Lissabon.
Sfmamynd AP.
Reiptog öryggissveitanna
og herforingja um Republica
Kommúnistar hafa það enn á sínu valdi
Evensen í
Washington
Washington 19. júní AP.
JENS Evensen, hafréttarmála-
ráðherra Noregs, kom f dag til
Washington frá Kanada til við-
ræðna við bandarfska ráða-
menn um 200 mflna efnahags-
lögsögu. Evensen ræddi í gær
við kanadfska ráðherra um
málið, en ekkert var látið uppi
um viðræðurnar að þeim lokn-
um. Viðræðurnar f Washing-
ton standa f dag og á morgun
og heldur Evensen að þeim
loknum heim á leið. Hann hef-
ur þegar rætt við sovézka,
brezka og fslenzka ráðamenn
um 200 mílurnar.
Framhald á bls. 20
Lissabon, 19. júnf. AP — Reuter.
BYLTINGARRAÐ hersíns í
Portúgal gaf f dag út yfirlýsingu,
þar sem sagði að þeir menn, sem
hefðu staðið að baki ólátunum f
landinu undanfarið stefndu að
þvf að koma á fót alræðisstjórn
öreiganna f landinu og lýsti sig
andvíga slfkum stjórnarháttum.
Var f yfirlýsingunni sagt, að
stjórnin styddi lýðræðisstjórn
margra flokka. Byltingarráðið
hefur setið á fundum frá því á
föstudag og höfðu margir óttazt
að að þvf væri komið að ráðið
bannaði starfsemi stjðrnmála-
flokkanna í landinu, en þessi yfir-
lýsing bendir ekki til að svo sé, en
hins vegar kemur ráðið aftur
saman til fundar á morgun.
Prentarar við dagblað jafnaðar-
manna, Republica, héldu yfir-
ráðum sínum yfir bækistöðvum
blaðsins í dag, er hermenn úr
öryggissveitum Iandsins hleyptu
þeim inn i bygginguna í morgun,
en meinuðu jafnaðarmönnum,
blaðamönnum og flokksleiðtog-
um, inngöngu. Jafnaðarmenn
hafa mótmælt þessum aðgerðum
harðlega en bíða enn átekta til að
gefa byltingarráðinu möguleika á
að standa við loforð sin um að
Republica verði afhent jafnaðar-
mönnum á ný og að útvega prent-
urunum vinnu við önnur blöð,
sem flest eru rekin af ríkinu.
Mikið reiptog er milli herforingj-
'anna og öryggissveitanna,
Copcon, og um leið og herfor-
ingjarnir hafa lýst blaðið I hönd-
um jafnaðarmanna hafa foringjar
úr Copcon afhent prenturum lykl-
ana að byggingunni. Er mjög
erfitt að gera sér grein fyrir þvi
sem þarna er að gerast.
Portúgalskir hermenn fluttu í
dag um 700 kaþólikka á brott und-
ir vernd frá höll erkibiskupsins i
Lissabon, sem höfðu flúið þangað
undan æstum múgvinstri manna,
sem gerði aðsúg að þeim.
Kaþólikkarnir, flestir konur,
urðu fyrir aurkasti og hrópuð
voru að þeim gifuryrði, er þeim
var ekið burtu í herbílum.
Umsátrið hófst, er kaþólikkarnir
reyndu að efna til mótmæla-
Framhald á bls. 20
Rekur í átt til stríðs
99
r
í
Miðausturlöndum ’ ’
- segir Ford
Minneapolis. Minnesota, 19. júni AP.
FORD Bandarfkjaforseti sagði f
dag f viðtali við blaðið Minnea-
polis Tribune, að hreyfingin f
Miðausturlöndum væri í átt til
nýrrar styrjaldar og sagði forset-
inn, að ef ekki tækist að stöðva þá
hreyfingu yrði strfðið sem I kjöl-
far fylgdi alvarlegra en nokkru
Stofnun Norræna fjárfest-
ingarbankans var samþykkt
Stokkhólmi, 19. júni. NTB.
