Morgunblaðið - 13.08.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. AGUST 1975 11 Byltíiigarmenn heimta sjálfstæði á Timor Lissabon er sagt að ótryggt ástand Canberra er sagt að UDT virðist ríki f Dili og portúgalskir her- ekki hafa mikil áhrif utan lítilla menn séu á verði á götunum, og í Framhald á bls. 23 Sjosta- kovits látinn SOVÉZKA tónskáldið Dimitri Sjostakovits lézt sfðastliðinn laugardag. — Hér fer á eftir umsögn Jðns Asgeirssonar tón- skáids og tónlistargagn- rýnanda Morgunblaðsins um tónskáldið: Dimitri Sjostakovits fæddist 1906 f Leníngrad. Hann er af mörgum talinn eitt af mestu tónskáldum samtímans, með Bartok og Stravinskí, þó nokk- uð hafi hann verið sakaður um íhaldssemi og hugleysi. 1. sinfónían, er hann samdi, þá hann var á 19. ári, er talin með merkari verkum hans og vakti frumflutningur hennar feikna athygli. 1936 er Sjosta- kovits gagnrýndur fyrir smá- borgaraskap og sem svar við þessum ásökunum semur hann 5. sinfóníu sfna. í umsátrinu um Leningrad, milli þess sem Sjostakovits starfaði í loftvarn- arliði borgarinnar, samdi hann 7. sinfóníuna og tileinkar hana sovézkri alþýðu. Sinfónían var flutt árið 1942 með stuttu milli- bili í Rússlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum, við feikna hrifningu áheyrenda. Raddskrá verksins var tekin á smáfilmu og þannig flutt til Vestur- Evrópu. Þessar sinfónfur, ásamt þeirri níundu, sem Sjostakovits var harðlega gagn- rýndur fyrir, hafa vakið hvað mesta athygli á Vesturlöndum. Af öðrum sinfónfum sem þykja skara fram úr mætti nefna þá 12., 14. og 15. Sjosta- DANSKUR listmálari, Lauritz Rendboe, sýnir þessa dagana 35 olfumálverk, 5 vatnslitamyndir og 3 pastelmyndir á sinni fyrstu málverkasýningu I vistlegum húsakynnum Edens f Hveragerði. Lauritz Rendboe er 45 ára að aldri, danskur ríkisborgari, sem hefur dvalizt hérlendis 18 ár. Hann kennir tungumál og efna- fræði við Vélskóla Islands og hef- ur jafnframt stundað kennslu- störf við Myndlistarskólann. Hann hefur og starfað á vegum 1 TILEFNI fréttar í Mbl. I gær varðandi veiði og löndun á loðnu f Siglufirði hafði Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri hjá Sfldarverksmiðjum rfkisins samband við Mbl. og bað að eftir- farandi yrði komið á framfæri: „Hinn 1. ágúst sl. lagði Haf- rannsóknarstofnunin til við Sjáv- arútvegsráðuneytið að bannaðar yrðu veiðar loðnu sem væri minni Dimitri Sjostakovits. kovits samdi einnig mörg verk fyrir píanó, m.a. 24 Prelúdíur og fúgur, í tilefni 200 ára dánarafmælis J.S. Bach. Þá liggur eftir hann fjöldi kammertónverka og ber þar hæst strengjakvartett nr. 1, 8. og 11. Þrátt fyrir gagnrýni, sem Sjostakovits hefur mátt þola af sovézkum aðilum og vestræn- um menningarvitum, stendur hani\ í hópi samtfma tónskálda sem klettur. Þegar listamaðurinn er allur og karakter hans og umsvif til- heyra fortfðinni, fellur gagn- rýnin i gleymsku, það er ekki lengur við neinn að sakast, en í brimróti tímans mun klettur- inn annaðhvort molna niður eða standa uppi gljásorfinn og reisugur, af sandinum að sjá. votta Jehova. Hann hefur stundað list sína frá unga aldri og selt verk sín vfða, en þetta er hans fyrsta opinbera sýning. Myndefni hans eru öll íslenzk, sótt i náttúru landsins, og hestamyndir hans vöktu sérstaka athygli. Sýning hans stendur út þessa viku. Það vekur efalítið forvitni margra að sjá þessa sýningu list- málara, sem ættaður er frá Fjóni, en heldur sfna fyrstu listsýningu á Fróni, með yrkisefnum úr fs- lenzkri náttúru. en 12 sm. Ráðuneytið tilkynnti samdægurs um þessa tillögu til Landssambands íslenzkra útvegs- manna og Sfldarverksmiðja rfkis- ins, en endanlega ákvörðun í mál- inu hefur ráðuneytið ekki enn tekið, þar sem beðið er umsagnar Fiskifélags Islands. 