Morgunblaðið - 29.08.1975, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.08.1975, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 29. AGUST 1975 13 Þýzkukennaranám- skeið á Laugarvatni Þýzkukennarar á Laugarvatni. STOFNUNIN Goethe-Institut I Miinchen, sem hefur það hlutverk að vinna að viðgangi þýzkrar tungu erlendis, bauð Félagi þýzkukennara á íslandi síðast- liðinn vetur að standa í sumar straum af námskeiði fyrir þýzku- kennara hér, og var það haldið á Laugarvatni dagana 18.—23. ágúst undir nafninu ARBEITS- TAGUNG ZUR METHODIK UND DIDAKTIK DES DEUTSCH- UNTERRICHTS. Þátttakendur voru 25 auk tveggja kennara frá Goethe-Institut, þeirra Johanns Heins og dr. Gerhards Trapp, og þýzka sendikennarans í Háskóla tslands, dr. Egons Hitzler. Johann Heins kennir í Goethe-Institut f Stokkhólmi, en var áður f Brasilíu og víðar. Hann kom hingað til lands sfðastliðinn vetur f kynnis- ferð og ferðaðist þá milli skóla- staða og tók þátt í kennslu. Dr. Gerhard Trapp kennir í kennara- háskóla í Ósló, en var áður f Kal- kútta á Indlandi og víðar. Dr. — Ritsmíð Cæsars Framhald af bls. 11 bogann og örina, slöngvuna og netið. — Loks hafði hann fundið tvo baráttufélaga, tvo ágæta vini, óviðjafnanlega og trúa til dauðans: hundinn og hestinn. Heimilishundurinn var orðinn að verði bjálkahússins og veitti honum öryggi heimaarinsins." Sé það eðli hundsins eftir sex til sjö þúsund ára sambúð með manninum að vera frjáls, er það þá ekki eðli mannsins að vera villtur og ala aldur sinn í hellum og skútum? Hvað sjúkdómum f hundinum viðvíkur held ég, að óhætt sé að treysta áliti fjölda lækna, sem m.a. kom fram í yfirlýsingu i öllum dagblöðum borgarinnar fyrr í sumar. Sé maður svo sjúklega hræddur við að veikjast af þeim sjúk- dómum, sem sumpart hafa aldrei borizt til landsins (hundaæði) og á hinn bóginn hefur því sem næst verið útrýmt (sullaveiki), tel ég, að sá hinn sami ætti að leita hjálpar dr. Jakobs Jónassonar því hann er, eins og kunnugt er, sér- fræðingur f geðsjúkdómum. Með lögum skal land byggja og ólögum eyða. — Löggjafinn ætti hverju sinni að sjá svo um, að þau lög, sem sett eru séu svo mannleg að ekki verði úr þeim ólög. 26. Sgúst 1975. Steinunn Jónsdóttir (Víðihvammi 16, Kópavogi) .Verium BBgróóur] verndum' landfgg/ Egon Hitzler kom hingað frá Þrándheimi fyrir ári, en þar starf- aði hann sem þýzkukennari. Á dagskrá námskeiðsins voru fyrir- lestrar og umræður um bók- menntir, kennsluefni og -aðferðir, gérð æfinga, dæmingu prófúr- lausna, mat og mælingu á þyngd texta með svokallaðri LlX-aðferð, kennslubækur og fleira. Einnig var fjallað um sérvanda þýzku- kennara og -nemenda á Islandi, sem vegna fjarlægðar frá hinu þýzka málsvæði eru I mun erf- iðari aðstöðu en kollegar þeirra á Norðurlöndum, hvað þá á megin- landi Evrópu. Þátttakendur námskeiðsins, sem voru frá ýmsum tegundum skóla, bæði gagnfræðaskólum, verzlunarskóla, menntaskólum og Háskóla Islands, voru áhugasamir og samtaka og samvinna þeirra mjög góð. Er ráðgert að halda námskeið með líku sniði árlega framvegis, helzt á stað, þar sem allir geta dvalizt, enda reyndist Laugarvatn hinn ákjósanlegasti staður og fyrirgreiðsla öll til fyrirmyndar á Eddu-hótelinu. Á meðan námskeiðið stóð yfir, barst bréf þess efnis, að væntan- legur væri í haust farandsendi- kennari, „Reiselektor", sem mun dveljast hér sex vikur og ferðast milli skóla, þýzkukennurum til leiðbeiningar og ráðuneytis. Þess má geta, að síðastliðinn vetur voru þýzkukennarar hér- lendis milli 80 og 90 og nemendur um 6000. Stjórn Félags þýzkukennara skipa: Baldur Ingólfsson, for- maður, Stefán Már Ingólfsson, rit- ari, og Annemarie Edelstein, gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Franz Gíslason og Magnús Krist- Síðasti dagur útsölunnar í HERRADEILD herraföt peysur stakir jakkar denimsett skyrtur IJR DÖMU- OG BARNAEATADEIED kvenkjólar pils peysur í SKÓDEIED herraskór kvenskór barnaskór blússur buxur barnafatnaður inniskór strigaskór stígvél — Áklæðabútar — Nlght and day sængurverabútar — — Islenzkar og erlendar úrvalsvörur á lágu verði 33* 33“ Austurstræti. Auglýsing um afgreiöslutíma matvöruverzlana í Reykjavík og nágrenni Verzlanir vorar verða áfram lokaðar á laugardögum og gildir þessi ákvörðun til októberloka Félag matvörukaupmanna, Félag kjötverzlana, Kaupgarður, Vörumarkaðurinn, Hagkaup, Mjólkursamsalan í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.