Morgunblaðið - 20.06.1975, Side 15
MÖRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JUNI 1975
15
Við höfum haft samband við
Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins og beðið þá um að hefja
á þessu sumri tilraunir til að
skera úr um áburðargildi
skarna hér hjá okkur. Hingað
til hefur borgin notað svo til
allan skarnann frá sorp-
eyðingarstöðinni, en þó selt
nokkuð til einstaklinga. Skarn-
inn hefur áburðargildi að þvf
leyti, að í honum er fosfór og
köfnunarefni, en ákaflega litið
af kalí. Gildi hans er líklega
fyrst og fremst fólgið i þvi, að
hann mildar okkar köldu og
ófrjóu jörð, og breytir gerð
jarðvegsins. Þar með virðist
hann gera gróðri auðveldara
fyrir að safna til sín þeim
áburði, sém borinn er í mold-
ina. Tilraunin, sem hefst nú í
sumar, ætti að skera úr því,
hvort skarni getur orðið mark-
aðsvara i stærri stil en nú er.
— Það var ákaflega fróðlegt
að kynnast þessari hlið mála í
Bandaríkjunum, hélt Þórður
áfram frásögn sinni. Ég hitti
vísindamenn frá Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins í því
landi. Þeir sögðu mér m.a., að
við ræktun í Bandaríkjunum,
sem mest hefur byggzt á tilbún-
um áburði, hafi þeir nú orðið
varir við vissan skort á snefil-
efnum í uppskerunni. Þeir
vildu halda því fram, að það
væri vafamál hversu lengi væri
hægt að rækta jörð án þess að
gefa henni nokkuð lífrænt efni
til baka, og lausnin getur orðið
sú, þegar til Iengdar lætur að
breyta sorpi og jafnvel skolpi í
áburð. Markmið okkar hér með
fyrrgreindum tilraunum hjá
Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins ásamt mælingum og
sundurgreiningu á sorpi, er að
fá haldbærar niðurstöður um
það, að hve miklu leyti við eig-
um að stefna að endurvinnslu
sorps.
— En hvað um skolpið.
Hvaða útvegur er þar?
— Það skal tekið fram, að
vandi okkar á þvi sviði er eng-
inn í líkingu við það, sem stór-
þjóðir búa við. I Philadelphiu
kynntist ég þessum vanda eins
og hann getur einna verstur
orðið. Borgin stendur við Dela-
Wareána, sem er á litinn
eins og mórauð á í leys-
ingum hér heima. Þar sá
ég skolphreinsistöð sem
er komin nokkuð til ára sinna,
og að henni berst meira skolp
en stöðin var hönnuð fyrir.
Borgir ofar við ána voru farnar
að menga ána meira en svo, að
hægt væri að hreinsa úr henni
neyzluvatn. Því var komizt að
samkomulagi við þær um að
tengja skolpkerfi þeirra þessari
stöð. Piladelphia hefur því stað-
ið andspænis því að þurfa að
stækka skolphreinsistöðina
Land er fyrir hendi á mýrar-
fláka við hliðina á stöðinni, en í
þennan mýrarfláka höfðu
menn um árabil losað botnfall-
ið, sem til féll í stöðinni. Síðan
var því hætt og nú er botnfall-
inu dælt í pramma, og farið
með það 50 milur út á sjó úti
fyrir strönd Delawarerxkis, og
þvi hent í Atlantshafið. Vart
verður langt að bíða þess, að
bannað verði að henda slfku
botnfalli i sjóinn. Með þetta í
huga hefur Umhverfisstofnun
Bandaríkjanna bannað Phila-
delphiuborg að losa gamla botn-
fallið, sem fyrir er í mýrardrag-
inu, í sjóinn. Meðan svo er, er
ekki hægt að losna við það, og
ekki hægt að stækka hreinsi-
stöðina, og þar með er komið
gott dæmi um það, hvernig
öfgar á hvorn veginn sem er,
geta leitt mannskepnuna. Það
er sem sé líka hægt að vera
með öfgar í viðleitninni við að
vernda umhverfið og mjög auð-
velt að fara út í öfgar í mengun.
