Morgunblaðið - 20.06.1975, Síða 13

Morgunblaðið - 20.06.1975, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNI 1975 13 Þórður Jónsson, Látrum: Fýkur nú í flest skjól SVO sem kunnugt er, var á liðnu ári sumstaðar úti á landsbyggð- inni verulega skert símaþjónusta frá þvi sem var. Þetta þótti að vonum furðuleg ráðstöfun, og verulegur snopp- ungur I andlit okkar dreifbýlis- fólks, og varð af óánægjuaida um land allt og miklar umræður. Þeim lauk að mestu með því að hæstvirtur póst- og símamálaráð- herra kom fram I fjölmiðlum og lofaði að ráða bót á þessu með þvi að stórauka neyðarþjónustu I dreifbýlinu, og taldi upp nokkra staði, sem áttu að fá vörslu alian sólarhringinn, þar á meðal Patreksfjörð. Þessu var fagnað, og orð ráðþerrans tekin trúanleg svo sem vera bar. Nú er margan farið að lengja eftir efndum, og enginn virðist vita neitt um málið nema orð hæstvirts ráðherra. Því vaknar sú spurning, hvort hann hafi ekki meint þetta, eða hvort hann hafi bara verið að friða okkur dreif- býlisfólkið, en því vil ég ekki trúa fyrr en að fullreyndu. Flugið er hér mjög mikilvægur þáttur I okkar samgöngumálum en eins og vitað er, þá er það allstaðar mikið háð veðri, ekki síst úti um landið, og ekki alltaf hægt að koma eða fara samkvæmt áætlun, heldur verður að láta vita hverju sinni um flugið, út frá hverri flugvallarafgreiðslu, til þeirra sem ætla að nota flugið hverju sinni, og þá vitanlega í gegnum síma. Nú er gengin í garð sumaráætl- un Flugfélagsins, og vélar hingað vestur hafa brottfarartíma frá Reykjavik kl. 9, alveg á sama tíma og siminn er opnaður á virkum dögum. Það er því útilokað að láta fólk vita um flugið hér i nágrenni fyrr en eftir að vélin er farin frá Reykjavik, og þá engin von til að fólk, sem ætlar að hafa samband við vélina, nái henni, þ.e.a.s. það, sem langt á að. Þetta er ein afleið- ing hinnar skertu símaþjónustu, sem kemur mun verr við, þar sem vegurinn sem aka þarf eftir er að kalla ófær, eins og vegurinn úr Örlygshöfn um Breiðavík að Látrum. Er í ráði að biðja sama hæstvirtan ráðherra að loka honum fáist hann ekki lagfærður án tafa. Má því segja að fokið sé í flest skjól hjá okkur útnesjafólki með öryggis- og samgöngumál. Undirritaður ásamt fleirum hafa þvi nokkurn áhuga á að vita hvort hæstvirtur ráðherra ætlar að standa við orð sín um bætta simaþjónustu, og hvenær. Sendi ég því hér með háttvirtum al- þingismönnum okkar Vestfirð- inga kveðju mina ef þeir mættu þetta lesa, ásamt vinsamlegri beiðni um að fá þetta ákveðið fram, þvi hér er um að ræða stór- mál fyrir okkur, sem búum fyrir utan sjálfvirka simakerfið. Látrum4/5. ’75. Þórður Jónsson. Handritasýning í Árnagarði STOFNUN Árna Magnússonar opnaði handritasýningu I Arna- garði 17. júní. Sýning þessi verð- ur opin i sumar á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14.00—16.00. A sýningunni eru til sýnis ýmis þeirra handrita, sem smám saman eru að berast heim frá Danmörku. Sýningin er helg- uð landnámi og sögu þjóðarinnar á fyrri öldum. 1 myndum eru meðal annars sýnd atriði úr is- lenzku þjóðlifi, eins og það kemur fram i handritaskreytingum. óskar eftir starfsfólki: SEYÐISFJÖRÐUR HVERAGERÐI INNRI NJARÐVÍK ÓLAFSVÍK Umboðsmenn óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu. Mbl. uppl. hjá umboðsmönnum og á afgr. í síma 10100. MARKHAM sturtuvagnar Buröargeta 4.5 tonn. Burðarmiklir hjólbarðar 10.00 x 16 8 strigalaga Stálpallur og 43 cm há stál skjólborð. Sérstaklega hentugir vagnar fyrir verktaka og bæjarfélög. Eru nú fyrirliggjandi á mjög hagstæðu verði aðeins kr. 247 þús. Hafið samband við sölumenn okkar sem fyrst. Globusf Lágmúla 5. Sími 81555 BáHH&BLAMB ÆSKAM ÆSKAN er stærsta og fjölbreyttasta barna- og unglingablaðið á íslandi í dag, yfir 600 blaðsíð- ur. Æskan flytur ávallt mikið af hollum fróðleik, innlendum og erlendum, og öðru skemmtilegu lesefni við hæfi barna- og unglinga. Síaukinn áskrifendafjöldi hefur gert ÆSKUNNI kleift að vera seld á ótrúlega lágu verði. Nýr áskrifandi, sem sendir greiðslu með áskriftar- pöntun, fær meðan upplag endist einn eldri árgang blaðsins í kaupbæti. Einnig hefur verið tekinn upp sá háttur að selja útgáfubækur ÆSKUNNAR beint af lager til áskrifenda blaðs- ins langt undir venjulegu verði. Kynnið yður meðfylgjandi og sannfærist um, að hér er ekkert ofsagt. Takmarkið er, að ÆSKAN ávinni sér það traust og þær vinsældir, að hún verði keypt og lesin á hverju barnaheimili i landinu. Sýnið foreldrum ykkar og öðru venslafólki þessa orðsendingu og fáið leyfi þeirra til að gerast kaupendur strax í dag. Minnist þess, að eftir því sem áskrifendum ÆSKUNNAR fjölgar, verður blaðið stærra og fjölbreyttara. — Tak- markið er, að ÆSKAN komist inn á hvert barnaheimili landsins. Verð árgangs 1 975 kr. 1 500.00. Með fyrirfram þökk og öruggri vissu um ánægju- leg viðskipti. BARNABLAÐIÐ ÆSKAN Ekkert barnaheimili getur verið án ÆSKUNNAR. Ég undirrit ...........óska að gerast áskrifandi að ÆSKUNNI. Nafn: ........................................................... Heimili: ....................................................... Póststöð: .................... ................................. Afgreiðslan: Laugavegi 56, sími 17336, pósthólf 14, Reykjavík. Miðnæturferð með Akraborg Kiwanisklúbburinn NES efnir til skemmtisiglingar sólstöðunóttina 22. júní n.k. Farið verður frá Reykja- víkurhöfn (Sprengisandi) kl. 21.00 laugardaginn 21. júní. Komið aftur kl. 2.00 eftir miðnætti. Verð miðanna kr. 1.500.- á mann, innifalinn matur, „natmad" kl. 24.00. Veitingar um borð, hljóm- sveit leikur fyrir dansi. Stangir og færi fyrir þá, sem vilja, ef veður leyfir. Leiðbeinandi Magnús Valdimarsson, fyrrv. form. Sjóstangveiðifélags Reykjavíkur. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar. * Allur ágóði af ferðinni til líknarmála. Upplýsingar um farmiða og fl. í síma 16160, 18418 og 15783. Farmiðar afhentir I Heldverzlun V.H. Vilhjálmssonar s.f., Bergstaðastræti 13. Nefndin . >qt,ili i*? nnhif if* t! h ;i • iM.qP. í 1 ófilíjiz íiiXBdöi i.'l i?i■ • i j i»

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.