Morgunblaðið - 13.08.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. AGÚST 1975
Biblíuþýðingar á 1550
af 2500 tungumálum
Þróttmikið starf norrænna biblíufélaga
FULLTRtJAR úr stjórnum norr-
ænna biblfufélaga hafa verið á
ráðstefnu undanfarna daga f
Skálholti, en ráðstefnan er haldin
f tengslum við 160 ára afmæli fs
lenzka biblfufélagsins, sem var
stofnað 10. júlf 1815 og er elzta
starfandi félag á Islandi. Elzta
starfandi biblfufélagið er hins
vegar brezk? biblfufélagið, stofn-
að 1804. A fundi með ráðstefnu-
fulltrúum f Hallgrfmskirkju í
gær rakti biskupinn yfir Islandi,
herra Sigurbjörn Einarsson, starf
norrænu biblíufélaganna og
samstarf þeirra sfn á milli, en öll
eru félögin aðilar að alþjóðasam-
bandi biblfufélaa og var fulltrúi
úr stjórn þeirra samtaka einnig á
ráðstefnunni. Félög f flestum
löndum heims eru aðilar að al-
þjóðasambandinu.
I Skálholti var m.a. rætt um
stöðu og starf félaganna varðandi
útbreiðslu og annað sem unnið er
að til boðunar kristni.
„Biblíufélögin," sagði biskup,
„eru þjónar kirkjunnar til að út-
breiða Guðs orð. Gagnlegt starf er
unnið á vegum bibliufélaganna
varðandi fjölmörg tungumál, sem
eiga sér enga rithéfð, og hefur
biblian þá orðið grundvöllur rit-
málsins." Nefndi hann sem dæmi
mörg lönd Afríku og Asíu.
Biblían, eða hluti hennar, hefur
verið þýddur á 1550 tungumál, öll
biblían hefur verið þýdd á 380
tungumál og Nýja testamentið á
um 500 mál. Alls hefur biblían
eða hlutar hennar, verið gefin út í
um 255 millj. eintaka en þó eru
ennþá um 1000 tungumál, sem
ekki orð úr biblíunni hefur verið
þýtt á, og þar er m.a. vettvangur
biblíufélaganna. I tilefni 160 ára
afmælisins ákvað islenzka biblíu-
félagið í sumar að veita 6000
Bandaríkjadali til biblíudreifing-
ar meðal þjóða, þar sem þörf er og
alþjóðasambandið vinnur að.
Nýlega kom dönsk útgáfa af
bibliunni út á nútimamáli og hef-
ur sú framkvæmd kallað á marga
unga lesendur, en danski fulltrú-
inn sagði þó að allt starf biblíufé-
laganna færi mikið eftir því, hve
duglegt fólk réðist til starfa.
„Þegar duglegt fólk er í starfi,“
sagði hann, „er ávallt vaxandi
áhugi fólks i þessum efnum.“
Finnska bibliufélagið vinnur
m.a. að þýðingu biblíunnar á 20
Austur-Afrikumál og í Finnlandi
hefur verið gefin út ný þýðing af
biblíunni, en biblían hefur verið
þýdd á um 200 afrísk tungumál.
I Noregi er mikill biblíuháhugi
og nýlega var Nýja testamentið
gefið þar út í nýrri þýðingu og
hafa 80 þús. eintök selzt á s.l. 6
mánuðum. A fundinum í gær ósk-
aði norski fulltrúinn Islandi alls
góðs og öflugs kirkjulífs. „Megi
biblian,“ sagði hann, „vera upp-
spretta lífsgleði Islenzku þjóðar-
innar."
Sænska bibliufélagið leggur
mikla áherzlu á starf meðal van-
þróaðra þjóða og m.a. vinnur það
mikið og árangursríkt starf í Eþi-
ópíu, og einnig má geta þess, að
Sviar hafa nýlega fengið nútima
þýðingu Nýja testamentisins í
stað þýðingar frá 1917.
Um árabil hefur verið unnið að
nýrri íslenzkri þýðingu á Nýja
testamentinu og nokkur guðspjöll
hafa verið gefin út i sérútgáfum
og kynnt, en sem kunnugt er hef-
ur íslenzka biblíufélagið unnið
mikið og markvisst að dreifingu
bibliunnar á Islandi.
Samningafund-
ur á morgun?
