Morgunblaðið - 29.08.1975, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGUST 1975
5
Heldur
Smith
nýjan
fund?
Salisbury 27. ág. Reuter Ntb.
IAN Smith, forsætisráðherra
Ródesfu hefur á prjónunum nýja
ráðstefnu með leiðtogum afrfskra
þjóðernissinna eftir að fundirnir
við Viktorfufossa fóru út um
þúfur.
Mun Smith ætla að halda ráð-
stefnu með 250 ættarhöfðingjum í
landinu og hirða ekki um að hafa
samband við afríska þjóðarráðið
sem tók þátt í fundahöldunum nú
á dögunum. Hafa ýmsir afrískir
hópar lýst stuðningi við þessa
hugmynd Smiths, en stjórnarand-
stöðuflokkur hvítra manna f
Ródesfu dregur f efa að Smith
komi þessu í kring.
Stjórnmálafréttaritarar telja að
breytingar verði á forystuliði í
afriska þjóðarráðinu, en í því eru
tvær þjóðernishreyfingar.
Kviknaði
í Eyjabáti
ELDUR kom upp í vélbátnum
Gunnari Jónssyni frá Vestmanna-
eyjum um kl. 21 í gærkvöldi
þegar báturinn var staddur um 10
sjómílur vestur af Vestmanna-
eyjum á leið vestur með landi.
Skipverjum tókst fljótlega að
slökka eldinn, en skipið gat ekki
siglt fyrir eigin vélarafli eftir
brunann. Vélbáturinn Arnar frá
Þorlákshöfn kom Gunnari Jóns-
syni til aðstoðar, og tók bátinn i
tog. Bátarnir voru væntanlegir til
Vestmannaeyja skömmu eftir
miðnættið.
Leikflokkur
Þjóðleik-
hússins
kominn heim
NÝLEGA komu Ieikflokkur og
kór Þjóðleikhússins heim úr ferð
sinni til Kanada og Bandarfkj-
anna, en ferðin var farin f tilefni
af 100 ára afmæli Islendinga-
byggðar vestra.
I frétt frá Þjóðleikhúsinu segir,
að ferðin hafi á allan hátt tekizt
vel, en þetta er f fyrsta sinn sem
leikhúsið sýnir utan Evrópu. I
leikförinni tóku þátt 13 leikarar,
32 söngmenn og tveir tæknimenn,
en auk þess voru með i förinni
Vilhjálmur Hjálmarsson mennta-
málaráðherra, Sveinn Einarsson
Þjóðleikhússtjóri og Carl Billich,
sem stjórnaði söngnum. Eins og
þegar hefur komið fram í fréttum
hafði Gunnar Eyjólfsson leikari
tekið saman sérstaka dagskrá til
flutnings fyrir Vestur-íslendinga.
Þar á meðal voru kaflar úr leikrit-
um eftir Halldór Laxness,
Matthías Jochumsson, Jón Thor-
oddsen og Davið Stefánsson. Við
opnun húss Stephans G.
Stephanssonar söng kórinn lög
við Ijóð skáldsins og Herdís Þor-
valdsdóttir og Baldvin Halldórs-
son Iásu upp ljóð. Alls kom leik-
flokkurinn fram 16 sinnum
vestra, þar af sex sinnum á elli-
heimilum.
Óskað var eftir því við forráða-
menn hópsins, að komið yrði
aftur á Islendingaslóðir þar
vestra, en af því mun tæplega
geta orðið fyrr en haustið 1976.
<tlr frétí frá Þjóðleikhúsinu).
LÆKJARGÖTU 2 SIIVII 21800
HIN FRÁBÆRA OG
MARGUMTALAÐA
SUMAR-
ÚTSALA
SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR
HEFST í DAG í 4 VERZL-
UNUM SAMTÍMIS
FATN AÐUR - SKÓR -
HLJÓMPLÖTUR /
40%—60% AFSLÁTTUR^WKr^
í einlægni sagt, þú skalt ekki láta
þessa frábæru útsölu fram hjá þér
fara. Það eru sko allt nýjar og nýlegar
vörur, ekkert drasl. Og svo veit ég
með vissu, að það var framleitt
beint á útsöluna.
Stakar buxur og föt
til að valda þér ekki .
vonbrigðum. Þetta er
sem sagt stórkostleg útsala.
ATH.VEL:
OPIÐ Á LAUGARDAG
TIL HÁDEGIS
LÁTIÐ EKKIHAPP
ÚRHENDISLEPPA
TIZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
KARNABÆR
AUSTURSTRÆTI 22
SÍMI18660
LAUGAVEG66
SÍMI 13630
LAUGAVEG20a
SÍMI12330