Morgunblaðið - 20.06.1975, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1975
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur. Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. simi 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 40,00 kr. eintakið
Utfærsla fiskveiði-
lögsögunnar í 200 sjó-
mílur er brýnasta verk-
efnið, sem Islendingar
þurfa að glíma við á næst-
unni. Útfærslan í 50 sjó-
mílur fyrir þremur árum
var mikilvægur áfangi, en
þó er ljóst, að þrátt fyrir þá
útfærslu hefur ekki að
neinu marki dregið úr sókn
útlendinga á miðin hér við
land. Á sama tíma hefur
fiskiskipastóll okkar vaxið
allverulega og sóknarþung-
inn því einnig aukizt af
okkar hálfu. í framhaldi af
þessu er rétt að minna á
athyglisverðar upplýs-
ingar, sem fram komu í við-
tali við Sigfús A. Schopka,
fiskifræðing, hér í Morgun-
blaðinu á þjóðhátíðardag-
inn.
í þessu viðtali sagði Sig-
fús A. Schopka, að á árabil-
inu 1968 til 1972 heföi hlut-
ur okkar í heildarafla
þorsks á Islandsmiðum
verið 61%. En þrátt fyrir
útfærsluna hefði hlutdeild
okkar árið 1973 verið nær
hin sama, eða 62%. Hann
upplýsir ennfremur, að
meðalafli þorsks á miðun-
um umhverfis landið hafi
verið 471 þúsund lestir árið
1970 en hafi á síðasta ári
verið kominn niður í 370
þúsund lestir, þrátt fyrir
aukna sókn. Sigfús
Schopka segir ennfremur
að með friðunaraðgerðum
og stjórnun megi auka
afrakstursgetu þeirra
stofna, sem nú eru ofnýtt-
ir, og reikna megi með, að
meðalársafli botnlægra
tegunda á Islandsmiðum
gæti orðið 800 til 850 þús-
und lestir, þegar stofnarn-
ir hafa náð sér eða rétt við.
Árleg veiði nú er u.þ.b. 700
þúsund lestir.
Þessir athyglisverðu
staðreyndir sýna gleggst,
hversu brýnt það er, að við
náum sem fyrst fullum
yfirráðum yfir 200 sjó-
mílna fiskveiðilögsögu. Við
eigum með okkar fiski-
skipastól að geta nýtt upp á
eigin spýtur þá veiðimögu-
leika, sem hér eru fyrir
hendi. Á hinn bóginn get-
um við haft hag af því að
tryggja okkur veiði-
heimildir annars staðar
eins og t.d. í Norður-
sjónum. Af þeim sökum
verðum við að vera reiðu-
búnir til þess að taka upp
viðræður við aðrar þjóðir
um mjög takmarkaðar
veiðiheimildir innan fisk-
veiðilandhelginnar. I þess-
um efnum sem öðrum þurf-
um við að eiga vinsamleg
samskipti við aðrar þjóðir.
Matthías Bjarnason sjáv
arútvegsráðherra ræddi
um þetta atriði í við-
tali við Morgunblaðið á
þjóðhátíðardaginn og sagði
þá m.a.: ,,Ég vil láta það
koma hiklaust fram, að það
er mín skoðun, að við Is-
lendingar verðum að færa
fiskveiðitakmörkin út í 200
sjómílur með það fyrst og
fremst í huga að nýta land-
helgina að öllu leyti fyrir
okkur sjálfa. Aflamagn
botnlægra fiska hefur farið
minnkandi á Islandsmiðum
þrátt fyrir aukna sókn og
því er nauðsynlegt að við
nýtum hina nýju fiskveiði-
lögsögu að fullu og öllu.“
Þetta er afdráttarlaust það
markmið, sem að er stefnt.
Á hinn bóginn hefur
sjávarútvegsráðherra sagt,
að við ættum að vera reiðu-
búnir til þess að ræða í
fyllstu hreinskilni við
aðrar þjóðir um mjög tak-
markaða samninga að því
er varðar aflamagn, veiði-
svæði og samningstíma.
Þessi hefur alltaf verið
stefna Islendinga við út-
færslu landhelginnar. I
þessu efni skiptir höfuó-
máli, að sú niðurstaða fáist,
að verulega dragi úr sókn
og afla erlendra þjóða á
miðunum hér við land. Við
verðum að opna möguleika
á auknum friðunar-
aðgerðum og tryggja okkur
sjálfum stóraukna hlut-
deild í aflanum, sem veiðist
hér við land. Því takmarki
höfum við ekki náð með
útfærslunni i 50 sjómílur.
