Morgunblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 MARKAKONGIMNN MEÐAL LEIKMANNA DUNDEE I TD. Hann og félagar leika gegn ÍBK í Keflavík á þriðjudaginn ÞAÐ er skammt stórra atburða á milli I knattspyrnunni hérlend- is þessa dagana. Bikarkeppninni lauk á sunnudaginn, Celtic lék f fyrrakvöld og fóru báðir þessir leikir fram f Laugardalnum. A þriðjudaginn f næstu viku leikur Dundee United gegn ÍBK í UEFA-keppninni. Sá leikur fer þó ekki fram í Laugardalnum heldur suður f Keflavík og verður leikurinn þvf fyrsti Evrópu- leikurinn hér á landi, sem fram fer utan Reykjavfkur. Lið Dundee hefur staðið sig vel á þessu keppnistímabili og í lið- inu eru nokkrir ungir knatt- spyrnumenn, sem taldir eru fram- tfðarmenn knattspyrnunnar í Skotlandi. Er þar fremstur í flokki miðherjinn Andy Gray sem varð markhæstur í skozku 1. deildinni í fyrra með 20 mörk. Er kappinn þó ekki nema 19 ára gam- all. Keflvíkingar eru langt frá því að vera nýliðar í Evrópukeppni því að þessu sinni taka þeir 1 7. skipti þátt f Evrópukeppni. Hafa þeir verið með í Evrópumótunum sex síðastliðin ár og sem bikar- meistarar hafa þeir tryggt sér þátttökuréttinn 7. árið í röð næsta ár og hefur ekkert íslenzkt lið verið með í þessum mótum svo mörg ár samfleytt. Einar Gunnarsson fyrirliði nýkrýndra bikarmeistara ÍBK sagði á blaðamannafundi í gær að hann gengi óhræddur til leiksins gegn Skotunum á þriðjudaginn. Það sem hann hefði séð af skozkri knattspyrnu i leik Celtic og Vals væri ekki til að gera hann hræddan. Einar sagðist þó reikna með að framherjar Dundee væru beittari og legðu meira á sig, því þeir hefðu ekki eins stórt nafn á bak við sig og yrðu því að sanna getu sína á vellinum, Pappírar þeirra væru ekki eins glæsilegir. Einar sagðist vera ánægður með að leika leikinn í Keflavík og sagðist vona að Suðurnesjafólk sem og annað knattspyrnuáhuga- fólk hjálpaði þeim í þessum leik. Ekki myndi af veita. Keflvíkingar hafa gefið út líf- legt blað í tilefni þessa leiks og verður því dreift í hús á Suður- nesjum í kvöld, um helgina munu svo leikmenn IBK og aðrir heim- sækja fólk og bjóða miða á leikinn til sölu. Ætla Keflvíkingarnir að selja 3000 miða f forsölunni, en þeir segjast þurfa 4—5000 áhorfendur að leiknum til að sleppa taplaust frá þessari þátt- töku sinni í keppninni. Dundee tekur nú f fimmta skipti þátt í Evrópukeppni og er árangur liðsins athyglisverður fram til þessa. Til að byrja með vann Dundee lið Barcelona samanlagt 4:1. Það var árið 1966. Yfirleitt hefur Dundee komizt í aðra umferð og staðið sig betur en hin skozku liðin í Evrópukeppni. Hvort Dundee kémst í aðra umferð núna skal látið ósagt, þó frekar verði að telja það líklegt, en Keflvíkingar eru svo sannar- lega til alls vísir. IR tilkynnti aldrei þátttöku EINS og fram hefur komið f Morgunblaðinu munu íslands- meistarar ÍR f körfuknattleik ekki taka þátt f Evrópubikar- keppni meistaraliða að þessu sinni, en þeir höfðu dregizt á móti Real Madrid f fyrstu umferð. — Það er ekki vegna þess að við séum hræddir við Real Madrid sem við ætlum ekki að taka þátt f keppninni. Við vitum auðvitað að við eigum enga möguleika á móti þeim, en jafnframt liggur það á borðinu að við gátum