Morgunblaðið - 20.06.1975, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚNt 1975
21
VALDIMAR J. MAGNUSSON:
A TlMUM mikilla sviptinga í
þjóðfélaginu vegna kjarabaráttu
launþega fer ekki hjá því að hinn
almenni áhorfandi leiði hugann
að kjarabaráttu undanfarinna ára
og möguleikum á hverjum tima til
að veita auknar kjarabætur og
tryggja kaupmátt þeirra.
HVAÐHEFUR
AUNNIZTA
UNDANFÖRNUM
ARUM?
Ef litið er til baka yfir 10 ára
tímabil kemur i Ijós að meðaltals-
laun verkamanns hafa 7,5 faldast
miðað við (meðaltalslaun) 1964.
Vísitala framfærslukostnaðar
hefur hækkað frá 1. janúar 1964
5,8 falt, og er því kaupmáttar-
aukning 30% á þessu tímabili
miðað við 1. maí s.I.
ao i»
♦ ® —> V) ■2 K ?7» 5 3
Vfsiti launa = E £ « S £
1964 100 100 0
1965 115 112 2,7%
1966 137 122 12,3%
1967 145 131 10,7%
1968 156 145 7,6%
1969 180 187 +3,7%
1970 225 211 6,6%
1971 260 225 15,6%
1972 344 248 38,7%
1973 404 303 33,3%
1974 607 433 40,2%
1975 757 577 31,2%
Af meðfylgjandi töflu um
Hug-
leið-
ingar
um kjaramál
en með mestu ellilífeyrisréttind-
um bæri honum 60% af 27.818 kr.
meðallaunum sínum siðastliðin 5
ár, eða 16.691 á mánuði í ársbyrj-
un 1975, ef hann hætti störfum,
sem samkvæmt þvi eru aðeins
32,7% launa í síðasta starfsmán-
uði.
Miðað við sama hraða verðbólg
unnar mundi kaupmáttur þessa
lífeyris skerðast um 67% á næstu
fimm árum og kaupmáttur hans
jafngilda 5.600 kr. á verðgildi
í ársbyrjun þessa árs, eða 11% af
siðustu mánaðarlaunum launþeg-
ans. Þróunin mundi síðan halda
áfram i sömu átt og eyða þeim
réttindum í reynd að fullu á
10—12 árum, sem til hefði verið
stofnað með samanlögðum
greiðslum í 30 ár.
Nú hafa forustumenn launþega
viðurkennt þessa staðreynd með
þvi að krefjast þess af ríkisvald-
breytingar á vísitölu launa og visi-
tölu framfærslukostnaðar, sem
teknar eru upp úr Hagtlðindum,
má sjá þær breytingar sem verða
á kaupmætti launa til hækkunar
og lækkunar á umræddu tlmabili.
EkK.i er ólíklegt að hægt væri að
útbúa sambærilega töflu yfir af-
komu þjóðarbúsins á sama tíma
til að leiða getum að þvi hver hafi
verið raunveruleg geta þess til
raunhæfra kjarabóta.
Ef litið er frekar á töfluna má
sjá hægfara breytingar á tímabil-
inu 1965—1971 sem þó endur-
speglar efnahagsörðugleika þjóð-
arinnar á árunum 1968 og 1969,
síðan virðist stigið risastökk fram
á við á árinu 1972, sem þó virðist
ekki hafa tekizt að viðhalda á
árinu 1973. Arið 1974 endurspegl-
ar febrúar-samningana, sem allir
voru sammála um að hefðu verið
algjörlega óraunhæfir, og því
ekki eðlilegt að kaupmáttur
þeirra héldist.
Allt það sem hefur verið ritað
og rætt um þessi mál á undan-
förnum árum hefur gengið í þá
átt, að benda á þær afleiðingar
sem ákvæði um sjálfkrafa hækk-
un kaups til samræmis við hækk-
un verðlagsvísitölu hefði í för
með sér. Allir launþegar þekkja
þann vítahring sem skapazt hefur
sem afleiðing þessa, þ.e. kaup-
hækkanir — sjálfvirk hækkun
landbúnaðarvara — aðrar verð-
hækkanir — hækkun framfærslu
og kaupgjaldsvisitölu — hækkan-
ir launa með eða án verkfalla —
gengislækkun.