En þarna er sem sagt á ferð
mikið vandamál, hvernig á að
losna við þetta. Ein aðferð er sú
sem reynd hefur verið, að
blanda þetta botnfall með
kalki, og nota kalkið sem bindi-
efni. Þanni má pressa teninga,
sem notaðir eru sem undirbygg-
ing í vegagerð. En þetta er ekki
einhlít lausn, því vegagerðinni
eru líka takmörk sett, þar sem
svo geysilega mikið magn af
þessu botnfalli er þarna. Þetta
ér sem sagt mikill hnútur fyrir
Philadelphiu.
I Washington fræddist Þórð-
ur af starfsmönnum Umhverf-
isstofnunar um það, sem þeir
eru með á prjónunum. I til-
raunastöð landbúnaðarins í
Beltsville rétt fyrir utan
Washington eru þeir t.d. í sam-
vinnu við Marylandríki með til-
raun til að breyta botnfalli frá
skolphreinsistöðvum í áburð.
Aðferðin er sú, að þeir leggja út
viðarkurl á flata jörð, síðan
koma vörubílar með botnfallið
og sturta því yfir viðarkurlið,
sem liggur í löngum görðum.
Hjólaskóflur með tætara fram-
an á aka fram og aftur og hræra
þessu saman.Við það fæst hröð
gerjun og mikill hiti, og á
þremur vikum er þetta orðið að
mold, sem er alveg lyktarlaus,
og hefur mikið áburðargildi.
Síðan er þessi mold borin á
akra, og fara fram tilraunir
með ræktun á ýmsiss konar
nytjajurtum, korni, grænmeti
o.s.frv. Niðurstaðan virðist vera
sú, að í fyrsta lagi fæst úr þessu
ákaflega góður áburður, en
menn verða að vera á verði
gegn málmum, sem í skolpinu
eru, einkum þungamálmunum
cadmium og zinki. Það virðist
þurfa að líða u.þ.b. ár þangað
til jarðvegurinn hefur náð
réttri uppbyggingu að nýju,
þannig að slíkir mámar bindist
í honum, og fari ekki nema í
hóflegu magni f uppskeruna.
— Ennfremur sá ég skolp-
hreinsistöð í Seattle í Washing-
tonriki, nýtízkulegt mannvirki,
byggt árið 1966, segir Þórður
Þorbjarnarson. Hér kvað við
svolítið annan tón. Seattle er
girt á aðra hönd af Puget-flóa,
sem er langur og djúpur fjörð-
ur og inni í miðri borginni er
síðan Washington stöðuvatnið.
Þarna var orðin mjög slæm
mengun, sem fólk varð mjög
vart við vegna þess að þarna
nær byggðin alveg fram á
strönd, og menn stunda mikið
siglingar og annað sport. Sveit-
arfélögin þarna, ásamt Seattle,
ákváðu að hafa samvinnu um
dýrar framkvæmdir til að bæta
úr þessu ástandi. Var lagður á
sérstakur skattur til að fjár-
magna þessar framkvæmdir,
nokkurs konar notendaskattur,
sem nemur um 2'A dollar á
meðaleinbýlishús á mánuði.
Þessi ákvörðun var tekin með
almennri atkvæðagreiðslu.
Reist var nýtízkulég skolp-
hreinsistöð, sem stendur á
skaga út í Puget flóann í mjög
fallegu umhverfi. Þarna fer
fram svo kölluð fyrsta hreins-
un, sem tekur um 70% af líf-
rænum efnum úr skolpinu. Af-
gangsvatnið er svo „klórerað"
og sett þannig út í sundið á um
230 feta dýpi. Botnfallinu er
dælt í stóra tanka og látið
gerjast þar án þess að loft
komist þar að. Við það myndast
mjög mikið magn af metangasi,
sem notað er til að knýja allar
þessar geysi öflugu dælur sem
nauðsynlegar eru í stöðinni.