ALLAR horfur eru á því, að fyrsti
fundur sáttasemjara með undir-
mönnum á kaupskipunum og full-
trúum skipafélaganna verði hald-
inn á morgun. Sáttasemjari I-deil-
unni er Guðlaugur Þorvaldsson
háskólarektor, en Torfi Hjartar-
son ríkissáttasemjari er erlendis
þessa stundina. Undirmenn hafa
undanfarna daga greitt atkvæði
um verkfallsheimild til handa
stjórn og trúnaðarmannaráði og
lýkur atkvæðagreiðslunni síð-
degis í dag.
Sólarstunda notið
UM SÍÐUSTU helgi fengu lækn-
arnir á Húsavfk til meðferðar
fjóra ferðamenn, sem höfðu
brennzt illa á fótum á hverasvæð-
inu í Námaskarði I Mývatnssveit.
AÐ sögn Gísla G. Auðunssonar
læknis ð Húsavfk hafa nokkur
fleiri slfk tilfellí komið upp f
sumar og sagði hann, að til ein-
hverra róttækra ráða yrði að
grfpa til að koma f veg fyrir slys á
þessu svæði, þau væru alltof tfð.
Sigurður fer 1 dag á
veiðar í Barentshafi
Nýi bankastjórinn
VEGNA mistaka birtist þessi
mynd af Sveini Jónssyni ekki i
blaðinu í gær, með frétt um að
hann hefði verið skipaður aðstoð-
arbankastjóri við Seðlabanka Is-
lands. Er Sveinn beðinn velvirð-
ingar á mistökunum.
AFLASKIPIÐ Sigurður heidur f
dag frá Vestmannaeyjum til
loðnuveiða f Barentshafi, þar sem
skipið mun ásamt Berki NK og
Guðmundi RE landa f verk-
smiðjuskipið Norglobal, og enn-
fremur munu tvö færeysk skip
landa f það.
Eftir að Sigurður kom af Ný-
Stálhólka-
málið upplýst
FlKNIEFNADÓMSTÓLLINN
hefur upplýst „stálhólkamálið"
sem hann fékk til meðferðar sl.
vor, en þá var gerð tilraun til að
smygla 600 grömmum af hassi í
tveimur stálhólkum frá Dan-
mörku. Við yfirheyrslur hafa 5
aðilar viðurkennt að hafa staðið
að smygltilrauninni. Einn þeirra
er maðurinn sem pakkinn var
stílaður á í pósti, en sá neitaði í
fyrstu að þekkja nokkuð til máls-
ins.
fundnalandsmiðum setti skipið
nótina á land f Vestmannaeyjum,
þar sem hún var yfirfarin á neta-
verkstæði Ingólfs Theódórssonar.
Að sögn Sigurgeirs Jónassonar
fréttaritara Mbl. I Eyjum er tölu-
vert verk að fara í gegnum heila
nót, sem er 200 faðmar á lengd og
50 faðma djúp og vegur u.þ.b.
16—17 tonn þurr. Nótin, sem Sig-
urður notar, var sett upp á þessu
sama verkstæði I fyrra. Siglinga-
leiðin frá Vestmannaeyjum í Bar-
entshaf er um 1500 mílna löng og
tekur um 5 sólarhringa.
Þau 5 skip, sem landa I Norglob-
al á þessum norðlægu slóðum,
bera um 4000 tonn, en verk-
smiðjuskipið bræðir ekki meira
en rösklega 2000 tonn á sólar-
hring, þannig að ef um mikla
veiði verður að ræða, gætu skipin
þurft að bíða eftir löndun.
Skipstjóri í þessari ferð Sigurð-
ar verður Haraldur Ágústsson,
sem lengi var með Reykjaborgina,
en Kristbjörn Arnason, sem verið
hefur með skipið, tekur sér nú fri.
Þá eru fjórir hásetar úr gömlu
áhofninni einnig í frii.
Taldi Gfsli ráðlegast að auka stór-
lega varúðarmerkingar á þessu
svæði og hafa þær á mörgum
tungumálum.
Gísli sagði að á mánudaginn
hefðu franskar mæðgur komið til
læknismeðferðar eftir að hafa
brunnið á fótum i Námaskarði.
Dóttirin lenti með annan fótinn
niður i sjóðheitan leirinn. Móðir
hennar ætlaði að bjarga henni
upp úr en ekki tókst betur til en
svo að hún sökk einnig I leirinn
og skaðbrenndist upp á hnjám á
báðúm fótum. Sagði GIsli að al-
gengast væri að fólk brenndist
illa á fótum við að sökkva í leirinn
en einnig brenndist það oft á
höndum þegar það væri að reyna
að krafla sig upp úr leirnum.
