Morgunblaðið - 20.06.1975, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JUNI1975
KR-Víkingur
leika í kvöld
Einn leikur verður í I. deild f
knattspyrnu f kvöld. Þá mætast
KR og Vfkingur á Laugardalsvell-
inum og hefst leikurinn klukkan
20.
Staða liðanna á mótinu eftir
fyrstu umferðirnar er sú, að KR
situr á botninum með tvö stig, en
Víkingur hefur hlotið fjögur stig.
Bæði þessi lið hafa fram að þessu
verið lin í markaskoruninni, Vík-
ingur hefur skorað tvö mörk en
KR hefur enn ekki skorað mark.
Meðfylgjandi mynd tók Frið-
þjófur f leik Fram og KR á dögun-
um. KR-ingar hafa stillt sér upp
vegna aukaspyrnu Framara. I
veggnum eru frá vinstri Haukur
Ottesen, Guðmundur Yngvason
og Hálfdán örlygsson, en fjær má
sjá Jón Pétursson miðvörð fram í
gæzlu Ólafs Ólafssonar.
„Aragrúi njósnara
á hverjum leik”
— segir Jóhannes Eðvaldsson. Mörg lið hafa
talað við hann en allt er enn óráðið
Valur — ÍBV 2:2:
„JU, það er rétt, Celtic hafði
samband við mig og spurðist
um það hvort ég hefði áhuga á
atvinnumennsku. Eg játti þvf
að sjálfsögðu en meira hefur
ekki gerzt ennþá,“ sagði
Jóhannes Eðvaldsson við blaða-
mann Mbl. sem náði tali af hon-
um f Holbæk f gær.
Annars var Jóhannes þögull
um hugsanlega atvinnu-
mennsku sfna, sagði að þau mál
kæmust ekki á hreint fyrr en
seinna í mánuðinum. Hlé væri í
knattspyrnunni víðast hvar f
Evrópu um þessar mundir og
notuðu liðin tækifærið og fylgd-
ust náið með dönsku knatt-
spyrnunni. „Það er aragrúi
„njósnara" á hverjum einasta
leik hérna og margir hafa haft
samband við mig og leitað eftir
því hvort ég væri tilbúinn að
fara út f atvinnuknattspyrnu.
Félögin fara sér hægt í sakirnar
og ég endurtek, að á þessu stigi
er ekkert ákveðið hvað verður.
Ég hef eins og áður mikinn
áhuga á því að gerast atvinnu-
knattspyrnumaður og ef ég fæ
freistandi tilboð þá slæ ég til.“
Jóhannes sagði, að Holbæk
myndi leika gegn Vanlöse á
sunnudaginn og væri búizt við
mörgum „njósnurum" þangað
bæði til að fylgjast með honum
og dönskum leikmönnum sem
hugsanlega fara í atvinnu-
mennsku. Jóhannes var ófáan-
legur til að nefna ákveðin félög
í þessu sambandi, en íþróttasíð-
an hefur frétt það eftir öðrum
leiðum, að nokkur stórlið muni
íylgjast með Jóhannesi á næst-
unni, þar á meðal hollenzku
meistararnir P.S. Eindhoven
sem eru að leita sér að mið-
verði. Þá munu væntanlega
mörg lið fylgjast með Jóhann-
esi er hann leikur með Holbæk
gegn Telstar í Amsterdam 5.
júlí n.k. í Toto-bikarkeppninni.
VALUR og IBV skildu jöfn á
Laugardalsvellinum I gærkvöidi
2:2. Þetta þýðir að Valur er f efsta
sæti með 7 stig en Vestmannaey-
ingar hafa fimm stig. Tveir menn
úr þessum liðum eru efstir og
jafnir á markaskoraralistanum
eftir leikinn í gær, þeir
Guðmundur Þorbjörnsson, Val,
og Örn Óskarsson, IBV, báðir með
fjögur mörk. Báðir skoruðu I gær-
kvöldi, Örn reyndar bæði mörk
Eyjamanna. Eftir markalausan
og tfðindalausan fyrri hálfleik
færðist fjör í leikinn í þeim
seinni og hann bauð áhorfendum
upp á fjögur mörk. 1 bæði skiptin
tóku Eyjamenn forystuna en
Valsmenn jöfnuðu sfðan metin.