Mikilvægt er þvi að hraða
aðgerðum vegna þeirrar
útfærslu, sem nú stendur
fyrir dyrum.
I ávarpi sínu til þjóðar-
innar á 17. júní sagði Geir
Hallgrímsson forsætisráð-
herra m.a. um landhelgis-
málið: „Þótt þróun haf-
réttar hafi gengið okkur í
vil, er lokaniðurstaða haf-
réttarráðstefnunnar ekki
fengin. Við kunnum því að
mæta andstöðu, en það höf-
um við fyrr reynt. Mark-
mið okkar er að fá raun-
verulega viðurkenningu
sem flestra þjóða á yfirráð-
um okkar yfir 200 sjómílna
fiskveiðilögsögu. Styrkur
þjóðarinnar út á við bygg-
ist ekki sízt á því að við
sýnum öðrum þjóðum sam-
heldni okkar og getu til
þess að leysa sjálfir vanda
okkar inn á við.“
Víst er að á miklu veltur
nú sem fyrr að þjóðin
standi einhuga og samhent
að því mikilvæga verkefni,
sem framundan er. Með út-
færslu fiskveiðilandhelg-
innar í 200 sjómílur er
verið að reka eina af mikil-
vægustu stoðunum undir
efnahagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar. Efnahags-
örðugleikarnir að undan-
förnu ættu að hafa fært
mönnum heim sannin um
mikilvægi þessa máls.
Enginn má því láta bilbug
á sér finna þó að á móti
blási.
En nú sem fyrr hljótum
við að stefna að friðsam-
legri lausn á þessari ára-
tugagömlu þrætu um fisk-
veiðiréttindin. Markmið
okkar er skýrt og augljóst
og frá þvi verður ekki
hvikað. En vitaskuld erum
við aðeins menn að meiri,
ef við stöndum svo að
verki, að þessu takmarki
verði náð í sátt við aðrar
þjóðir. Æsingarnar geta
verið jafn hættulegar úr-
tölunum. Þá staðreynd er
nauðsynlegt að hafa í huga.
Æsingarnar jafn
hættulegar úrtölunum
ih 'e/ /77/ liSi \æi k n in ga, r * 1 J
1 NÆSTU blöðum Morgunblaðsins munu birtast
greinar um heimilislækningar, sem skrifaðar eru af
nokkrum velþekktum læknum. Að beiðni ritstjóra
Morgunblaðsins rita ég nokkur formálsorð.
Með sanni má segja að heimilislækningar hafi verið
stundaðar frá alda öðli. Fyrr á tfmum voru slfkar
lækningar nefndar húsráð, sem reynslan hafði kennt
alnienningi, þénanleg við ýmsum meinsemdum. Þeir
aðilar er gáfu húsráð voru læknar þeirra tíma. Síðan
er þekking jókst myndaðist stétt lærðra manna þ.e.
læknastéttin, sem sakir kunnáttu leysti betur vanda
sjúklinga en greinargott alþýðufólk gat gert. Allt
fram á þennan dag hafa læknar starfað sem einyrkjar.
Eins og annar einyrkjabúskapur í flestum atvinnu-
greinum hlýtur slfkur rekstur að standa höllum fæti
gegn hópsamvinnu. Hér kemur til að einn maður býr
ekki yfir allri þeirri þekkingu er læknisfræðin hefur
fram að bjóða og einnig að margar aðrar heilbrigðis-
stéttir hafa haslað sér völl á sviði heilbrigðisþjónust-
unnar við hlið lækna. Á ýmsum sviðum hafa þessar
stéttir þekkingu fram yfir lækna og geta jafnframt
unnið mörg störf er læknar sinntu áður.
Þessi þróun hefur orðið m.a. til þess að upp hafa
risið heilsugæslustöðvar þar sem margir læknar
starfa við hlið hinna ýmsu heilbrigðisstétta. Vissulega
verður þessi breyting ekki á einum degi og ýmsir
eldri læknar hafa eðlilega viljað hafa allan vara á.
Ljóst er þó að gegn þessari breytingu á heilbrigðis-
þjónustunni er ekki hægt að sporna. Rfka áherslu ber
þó að leggja á, að ofannefnd breyting verði ekki til
þess að sambönd fólks við eigin heimilislækna rofni
meira en góðu hófi gegnir. Við álftum að svo muni
ekki verða en m.a. í þeim tilgangi eru eftirfarandi
greinarflokkar ritaðir.
Ól. Ólafsson.
