Morgunblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975
„Við höfum gott hráefni og gott fólk”
Heimsókn í hraófrystihús Kaldbaks hf. á Crenivík
Grenivík við austanverðan Eyjafjörð veit
við Hrisey og Ólafsfjarðarmúla, þar sem hún
opnast móti norðri á mörkum Látrastrandar
og Höfðahverfis. Þar hefir útgerð og sjósókn
verið stunduð lengi við erfiðar aðstæður, og
sjómennska og fiskvinnsla er fólkinu I blóð
borin. En fyrir tæpum áratug var lokið við
gerð hafnargarðs, sem hefir gerbreytt allri
aðstöðu til sjósóknar á Grenivik til hins betra.
Skömmu siðar var komið á fót fiskvinnslustöð
og hraðfrystihúsi i eigu hlugafélagsins Kald-
baks. Þar er Knútur Karlsson forstjóri og
Krsitleifur Meldal verkstjóri, og þangað erunri
við nú komin F heimsókn til að kynnast,
starfseminni litillega. Mikið orð hefir farið af
góðum rekstri og góðri afkomu þessa fyrir-
tækis, og við spyrjum þvi Knút, hverjar hann
telji helztu ástæðurnar til hins hagfellda
rekstrar.
— Ekki veit ég nú, hvort þessi dómur á við
nokkur rök að styðjast eða hvort starfsemin
gengur nokkru betur hjá okkur en viða annars
staðar við svipaðar aðstæður. Að minnsta
kosti kunnum við engin töfrabrögð eða
galdraaðferðir hér. Hitt er rétt, að fjárhagsleg
afkoma hefir alltaf verið góð nema I fyrra,
þegar við urðum að stöðva vinnsluna i tvo
mánuði vegna mikilla endurbóta á húsum og
tækjum. Nú erum við aftur að rétta úr þeim
kút og komast yfir erfiðleikana.
— I Kaldbak h/f eru tæplega 90 hluthafar,
svo til eingöngu fólk hér úr nágrenninu. sem
batzt samtökum um að koma upp góðu at-
vinnufyrirtæki i þorpinu fremur en að hagnast
á þvi beinlinis presónulega. Vinnsla hófst hér
á janúarmánuði árið 1968. Við Kristleifur
Meldal höfum unnið hér saman frá upphafi,
og þar áður við litið fiskverkunarhús, sem ég
rak á Akureyri. Þar lærðum við mikið á
ýmsum mistökum, og ég hefði ekki viljað
byrja að reka þetta hús hér nema eftir að hafa
fengið þá reynslu.
— Hér starfa á sumrin kringum 50 manns,
en ekki nema 25 — 30 að vetrinum. Fram-
leiðslan hefir verið þetta kringum 20 þús.
kassar af freðfiski á ári nema í fyrra, þá fóru
héðanl 5.500 kassar af freðfiski og 363 lestir
af saltfiski.
— Við höfum að mestu leyti fengið til
vinnslu góðan bátafisk, aðallega þorsk, sem
er góður til vinnslu. Hann hefir mest aflazt á
þrjá heimabáta, Sævar, Frosta og Sjöfn, um
20 — 30 lestir að stærð, og svo á minni báta.
Heimabátarnir hafa aflað mest á vorin og
haustin, en annars hefir úthaldið verið nokk-
uð samfellt hjá þeim, þó að slæm tið að
vetrinum geti valdið nokkrum frátöfum. Til
uppfyllingar höfum við svo haft togarafisk og
fisk af togbátum yfir sumarið, t.a.m. hefir
Hákon ÞH 250 tryggt það, að nóg hefir verið
að gera hér i sumar.
