Morgunblaðið - 20.06.1975, Síða 20

Morgunblaðið - 20.06.1975, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JUNl 1975 Sellóleikarinn, terracotta, eitt verka Gerðar Helgadóttur á sýningunni. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík: Fjölbreytt listsýn- ing í Keflavík I IÐNSKOLANUM f Keflavík stendur nú yfir listsýning Mynd- höggvarafélagsins f Reykjavík. Sýning þessi var opnuð 14. júnf s.I. og lýkur sunnudaginn 22. júnf n.k. og er hún opin daglega kl. 16 til 22. A sýningunni eru 135 verk en sýnendur eru 32. Sýning þessi er mjög fjölbreytt en á henni eru t.d. höggmyndir, olíumyndir, vatnslitamyndir, grafík, glermyndir, teikningar og teppi. Þær greinar myndlistar, sem ekki eiga fulltrúa á þessari sýningu eru mósaikverk og al- Gjöf til Litlu-Grundar NÝLEGA afhenti Kristján Mikael Jónsson í Edmonton 1 Albertaríki i Kanada gjöf til Litlu-Grundar, kr. 43.075.— til minningar um hálfsystkini sín, Mörtu S. Jóns- dóttur, Ölöfu Jónsdóttur og Stef- án B. Jónsson. — Concorde í heimsókn BREZK-franska þotan hljóðfráa, Concorde, lenti á Keflavíkurflug- velli kl. 7.55 í gærmorgun, en vél- in var á venjulegu æfingaflugi. 1 Keflavík haföi vélin frekar skamma viðdvöl, því þaðan fór hún aftur kl. 9.17 til Dakar í Af- ríku. Þá leið átti hún að fljúga á tvöföldum hraða hljóðsins og í 56 þúsund feta hæð. Flaug til Venusar Moskva 14. júni Reuter SOVÉTRlKIN skutu í dag á loft flaug, sem á að fara til reiki- stjörnunnar Venusar, og er það önnur flaugin á fáum dögum. Aftur á móti hefur mjög fátt verið upplýst um hver aðaltilgangur þessara rannsóknarferða er, en talið er að kapp verði lagt á hita- rannsóknir. AL(,I,VSIN(,ASÍMINN ER: ^22480 J 3H*rj)iinblaí>iö frescomyndir. Menntamálaráð Is- lands styrkir sýningu þessa af því fé, sem veitt er til listkynningar, en einnig styrkir Keflavíkurbær sýninguna. Myndhöggvarafélagið hefur áð- ur haldið svipaðar sýningar, þó ekki jafn fjölbreyttar, í Vest- mannaeyjum, á Isafirði og á Ak- ureyri. Þá efndi það til útisýning- ar í Austurstræti I Reykjavík í fyrrasumar. Næsta verkefni fé- lagsins verður að koma upp úti- sýningu I Austurstræti á næsta ári og er það von félagsins að þar verði á ferðinni góð sýning. Sem kunnugt er fékk Mynd- höggvarafélagið aðstöðu á Korp- úlfsstöðum og hefur nú verið unn- ið að gerð aðstöðu en þessa stund- ina vantar fjármagn. Þarna verð- ur aðstaða til að vinna að gerð stórra verka. Þá verða þarna einn- ig tvær litlar fbúðir ætlaðar fyrir erlenda gesti. Á sýningunni í Keflavík er Gerður Helgadóttir, myndhöggv- ari heiðursgestur sýningarinnar og vill félagið á þennan hátt heiðra minningu þessarar merku listakonu og eru fimm verk henn- ar á sýningunni. FÉLAG Islendinga f London minntist þjóðhátfðarinnar 17. júnf s.l. með samkomu að St. Ermins hotel f London. Ræðu- maður dagsins var Birgir Kjaran og f fróðlegu erindi gerði Hann sérstaklega að umtalsefni dvöl þekktra Islendinga f Lundúnum fyrr á tímum, allt frá Agli Skalla- grfmssyni til þeirra er núlifandi muna. A samkomunni afhenti sendiherra tslands f London, Nfels P. Sigurðsson, Magnúsi