„Svæðið I Námaskarði er stór-
hættulegt fyrir ókunnuga og því
brýn nauðsyn að gera eitthvað til
að forða þvi að slys verði þar. Nú
eru þó alltof, alltof tíð,“ sagði
Gísli G. Auðunsson.
Breyttu
farvegi
Múlakvíslar
I GÆR tókst starfsmönnum Vega-
gerðarinnar að beina Múlakvfsl
undir austurhluta brúarinnar. Að
þvf verki loknu var byrjað að
setja bráðabirgðastólpa f stað
þess sem áin hreif með sér, og
sfðan verður gerður varanlegur
stólpl.
Að sögn Einars Hafliðasonar
verkfræðings hjá Vegagerðinni
verður væntanlega tekin um það
ákvörðun I dag hvort umferð
verður hleypt á brúna á meðan
bráðabirgðastólpinn er undir
henni. Að sögn Einars hefur vatn
minnkað í ánni og í fyrrinótt
breytti hún nokkuð farvegi sínum
og auðveldaði það mönnum við að
beina meginstraumnum undir
eystri hluta brúarinnar.
Brenndust illa á hvera-
svæðinu í Námaskarði
„Slys þar alltof tíð,” segir læknirinn á Húsavík
Nýr bátur
til Eski*
fjarðar
Eskifirði 12. ágúst.
FYRIR nokkru kom nýsmfðaður
bátur hingað til Eskifjarðar.
Heitir hann Sólfaxi SU 12 og er 30
lestir að stærð, smfðaður úr eik f
Skipasmfðastöð Austfjarða á Fá-
skrúðsfirði. Eigendur eru hluta-
félagið Eljan, framkvæmdastjóri
Guðjón Hjaltason og skipstjóri
Einar Einarsson. Sólfaxi fer á
togveiðar.
Hólmatindur landaði 130 lest-
um í gær og Hólmanes kom inn f
gærkvöldi, eftir mjög stutta úti-
veru vegna bilunar, með 50 lestir.
Þá hafa togbátar aflað sæmilega
og afli neta- og færabáta verið
dágóður.
Fyrir nokkru hófst vinna aftur í
jarðgöngunum í Pddskarði. Áætl-
að er að byggja forskála að göng-
unum Eskifjarðarmegin f haust.
Það eru fyrirtækin Húsiðjan og
Gunnar og Kjartan sem annast
verkin.
Mjög gott veður hefur verið hér
á Austurlandi undanfarna daga,
sól og hiti. —Ævar.
Sá franski hélt
ferðinni áfram
„SÁ FRANSKI var orðinn hinn
hressasti í gær og hélt áfram
ferðlaginu með Ulfari Jacob-
sen,“ sagði Arnþór hótelstjóri f
Reynihlfð þegar Morgunblaðið
spurði hann f gær um Ifðan
franska ferðalangsins sem Ieitað
var að f Herðubreiðarlindum um
helgina.
Arnþór sagði að maðurinn hefði
verið örmagna þegar komið var
með hann f hótelið. Hins vegar
hefði nætursvefninn hresst hann
við og hefði hann ekkert séð þvi
til fyrirstöðu að halda áfram ferð-
inni.
Færri teknir ölvaðir
við akstur en í fyrra
TIL DAGSINS í gær hafði
Reykjavfkurlögreglan tekið 629
ökumenn á árinu vegna gruns um
ölvun við akstur. Á sama tíma f
fyrra höfðu 672 ökumenn verið
teknir, og er þetta f fyrsta skipti f
mörg ár að fækkpn er milli ára.
Undanfarin ár hefur ölvuðum við
akstur stórlega fjölgað milli ára.
Ofangreindar tölur fékk Mbl. í
gær hjá Þorgerði Erlendsdóttur
fulltrúa lögreglustjórans í
Reykjavík og ná þær til öku-
manna sem teknir eru innan borg-
armarkanna. Hjá Þorgerði fékk
Mbl. ennfremur þær upplýsingar
að embættinu hefðu borizt 64
skýrslur um Reykvikinga, sem á
þessu ári hafa verið teknir vegna
gruns um ölvun við akstur i
öðrum lögsagnarumdæmum
landsins. Allt árið í fyrra bárust
62 skýrslur, svo þarna virðist ætla
að vera um störaukningu að ræða.