Morgunblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Atvinnurekendur athugið Frábær starfskraftur stendur ykkur til boða. Ég er 23ja ára með alhliða reynslu í skrifstofustörfum og get hafið störf 1. október. Upplýsingar í síma 35478 eftir kl. 18 e.h. Lifandi starf Auglýsingastofa óskar að ráða stúlku eða ungan mann til starfa. Umsækjandi þarf að hafa góða grund- vallarmenntun t.d. Samvinnuskóla, Verzl- unarskóla eða stúdentsmenntun. Menntunarform er þó ekki afgerandi atriði Æskilegt er að viðkomandi sé hug- kvæmur og kunni að koma fyrir sig orði. Skilyrði er að hann sé áreiðanlegur og geti starfað sjálfstætt. Væntanlegur starfsmaður mun öðlast viðtæka raun- hæfa þekkingu á auglýsingastarfsemi. Umsóknir er tilgreini aldur menntun og fyrri störf, leggist inn á Mbl. fyrir hádegi mánudaginn 22. sept. merkt: ,,Starf — 6725". Hafnarfjörður Verkamenn óskast Upplýsingar gefur verkstjóri. Sími 51335. Rafveita Hafnarfjarðar. Starfsstúlkur óskast Veitingastofan ÁNING, sími 66500. Reksturstækni- fræðingur sem útskrifast úr tækniskóla í Danmörk í okt. n.k. óskar eftir vinnu frá 1. nóv. Tilboð sendist Mbl. fyrir 27. sept. merkt: Reksturstæknifræðingur — 6726. Skrifstofustúlka Viljum ráða unga stúlku til starfa á skrif- stofu sem fyrst. Vélritunarkunnátta nauð- synleg. Tilboð merkt „Rösk stúlka — 4964" sendist Morgunblaðinu fyrir 22. þ.m. Afgreiðsla Stúlka eða piltur óskast Gunnarskjör, Arnarhrauni 2 1, Hafnarfirði. Hjúkrunarkonur Viljum ráða tvær hjúkrunarkonur nú þeg- ar. Góð kjör. Upplýsingar í síma 95 — 1 329. Sjúkrahús Hvammstanga. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4, sími 13133. Flateyri Landmenn og sjómenn óskast á m.s. Sóley ÍS 225. Upplýsingar í síma 94—7700 og 94 —7655. Hjúkrunarkonur óskast að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Upplýsingar veitir forstöðukona í síma 22400. Kona eða stúlka óskast til vélritunar og símavörslu hjá opinberri stofnun í Austurborginni. Umsóknir send- ist Mbl. merkt: „Vandvirk og stundvís — 4965". Gangbrautarvarzla 2 konur óskast til að annast gangbrautar- vörzlu á Hafnarfjarðarvegi í Garðahreppi nú þegar. Laun samkvæmt 10. launafl. starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar um starfið gefur Steingrímur Atlason, yfirlögregluþjónn, Suðurgötu 8, Hafnarfirði. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, 16. sept 1975 Einkaritari Ósk um að ráða einkaritara nú þegar. Starfið krefst góðrar menntunar og tungumálakunnáttu, og hæfileika til sjálf- stæðra bréfaskrifta. Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá Starfsmannahaldi. Samvinnutryggingar g. t. Ármúla 3, Reykjavík. Piltur eða stúlka óskast til sendiferða ofl. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri. Glóbus h/ f, sími 81555. Varahlutir — Afgreiðsla Ungur maður óskast strax til afgreiðslu- starfa í varahlutaverslun. Umsóknir með uppl. um aldur og fyrri störf sendist afgr. blaðsins fyrir 22. þ.m. merkt: Varahlutir — 2528. Tækifæri til ferðalags Amerískur blaðamaður óskar eftir Au-pair stúlku helzt á aldrinum 18—35 ára. Er 38 ára einhleypur. Engin börn. Býr í lúxusibúð i Lake Michigan Nov.—Apríl. (Nálægt háskólanum i Chicago) 'Ferðalag til Mexicó og til Mið-Ameriku nóv-apríl til að rannsaka menningu og mál Maya indjánanna. Skrifið til: Edward R. Shields, 4850 Lake Park Avenue, Apt. 1 009, Chicago, lllinois 6061 5. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Súg- firðinga er laust til umsóknar nú þegar. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist Ólafi Þórðarsyni, Súgandafirði eða Gunnari Grímssyni, Sambandshúsinu, Reykjavík fyrir 30. sept. n.k. Stjórn Kaupfélags Súgfirðinga Stúlkur óskast Sportver h.f. óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: 1. Stúlku vana saumaskap. 2. Stúlku á sníðastofu og við símavörzlu (frá 1 nóvember). Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 1 9470 eða á staðnum. Sportver h. f. Skúlagötu 51. Skrifstofustarf Þekkt fyrirtæki í miðborginni óskar eftir ritara með verslunar- eða stúdentspróf. Góð ensku- og vélritunarkunnátta nauð- synleg. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. merkt: „Nákvæmni — 2310". Staða fræðslufulltrúa fyrir Akranes og nágrenni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil, sendist fræðslustjóra fyrir 10. október n.k. Fræðsluráð Vesturlands. Fjölbreytt starf — Innflutningur Innflutningsfyrirtæki í örum vexti óskar eftir karlmanni eða konu með reynslu í innflutningsverzlunarstörfum. Haldgóð enskukunnátta nauðsynleg. Gott tækifæri fyrir aðila, sem vill og getur unnið sjálf- stætt. Farið ve/ður með umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Tilboð sendist Mbl. merkt: F — 3422. Rafvirkjar Rafveita Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa. Umsóknum skai skilað fyrir 20. sept. til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýs- ingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.