Magnússyni rithöfundi og sjón- varpsmanni riddarakross fálka- orðunnar, sem forseti Islands hef- ur sæmt hann fyrir landkynning- arstarf og fl. Var Magnúsi sam- fagnað og árnað heilla með viður- kenningu þessa, sem hann þakk- aði og kvaðst taka við sem fslend- ingur búsettur f Skotlandi. Að borðhaldi loknu spiluðu fé- lagar úr hljómsveitinni Change — Iþróttir Framhald af bls. 34 barðist vel og reyndi sífellt að byggja upp spil, auk þess sem hann var að vanda hættulegur innf og við vítateiginn. Ekki reyndi mikið á Guðmund Þor- björnsson en hann vann vel úr því sem hann fékk. Vörnin hafði lifið að gera i fyrri hálfleik en I þeim seinni lenti hún stundum í erfið- leikum þegar Eyjamenn fóru að sækja stlfar. Miklu meira mæddi á Ársæli i marki IBV en kollega hans Sig- urði Dagssyni og hlutverkinu skil- aði Arsæll með prýði, ef mark Atla er þó undanskilið. I vörninni vakti Valþór Sigþórsson athygli, hann virðist vaxa með hverjum leik. Þá átti Örn sinn bezta leik í sumar. I heild má segja að Vest- mannaeyjaliðið sé að ná sér á strik eftir slæma leiki I byrjun mótsins. I STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 19. júní. Is- landsmótið 1. deild. Valur — IBV 2:2 (0:0). Mörk Vals: Atli Eðvaldsson á 60. minútu og Guðmundur Þor- björnsson á 80. mínútu. Mörk IBV: Örn Óskarsson á 55. og 85. minútu. - Unnið af kappi Framhald af bls. 3 þannig að hægt verði að hleypa vatni á aðalæðina i ágúst- september. Þá verða þar tengd inn á öll þau hús sem tilbúin verða á þeim tíma f vesturbænum, eða um 60% húsanna. Þriðji áfanginn er svo norðan Borgarholtsbrautar og vestan Urðarbrautar og er nú langt kom- ið með að leggja hitaveituna i aðalgöturnar — Holtagerði og Skólagerði. Siðasti áfanginn er norðan Borgarholtsbrautar en austan Urðarbrautar. Þetta svæði er búið að bjóða út og hefðu átt að vera hafnar þar framkvæmdir fyrir u.þ.b. hálfum mánuði, en verkið hefur tafizt. Munu fram- kvæmdir þar hefjast nú næstu dagana. — Profumo Framhald af bls. 17 Skopmyndateiknarinn og rit höfundurinn Osbert Lancaster var sleginn til riddara. Skop- myndir hans hafa birzt árum saman á forsíðu Daily Express. Peter Ustinov var einn margra leikara sem voru heiðraðir og fær titilinn COBE. Þann titil fengu einnig tveir úr hópi annarra blaðamanna sem voru heiðraðir: A.M. Rendel, sem nýlega hætti störfum hjá The Times þar sem hann skrifaði lengi um milliríkjamál, og John Russek, listagagnrýn- andi sem nú starfar við The New York Times. Ýmsir íþróttamenn voru einnig heiðraðir, svo og átta sem unnu við björgunarstörf éftir slysið í Moorgate- járnbrautastöðinni. og var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu eftir ágætri hljómlist þeirra félaga. Formaður félagsins, Ólafur Guðmundsson, stjórnaði samkom- unni en undirbúningur var í höndum félagsstjórnar, sem í eru auk formanns Hulda Whitmore, Helgi Ágústsson, Hans Kr. Arna- son og Tryggvi Pálsson. Islendingafélagið heldur al- mennar samkomur 17. júní, þorrablót og Islenzkar jólatrés- samkomur barna um áramót. Þá skipuleggur það einnig hópferðir eftir því sem við verður komið og