Þar sem allur almenningur hef-
ur um langt árabil gengið i lífsins
skóla og lært verðbólgu-hagfræði
efnahagskerfis okkar, ættum við
að vera orðin velmenntuð á þessu
sviði. öllum hugsandi borgurum
hlýtur að vera ljóst, að rauntekjur
almennings hljóta að ákvarðast af
ytri aðstæðum svo sem aflabrögð-
um, viðskiptakjörum okkar á er-
lendum mörkuðum, bæði þess
sem við seljum og hins sem við
þurfum að kaupa, tiðarfari og
ýmsu öðru.
Launakjör sem ekki taka mið af
ytri aðstæðum þjóðfélagsins
hljóta að skapa verðbólgu, og sú
verðbólga hlýtur að verða því
stórfelldari sem kjarasamningar
eru óraunhæfari.
Hinu sjálfvirka kerfi má likja
við mann sem tekið hefur lán með
okurvöxtum, um tíma ræður hann
við að borga vextina, en siðan
minnka tekjur tímabundið, og þá
skeður annað tveggja lánadrott-
inninn fellst á að lækka vextina
til samræmis við greiðslugetu
skuldarans, eða skuldarinn verð-
ur gjaldþrota.
Þetta dæmi má færa upp á þjóð-
félagið og ríkisstjórnir þess; hvað
skeður þegar framleiðslukostnað-
ur er umfram það sem fæst fyrir
framleiðsluna?
Hið innbyggða kerfi vixlverk-
andi kaupgjalds og verðlags leiðir
óhjákvæmilega til að gengisfell-
ingar verði næsta árvissar.
HIN LAUNATENGDU
GJÖLD
Auk beinna launahækkana,
sem orðið hafa á undanförnum
árum, hefur jafnframt verið sam-
ið um óbeinar kjarabætur svo sem
tilfærslu á milli launaflokka,
framlög í ýmiss konar sjóði verka-
lýðsfélaganna o.s.frv. Sum þess-
ara atriða eru ekki tekin með í
samanburði á launum milli ára,
þannig að óbeinar kjarabætur
ættu því að leggjast við og hækka
vfsitölu launa.
Ljóst er að súmt þessara kjara-
bóta er launþegum mikils virði,
en annað fremur til þess fallið að
gera forustu verkalýðsfélaganna
að sjálfskipuðum fjárhaldsmönn-
um launþegans.
1 fréttabréfi Kjararannsókna-
nefndar frá janúar s.I. er gerð
grein fyrir kauptöxtum og launa-
tengdum gjöldum atvinnurek-
enda af launum til þriggja starfs-
hópa i þjóðfélaginu, þ.e. iðjufólks.
hafnarverkamanna og prentara.
um beint eða í ýmsa sjóði í þeirra
þágu.
Ástæða er til að efast um hag-
nýtt gildi þessara sjóða fyrir laun-
þegana og erfitt að sjá kosti þess
fyrir þá, að þessar upphæðir
renni i sjóði í stað þess að greiða
þær sem bein laun til launþeg-
anna og láta þeim sjálfum eftir að
ráðstafa fjármununum fremur en
þeim fjárvörzlumönnum sem
varðveita þessa fjármuni fyrir
þeirra hönd.
EFASEMDIR UM
HAGKVÆMNI
LlFEYRISSJÓÐA
Samkvæmt gildandi reglum um
lifeyrissjóði greiða atvinnurek-
endur 6% af launum til sjóðsins á
móti 4% frá launþegum.
Réttindi sjóðsfélaga aukast i
hlutfalli við þann tima, sem sjóð-
félagi hefur greitt iðgjöld til
sjóðsins, t.d. eru ellilífeyrisrétt-
indi 12,5% eftir 10 ár og aukast 1
60% á 30 árum. Nokkuð aðrar
reglur gilda um örorku, ekkna-
bætur og lifeyri barna.
