Morgunblaðið - 03.10.1975, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER1975
4000 gestir hjá Pétri Friðrik
SÝNING Péturs Friðriks listmálara á
Kjarvalsstöðum hefur gengið mjög
vel. Um 4000 manns hafa séð sýn-
inguna og um 40 myndir af 89 hafa
selzt. Sýningunni lýkur n.k. sunnu-
■
dagskvöld, 5. okt., en á þessari sýningu
sinni sýnir Pétur Friðrik m.a. lands-
lagsmyndir, húsamyndir, portrett og
uppstillingar.
PÉTUR FRIÐRIK og ein mynda hans, máluð í slippnum i Keflavík.
(Ljósmynd Mbl. RAX.)
Könnun FEF: 70% ein-
stæðra mæðra í
láglaunahópum
FÉLAG einstæðra foreldra iðnaðarmanna er það sama. Sjó-
(FEF) hefur gert athugun á
stöðu einstæðra foreldra og barna
þeirra f þjóðféiaginu. Könnunin
náði til 919 einstæðra mæðra og
44 feðra, sem er um þriðjungur
félagsmanna, en alls eru nú
rúmiega 3000 manns f féiaginu. Á
landinu öllu munu nú vera um
5.500 einstæðir foreldrar, skv. ný-
legum tölum Hagtfðinda, en um
13 þúsund börn eru á þeirra
vegum.
Könnun félagsins beindist m.a.
að stéttaskiptingu einstæðra for-
eldra. í ljós kom, að við skrif-
stofustörf og verzlun starfa
40,4%, verkakonur eru 30,5%,
kennarar eru 4,2% og við
hjúkrunarstörf eru 6,3%. 32,6%
einstæðra feðra starfa við skrif-
stofustörf og verzlun og hlutfall
Verðbætur sparímerkja
aðeins reiknaðar árlega
Getur skipt tugum þúsunda
kr. fyrir hvern einstakling
FYRIR hálfu öðru ári var ákveðið
hjá Húsnæðismálastjórn ríkisins
Dómsrannsókn
á að hefjast í dag
ERLA Jónsdóttir fulltrúi hjá
Sakadómi Reykjavíkur tjáði
Morgunblaðinu í samtali í gær, að
undirbúningur vegna dómsrann-
sóknar í Ármannsfellsmálinu,
samkvæmt beiðni borgarstjórnar-
flokks sjálfstæðismanna, hefði
verið í undirbúningi síðustu daga,
en að í dag hæfist rannsóknin
formlega með yfirheyrslum. Ekki
kvaðst Erla geta sagt um hvað
rannsóknin tæki langan tíma.
Greinar sendar
Morgunblaðinu
AÐ GEFNU tilefni er rétt að
taka fram, að Morgunblaðið
birtir ekki greinar, sem
jafnframt eru sendar öðrum
blöðum til birtingar.
1 þeim einstöku tilfellum,
er slíkt kemur fyrir, eins og
til dæmis í gær, er um hrein
mistök að ræða.
að verðtrygging spariskfrteina
skyldi vera 100% en um árabil
hafði verðtryggingin verið 50%.
Voru sfðan hafnar endurgreiðsl-
ur, sem tóku til alls þess tfma,
sem sparimerkjaskylda hefur
staðið. Þegar sparimerki eru
greidd út, eru reiknaðir á þau
véxtir til greiðsludags, en hins
vegar eru verðbæturnar aðeins
reiknaðar einu sinni á ári, 1.
febr., og því skiptir máli fyrir
sparimerkjaeigendur að fá merk-
in greidd eftir þann tfma ár hvert
ef eigandinn ætlar á annað borð
að leysa út merkin.