á síðasta ári ferðuðust þannig um 100 manns til Islands til þátttöku I þjóðhátíðarhöldunum og einnig I jólaheimsóknir. Fjöldi fyrir- spurna og óska um upplýsingar varðandi Island berast félaginu og er þeim sinnt bréflega, með viðtölum eða erindaflutningi. — Portúgal Framhald af bls. 1 aðgerða gegn árás og yfirtöku kommúnista á útvarpsstöð kaþólskra í Portúgal. Mörg þúsund vinstri menn gerðu þegar aðsúg að þeim og særðust 12 kaþólskir menn í átökunum áður en þeim tókst að flýja til biskups- hallarinnar. Mikil spenna rikir nú i Lissabon og segja stjórnmála- fréttaritarar ógerning að spá um framvindu mála. — Ford Framhald á bls. 20 flokksstjórnin hefði samþykkt kort yfir endanleg landamæri Israels eftir friðarsamninga við Araba, sem Rabin forsætisráð- herra væri skyldugur að virða svo og aðrir ráðherrar flokksins í rikisstjórninni. Helztu atriði kortsins eru á þá leið, að innan landamæranna eru Golanhæðir og Gazasvæðið, Jórdania verður öryggislandamæri Israels, mögu- leikunum á samningum um yfir- ráð yfir vesturbakka Jórdanár er haldið opnum svo og yfir Sharm E1 Sheikh á suðurodda Sinai- eyðimerkurinnar og mjórri land- ræmu við austurströnd Aqaba- flóa. Fréttamenn telja að kort þetta eigi eftir að verða opinbert kort ríkisstjórnar landsins, þar sem Verkamannaflokkurinn ráði lögum og lofum innan stjórnar- innar, en hins vegar þarf meiri- hluta I þinginu til að samþykkja það og þar hefur flokkurinn ekki meirihluta. Astæðan fyrir því að kort þetta er lagt fram er talsverð gagnrýni á stjórn landsins undan- farið fyrir að hafa ekki lagt fram ákveðnar tillögur að friðarsamn- ingum við Araba. Sarmi sagði, að ef Arabarikin höfnuðu þessu korti algerlega myndi slitna upp úr friðarum- leitunum, en sagði að ef Arabar kæmu með einhverjar gagn- tillögur myndu ísraelar að sjálf- sögðu kanna þær. — Evensen Framhald af bls. 1 Knut Frydenlund utanríkis- ráðherra Noregs sagði í Lund- únum I gær, að loknum við- ræðufundi sinum með James Callaghan utanríkisráðherra Breta, að Norðmenn undir- byggju nú útfærslu i 200 míl- ur, og myndu innan skamms hefja viðræður við aðrar þjóðir um útfærsluna. Hann sagði ekki hvenær af útfærslunni gæri orðið. — Fjárfestinga- banki Framhald af bls. 1 hafa embættismenn siðan unnið að útfærslu hennar og á fundin- um i dag lá endanleg tillaga fyrir, sem nú hefur verið samþykkt. Hugmyndin um þennan banka hefur mætt nokkurri andstöðu meðal stjórnarandstöðuflokkanna á Norðurlöndunum og hefur Hægriflokkurinn i Noregi einkum verið andvigur hugmynd- inni. - Tannlækningar Framhald af bls. 2 leitast við að gera við tennur I 13 ára börnum, eftir þvf sem aðstæð- ur leyfa. Skðlabörn, sem f vetur voru f 7. bekk (13 ára börn ) og enga tannlæknaþjónustu hafa fengið hjá skólatannlækningum, skulu hafa samband við þann skólatannlækni, sem þau voru hjá f 6. bekk f viðkomandí skóla til að fá staðfest, hvort unnt verði að veita þeim tannlæknaþjónustu hjá skólatannlækni eða hvort þau megi snúa sér til tannlækna 'utan skólatannlækninganna. Unglingar, 14 — 15 ára, hafa aftur á móti rétt til að leita hvers þess