Upphaf skipidegra kekninga á Is-
landi og þróun heimiUslækninga
eftir Jón Gunnlaugsson lækni
Aðeins fimmtung þess tíma,
sem þjóðin hefur lifað í landinu,
hefur hún getað leitað til læknis,
ef sjúkdóm eða slys bar að hönd-
um, og þó miklu styttri tíma, sem
hægt er að tala um verulega þjón-
ustu í þeim efnum.
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ
STOFNAÐ_____________________
Margir tímamótadagar eru í
sögu lands og þjóðar. 17. júli 1760
er einn þeirra. Þann dag ríður
Bjarni landlæknir Pálsson frá
Þingvöllum heim til sín að Bessa-
stöðum. Hann hafði þá daginn
áður fengið birt embættisskilriki
sin á Alþingi, en veitingu fyrir
embætti sínu hafði hann fengið í
Kaupmannahöfn þá um veturinn.
Bjarni var fyrsti Islendingur-
inn, sem jokið hafði embættis-
prófi í læknisfræði, Abraham
íslenzkra lækna, eins og prófessor
Guðmundur Hannesson orðaði
það. En áður en hann lauk em-
bættisprófi, hafði hann lengi
fengizt við lækningar hér á landi,
sérstaklega í rannsóknarferðum
sínum um landið með Eggert
Ólafssyni, því að hann hafði frá
unga aldri verið hneigður fyrir að
líkna sjúkum.
Þar með var hinn sjálfsagði
réttur íslenzkra karla og kvenna,
sem fengizt höfðu við lækningar,
úr gildi fallinn, en sú fylking var
stór, allt frá ókrýndum konungi
þeirra, Hrafni Sveinbjörnssyni.
FYRSTI SJUKLINGURINN
En allri vegsemd fylgir vandi
nokkur. Bjarni reið ekki einn frá
Þingvöllum.
Magnús Gíslason, amtmaður,
hafði beðið hann að taka þaðan
með sér sjúkling, Eyjólf Jónsson
úr Rangárvallasýslu. Eyjólfur
Jónsson var því fyrsti sjúklingur-
inn, sem íslenzkum Iækni var
falinn til umsjár.
Frá þeim tíma er því samband
þeirra, hins sjúka og læknisins.
Nú hefur það varað í 214 ár og
aldrei rofnað, þótt á ýmsu hafi
gengið og leið oft torsótt.
Hvað hrærzt hefur í huga
Bjarna landlæknis, er hann reið
frá Þingvöllum með hinn sjúka
mann, sem amtmaður hafði falið
honum til lækningar, vistunar og
umönnunar, er hvergi skráð. En
hann hefur hlotið að hugsa til
aðstöðunnar, sem ekki gat verið
uppörvandi. Hann þá ókvæntur
og húsakynni á gamla valds-
mannssetrinu hin hrörlegustu og
sízt til þess fallin að hýsa sjúka.
En ekki var úr háum söðli að
detta. Fyrir voru í landinu aðeins
gömlu holdsveikraspítalarnir,
hinar ömurlegustu vistarverur,
skjól nokkurra hinna verst settu
af umkomulausum holdsveikum,
þeirra, sem ekki gátu flakkað, og
þó aldrei nema lítils hluta þeirra.
Þannig hófst þá starf hins
fyrsta lærða læknis á Islandi,
mikils gáfu- oglærdómsmanns, en
um fram allt öðlings og mann-
vinar. Hann var þá maður á bezta
aldri, margfróður með brennandi
áhuga á hvers konar viðreisn
landsins. Hann hlaut að vita af
kynnum sínum af landi og þjóð,
að hverju hann gekk, svo langt
sem mannleg framsýni getur
skyggnst inn í óráðna framtíð.
Og hlutu ekki margra augu að
mæna til hans og vonir margra að
vera bundnar honum, sem einn
hafði þekkinguna og einn var út-
nefndur til þess að líkna hinum
sjúku.
FJÖLGUN LÆKNA_________________
1 skipunarbréfi var Bjarna
meðal annars falið að annast
læknakennslu og útskrifa a.m.k. 4
lækna, einn fyrir hvern lands-
fjórðung, og því starfi auðnaðist
honum að ljúka, auk þess sem
hann kenndi 11 öðrum ungum
mönnum læknisfræði að ein-
hverju leyti og 15 ljósmæðrum.
Hann hafði auk þess hjá sér
sjúklinga, fyrst á Bessastöðum og
svo ætið þau 16 ár sem hann starf-
aði i Nesi, allt til dauðadags. Þar
kom hann upp sérstöku húsi fyrir
hina sjúku, raunverulega fyrsta
vísí að almennu sjúkraskýli á ís-
landi.
Hann ferðaðist líka mikið til
þess að vitja sjúkra og segir í
ævisögu hans, „að trautt héldu