Þéttbýli þarna er ákaflega víð-
lent, og þarna rignir nokkuð
mikið, og þannig getur rignt í
einum borgarhluta, þótt sól
skíni í öðrum. I borginni er
holræsakerfi, sem ekki skilur
regnvatn frá öðru skolpi eins
og háttar til í eldri hverfum
Reykjavíkur. Því getur hol-
ræsakerfið fengið ákaflega
mikla álagstoppa. Og til að
þurfa ekki að hleypa óhreins-
uðu vatni út á álagstímum, hafa
þeir komið upp tölvustýringu í
sambandi við sjálfvirkar lokur í
skolpkerfinu, og geta geymt
þannig í sjálfu kerfinu skolp á
meðan regnskúrir standa yfir.
Þótt ótrúlegt sé, þá er þessi
skolphreinsistöð svo falleg á að
sjá og hreinlega um hana
gengið að mest minnir á lista-
safn. Ökunnugur myndi ekki
hafa hugmynd um þá starfsemi
sem þarna fer fram.
— Og þá að lokum, Þórður,
hvað er verið að gera hér til að
losna við skolp frá þéttbýlis-
svæðunum á viðunandi hátt?
— Okkar vandi er í höfuð-
Framhald á bls. 35
Franciskus-systra spítalinn I Stykkishólmi: Spltali, síðar barnaheimili og smábarnaskóli. - Nú
væntanleg heilsugæzlumiðstöð fyrir Vesturland. - f spftalanum er einnig prentsmiðja kaþólsku
kirkjunnará íslandi.
Franciskus-systur minnast
40 ára starfs á Islandi
UM þessa helgi minnast
Franciskusystur i Stykkishólmi
þess aS siSari hluta sumars eru
liSin 40 ár frá því að fjórar systur (
reglunni stigu á land ( Stykkis-
hólmi og hófu þar rekstur
Franciskusspítalans. Þar með
hófst það starf sem systurnar hafa
unnið sleitulaust slðan, þjóðþrifa-
og mannúðarstarf sem allir lands-
menn komnir til vits og ára þekkja
meira eða minna — þó eðlilega
mest fólkið ( byggðunum á
Snæfellsnesi. I Franciskusspit-
alanum eru sjúkrarúm fyrir 45
sjúklinga, og þar eru nú 20 lang-
vistarsjúklingar frá Kleppi.
Spitalinn stendur nú á tíma-
mótum, þvf framundan eru breyt-
ingar og liggur nú fyrir að
spítalinn verði heilsugæzlu-
miðstöð fyrir Vesturland. Á þess-
um tímamótum munu margir
fulltiða Snæfellingar og fleiri
minnast fyrstu systurinnar sem
veitti hinum fámenna systrahópi
forstöðu og varð fyrsta priórinnan
við spitalann en það var systir
Amanda.
i tilefni þessara tímamóta kom
Mbl. að máli við systur Hildigunni
— Hildegunde eins og hún var
skirð i heimalandi sinu, Hollandi.
Hún hefur um árabil verið
priórinna spitalans og farið af
henni sérstakt orð. Hún skýrði svo
frá i viðtali þessu, að Francisku-
systur hefðu ákveðið að minnast
þessarar 40 ára fslandsvistar
reglusystranna með því að draga
fána að hún og flagga fyrir sjálfum
okkur." „Við vonumst fastlega til
þess að biskup okkar dr. Hinrik
Frehen, sem áður var prestur i
reglu Montfortana, geti komið þvi
við að syngja hámessu i
kapellunni i spitalanum. Að öðru
leyti verður afmælisins ekki
minnzt á okkar vegum." Systir
Hildigunnur sagði að Franciskus-
reglan — sem er starfandi 1 tug-
um þjóðlanda og telur i allt um
9000 systur, hefði frá stofnun
byggt lif sitt og starf á fordæmi
heilags Franz frá Assisi. —
Nú eru i Franciskusreglunni hér
og starfandi við spítalann 10 syst-
ur frá Belgiu, tvær frá Hollandi og
loks er bráðlega von á kanadiskri
systur. Systir Hildigunnur benti á,
að i bók Oscars rithöfundar
Clausens „Á fullri ferð," væri
mikinn fróðleik að finna um að-
draganda þess að Franciskussyst-
ur reistu spitalann. Hann getur
þess að upphaflega hafi verið um
þetta rætt þegar á árunum
1928—1930. Segir Oscar frá þvf,
að þáverandi sýslumaður, Páll V.