2. ágúst komu bátarnir tveir, sem loðnuveiðar stunda og frá er greint í frásögn blaðsins í dag, Lissabon, 12. ágúst. Reuter. HÆGFARA stjórnmálaflokkur á þeim hluta eyjarinnar Timor norður af Ástralfu sem Portúgal- ar ráða, UDT, krafðist þess f dag að nýlendan fengi tafarlaust sjálf stæði. UDT krafðist þess jafn- framt að allir félagar vinstrisinn- aðs stjórnmálaflokks, Fretelin, yrðu fangelsaðir. Stjórn Portúgala á Timor sagði að krafa UDT væri óaðgengileg og að ekkert væri hæft f því að UDT hefði gert byltingu eins og flokkurinn hélt fram í gær. Frétt- ir sem hafa borizt frá Timor herma að flugvöllurinn, fjar- skiptamiðstöð og aðallögreglu- stöðin í höfuðborginni, Dili, séu á valdi UDT. UDT hefur hingað til viljað áframhaldandi tengsl við Portú- gal, Fretelin hefur viljað tafar- laust sjálfstæði og þriðji stjórn- málaflokkurinn, Apodeti, vill sameiningu við Indónesíu. I Um langan aldur hefur Hólahá- tíð verið haldin f 17. viku sumars ár hvert. Má leita uppruna henn- ar allt til daga Jóns biskups ög- mundarsonar, en frá þeim tíma hafa Norðlendingar tekið sér í munn orðin „að fara heim að Hól- um“. Svo er enn vfðast hvar í byggðum norðanlands og víðar, og fjölmenna menn heim að Hólum til hátíðarhalda ár hvert. Hefur jafnan verið fjölmennt á staðnum þennan dag. Með því vilja þeir, sem vilja veg Hólastaðar sem mestan, leggja áherzlu á sameig- inlegar minningar úr fortfð og sameiginlegar hugsjónir í fram- tíð. Hin árlega Hólahátfð verður haldin á Hólum f Hjaltadal n.k. sunnudag 17. ágúst og hefst kl. 14 með klukknahringingu, er prest- ar gangatil dómkirkjunnar. Sfðan hefst hátíðarguðsþjónusta, séra Emil Björnsson prédikar, en séra Birgir Ásgeirsson á Siglu- firði og séra Pétur Sigurgeirsson, vfgslubiskup, þjóna fyrir altari. Kvintett frá Akureyri annast kirkjusöng. Organisti er Hörður Askelsson. Kl. 16.30 hefst samkoma í dóm- kirkjunni, séra Árni Sigurðsson formaður Hólafélagsins flytur ávarp. Hörður Ágústsson, skóla- NORRÆNA, kristilega stúdenta- mótinu lauk f gærkvöldi og hefj- ast nú ferðalög þátttakenda um landið. Skiptast ferðalögin f tvo flokka. Annars vegar munu 5 hóp- ar ferðast til 5 kauptúna til sam- komuhalds, en aðrir þátttakendur fara f skoðunarferðir. Flestir út- lendinganna verða farnir af landi brott 19. ágúst. Boðunarferðir: Þær verða frá 14.—17. ágúst. Markmið boðunar- ferðanna er að halda samkomur fyrir almenning og boða sama boðskap og fluttur var á stúdenta- mótinu, gleðifréttina um Jesúm Krist. Einnig mun verða farið f heimsóknir á elliheimili, sjúkra- hús og aðrar stofnanir. Það eru um 50 ungmenni, sem fara munu Eldborg og Arni Sigurður, með afla til Siglufjarðar, sem að mestu var undir 12 sm mörkunum. Tóku Síldarverksmiðjur rfkisins við afl- anum, en jafnframt var skipstjór- um bátanna tilkynnt að ekki yrði framar tekið við loðnu sem væri undir stærðarmörkunum, enda þótt áfram yrði keypt stærri loðna. Það er því ekki rétt hermt að skipstjórar Eldborgar og Árna Framhald á bls. 23 Anker hótað Strangar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna heim- sóknar Anker Jörgensens for- sætisráðherra Dana til Portúgals, að sögn Kaupmanna- hafnarblaðsins Aktuelt. Dönskumælandi útlendingur hringdi f blaðið og sagði að fjöl- skylda forsætisráðherra