Morgunblaðið - 20.06.1975, Síða 36
AUfiLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JRorjjmúblflbiþ
FÖSTUDAGUR 20. JUNÍ 1975
Síldveiðar í Norður-
sjó stöðvast 23. júní -
Búnir að fyUa kvótann
Skyldusparnaður unglinga:
Um 300 milljónir
kr. fara 1 súginn
Sjávarútvegsráðuneytið sendi í
gær öllum sfldveiðiskipum í
Norðursjó orðsendingu sem felur
f scr veiðibann á sfld f Norðursjó
frá 23. júnf til 1. júlf. Var þetta
gert, þar sem kvóti tslendinga er
orðinn svo til fullur. Þá héldu
útgerðarmenn Norðursjávarskip-
anna fund f gær og báru saman
bækur sfnar og hvað gera skyldi
með skipin á næstunni.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið fékk hjá Jóni
B. Jórtassyni fulltrúa i sjávarút-
vegsráðuneytinu var Islendingum
heimilað að veiða 4800 lestir af
síld í Norðursjónum frá áramót-
Tveir sáttafundir
TVEIR sáttafundir voru
hjá sáttasemjara ríkisins í
gærkvöldi. Annarsvegar
deiluaðilar togaraverk-
fallsins og hinsvegar blaða-
menn og útgefendur. Ekki
var vitað til þess seint í
gærkvöldi að neinn árang-
ur hefði náðst.
Alvarlegt
umferðarslys
FULLORÐIN kona var flutt á
Borgarsjúkrahúsið um kl. 17 í
gær eftir að hafa orðið fyrir bíl
vestarlcga á Hringbrautinni, ekki
langt frá þeim stað, þar sem bana-
slysið varð þann 17. júní.
Konan mun hafa verið á leið
norður yfir Hringbraut rétt vest-
an við Gamla Garð, en þar er
gangbraut, og var konan fyrir
austan hana. Konan lenti fyrir
bfl, sem var á austurleið á vinstri
akrein. Sjónarvottar sögðu á bíll-
inn hefði ekki verið á mikilli
ferð.
LATA mun nærri að útgjöld
Flugleiða aukizt um 200 milljónir
króna miðað við eitt ár vegna
Nýtt fisk-
verð í dag?
YFIRNEFND Verðlagsráðs
sjávarútvegsins hefur setið á
stanzlausum fundum sfðustu
daga. I gær var t.d. haldinn fund-
ur fyrir hádegi og annar sfðdegis.
Nýr fundur Yfirnefndar á svo að
hefjast kl. 9 fyrir hádegi og að
sögn eins yfirnefndarmannsins á
að reyna að koma verðinu saman
á þeim fundi.
Ef svo ólíklega fer, að verð-
ákvörðunin hefur ekki séð dags-
ins Ijós um næstu helgi mun allur
Vestmannaeyjaflotinn stöðvast,
en stýrimenn þar hafa ákveðið að
stöðva róðra vegna seinagangs í
verðákvörðunarmálum nú og fyrr
á þessu ári.
um fram til 1. júlí. Undanfarnar
vikur hafa skipin aflað 600—1200
lestir á viku og þann 14. júní var
heildarafli skipanna orðinn tæpar
4000 lestir. — Því var ekki annað
þorandi en að stöðva veiðarnar
um skeið frá og með mánudegin-
um 23. júní, sagði Jón.
Hann sagði, að eftir sem áður
væri bátunum heimilt að veiða
sfld vestan við 4. gráðu vestlægrar
lengdar, en ekki hefur frétzt um
neina síldveiði á þeim slóðum
á þessu ári. Samkvæmt
samþykkt Norðaustur-
Atlantshafsnefndarinnar fyrir
skömmu mega Islendingar veiða
19 þús. lestir frá 1. júlí n.k. fram
til áramóta 1976. I þessari sam-
þykkt er að finna tilmæli, þar sem
farið er fram á að tslendingar
veiði ekki meir en 6.300 lestir af
þessu magni á þessu ári.