Bjarnason, hafi spurt sig hvort
hann (Oscar) myndi ekki vilja at-
huga möguleikana á þvi, að
kaþólska trúboðið vildi reisa
spitala i Stykkishólmi og það
verður úr að Oscar fer til fundar
við þáverandi biskup kaþólsku
kirkjunnar, Meulenberg, og reifar
málið við hann. Biskupinn skrifar
Systir Hildigunnur — fyrrum
príórinna.
siðar til Vatikansins. Þá hafði þar
með höndum málefni kaþólskra á
Norðurlöndum van Rossum kardi-
náli. Hann hafði komið hingað
nokkrum árum áður. Um siðir
svarar hann bréfi Meulenbergs
biskups og tilkynnir honum að
hann hafi falið Franciskussystrum
i Brússel að stofna trúboðsstöð
með spitala i Stykkishólmi. Hófst
nú allumfangsmikill undirbúning-
ur spitalabyggingarinnar. Undir-
búningi þessum lýkur árið 1933
og fer Meulenberg biskup, eftir að
hafa farið vestur einu sinni áður,
til að athuga um staðhætti og
staðinn fyrir spitalann. Oscar rit-
höfundur fer með biskupi vestur
og það verður úr að þeir gera
samning um smiði spítalans og
staðsetningu hans og var Meulen-
berg biskup ánægður með staðar-
valið. Smiðin hófst svo og var
spitalinn tilbúinn árið 1935. —
En dráttur á leyfi frá landlækni
kom i veg fyrir að hann gæti tekið
til starfa fyrr en um það bil ári
siðar. — Þannig er greint frá að-
dragandanum að byggingu spit-
alans
„Ég hef sjálf haft mikla ánægju
af þvi að starfa hér á islandi,"
sagði systir Hildigunnur, en hún er
nú aðhverfa af landi brott aftur,
og um leið og hún hættir sem
priórinna tekur hún upp sitt fyrra
heiti innan reglunnar, „systir". í
þessu samtali sagði systir Hildi-
gunnur, að það væri ánægjulegt
fyrir Franciskussystur að meðal
þeirra er einn ein systranna, sem
var meðal hinna fyrstu systra er
til íslands komu en það er systir
Maria Ernelia. „Franciskussystur
hafa á öllum tima siðan við
byrjuðum hér á landi verið Guði
þakklátar fyrir það hve alltaf hefur
valizt gott fólk til að starfa með
okkur i spítalanum. Margt af
þessu fólki verður okkur og
systrunum minum ógleymanlegt,
— en við skulum ekki nefna nein
nöfn hér eða annarra þeirra fs-
lendinga sem verið hafa okkur
stoð og stytta. — Við getum að-
eins sýnt þakklæti okkar i áfram-
haldandi hjúkrunarstarfi i spital-
anum. —
Nú þegar ný priórinna kemur til
landsins og tekur við minum störf-
um verður það auðvitað að verða
hennar fyrsta verk að fara t
islenzkutima til séra Hákonar
Loftssonar, eins og við hinar. —
Nýja priórinnan heitir Angele
Meyen og erfrá Belgiu.
Sjálf hef ég tekið sliku ástfóstri
við fsland eftir öll þau ár sem ég
hefi starfað hér," sagði systir
Hildigunnur, sem talar ágæta
islenzku, — „að ég leyfi mér að
ala þá von i brjósti, að ég eigi eftir
að koma hingað aftur til frekari
starfa fyrir mina systrareglu við
það starf sem hún kann að fela
mér hér."
Viðeigandi er á þessu afmæli
Franciskus-systra að vitna til orða
dr. Bjarna Jónssonar yfirlæknis
við Landakotsspítalann, er hann
viðhafði ( blaðagrein, en hann
komst að orði eitthvað á þá leið,
að hann þekkti ekkert fólk annað
en hinar kaþólsku systur, sem
hefði gefið annarri þjóð allt lifs-
starf sitt, án þess að ætlast til
nokkurs endurgjalds. Sv.Þ