Morgunblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 19 VERÐUR KORNIÐ HANS BANABITI? ÝMSIR eru farnir að efast um, að núverandi forystu- menn Sovétrikjanna séu traustir í sessi, og ástæðan er fyrst og fremst sú, að gert er ráð fyrir miklu minni korn- uppskeru í Sovétríkjunum á þessu ári en í fyrstu var gert ráð fyrir. Yfirleitt hefur dæmið verið reiknað þannig, að ráðstefn- an í Helsinki hafi átt að marka upphaf undirbúnings fyrir þing, sem flokkurinn á að halda í febrúar, og siðan taki við leiðtogafundur í Washington og því næst ráð- stefna kommúnistaflokka Evrópu. Loks fari fram loka- sýning i Moskvu, þar sem 5.000 fulltrúar hylli Brezhn- ev fyrir tiu ára stjórn og kveðji hann þar með En ef mannaskipti eiga að fara fram með friði og spekt í febrúar, ætti eftirmaður Brezhnevs að vera farinn að láta til sín heyra, svo hann geti verið viss um að hafa stjórnartaumana örugglega í sínum höndum, þegarþarað kemur. Að öðrum kosti gæti hann mætt mótstöðu keppi- nauts eða hóps keppinauta, sem vildu að öllum leiðum yrði haldið opnum, áður en Eftir Victor Zorza honum tækist að festa sig i sessi. Þetta gerðist eftir lát Len- íns og aftur eftir lát Stalins, og í báðum tilvikum var af- leiðingin valdabarátta, sem stóð í nokkur ár. En þegar Krúsjeff var settur af, var Brezhnev eðlilegur eftirmað- ur hans, enda hafði hann verið þjálfaður til þess, og það tryggði tiltölulega róleg mannaskipti. Þegar Brezhrl- ev mætti andstöðu fyrst á valdaárum sínum, eins og óhjákvæmilegt var, notaði hann til fullnustu þá aðstöðu, sem hann hafði tryggt sér áður en hann kom til valda, og bar sigurorð af keppinaut- um sínum. Ef þessi skýring er rétt, virðist æ betur koma í Ijós, að undirbúningurinn fyrir flokksþingið — frá Helsinki til leiðtogafundarins i Wash- ington og ráðstefnu evrópskra kommúnista — eigi að þjóna þeim tilgangi að treysta stöðu Brezhnevs gegn hugsanlegum keppi- nautum i stað þess að gera honum kleift að segja af sér með sæmd. Undirbúningur- inn hefur reynzt miklu áhrifa- meiri en til var ætlazt. Á Helsinki-ráðstefnunni fékk Brezhnev það sem hann vildi, en það var einvörðungu sálrænn ávinningur. Á leið- togafundinum i Washington, sem átti að innsigla árang- ursríka stefnu hans gagnvart Bandaríkjunum, var ætlunin að fjalla um áþreifanlegri mál, og hann átti að vera langtum mikilvægari en leik- sýningin i Helsinki. En Ford forseti hefur sagt að ,,töluvert muni draga úr" likum á þvi að leiðtogafundur verði haldinn, ef ekki tekst að ná samkomulagi um nýjan samning um takmörkun kjarnorkuvopna (Salt 2). Og þessu fylgdi hann siðan eftir með viðvörun þess efnis, að framlög til kjarnorkuvopna yrði aukin um 2 til 3 milljarða dollara, ef Moskvustjórnin neitar að samþykkja Salt- samning, sem báðir aðilar geti sætt sig við. Brezhnev: S.vrtir í álinn Viðvörun hans er svo alvar- legs eðlis að gera má ráð fyrir, að leiðtogafundurinn í Washington, sem átti upp- haflega að halda i vor en var frestað fram á sumar og sið- an til haustsins, sé kominn i alvarlega hættu. Sama máli gegnir með ráðstefnu evrópskra kommúnista, sem átti að sýna að Brezhnev hefði tekizt að treysta stöðu sína gagnvart þeim flokkum