• samstarfsrAðherrar
Norðurlanda samþykktu á fundi
sfnum i Stokkhólmi í dag stofn-
skrá fyrir Norræna fjárfestingar-
bankann og óskuðu þess jafn-
framt, að bankinn gæti tekið til
starfa 1. júlf á næsta ári. S’tofnfé
bankans var ákveðið 400 milljón-
ir sænskra króna og leggja Svíar
til 45%, Danir 22%,Norðmenn og
Finnar 16% hvor þjóð og Islend-
ingar 1%. Er gert ráð fyrir að
bankinn láni í fyrsta áfanga allt
að 5 milljörðum sænskra króna,
og er vonazt til að hann geti fjár-
magnað mikinn hluta starfsemi
sinnar með lánum frá olíufram-
leiðsluþjóðunum.
% Útlán bankans eiga að vera til
fjárfestingar- og útflutningsáætl-
ana, þar sem Norðurlöndin eiga
sameiginlegra hagsmuna að gæta.
Ráðherrarnir lögðu á fundinum
áherzlu á að fjárfestirigarþörf
Norðurlandanna væri mjög mikil
og mörg þeirra væru háð utanað-
komandi fé til að standa straum
af fjárfestingaráætlunum sínum.
Þar sem áherzla er lögð á að bank-
inn geti tekið til starfa 1. júli
1976, er liklegt að Norðurlanda-
ráð þurfi að koma saman til auka-
fundar í haust til að samþykkja
stofnun bankans endanlega.
Aætlunin um stofnun bankans
var tekin upp á fundi forsætisráð-
herra Norðurlanda í janúar sl. og
Framhald á bls. 20
sinni fyrr og f kjölfar þess myndi
koma algert og lamandi olfubann.
Segir blaðið að þessi ummæli for-
setans komi á óvart i Ijósi við-
ræðna hans við Sadat Egypta-
landsforseta i Austurriki fyrir
skömmu og við Rabin forsætis-
ráðherra Israels f Washington f
fyrri viku.
I viðtalinu sagði forsetinn orð-
rétt að því er blaðið hermir:
„Astandið f Miðausturlöndum er
mjög hættulegt og gæti sprungið
út í hörð átök hvenær sem er, og
því lengur sem við látum reka án
þess að hafast að, þeim mun
hættulegri verður kveikjuþráður-
inn. Við vinnum nú að lausn með
öll Arabaríkin í huga þvi að ný
styrjöld gæti orðið miklu verri en
Yom Kippur stríðið, það yrði
blóðugra, kostnaðarsamara og
myndi óhjákvæmilega leiða til
nýs olíusölubanns. Þess vegna
verður að gera eitthvað, við get-
úm ekki unað við stöðvun i samn-
ingaumleitunum.“
I viðtalinu sagði forsetinn
einnig, að enginn skyldi láta sér
detta til hugar, að Henry Kissing-
er léti af embætti áður en kjör-
tímabil hans rennur út i janúar
1977.
Meir Sarmi, aðalritari Verka-
mannaflokks Israels, sagði að
Framhald á bls. 20
Liggur rússneski
björninn á línunni?
Washington 19. júní Reuter.
WASHINGTONBLAÐIÐ
Washington Star sagði i dag að
starfsmenn sovézka sendiráðs-
ins í Washington hleruðu
hugsanlega landssímasamtöl
innan Bandaríkjanna. Sagði
jlaðið að það hefði það eft-
ir embættismönnum að Sov-
étmenn gætu komizt inn i ör-
bylgjusendingar gegnum loft-
net á þak sendiráðsins. Um
70% bandariskra langlínusím-
tala fara eftir örbylgjum. Þá
sagði blaðið að Bandarikja-
menn reyndu að gera slíkt hið
sama í Moskvu, en símakerfið
þar væri svo tæknilega lélegt,
að það væri miklu erfiðara.