Verður jafntcflið að teljast rétt-
lát úrslit þessa leiks. Valsmenn
voru þó ívíð beittari aðiiinn og
hefðu verið nær því að sigra.
Það rigndi i Laugardalnum i
gærkvöldi og völlurinn var því
erfiður fyrir leikmennina, renn-
blautur og sleipur. Mátti sjá þess
merki að þeir ættu erfitt með að
hemja boltann við þessar
aðstæður. Valsmenn voru mun
sterkari í fyrri háifleiknum og
fengu 2—3 þokkaleg færi, flest
eftir hornspyrnur Alberts
Guðmundssonar sem voru mjög
hættulegar. Eyjamenn fengu
aðeins eitt umtalsvert tækifæri í
hálfleiknum. Það var þegar Örn
Óskarsson komst einn inn fyrir
vörn Vals eftir að mistök höfðu
átt sér stað en Örn missti boltann ,
of langt frá sér og Sigurður mark-
vörður náði að bjarga í horn.
Mörkin
Seinni hálfleikurinn byrjaði
með meira fjöri og á 51. mínútu
komst Atli Eðvaldsson í gott færi
en skaut framhjá. Brátt fóru
atburðir að gerast hinum megin á
vellinum og á 55. mínútu komst
Haraldur Júlíusson í dauðafæri
en hugðist gefa boltann á örn en
Sigurður markvörður sá við hon-
um og hirti boltann. Hann barst
út á miðjuna, þaðan út á vinstri
kantinn til Haralds Júlíussonar.
Hann gaf fallega sendingu inn í
teiginn og Tómas Pálsson skallaði
boltann í stöngina. Af henni
skoppaði boltinn út til Arnar sem
skoraði með þrumuskoti, 1:0 fyrir
IBV.
Ekki liðu nema 5 mínútur þar
til Valsmenn höfðu kvittað. Her-
mann Gunnarsson gaf fyrir frá
hægri, Ingi Björn reyndi að ná
boltanum fyrir miðju marki en
tókst ekki að hemja hann. Boltinn
barst til Atla Eðvaldssonar sem
skallaði að marki. Skalli hans var
hálfmisheppnaður en það var lík-
lega hans lukka því Ársæll mis-
reiknaði boltann og i netið fór
hann. Jafnt, 1:1.
Enn liðu 5 mínútur. Þá fékk
Örn Óskarsson boltann rétt fyrir
utan vítateig. Hann vippaði hon-
um yfir Vilhjálm bakvörð Vals og
inn í teiginn. Síðan hljóp hann
eftir boltanum og renndi honum
framhjá Sigurði markverði og í
netið. Sigurður var allt of seinn út
úr markinu i þetta skiptið og
verður markið mikið til að skrif-
ast á hans reikning. 2:1 fyrir IBV.
Og nú liðu 15 mfnútur. 80.
mínútan kom og á henni jöfn-
unarmark Vals. Bergsveinn
Alfonsson átti skot að marki.
Ársæll henti sér niður f hornið en
Á efri myndinni sést Atli Eðvaldsson jafna 1:1 með skalla og á þeirri
neðri sést örn Óskarsson skora annað mark sitt og IBV.
boltinn fór i varnarmann IBV og
breytti við það um stefnu. Ársæll
var úr jafnvægi og var þvf
hjálparlaus er boltinn small í fót-
um hans og þaðán út í markteig-
inn þar sem Guðmundur Þor-
björnsson stóð og gat ekki annað
en skorað. Jafnt aftur, 2:2.
Þetta urðu lokatölurnar en
bæði liðin fengu fleiri tækifæri f
þessum fjöruga hálfleik. Til
dæmis átti Hermann mjög gott
skot að marki eftir aukaspyrnu en
Arsæll varði skot hans frábærlega
vel út við stöng.
