Morgunblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi Lítið iðnaðar- eða skrif- stofuhúsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu 30—60 fm iðnaðar- eða skrif- stofuhúsnæði við Suðurlandsbraut eða í Múlahverfi. Upplýsingar í sima 1 7244. Húseign til sölu Þingholtsstræti 6. Kauptilboð óskast í húseign prentsmiðj- unnar Gutenberg, ásamt tilheyrandi eignalóð. Húsið verður til sýnis þeim, er þess óska, fimmtudaginn 18. september og föstu- daginn 19. september kl. 2—4 e.h. og verða tilboðseyðublöð afhent á staðnum. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 1 1:00 f.h., föstudaginn 26. sept- ember n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS O BORGAf'.IUNI 7 SíMI Í.Ó844 tilkynningar Prestkosning fer fram n.k. sunnudag 21. sept. I Mela- skóla fyrir kjósendur í Nessókn og í Mýrarhúsaskóla fyrir kjósendur i Seltjarnarnessókn. Kjörinn verður prestur til Nesprestakalls. Kjörfundir hefjast kl. 10 árdegis og standa til kl. 22 síðdegis á báðum stöðum. Umsækjendur um prestakallið eru: séra Guðmundur Óskar Ólafsson og séra Örn Friðriksson. 16. september 1975, sóknarnefndirnar. Styrkir til náms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð námsárið 1976 — 77. Styrkir þessir eru boðnir fram í mörgum löndum og eru einkum ætlaðir námsmönnum sem ekki eiga kost á fjárhagsaðstoð frá heimalandi sínu og ekki hyggjast setjast að í Svíþjóð að námi loknu. Styrkfjárhæðin er 1.400 sænskar krónur á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuði. Til greina kemur að styrkur verði veittur í allt að þrjú ár. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til Svenska Institutet, P.O. Box 7072, S- 103 82 Stockholm 7, fyrir 1. desember n.k. og lætur sú stofnun í té tilskilin umsóknareyðublöð. Menntamá/aráðuneytið, 10. september 1975. Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram handa íslehdingi til háskóla- náms í Japan námsárið 1976 — 77 en til greina kemur að styrktímabil verði framlengt til mars 1978. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. styrkfjárhæðin er 1 1 1.000.— yen á mánuði og styrkþegi er undanþeginn skólagjöldum. Auk þess fær styrkþegi 25.000.— yen við upphaf styrktimabilsins og allt að 44.000.— yen til kaupa á námsgögnum. Þá er og veittur ferðastyrkur. Umsóknir um styrk þennan, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavík, fyrir 1 1. október n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamá/aráðuneytið 10. september 1975. fundir — mannfagnaöir Club Mallorca Spönsk grísaveizla verður haldin að Hótel Sögu föstudaginn 19. sept. og hefst með borðhaldi, kl. 19.30. Meðal annars verður bingó. Vinningar verða 2 utanlandsferðir. Kvikmyndasýning um Mallorca með islenzku tali. Meðal gestanna er varaborgarstjóri Palma á Mallorca og frú, hann er jafnframt forseti Landsambands hóteleigenda og forseti Ferðamálaráðs. Hinn gesturinn er forstjóri Hótel Oasis, hann er jafnframt aðalritari Ferðamálaráðsins og frú. Skemmtikraftar kvöldsins Ingveldur Hjaltesteð og Sæmi og Didda. Borðpantanir í síma 20221 eftir kl. 15 þriðju- dag 16. september. Borðum haldið til kl. 19.30. Verð á mat kr. 1200 pr. mann. Hluthafafundur í hlutafélaginu Skallagrímur, haldinn 29. desember 1973, ákvað að hækka hlutafé félagsins um kr. 30.000.000.00 — þrjátíu milljónir — króna. Hlutabréfin eru að miklu leyti seld, en stjórn félagsins vill gefa almenningi kost á að vera með í að leggja sinn skerf að mörkum til að byggja upp samgöngur með hinu nýja og glæsilega skipi félagsins AKRABORG milli Akraness og Reykjavíkur. Bréfin eru að nafnverði kr. 10.000.00 og kr. 50.000.00 og eru til sölu hjá Lands- banka íslands, Akranesi, svo og stjórnar- formanni félagsins hr. Birni H. Björns- syni, Stekkjarholti 3, Akraríesi. H.F. SKALLAGRÍMUR Geir Þorsteinsson kjörinn form. Bílgreinasambandsins Límmiðum dreift með áletruninni „BíU er nauðsyn” Fráfarandi formaður Bflgreinasambandsins afhendir fyrstu