í Vestur-Evrópu, sem hafa reynt að fylgja sjálfstæðri stefnu. Kommúnistaflokkar Ítalíu, Júgóslavíu, Spánar og Bret- lands hafa frá upphafi barizt gegn tilraun Kremlverja til að halda ráðstefnu, þar sem undirritað verði skjal, sem allir flokkar verðu bundnir af. Nú hefur franski kommún- istaflokkurinn ákveðið að taka þátt i þessu andófi. Að- alritari hans Georges March- ais, hefur opinberlega látið i Ijós áhugaleysi á ráðstefnu evrópskra kommúnista- flokka, sem verði haldin fyrir sovézka flokksþingið Því virðast mikilvægustu hlekkirnir í atburðakeðjunni, sem átti að leiða til flokks- þingsins, að því komnir að bresta. Aðstaða Sovétrikj- anna í Miðausturlöndum virðast ótraustari en nokkru sinni áður. Ráðstefna evrópskra kommúnistaflokka ætlar ekki að auka Brezhnev í áliti heldur þvert á móti Til- boð Fords um leiðtogafund í skiptum fyrir tilslakanir í Salt- viðræðunum undirstrikar þá þörf, sem Brezhnev hefur fyr- ir einhver stórbrotin afrek í likingu við þau sem Nixon hafði þörf fyrir á síðustu mánuðum Watergate- málsins. Uppskeran, sem upphaflega var áætlað að yrði 215 milljónir lesta af korni, en nú er áætlað að verði milli 165 og 175 milljónir lesta, gæti vel verið lokaáfallið. Ýmsum samstarfsmönnum Brezhnevs í stjórnmálaráðinu getur fundizt, að hann veiki aðstöðu sína gagnvart þrýst- ingi erlendis frá, þar sem hann sé greinilega fastákveð- inn í að ríghalda í völdin, og veiki þar með um leið að- stöðu valdamanna Sovétríkj- anna og geri þá veika í sessi Þeir gætu talið, að þetta á- stand breytist ekki meðan hann er við völd Þess vegna gætu þeir komizt að þeirri niðurstöðu, að hann yrði að hverfa af sjónarsviðinu, áður en hann er fús til að draga sig í hlé. Jón I. Bjarnason, blaðafulltrúi Kaupmannasamtakanna: EKKI ÞtJTII ÁSTÆDA TD, ANINARS TUBOÐ ■>i0 Nti I kJÓA'/S ILTR (ar kALD/t.Btimm ***■ fí5o\ THULE AWTA5A F/1LTR. ftp * I uZöwiM’tZ* *• JM NOklA WC PAPm | Sýnishorn af tilbodi uni afslátt. Hin síðari ár hefur smásala á matvöru fallið meira og meira í þann farveg sem kall- aður er markaður. Stórverzl- anir hafa risið upp sem kenna sig við markað Nokkr- ar matvöruverzlanir hafa sett upp sérstaka markaði í hluta búðarplássins eða þá i hús- næði við hliðina á verzluninni o.s.frv. Á öllum þessum stöð- um hefur svo verið gefinn afsláttur frá leyfilegu há- marksverði samkvæmt verð- lagsákvæðum og auglýsing- um verðlagsstjóra. Þá hafa fjölmargar matvöruverzlanir gefið viðskiptavinunum kost á að kaupa ódýrari vörur eftir sérstökum tilboðum, sem staðið hafa í lengri eða skemmri tíma í senn. Þetta hefur verið talin eðlileg þró- un, og almenningur hefur mætt henni með því að auka viðskipti sín jafnt og þétt við þá aðila sem þetta hafa boð- ið. Þessi viðleitni verzlan- anna hefur hins vegar leitt til þess að meðalálagning þeirra hefur orðið lægri en ella hefði verið og i sumum tilfellum talsvert fyrir neðan leyfilega hámarksálagningu sam- kvæmt verðlagsákvæðunum. í viðtali sem Morgunblaðið átti við Georg Ólafsson, ný- skipaðan verðlagsstjóra, 6. þ.m. um verðmerkingar o.fl. segir verðlagsstjóri orð- rétt: „í sambandi við auglýst hámarksverð á tiltekinni vörutegund er rétt að taka fram