Þjóðhátíðarmótíð: - Unga fólk-
ið 1 sviðsliósinu seinni daginn
UNGT og upprennandi frjáls-
fþróttafólk vakti mesta athygli á
seinni hluta Þjóðhátfðarmótsins
sem fram fór á Laugardalsvellin-
um á miðvikudagskvöldið. Má
nefna telpna- og meyjamet 14 ára
stúlku úr IR, f hástökki, Þórdfsar
Gfsladóttur, sem stökk 1,62
metra, 110 metra grindahlaup
Jóns Sævars Þórðarsonar úr IR
15,4 sek., og spjót- og kringlu-
kastsárangur Þráins Hafsteins-
sonar, 57,78 og 45,12 metrar.
Annars bar mótið nokkurn keim
af þvf að nokkuð af okkar bezta
frjálsfþróttafólki er erlendis
ennþá.
Sigurvegarar I einstökum greinum uröu
þessir:
KARLAR:
SPJÓTKAST: m
Elías Sveinsson, tR 61,84
5000 METRA HLAUP: mfn
Hafsteinn óskarsson, IR 17.32,4
STANGARSTÖKK: m
Elías Sveinsson, IR 4,10
400 METRA HLAUP: sek.
Sigurður Sigurðsson, A 50,4
LANGSTÖKK: m
Stefán Hallgrímsson, KR 6,72
1500 METRA HLAUP: mfn.
Magnús Einarsson, UBK 4.15,6
Einar Guðmundsson, FH 4.15,6
KRINGLUKAST: m
Hreinn Halldórsson, HSS 49,52
110 METRA GRINDAHLAUP: sek.
Stefán liallgrímsson, KR 15,4
Valbjörn Þoriáksson, lR 15,4
100 METRA HLAUP: sek.
Sigurður Sigurösson, A 10,9
4x 100 METRA BOÐHLAUP: sek.
Sveil UMSK 46,9
KONUR:
1500 METRA IILAUP: mfn.
Inga Bjarnadóttir, FH 5.34,5
IIASTÖKK: m
Þördfs Gfsladóttir, tR 1,62
SPJÓTKAST: m
Arndfs Björnsdóttir, UBK 34,18
100 METRA HLAUP: sek.
Erna Guómundsdóttir, KR 12,7
400 METRA HLAUP: sek.
Sigrún Sveinsdóttir, A 62,0
KULUVARP: m
Asa Halldórsdóttir, A 10,85
4x100 METRABOÐHLAUP: sek.
A-sveit Armanns 51,1
Þá má geta þess að lokum, að
Magnús Haraldsson FH setti
piltamet í 5000 metra hlaupinu,
hljóp á 18.20,4 mfnútum.
VALUR:
Sigurður Dagsson 2, Vilhjálmur Kjartansson 1, Grfmur Sæm-
undsson 2, Magnús Bergs 2, Dýri Guðmundsson 3, Bergsveinn
Álfonsson 2, Atli Eðvaldsson 2, Ingi Björn Albertsson 1, Hermann
Gunnarsson 3, Guðmundur Þorbjörnsson 2, Albert Guðmundsson 3,
Kristinn Björnsson (varam.) 1.
IBV:
Arsæll Sveinsson 3, Haraldur Gunnarsson 2, Einar Friðþjófsson
1, Valþór Sigþórsson 3, Friðfinnur Finnbogason 2, Snorri Rútsson 1,
Örn Óskarsson 3, Þórður Hallgrfmsson 2, Haraldur Júlfusson 2,
Sveinn Sveinsson 2, Tómas Pálsson 2,
DÓMARI:
Magnús Pétursson 3.
Liðin
Liðin náðu sjaldan að sýna
tilþrif við þessar erfiðu aðstæður
en barátta liðanna í seinni hálf-
leik var til fyrirmyndar. I Valslið-
inu náðu framlínumennirnir oft
góðum köflum. Einkum skapaðist
oft spil í kringum þá Albert og
Hermann. Sá fyrrnefndi er geysi-
legt efni og sá síðarnefndi lék
annað hlutverk en svo oft áður,
Framhald á bls. 20
Texti:
Sigtryggur Sigtryggsson
Myndir:
Friðþjófur Helgason.
Heimsmet
BRUCE Furniss, 18 ára Banda-
rfkjapiltur, setti nýtt heimsmet f
200 metra skriðsundi á móti sem
fram fór á Long Beach í fyrra-
kvöid. Synti hann vegalengdina á
1,50,89 mín.
Örn skoraði tvisvar
og tryggði IBV stig