heiðurs- félögum sambandsins heiðursskjöl, þeim Óla Isakssyni (f miðjunni) og Kristni Guðnasyni (t.h.). AÐALFUNDUR Bflgreina- sambandsins 1975 var haldinn að Hótel Loftleiðum, laugardaginn 13. september sl. Þátttakendur voru um 120. Aðalfundurinn hófst ki. 15.00, en kl. 9 um morguninn voru haldnir sérgreinafundir, annars vegar fundir bílinnflytjenda og varahlutasala og hins vegar fundur verkstæðiseigenda. Á fundi verkstæðiseigenda var einkum rætt um verðlagsmál verkstæða og ástandið í síma- málum landsmanna. Bíla- og vara- hlutasalar ræddu um möguleika á að halda bílasýningu vorið 1976, og einnig var rætt um horfurnar í bílainnflutningi. Erindi voru flutt. A fundinum voru kynntir lím- miðar, sem Bílgreinasambandið hefur látið gera með áletruninni „Bfll er nauðsyn“, og er ætlun Bílgreinasambandsins að bíla- verkstæði og bílainnflytjendur dreifi þessum miðum til bifreiða- eigenda á næstu tveimur vikum. Kl. 15 hófst aðalfundurinn, Fundarstjóri var kjörinn Þórir Jónsson og fundarritari Júlfus S. ólafsson. Formaður sambandsins, Gunnar Ásgeirsson, flutti ítarlega skýrslu um starfsemina á sl. starfsári, pinnig rakti hann í höf- uðdráttum starfsemi samtakanna undanfarin 5 ár, en Bílgreinasam- bandið verður 5 ára á þessu ári. Fram kom í ræðu hans, að hann mundi ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Bíl- greinasambandsins. Júlíus S. Ólafsson framkvæmdastjóri flutti yfirlit um framtíðarverkefni sam- bandsins og einnig lagði hann fram reikninga þess og fjárhags- áætlun fyrir næsta starfsár. Á fundinum voru Gunnari Ás- geirssyni færðar þakkir fyrir framúrskarandi störf hans sem formanns undanfarin 5 ár. Á fundinum, var tilkynnt kjör tveggja fyrstu heiðursfélaga Bíl- greinasambandsins, þeirra Óla ísakssonar og Kristins Guðna- sonar. Þá fór fram stjórnarkjör og var kjörinn formaður Geir Þorsteins- sonj aðrir f stjórn; Ingimundur Sigfússon, Þórir Jónsson, Matthías Guðmundsson, Ketill Jónasson, Sigurður Jóhannesson, Birgir Guðnason og til vara Guðmundur Gíslason og Gísli Sig- urjónsson. Fundurinn samþykkti ályktanir um stöðu bifreiðaeignar á Islandi, um símamál og um verðlagsmál. Merkjasdla Menningar- og minningar- sjóðs kvenna MERKJASÖLUDAGUR Kven- réttindafélagsins til ágóða fyrir Menningar- og minningarsjóð kvenna verður á laugardaginn, en það hefur verið venja frá upphafi sjóðsins að afla honum tekna með merkjasölu þriðja laugardag í september ár hvert. Verða merkin nú afhent f flestum barnaskólum borgarinnar og á Hallveigarstöðum eftir kl. 10 á laugardagsmorgun og eru börn beðin um að bregðast vel við og selja merki. Menningar- og minningar- sjóður kvenna veitir konum styrki til framhaldsnáms f háskóla, listaskólum og ýmsum fræðum og var fyrsti styrkurinn velttur 1946. — Bókanaleikur Framhald af bls. 5 stjórnar frá 1972, ekki síð.ur en aðrir borgarfulltrúar. Frestun á afgreiðslu tillögu Sigurjóns Péturssonar á síðasta borgarráðs- fundi var eingöngu til að rifja upp staðreyndir í málinu milli funda, og verður að teljast eðlileg og ábyrg málsmeðferð. Kristján Benediktsson óskaði bókað: Mér finnst framangreindur bókanaleikur borgarráðsmann- anna Sigurjóns Péturssonar og Alberts Guðmundssonar ekki samboðin virðulegri stofnun eins og borgarráði ber að vera. — Heitavatns- verð Framhald af bls. 5 alls, Garðahrepps og Hafnar- fjarðar verður árlegur sparnað- ur, miðað við óbreytt verð, 4000 m.kr. Þessi sameiginlegi sparn- aður yrði eftir sem áður ekki undir 3.500 m.kr. á ári, þó að orðið yrði við umbeðinni gjald- skrárhækkun. Avinningur íbú- anna og gjaldeyrissparnaður þjóðarbúsins vegna Hitaveitu Reykjavfkur er því verulegur. Hinsvegar þjónar það vafasöm- um tilgangi að halda heita- vatnsverði langtímum það lágu, að stofnunin geti ekki mætt rekstrarkostnaði með eðlileg- um hætti eða þörfum viðskipta- vina sinna, sagði hitaveitu- stjóri að lokum. .Verjum RggróðurJ verndum land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.