sérstaklega, að hverjum sem er, er að sjálfsögðu heimilt að selja vöru eða þjónustu lægra verði en þess- ar ákvarðanir segja til um." Þetta er hárrétt afstaða hjá verðlagsstjóra. Verðið sem hann auglýsir er hámarks- verð en ekki lágmarksverð. — Álagningarprósenta sú sem verðlagsákvæðin kveða á um er hámarks- álagning en ekki lágmarks- álagning.og öllum er leyfilegt að nota lægri álagningarpró- sentu eins og raunar margar verzlanir, — samanber fram- an ritað, — hafa gert og gera. En hver er svo afstaða skattayfirvalda til málsins? Hefur þeim skilizt að verzlan- ir sem selja mikið af vörum með afslætti, og notfæra sér þar með ekki hámarksálagn- ingu, hljóta að hafa lægri meðalálagningu en ef þær notfæra sér eingöngu leyfi- lega hámarksálagningu sam- kvæmt verðlagsákvæðum? Um skilninginn skal ekkert sagt hér, en staðreynd er að ef verzlanir sýna ekki meðal- álagningu sem skattarann- sóknarmönnum likar, og nálgast það að vera hámarks- álagning, þá bregða þeir á það ráð að vikja framtölum og óaðfinnanlegu bókhaldi verzlana til hliðar og kveða upp úrskurði til álagningar- hækkunar allt að leyfilegri hámarksálagningu, sam- kvæmt verðlagsákvæðum og auglýsingum verðlagsstjóra. Þannig eru skattarannsókn- armenn farnir að taka að sér að reka verzlanirnar á pappir- um, en eigendur fyrirtækj- anna standa varnarlitlir og fá tilkynningu frá yfirvöldum um lögtök, uppboð og mála- ferli. Hér skulu tilfærð nokkur átriði úr einu slíku máli, en i þvi var úrskurður felldur nú á miðju sumri. í úrskurðinum segir í sambandi við meðal- álagningu matvöruverzlana: „Sé miðað við tilkynning- ar verðlagsstjóra um leyfilega álagningu á þeim vöruflokk- um, sem gjaldandinn verzlar með, og aðrar upplýsingar, sem visað er til i skýrslunni, og ekki tekið tillit til rýrnun- ar, ætti meðalálagning hins vegar að vera þessi: Áárinu 1968, 23,9% Áárinu 1969, 23,6% Áárinu 1970, 23,0%" I úrskurðinum segir m.a. svo. „Einkum voru athugaðir ársreikningar, erfylgdu fram- tölum þessara ára, varðandi vörukaup og vörusölu, og reiknaði deildin út útsöluverð eftir þeim hámarksálagningar- reglum, sem giltu a þessum tíma, og viðgengust í sam- bærilegum verzlunum. Þótti ekki ástæða til að ætla annað en að gerðarþoli hefði neytt heimildar til hámarksálagn- ingar." Þá höfum við það Það þótti ekki ástæða til að ætla annað en að verzlunin hefði neytt heimildar til hámarks- álagningar. Og framhaldið: Lögtak, uppboð, málaferli, dómur, refsing. En hvers vegna? En er nú ekki farið að þrengjast um frjálsræði í verzlun á íslandi þegar ann- ars vegar stendur verðlags- stjóri ríkisins með hámarks- verð og vill að sjálfsögðu, eins og heimilt er, að verðið sé lægra, og svo hins vegar skattstjóri ríkisins, sem refsar eigendum verzlana ef álagn- ing miðast ekki við hámarks- ákvæði verðlagsákvæðanna? Niðurstaðan verður því þessi: Verðlagsstjóri: Lægri álagning, lægra vöruverð Skattstjóri: Hærri álagn- ing, hærra vöruverð í þessari verðlagsákvæða- skattakvörn eru svo hags- munir almennings malaðir, en þó skal nokkur von bund- in við loforð núverandi rikis- stjórnar um endurskoðun á þessum málum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.