tannlæknis, sem er aðili að samningi við tryggingarnar (sér- fræðingar I tannréttingum eru það ekki), en þurfa að leggja út Vel heppnuð samkoma r Islendinga í London kostnaðinn gegn endurgreiðslu að fullu hjá S.R. Reikningar fyrir tannviðgerðir 13 ára barna, sem skólatannlækn- ar geta ekki annað og heimilað hefur verið af skólatannlæknum svo og reikningar 14 og 15 ára barna, sem nú hefur verið heimil- að að leita til annarra tannlækna, sbr. hér að framan, verða við framvfsun greiddir að fullu hjá Sjúkrasamlagi Reykjavfkur. — Indira Framhald af bls. 17 skurðinum en samkvæmt honum er henni bannað að gegna opin- beru embætti í sex ár. Lögfræð- ingar hennar segja að þeir muni fyrst i stað einbeita sér ao því að fá þennan frest framlengdan. Lögfræðingar Raj Narain, sósía- listaforingjans sem stefndi frú Gandhi, fóru hins vegar fyrir rétt í dag f Allahabad til að reyna að fá hnekkt úrskurðinum um 20 daga frestinn. Þeir segja að frú Gandhi hafi fengið frestinn á röngum forsendum þar sem því hafi verið haldið fram að hann væri nauðsynlegur svo að Kongressflokkurinn gæti kosið nýjan leiðtoga en I þess stað hafi flokkurinn notað frestinn til að sameinast um frú Gandhi. — Skyldu- sparnaður Framhald af bls. 3 yfir 20% af sparimerkjunum hafi ekki komið I leitirnar við síðustu árslok. „Meginhluti þessara verðmæta er sparendum sennilega glataður,“ segir ríkisskattstjóri, „annaðhvort týndur eða farinn forgörðum á annan hátt, enda er erfitt fyrir suma unglinga að botna í „kerfinu" eða gera sér grein fyrir raunverðmæti merkj- anna.“ — Flugliða- samningar Framhald af bls. 36 ir að því að koma slíkum allsherj- arsamningum við flugliða í kring en hins vegar yrði slikt ekki gert nema með samþykki viðkomandi stéttarfélaga. Benti örn á, að þótt Flugleiðum tækist að koma síð- asta gildisdegi allra þessa samn- inga á sama dag, líkt og nú væri miðað við 1. febrúar á næsta ári, þá væri það þó undir hælinn lagt og færi eftir mati hvers þessara stéttarfélaga hvenær þau vildu semja. Félögin gætu t.d. dregið samningana von úr viti, t.d. með þvi að gera svo háar kröfur að útilokað væri að koma til móts við þær en síðan þegar kæmi nær að háannatímann gætu fulltrúar þessara félaga boðað verkfall með litlum fyrirvara í skjóli óbilgirni fyrirtækisins. Benti Örn einnig á, að sumir af þessum hópum væru auk þess i þeirri aðstöðu að hafa önnur en engu áhrifaminni ráð en verkföll til að knýja fram kröfur sinar. Morgunblaðið leitaði ennfrem- ur álits Jóns H. Bergs, formanns Vinnuveitendasambands Islands, á samningunum við flugmenn en hann vildi ekkert láta hafa eftir sér um þá. — Lögbann Framhald af bls. 2 mannafélagsins var völlur- inn upphaflega leigður Vængjum um mitt sumar 1971 og var leigutíminn eitt ár. Uppsagnarfrestur var eitt ár. Hestamanna- félagið telur sig hafa sagt samningum upp með lög- legum fyrirvara og kveðst hafa óskað eftir viðræðum við Vængi um nýjan samn- ing, án árangurs. Grípur félagið nú til fyrrnefndra aðgerða til að knýja fram úrslit í málinu og nýja leiguskilmála.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.