Morgunblaðið - 29.08.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐI©, FÖSTUDAGUR 29. ÁGUST 1975
11
FJÓRÐUNGSÞING NORÐLENDINGA HALDIÐ Á RAUFARHÖFN
Fjórðungsþing Norðlendinga,
sem er aðalfundur Fjóðungssam-
bands Norðlendinga, verður hald-
ið á Raufarhöfn I.—3. sept. n.k.
Þetta er 17. fjórðungsþingið, sem
haldið er. Samkvæmt lögum
Fjórðungssambandsins ber að
halda f jórðungsþingin til skiptis I
héruðum Norðurlands. Þetta er f
fyrsta sinn sem fjórðungsþing er
haldið í Norður-Þingeyjarsýslu.
Á Raufarhöfn er rúmgott hótel og
aðstaða til að taka á móti fjöl-
mennu þingi. Þingið verður hald-
ið f félagsheimilinu Hnitbjörgum
og verður sett mánudaginn 1.
september kl. 4. e.h. Þingfull-
trúar búa á Hótel Norðurljósi,
sem er talið stærsta hótel á
Norðurlandi.
Flugferðir verða til Raufar-
hafnar frá Flugfélagi Norður-
lands frá Akureyri á mánudag og
til baka aftur á miðvikudag eftir
þinglok, sem verða síðdegis þann
dag. Áætlunarflug er einnig til
Raufarhafnar á þriðjudag.
Fjórðungsþingið sækja um 90
fulltrúar sveitar- og sýslufélaga á
Norðurlandi auk gesta. A þinginu
verða flutt framsöguerindi um
þau mál, sem eru efst á baugi í
byggðaþróun á Norðurlandi.
Lárus Jónsson, formaður sam-
starfsnefndar um orkumál, ræðir
um Norðurlandsvirkjun og skýrir
frá undirbúningsumræðum um
stofnun sameignarfyrirtækis
ríkis og sveitarfélaga á Norður-
landi um orkuöflun. Árni Jóns-
son, landnámsstjóri ræðir um
hlutverk landbúnaðaráætlana i
Athugasemd
við ritsmíð
Cæsars Mar
ÞEGAR heimskur maður fer að
hugsa ætti hann að forðast að
setja hugsanir sínar á þrykk, þvi
það er algjör óþarfi að auglýsa
heimsku sina.
Langloka Cæsars Mars í
Morgunblaðinu sunnudaginn 24.
ágúst s.l. er raunar svo barnaleg,
að hún er tæplega svara verð. —
Vesalings maðurinn þekkir sem
sé ekkert til þeirra hluta, sem
hann er að skrifa um.
Samt er það eitt, sem mig
langar til að gera athugasemd við
í grein Cæsars. Hann segir (þessa
gatslitnu setningu): „Hundurinn
var upphaflega villt dýr og varla
er það líklegt að hann, sem einu
sinni rápaði um slétturnar frjáls,
vilji nú vera lokaður inni í þröngu
herbergi o.s.frv."
Nú leyfi ég mér að spyrja:
Hvernig voru lifnaðarhættir
mannsins, þegar hundurinn
rápaði um slétturnar?
Ef til vill má ég svara þessari
spurningu með því að taka
smákafla úr bókinni „Vígðir
meistarar“ eftir Edouard Schuré í
þýðingu Björns Magnússonar
prófessors, en þar segir:
„Fjórum til fimm þúsund árum
fyrir vort tímabil huldu enn
þykkir skógar hið forna skýja-
land, er náði allt frá Atlants-
hafi norður til íshafanna. Svartir
menn höfðu séð þetta meginland
rlsa eyju af eyju og nefndu það
jörðina, sem fæddist af hafinu.