ckki fengið skemmtilegra lið til þess að leika við. Astæðurnar fyrir þvf að við kusum að taka ekki þátt í keppninni eru aðrar og IR til- kynnti aldrei þátttöku f keppn- inni, sagði Sigurður Gfslason, for- maður körfuknattleiksdeildar IR f viðtali við Morgunblaðið f gær. Þegar fréttir bárust um að IR- ingar ættu að Ieika á móti Real Madrid í fyrstu umferð var þegar í stað sent skeyti til stjórnar Evrópusambandsins, og því til- kynnt að IR hefði ekki tilkynnt þátttöku í keppninni og ætlaði sér ekki að vera með.Skeyti barst svo til baka frá Evrópusambandinu, þar sem lýst var furðu á ákvörðun iR-inga, og einnig var sagt f skeyti þessu að í fórum sambandsins væri þátttökutilkynning IR, stað- fest af stjórn KKI. Eftir að skeyti þetta barst var haft samband við stjórn KKÍ, en hún kvaðst aldrei hafa tilkynnt þátttöku IR, heldur aðeins sent til Evrópusambands- ins upplýsingar um þau lið frá íslandi sem ættu þátttökurétt í keppninni. Sendi ÍR síðan út skeyti til staðfestingar á því að félagið yrði ekki með. Mun því ekkert fslenzkt lið taka þátt í Evrópubikarkeppni meist- araliða að þessu sinni, en sam- kvæmt reglum Evrópusambands- ins er liðinu sem verður í öðru sæti 1 meístaramóti heimil þátt- taka ef meistararnir vilja ekki nota rétt sinn. Stjórn KKl hefur sent IR bréf þar sem það er harmað hversu lengi félagið var að ákveða sig hvort það ætlaði a6 taka þátt í keppninni, og hafi það orðið til þess að annað félag sem átti þess kost að taka sæti iR í keppninni hafi ekki átt möguleika á því. En sem að framan greinir telja IR- ingar sig enga sök eiga I máli þessu — þar sem þeir hafi aldrei tilkynnt þátttöku, og hafa þeir meira að segja þau eyðublöð sem þarf að senda til Evrópusam- bandsins óútfyllt hjá sér. ♦ ♦ »----- Fram AÐALFUNDI Knattspyrnufélags- ins Fram, sem halda átti í kvöld, er frestað í eina viku, til 25. september. ísland í sviðsljósinu BREZKA knattspyrnutfmaritið „World Soccer" dregur fram sitt stærsta fyrirsagnaletur til þess að segja frá úrslitum f leik tslands og Austur-Þýzkalands, sem fram fór f vor. „Shock win for Iceland over East Germany" segir f fyrirsögn blaðsins og f grein er sfðan fjallað um umræddan leik, þar sem m.a. er sagt að sennilega muni engin úrslit f knatt- spyrnuleik f sumar hafa komið eins á óvart og þessi. Annað brezkt knattspyrnu- tímarit, „Shoot“ helgar Jóhannesi Eðvaldssyni heila síðu í nýútkomnu blaði, og er víst óhætt að fullyrða að ekki fá nema afburða knattspyrnu- menn svo mikið rými f blaðinu. Er Jóhannes kynntur f þessari grein og honum hrósað mjög fyrir hæfni hans sem knatt- spyrnumanns. I gærkvöldi fóru fram f jölmargir leikir f Evrópubikarkeppninni f knattspyrnu og urðu úrslit þeirra leikja sem fréttir höfðu borizt af er Morgunblaðið fór í prentun þessi: Meistaralið.. . CSKA Sofia (Búlgarfu) — Juventus, (Italfu) 2—1 (0—1) Mörk CSKA: Denev, Marashliev Mark Juventus: Anastasi Áhorfendur: 70.000. Floriana Valletta (Möltu) —Hadjuk Split (Júgósl.) 0—5 (0—1) Mörk Split: Zungol 3, Buljan, Surjak Áhorfendur 4.500 Ruch Chorzow (Póllandi) — Kupoio Pallaseura (Finnl.) 