kæmist f lífshættu ef hann færi til Portúgals. „Anker Jörgensen Framhald á bls. 23 stjóri, flytur erindi um Hóladóm- kirkjur hinar fornu. Kvintett frá Akureyri syngur. Sfðar leikur Inga Rós Ingólfsdóttir einleik á selló með undirleik Harðar Ás- kelssonar. Auk þess verður al- mennur söngur. I sambandi við Hólahátíðina verður aðalfundur Hólafélagsins f þessar ferðir, um 10 í hóp. Með þeim verður auk þess einn stjórn- andi, gjarnan skóla- eða stúdenta- prestur, og Islendingar, til að stjórna samkomunum og til túlk- unar. Af þessum fimm hópum eru tveir frá Svfþjóð en þrfr frá Nor- egi. Flestir þessara útlendinga hafa áður tekið þátt f svipuðum boðunarferðum. Hóparnir fara á eftirfarandi staði og svæði: Keflavík: Haldnar verða samkom- ur í Keflavíkurkrikju hvert kvöld 14.—17. ágúst. Auk þess verður farið á stofnanir, til samkomu- halds. Stjórnandi er Johan öster- hus, stúdentaprestur frá Þránd- heimi. Með honum verður 10 manna hópur frá sama stað. Auk þess mun 15 manna hópur íslend- inga frá Keflavík aðstoða við sam- komuhaldið. Akranes: Samkomur .verða f Akraneskirkiu frá fimmtudags- kvöldi 14. ágúst. Þær hefjast klukkan 20:30. Heimsótt verða fyrirtæki, sjúkrahúsið og elli- heimilið. Stjórnandi er Olaf Garc- ia de Presno, skólaprestur frá Bergen. 10 ungmenni frá Bergen verða með honum við samkomu- haldið. Akureyri: Samkomur verða í Akureyrarkirkju frá kvöldi 14. ágúst. Farið verður f heimsókn- ir.svo sem á hinum stöðunum, á sjúkrahús og stofnanir. Stjórn- andi er Bertil Handberger, stúdentaprestur. Með honum er 9 manna hópur frá Lundi í Svíþjóð. Stykkishólmur: Um 11 Oslóbúar verða I þeim hópi er til Stykkis- Anker Jörgensen og frú heima hjá sér haldinn á Hóium og hefst hann kl. 10.30 fyrir hádegi. Veitingar verða seldar á staðnum f kaffihléi svo og merki félagsins og fjórða hefti tíðinda prestafélags hins forna Hólastiftis. Prestar eru minntir á að hafa hempur sfnar með sér. hólms fer. Stjórnandi er Rolf Næss, stúdentaprestur. Samkom- ur verða f kirkjunni, fimmtudag og föstudag kl. 20:30, auk þátt- töku í guðsþjónustu, og farið á kaþólska sjúkrahúsið. Ef til vill verða einnig Grundarfjörður og Ölafsvík heimsótt. Selfoss—Hveragerði—Eyrar- bakki: Heilsuhæli, elliheimili, Litla-Hraun og sjúkrahúsið verða heimsótt. Kvöldsamkomur: 1 Hveragerðiskirkju miðvikudag kl. 20:30. 1 Selfosskirkju 15. ág- úst, fimmtudag, kl. 20:30 í Eyrar- bakkakirkju 16. ágúst, föstudag, kl. 20:30. Sunnudaginn, 17. ágúst verður farið f messu í Skálholts- kirkju á „stóra kirkjudegi". Stjórnandi er Stefan Homström stud. theol. Með honum verður 8 manna hópur frá Uppsölum f Sví- þjóð. Allar þessar ferðir eru settar upp f samvinnu við kirkjuyfirvöld á viðkomandi stöðum. Aðrar ferðir: Um 410 útlendingar munu fara í ferðir, lengri en eins dags. Yfir Sprengisand og norður til Mý- vatnssvæðisins fara um 140 manns. Ferðin tekur 6 daga. 1 Þórsmörk verða um 140 manns í 4 daga. Þá fara um 35 manns í Hvanngil og munu ganga yfir til Þórsmerkur. Ferðin stendur í 4 daga. I Skaftafelli verða um 25—30 f tvo daga. Einnig mun verða dvalizt í Kerlingafjöllum- Hveravöllum í tvo daga. 1 þeim Framhald ábls.23 Frá Fjóni — Sýnir á Fróni: Málverkasýning í Eden Frá málverkasýningu Lauritz Rendboe 1 Eden f Hveragerði. Tilkynnt um stöðvun á móttöku smáloðnu 2. ágúst segir SR vegna ummæla skipstjóra Hólahátíðin haldin á sunnudag Frá Hólafélaginu. Dómkirkjan á Hólum. Mótinu lokið en boðunarferðir að hefjast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.