Hversu ólík var þessi Evrópa með
sínum grænu hllðum, rökum og
djúpum dölum, draumlygnum
fljótum, dimmum vötnum og
sífelldum skýjaslæðum um fjalla-
tindana, þeirra hvíta,
sólskrælnaða jarðvegi. — Á
grösugum, óbyggðum sléttunum,
er að víðaáttu líktust gresjum
Argentlnu, var ekkert að heyra
annað en ýlfur villidýranna,
öskur vísundanna og trylltrn
hófadyn frá stórum hjörðum
villtra hesta, er þutu áfram með
flaksandi föxum. Hvíti maðurinn,
er byggði þessa skóga, var ekki
lengur hellisbúi. — Hann hafði
fundið upp hnífinn og steinöxina,
Framhald á bls. 13
byggðaþróun. Guðmundur
Öskarsson kynnir byggðaþróunar-
áætlun fyrir {íorður-
Þingeyjarsýslu, sem nú er á loka-
stigi. Reynir Karlsson, æskulýðs-
fulltrúi, kynnir æskulýðskönnun
fyrir Norðurland, sem er sú fyrsta
hér á landi. Sigurður Guðmunds-
son, hagfræðingur, ræðir byggða-
þróun á Norðurlandi vestanverðu
og nýjar leiðir I byggðaáætlunum.
Kjartan Jóhannsson rekstrar-
verkfræðingur ræðir um stöðu
heilbrigðismála á Norðurlandi.
Á vegum Fjórðungssambands-
ins starfa milliþinganefndir I
samgöngumálum, iðnþróun, land-
búnaðarmálum, menntamálum,
ferðamálum og stofnanámálum.
Á þinginu verða nefndaálit
þessara nefnda lögð fram og
framsögur fluttar fyrir þeim. A
síðasta starfsári voru haldnar ráð-
stefnur á vegum nefnda sam-
bandsins um ferðamál, byggingar-
iðnað og æskulýðsmál. Nú eru
gerðar tillögur um að haldnar
verði á næsta starfsári ráðstefnur
um landbúnaðarmál og nýtingu
lan'dgrufinsins. Meðal tillagna,
sem verða lagðar fyrir fjórðungs-
þingið er tillaga um heilbrigðis-
málaáætlun, áætlun um uppbygg-
ingu stjórnsýslumiðstöðva, um
dreifingu opinberrar þjónustu,
um iðnþróun, um Norðurlands-
virkjun og afstöðuna til stofnunar
fræðsluskrifstofa á Norðurlandi.
Ennfremur eru lagðar fram tillög-
ur um stefnumörkun I .æskulýðs-
og ferðamálum, um jöfnun álagn-
ingaraðstöðu sveitarfélaganna.
Nú I ár eru tímamót I starfssögu
Fjórðungssambands Norðlend-
inga. Sambandið er elzta starf-
andi landshlutasamtök sveitar- og
sýslufélaga I landinu. Fjórðungs-
samband Norðlendinga átti 30 ára
afmæli l4. júlí s.l. Fyrstu stjórn
þess skipuðu Páll Þorleifsson,
prófastur á Skinnastað, Brynjólf-
ur Sveinsson, menntaskóla-
kennari, Akureyri, og Karl Krist-
jánsson, oddviti, Húsavík. Núver-
andi fjórðungsstjórn skipa: Bryn-
jólfur Sveinbergsson, oddviti,
Hvammstanga, Bjarni Einarsson,
bæjarstjóri á Akureyri, og Heimir
Ingimarsson, sveitarstjóri á
Raufarhöfn.
Fullar búðir af nýjum vörum, eftir útsölu. Höfum tekið upp, á dömur t.d. kjóla,
peysur, pils, samfestinga (úr denim), regnkápur, boli og slétt flauels jakkaföt
fyrir dömur. USA gallabuxurnar komnar aftur, einnig INEGA flauelsbuxur i nýju
sniði. LEVI'S gallabuxur ávallt fyrirliggjandi, úr ekta denim efni. Leður-jakkar á
herra, stuttir og síðir. Einnig fyrir herra, peysur í miklu úrvali, skyrtur, slétt
flauelsföt Terylenebuxur fyrir dömur og herra, mörg snið ótrúlegt litaval