Tímabilið 1. feb. ’74—1. feb. ’75
voru um 40% verðbætur, þannig
að maður, sem átti til dæmis 300
þús. kr. í sparimerkjum, fékk 120
þús, kr. að auki i verðbætur ef
hann leysti merki sín út eftir 1.
feb. 1975. Ef hann hefði leyst
merkin út t.d. í desember, hefði
hann orðið af þessum verðbótum
því sparimerkin verða að standa
óhreyfð í ár til þess að njóta verð-
bóta.
Haukur Vigfússon hjá Veðdeild
Landsbankans sagði í samtali við
Morgunblaðið i gær, að reglan
væri sú, að verðbætur' væru
reiknaðar einu sinni á ári og yrði
innstæðan því að standa óbreytt
frá 1. febrúar til jafnlengdar
næsta árs til þess að njóta verð-
bóta. Maður, sem tekur út spari-
merki sín einhverntíma á tímabil-
inu fyrir 1. feb. eða t.d. á miðju
ári fær því engar verðbætur á
móti fullum verðbótum hjá þeim
sem bíður fram yfir 1. feb. Getur
þetta skipt tugum þúsunda hjá
hverjum. Vextir eru reiknaðir til
þess tíma sem sparimerkin eru
endurgreidd, en í byrjun hvers
reikningsárs, 1. feb., efu vextirnir
lagðir við höfuðstólinn, en hins
vegar leggjast vísitölubæturnar
ekki við höfuðstólinn, þannig að
það reiknast ekki verðbætur af
verðbótum.
Frægir menn
á Listahátíð?
Undirbúningur fyrir
Listahátíð 1976 er nú
hafinn og er m.a. veriö
að reyna að fá hingað til
lands heimkunna lista-
menn. Knútur Hallsson
í menntamálaráðuneyt-
inu tjáði Morgunblaðinu
f gær, að m.a. væri verið
að reyna að fá hingað á
Listahátíð hinn heims-
kunna sellðleikara og
hljðmsveitarstjóra
Rostropowitsch og konu
hans, óperusöngkonuna
Wichnewskaja, en þau
eru bæði frá Sovétríkj-
unum en eru búsett í
Englandi. Þá er einnig
verið að fá hingað f-
talska tenórsöngvarann
Lusiano Pavarotti, sem
er talinn með beztu ten-
órsöngvurum, sem uppi
eru f heiminum í dag.
Einnig kvað Knútur ým-
islegt í deiglunni frá Is-
landi og Norðurlöndun-
um.
menn eru 9,3%, en verkamenn
7%.
Af þessu virðist, að um 70%
einstæðra mæðra muni vera í svo-
nefndum láglaunahópum.
Þá kom í ljós, að 48,9% kvenn-
anna eru fráskildar, ekkjur eru
16% og ógiftar konur 35,1%. 38%
karlanna eru fráskildir, ekkju-
menn eru 52,3% og ókvæntir eru
9,1%. Börn kvennanna 919 voru
1.901 að tölu, en feðurnir 44 voru
með 85 börn á sinum vegum.
Mæðrunum var skipt i sex
aldursflokka og var sá yngsti fjöl-
mennastur eða 20.9 prósent, en í
honum voru mæður fæddar 1950
og síðar. Fjölmennasti aldurs-
flokkur feðranna voru feður
fæddir 1930—39, 43.9%.
Þegar skýrslan er skoðuð vekur
athygli hve stór hluti einstæðra
foreldra býr hjá skyldmennum
sinum. Þetta hlutfall var lang-
hæst hjá ógiftum stúlkum, nær
helmingur, eða 48,6%. Verulegur
fjöldi fráskilinna kvenna býr
einnig hjá ættingjum sinum með
börn sín, eða 15.6%. í ljós kemur
að húsnæðisstaða ekkna er
stórum betri en fráskilinna
kvenna. 76.6% ekkna búa i eigin
húsnæði, en 41.9% fráskilinna
kvenna. Fráskildar konur í leigu-
húsnæði eru 42.5%, en ekkjur i
leiguhúsnæði eru 17.2%.