Reglur um greiðslu ellilifeyris
eru þær, að upphæð ellilifeyris
miðast við meðaÞak launa 5 sið-
ustu starfsár sjóðfélaga og þann
hundraðshluta sem hann hefur
áunnið sér, eða hæst 60% eftir 30
ára þátttöku. Þessar ellilífeyris-
greiðslur standa síðan óhreyttar í
krónutölu árum saman þrátt fyrir
verðbólgu.
Tafla 1
Kauptaxtar og álögur.
Kaupgreiðslur.
1. Taxtakaup
2. Gr. kaffitfmar
3. Gr. helgidagar
4. Orlof
Kaup á virka vinnustund
samkvæmt samningi
Aðrar greiðslur.
5. SjúkrasjóAur
6. Slysabætur
7. Veikindakaup
8. Lffeyrissjóðir
9. Orlofsheimilasjóóur
10. Slysatrygging I
11. Fæðingarstyrkur kvenna
12. Atvinnuleysistryggingasjóður
13. Lffeyristryggingar
14. Slysatrygging 11
15. Launaskattur
16. Iðnaðargjald
17. Félagsgjald
18. Iðnlánasjóðsgjald
19. Aðstöðugjald
Samtals
Alögur á taxtakaup %
Alögur á virka vinnustund
Hlutfallstölur
1. Taxtakaup
2—3. Kaffit. og hd.
4. Orlof
5—14. Félagsmálagj.
15—19. Skattar
Samtals
68,0
8,6
6.4
11,6
5.4
Hafnar- Prent-
Iðja verkam. arar
kr. kr. kr.
209,90 207,60 302,03
17,24 17,05 24,91
9,26 9,16 14,94
19,70 19,48 29,78
256,10 253,29 371,66
2,56 1,50 3,72
1,28 1,77
6,40 6,33 19,94
15,37 15,20 22,30
1,28 0,63 0,93
0,99 1,46 0,90
0,20
1,50 1,50 1,50
5.07 5,07 5.09
1,32 1,32 0,65
8,96 8,87 13,01
0,51 0,74
2,56 2,03 1,97
1,52 2,21
3,04 3,29 4,42
308,66 302,26 449.04
47,1 45,6 48,7
20,5 19,3 20,8
(68,9) 68,7 (68.9) 67.3 (67,5)
(8.4) 8,7 (8,4) 8,9 (8,6)
(6,4) 6,4 (6.8) 6.6 (7.2)
(11,7) 11,5 (11,3) 12,2 (12,6)
(4,6) 4,7 (4,6) 5.0 (4,1)
100,0 (100,0) 100,0 (100,0) 100.0 (100,0)
Af þessum töflum má sjá að
atvinnureksturinn greiðir stórum
meira en það sem beint rennur i
vasa launþegans sjálfs. Flest öll
þessi gjöld eru tengd taxtakaup-
inu sem prósenta, og fylgja því
þeim breytingum launa sem
breyting á kaupgjaldsvfsitölu
mælir fyrir um.
Liðirnir 1—14 eru laun og
launatengd gjöld greidd launþeg-
Hér skal nefnt eitt dæmi um
meðallaun gjaldkera II sam-
kvæmt kauptaxta V.R. síðastliðin
fimm ár:
1970 17.186
1971 20.388
1972 24.957
1973 31.096
1974 45.463= meðallaun 27.818
Þessi launþegi hafði 51.060 í
laun siðasta mánuð ársins 1974,
inu, að þeir sem greiða iðgjöld i
frjálsa lifeyrissjóði sitji við sama
borð og opinberir starfsmenn,
sem þýðir það eitt að hið opinbera
verðtryggi hina frjálsu lifeyris-
sjóði í einni eða annarri mynd.
öllum ætti að vera ljóst að það
gerist ekki nema rikissjóði séu
tryggðar skatttekjur til slíks, og
hverjir myndu greiða það nema
launþegar sjálfir.I raun er aðeins
verið að fara fram á hækkaðan
ellilifeyri úr hendi ríkissjóðs. Eru
lífeyrissjóðirnir þá ekki orðnir
óþarfir milliliðir?