5—0 (3—0) Mörk Chorzow: Marx 2, Bula, Benger, Kopicera Áhorfendur 40.000 Linfield FC (N-Irl.) — PSV Einhoven (Hollandi) 1—2 (1—2) Mark Linfieid: Malone Mörk Eindhoven: Rene van der Kerkhof, Edström Áhorfendur: 8.000. Málmey FF (Svfþjóð) — FC Magdeburg (A-Þýzkal.) 2—1 (1—0) Mörk Málmeyjar: Cervin, Larson Mark Magdeburg: Hoffmann Áhorfendur: 11.537 Borussia Mönchengladbach (V-Þýzkal.) — Wacker (Austurr.) 1—1 (0—1) Mark Borussia: Simonsen (vfti) Mark Wacker: Welzl Áhorfendur 20.000 Glasgow Rangers (Skotlandi) — Bohemian(trlandi)4—1 (2—1) Mörk Rangers: Fyfe, Burke (sjálfsmark) O’Hara, Johnstone Mark Bohemians: Flanagan Áhorfendur: 25.000 _ Slovan Bratislava (Tékkóslv.) — Derby (Englandi) 1—0 (0—0) Mark Bratislava: Masny Áhorfendur 45.000. Ujpesti Dozsa (Ungverjal.) — FC Ziirich (Sviss) 4—0 (2—0) Mörk Dozsa: Fazekas, Dunai, Toth (víti), Kellner Áhorfendur: 8.000 KB (Danmörku) — AS St. Etienne (Frakklandi) 0—2 (0—1) Mörk: St. Etienne: Patric Revelli, Larqque Áhorfendur: 7.500 Olympiakos Pireaus (Grikkl.) — Dynamo Kiev (Sovétr.) 2—2 (1—2) Mörk Olympiakos: Kritikopoulos, Aoidoniou Mörk Dynamo: Poladok 2 Áhorfendur: 45.000 La Jeunesse (Luxemburg) — Bayern Miinchen (V-Þýzkal.) 0—5 Mörk Bayern: Zobel 2, Schuster, Ruminigge 2 Áhorfendur: 18.000. Molenbeck, Belgfu — Viking, Noregi 3—2 Bikarhafar. . . Borac Banja Luka (Júgóslavíu) — US Remelange (Lux) 9—0 (3—0) Mörk Borac: Ibrahimbegovic 5, Cetina 3, Jurkovic Áhorfendur: 10.000. Rapid Búkarest (Rúmenfu) — SC Anderlecht (Belgfu) 1—0 (1—0) Mark Rapid: Thissen Andrelecht skoraði sjálfsmark. Áhorfendur: 30.000 Home Farm (trlandi) — RC Lens (Frakklandi) 1—1 (1—1) Mark Home Farm: Brophy Mark Lens: Hopquin Áhorfendur: 3000 Lahden Reipas (Finnlandi) — West Ham United (Engl.) 2—2 (1—1) Mörk Reipas: Lindholm, Tpasela Mörk West Ham: Brocking, Bonds Áhorfendur: 5000. Panathinaikos (Grikklandi) — Sachsenring Zwickau (A-Þýzk) 0—0 Ahorfendur 20.000 Ararat Yerevan (Sovétr.) — Anorthosis (Kýpur) 9—0 (2—0) Mörk Ararat: Markarov 5, Oganesyan 2, Nazar Petrosyan. Bondarenko. Besiktas (Tyrklandi) — Fiorentina (ltalfu) Mörk Fiorentina: Caso 2, Casarasa Wrezham (Wales) — Djugaarden (Svfþjóð) Mörk Wrexham: Griffiths, Davis Mark Djurgaarden: Krantz Áhorfendur: 9.002. Skeid (Noregi) — Stal Rzeszow (Póllandi) Mark Skeid: B. Skjönsberg. Mörk Stal: Kozierski 2, Curylo, Krawczyk Áhorfendur: 1.700. Spartak (Tékkóslóvak.) — Boavista Porto (Portúg.) Sturm Graz (Austurrfki) — Slavia (Búlgarfu) Haladas (Ungverjal.) — La Valletta (Möltu) Vejle (Danmörku) — FC den Haag, Hollandi 0—3 (0—1) 2—1 (1—0) 1—4 (0—1) 0—0 3—1 7—0 0—2 UEFA-hikarinn.. . Vojvodina Novi Said (Júgósiavfu) — AEK (Grikklandi) 0—0 Áhorfendur 15.000. Chernomorets Odessa (Sovétr.) — Lazio Róm (Itallu) 1—0 (1—0) Mark: Odessa: Doroshenko Torpedo Moskvu (Sovétr.) — Napoli (Italfu) 4—1 (1—1) Mörk Torpedo: Grishin 2, Sakharov, Belenkov Mark Napoli: Savoldí AS Armata (Rúmeníu) — Dynamo Dresden (A-Þýzkal.) 2—2 (1-2) Mörk Armata: Muresan, Fasekas Mörk Dynamo: Schade, Heidler Áhorfendur: 25.000 Universitatea Craiova (Rúmenfu) — Red Star (Júgósl.) 1—3 (1-1) Mörk Red Star: Filipovic 2, Savic Mark Universitatea: Oblemenko Áhorfendur 45.000. Everton (Englandi) — AC Milan (Italfu) 0—0 Áhorfendur 31.917 Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.