Ef síldveiðiflotinn fær ekki að
veiða meira en 6.300 lestir næstu
6 mánuðina bíður hans geysimik-
ill vandi, að vísu mega skipin
veiða 12 þús. lestir af síld á Is-
landsmiðum í haust. — Útgerðar-
menn síldveiðiskipa komu saman
til fundar i gær á aðalskrifstofu
L.I.Ú og ræddu vandamál skipa
sinna. Morgunblaðið leitaði í gær-
kvöldi til Kristjáns Ragnarssonar
formanns L.t.Ú. og spurði hann
hvort einhver ákveðin sjónarmið
hefðu komið fram á fundinum.
Kristján kvað svo vera, en að
hann gæti ekki tjáð sig um málið
fyrr en búið væri að gefa sjávar-
útvegsráðuneytinu skýrslu um
það.
Kona féll í sjóinn
SÍÐARI hluta dags í gær féll kona
í sjóinn við gömlu Verbúðar-
bryggjuna við Ægisgarð. Nær-
staddur lögreglumaður bjargaði
konunni hið bráðasta og var hún
flutt á sjúkrahús, en mun ekki
hafa orðið meint af volkinu.
hinna nýju kjarasamninga við
flugliða, þ.e. flugmenn, vélstjóra
og flugfreyjur. 1 samtali við
Morgunblaðið tók þó Örn John-
son, forstjóra Flugleiða, fram að
þessi tala væri ónákvæm og I
henni fælust einnig ýmis launa-
tengd gjöld fyrirtækisins, svo
sem vegna lífeyrissjóða, trygg-
inga, einkennisbúninga o.fl.
Örn var að þvi spurður hvort
stjórn Flugleiða teldi verjandi að
gera samkomulag af þessu tagi,
sem væri langt fyrir ofan alla
aðra kjarasamninga á hinum al-
menna vinnumarkaði hérlendis
— á sama tima og Flugleiðir væru
reknar með halla og fyrirtækið
þyrfti að leita til ríkisvaldsins um
fyrirgreiðslu.
Örn svaraði því til, að stjórn
Flugleiða teldi þessa samninga
fela í sér of miklar launahækkan-
ir. Fyrirtækið hefði verið neytt til
þess að ganga að þessum samning-
um með því að viðsemjendur þess
beittu hörðu.
ÆTLA má að um eða yfir
300 milljónir króna f spari-
merkjum glatist eða fari í
súginn með einhverjum
hætti og komi þannig tals-
verðum fjölda ungmenna,
sem gert er að kaupa þessi
merki, aldrei að neinum
notum. Þessar upplýsingar
er að finna í ritinu Til-
lögur og greinargerð um
staðgreiðslu opinberra
Hann benti á, að í tvennum
skilningi væri þó þessi rekstur
ekki með öllu sambærilegur við
annan atvinnurekstur í landinu.
Annars vegar væri flugið nánast
einustu samgöngurnar við landið
og ef einhver af þessum hópum,
flugmenn eða einhverjir aðrir
hópar innan flugrekstursins í lyk-
ilaðstöðu, gripi til vinnustöðvun-
ar, væri landið að segja sam-
göngulaust við umheiminn, bæði
varðandi farþegaflutninga og
póstflutninga. Hins vegar væri
svo Atlantshafsflugið, sem Örn
kvað þess eðlis að þar töpuðust
geysilegir fjármunir strax og til
stöðvunar kæmi. Þetta hvort
tveggja gerði það síðan að verkum
að flugliðarnir væru f algjörri sér-
stöðu hérlendis varðandi beitingu
verkfallsvopnsins.
örn sagði það sína skoðun, að
gera þyrfti breytingar á vinnulög-
gjöfinni svo »5 nlutir af þessu
tagi gætu ekki átt sér stað. Örn
kvað einnig lang æskilegast, ef
hægt yrði að fá fulltrúa allra
hagsmunasamtaka flugliða að
samningaborðinu í einu lagi. Örn
sagði, að raunar stefndu Flugleið-
Framhald á bls. 20
gjalda eftir Sigurbjörn
Þorbjörnsson, ríkisskatt-
stjóra, sem fjármálaráðu-
neytið hefur gefið út.