Það eru vissulega fleiri hliðar á
þessu máli en sú sem dregin er
upp hér að framan, og þá helzt sú
er lýtur að lánveitingum lífeyris-
sjóðanna. Sú verðtrygging sem
sjóðfélögum er sköpuð er aðgang-
ur að óverðtryggðum lánum, sem
varið er til að eignast verðtryggð
verðmæti t.d. eigið húsnæði. Þeir
lífeyrissjóðsgreiðendur sem geta
notfært sér lánsfyrirgreiðslur,
sem endurbættar eru með verð-
minni peningum hafa vissulega
fengið nokkuð til baka, en jafn-
framt á kostnað þeirra sem ekki
höfðu tækifæri (eða áræði) til að
notfæra sér lán, svo og á kostnað
kaupmáttar lífeyris að starfsdegi
loknum. (Þess ber að geta, að þeir
sem greiða í lífeyrissjóð ríkis-
starfsmanna fá einnig lánafyrir-
greiðslur).
Það er í öllu falli ekki bæði
hægt að verðtryggja lifeyrissjóð-
ina og lána þá án vísitöluákvæða.
FYRIRKOMULAG
AGREIÐSLUM
ORLOFS
Sá háttur hefur viðgengizt á
undanförnum árum, að ýmsum
launþegum hefur verið greitt or-
lof með orlofsmerkjum, og nú sið-
ast liðið ár inn á sérstaka reikn-
inga hjá Pósti og Síma.
Hugmyndin bak við þetta fyrir-
komulag var sú, að launþeginn
fengi ekki orlof sitt útborgað fyrr
en eftir 1. maí ár hvert, og skyldi
hann þá fara í sumarfri. A þenn-
an hátt væri tryggt að launþeginn
eyddi ekki aurunum fyrirfram,
en notaði þá til þess að standa
straum af þvi að taka sér hvíld.
Þetta fyrirkomulag veitir þó
enga tryggingu fyrir þvi að laun-
þeginn noti þessa fjármuni til
þess aó standa straum af orlofi
sinu. Ef kaupgeta launþegans af
launum er ekki fullnægjandi til
þess að hann geti framfleytt sér
og sinum, er hún brúuð með tíma-
bundinni skuldasöfnun, sem
greidd er þegar heimilt er að taka
út orlofsféð.
Það sem skiptir þó mestu er að
launþeginn fær einu sinni á ári þá
krónutölu sem atvinnurekandinn
hefur smátt og smátt verið að
greiða inn á orlofsreikninginn á
heilu ári, án þess að neinir vextir
eða verðtrygging komi til.
Kaupmáttur orlöfsins hefur þvi
rýrnað í meðförum vegna verð-
bólgunnar i þjóðfélaginu og
vaxtaleysis. Væri nú ekki eðli-
legra að láta launþegana sjálfa
taka orlofið ásamt launum sinum,
og treysta þeim sjálfum til að
leggja til hliðar af laununum ef
þeir hafa getu til i stað þess að
setja” „sjálfskipaða" fjárhalds-
menn, til höfuðs þeim. Auk þess
er launþeginn miklu betur fær
um að gæta þess að orlofsféð sé
þannig innt af hendi en pappírs-
kerfið, sem byggt hefur verið ut-
an um þennan launalið.
VEIKINDAKAUP
Það hefur löngum verið viður-
kennt að veikindafrí væri misnot-
að. I hugum sumra launþega eru
þetta áunnin réttindi sem nauð-
synlegt er að taka út, og þá undir
yfirskyni veikinda (t.d. höfuð-
verkur, kvef eða eftirstöðvar
óreglu). I slíkum tilfellum er auð-
vitað um misnotkun að ræða. Aðr-
ir launþegar láta sig hafa að mæta
til vinnu misjafnlega vel fyrir-
kallaðir, og þá jafnvel sársjúkir,
án þess að það sé metið við þá.