— Við höfum alitaf reynt að fá sem bezta
nýtingu hráefnisins og sem verðmætasta
framleiðslu i pakkningar, sem eru i háu verði.
svo sem neytendapakkningar. Þær gefa meira
en t.d. blokk. sem er i rauninni aðeins hráefni
i aðra vöru. Ég tel, að okkur hafi tekizt að ná
nokkuð háu meðal-afurðaverði. Hér hefir ver-
ið tiltölulega minni næturvinna en viða ann-
ars staðar, hér eru engar aflahrotur eða ver-
tiðarhrotur, heldur nokkuð jöfn vinna og jöfn
framleiðsla allt árið. Hagræðingin er liklega
býsna góð, og tæknimenn Söluitiiðstöðvar-
innar hafa veitt okkur góðan stuðning. Ann-
ars byggist reksturinn og afkoman hér eink-
öm og aðallega á góðu hráefni og góðu
starfsfólki, sem margt er búið að vinna hér
hjá okkur frá upphafi.
— Hafnargarðurinn er alger forsenda þess-
arar starfsemi. Hann hefir reynzt vel fyrir
núverandi bátaflota, en öll afskipun afurða
hefir orðið að fara fram á Akureyri. Sá kostn-
aðarliður hefir orðið mjög hár, já alltof hár,
verður líklega ekki undir 1 milljón króna á
þessu ári. Þar við bætist óvissan og öryggis-
leysið I snjóþyngslum á veturna og aurbleyt-
um á vorin, sem gera alla landflutninga
ótrygga. Oft er mikil spurning, hvort okkur
tekst að koma fiskinum frá okkur, þegar þess
þarf, ef færðin er erfið eða vafasöm.
— Það verður þvi að teljast til gleðilegra
tiðinda, að Ljósafoss lagðist hér að bryggju
um daginn og lestaði freðfisk. Það gekk
ágætlega, og sparnaðurinn við þessa einu
útskipun reyndist vera rúmlega 100 þús.
krónur fyrir utan öryggið, sem er að þessu.
Nú er von til, að Eimskip haldi áfram að senda
hingað litil frystiskip. sem geta lagzt hér að
bryggju og tekið afurðir okkar.
— Eins og ég nefndi áðan, lögðum við i
mikinn kostnað I fyrra við viðhald og endur-
byggingu, enda höfum við nú að kalla nýtt og
gott hús og vel búið. En vaxtakostnaður er
mikill og hefir verið þungur fjárhagslegur
baggi. Fiskmatið hefir gert ýmsar kröfur um
endurbætur i frystihúsum, eins og eðlilegt er,
en gallinn er sá, að erfitt hefir reynzt og verið
beinlinis undir högg að sækja að fá lán úr
Fiskveiðasjóði vegna þessara sömu fram-
kvæmda, af þv^að hann er sýnilega ekki fær
um að veita þau lán, sem við þykjumst eiga
rétt á.
— Nú i þessari viku erum við að byrja á
nýrri vinnslugrein hér, rækjuvinnslu, og nýr
bátur héðan frá Grenivik, Ægir Jóhannsson.
um 30 lestir, ætlar að veiða rækjuna norður
við Grímsey Við bindum góðar vonir við
þennan nýja þátt framleiðslunnar.
— Við gerum miklar umgengnis- og hrein-
lætiskröfur til starfsfólksins, eins og skylt er,
og reynum á allan hátt að tryggja gæði
fisksins, sem hingað kemur og héðan fer. Allt
starfsfólkið verður alltaf að hafa i huga, að
það er ekki að meðhöndla venjulega iðnaðar-
vöru, heldur viðkvæm matvæli, sem eiga að
verða holl og heilnæm fæða.
Sv.P.
Jón Guðlaugsson frá Þönglabakka hefir unnið við frystihúsið frá upphafi.
spjalla við
Knútur Karlsson forstjóri (t.v.) og Kristleifur Meldal verkstjóri (t.h.)
Guðmund Ásmundsson eftirlitsmann frá S.H.
Vinnugleði.
Hraðfrystihús Kaldbaks h/f. Tveir bátanna, sem afla hráefnis, Sævar og Frosti, við Bjarni Gunnarsson, 13 ára, hamast við bakkaþvottinn.
bryggju.