I ritinu skýrir rfkisskattstjóri
frá þvi, að samkvæmt upplýsing-
um Póstmálastjórnarinnar hafi
sala sparimerkja á árinu 1974
numið tæpum 1,1 milljarði króna
en endurgreiðslur hafi numið
tæpum 132 milljónum króna.
Upplýsingar um heildarinnlegg
sparimerkja á öllu landinu lágu
ekki fyrir, en ríkisskattstjóri get-
ur þess að af sölu sparimerkja í
Reykjavík, að frádregnum endur-
greiðslum, á síðastliðnu ári hefðu
tæp 75% skilað sér í innleggi
sparimerkja. Fjárhæð óframvís-
aðra sparimerkja, sem seld voru í
Reykjavík á því ári, hafi numið
um 139 milljónum króna.
Sigurbjörn vitnar einnig til
upplýsinga Veðdeildar Lands-
bankans um að innstæður skyldu-
sparnaðareigenda hafi numið
1.427 milljónum króna I árslok
1974 að meðtöldum vöxtum en
ekki verðbótum. Fjárhæð ófram-
vfsaðra sparimerkja, sem ættu að
vera í umferð, hafi verið talin
nema 308 milljónum króna, og
'sennilega megi áætla að um eða
Framhald á bls. 20
Verkfalli af-
lýst á Fiateyri
Vinnudeilan á Flateyri, sem
snúizt hefur um kaup og kjör
landmanna landróðarbáta virð-
ist nú vera til lykta leidd. Eftir
sáttáfund í fyrradag með deiluað-
ilum ákvað stjórn og trúnaðar-
mannaráð Verkalýðsfélagsins
Trausta að aflýsa verkfalli hjá
bátum f eigu Hjálms h.f. og Odda
h.f., en bátar þessara fyrirtækja
eru yfir 100 lestir.
Ekki er gert ráð fyrir, að róðrar
hefjist fyrr en samningarnir hafa
verið bornir upp á félagsfundi,
sem boðaður var f gærkvöldi.
Vestmannaey ekki
velkomin í Belgíu
SKUTTOGARINN Vestmanna-
ey frá Vestmannacyjum mun
ekki vera velkominn f belgfska
höfn á næstunni og hefur togar-
inn verið settur á svonefndan
svartan lista þar. Astæðan fyrir
þessu er, að skipið lét ekki sjá
sig í höfninni f Ostende á fyrir-
framákveðnum söludegi, sem
var f byrjun þessarar viku.
Eftir þeim upplýsingurp, sem
Morgunblaðið hefur aflað sér,
þá var ákveðið að togarinn seldi
f Belgíu þegar allt útlit var fyr-
ir verkfall á íslandi og var sölu-
dagur ákveðinn 17. júní. I
Belgíu var fastlega gert ráð fyr-
ir komu togarans og undirbún-
ingur allur I samræmi við það
og hafði nokkurn kostnað í för
með sér. Þar sem togarans var
að vænta var öðrum skipum vís-
að frá með sölu á umræddum
degi, þvf talið var að nægur
fiskuryrði ámarkaðnum. Síðan
kom söludagurinn og skipið lét
ekki sjá sig og rétt í þann
mund, sem það átti að koma til
Belgíu kom skeyti frá útgerð
skipsins um að togarinn kæmi
ekki, heldur landaði heima.
Vegna þessa atviks hafa við-
komandi stjórnvöld í Belgíu
kvartað meðal annars við við-
skiptaráðuneytið og bent á að
svona mistök megi ekki koma
fyrir.
Flugliðasamningarnir nýju
kosta Flugleiðir 200 milljónir
Vorum neyddir til að ganga að þess-
um samningum, segir Örn Johnson