Raunhæfara væri að greiða
launþegum þann kostnað sem at-
vinnuveitendur hafa af þessum
samningslíð, en láta launþegan-
um eftir að kaupa sér sjálfur
tryggingarvernd fyrir meiriháttar
veikindum og slysum t.d. umfram
viku. Þá væri og eðlilegt að draga
saman i einn lið sjúkrasjóð, slysa-
bætur, og slysatryggingar I og II.
HVERNIG ER
UNNT AÐAUKA
KAUPMÁTTLAUNA?
Miðað við það ástand sem ríkir í
þjóðfélaginu og núverandi stöðu
þjóðarbúsins er ljóst að kaup-
máttur launa hlýtur tímabundið
að fara minnkandi.
Sú staðhæfing forustumanna
launþega að ekkert sé að marka
fullyrðingar vinnuveitenda um að
ekki sé svigrún til kjarabóta, þar
sem slíkt hafi alltaf verið sagt, en
samt hafi fengizt fram kauphækk-
anir, verður að skoðast í ljósi stað-
reynda. Jafnoft hafa kauphækk-
anir leitt til verðbólguólags og
gengisfellinga.
Það er sjálfsagt rétt, að sumar
atvinnugreinar eru betur settar
en aðrar, en það breytir ekki
þeirri staðreynd að kjarabætur
geta ekki miðazt við þær greinar
atvinnulífsins sem bezta afkomu
hafa hverju sinni.
Þau ummæli birtust i einhverju
dagblaðanna i vetur, höfð eftir
forseta ASt, að þótt Alþýöusam-
bandinu stæði til boða fullar bæt-
ur þeirrar kjaraskerðingar sem
væri orðin, þá væri ljóst að hún
mundi aðeins skapa aðra koll-
steypu efnahagskerfisins, og þvi
yrðu launþegasamtökin að sætta
sig við leiðréttingu í áföngum.
Nú hafa verið settar fram kröf-
ur um fullar verðbætur í þeim
kjarasamningum sem standa yfir,
þrátt fyrir upplýsingar, sem
liggja fyrir um stöðu atvinnuveg-
anna og horfur í markaðsmálum
erlendis. Er raunverulega verið
að vinna að hagsmunum
launþega, eða er bara verið að
fara aðra kollsteypu?
Aukinn kaupmáttur launa verð-
ur ekki tryggður nema hægt verði
að koma i veg fyrir að hann fari
út í verðlag.
Allar launahækkanir sem knúð
ar verða fram umfram greiðslu-
getu atvinnuveganna, hljóta að
fara aftur út i verðlag með til-
heyrandi vixlhækkunum, ef at-
vinnurekstur á ekki að stöðvast.
Það er því mál að launþegasam-
tökin endurskoði ýmislegt af þvi
sem gert hefur verið á undanförn-
um árum og athugi hvort óbeinar
kjarabætur nýtist launþegum
eins vel og efni stóðu til á sínum
tima.
Það mætti t.d. auka kaupmátt
launa um 10% með því að stöðva
greiðslur i íifeyrissjóði tímabund-
ið eða þangað til hagvöxtur leyfir
kjarabætur með eðlilegum hætti.
Auk þess má koma betur fyrir
bæði orlofsgreiðslum og veikinda-
réttindum. Rikissjóður yrði að
sjálfsögðu að veita þeim aukna
kaupmætti, sem þannig áynnist
skattfrelsi. Sú leiðrétting sem á
þennan hátt fengist frani mundi
ekki fara út i verðlagið. Hún hefði
ekki kostnaðarauka i för með sér
fyrir atvinnuvegina. Slik raun-
hæf kaupmáttaraukning launa
gæti orðið sá blóðgjafi sem stöðv-
aði niðursveiflu efnahagslifsins.
Slikur raunhæfur kaupmáttur
gæti stuðlað að jafnvægi, aukinni
eftirspurn vöru og þjónustu og
þar með aukinni eftirspurn
vinnuafls, og auknum tekjum til
handalaunþegum.