Langstærstur hluti ekkju-
manna býr í eigin húsnæði, eða
91.3% en fráskildir feður í eigin
húsnæði eru 41.2%. Fráskildir
feður í leiguhúsnæði eru jafn-
margir og þeir, sem búa í eigin
húsnæði, en ekkjumenn í leigu-
húsnæði eru aðeins 4.4%.
Langflestir einstæðir foreldrar,
sem könnunin tók til, eru með eitt
barn á sínum vegum, — 43.5%
kvennanna og 45.5% karla. Mest-
ur barnafjöldi var átta börn hjá
þremur konum og fimm börn hjá
tveimur körlum.
Þegar athuguð er búseta
einstæðra foreldra i hverfum
Reykjavíkur er hlutfallið hæst í
vesturbænum, eða 15.5%. Næst
kemur gamli austurbærinn með
14.6%, þá Breiðholtshverfin þrjú
með 12.7%, Kleppsholt, Heimar
og Vogar með 12.5% og Smá-
íbúða- og Bústaðahverfi með
12%. Um 14% félaga í FEF eru
búsettir utan Reykjavikur.
Niðurgreiðsla nauta-
kjöts í könnun
Kindakjötið
gæti hækkað
Séra Björn O.
Björnsson látinn
Akureyri 2. okt.
SÉRA Björn O. Björnsson
andaðist á Akureyri mánudaginn
29. sept., áttræður að aldri. Hann
fæddist í Kaupmannahöfn 21. jan.
1895, sonur hjónanna Ingibjargar
Benjamínsdóttur og Odds Björns-
sonar prentmeistara. Hann varð
stúdent 1913 og lagði 1 fyrstu
stund á raunvfsindi við Kaup-
mannahafnarháskóla og lauk þar
fyrrihlutaprófi 1917, en settist þá
í guðfræðideild Háskóla Islands
og brautskráðist þaðan 1921.
Hann vígðist til Þykkvabæjar-
klaustursprestakalls 1922 og varð
þar prestur til 1933, á Brjánslæk
1933 til 1935, á Höskuldsstöðum
1935—41 og á Hálsi í Fnjóskadal
frá 1945—1955. Auk prestskapar
stundaði séra Björn kennslu og
margháttuð ritstörf og eftir hann
liggur m.a. fjöldi þýddra og frum-
saminna bóka.
Séra Bjðrn O. Björnsson var
kvæntur Guðríði Vigfúsdóttur frá
Flögu f Skaftártungu og eignuð-
ust þau 5 börn. — Sv. P.
Á VEGUM Framleiðsluráðs land-
búnaðarins hefur síðustu tvo
mánuði verið unnið að undirbún-
ingi þess, að hægt verði að hefja
niðurgreiðslur á nautakjöti, sam-
þykki rfkisstjórnin þá ráðstöfun.
Áð sögn Gunnlaugs Lárussonar
hjá Framleiðsluráðinu hefur ráð-
ið skrifað Kauplagsnefnd, en sú
nefnd fer með útreikning vísitölu
og hefur Kauplagsnefnd óskað
eftir frekari upplýsingum s.s. um
árlega neyzlu á nautakjöti. Verði
hafin niðurgreiðsla á nautakjöti
er gert ráð fyrir að það verði gert
með þcim hætti að færa niður-
greiðslur frá kindakjöti og til
nautakjöts og gæti það haft f för
með sér nokkra hækkun á kinda-
kjöti.
Gunnlaugur sagði, að nokkrum
erfiðleikum væri bundið að gera
sér grein fyrir árlegri neyzlu
landsmanna á nautakjöti, þar sem
bændur selja sjálfir töluvert af
nautakjöti beint án þess að það
komi fram á söluskýrslum. Til að
hægt sé að framkvæma niður-
greiðslu á nautakjöti þarf sex-
mannanefndin, sem fer með verð-
lagningu landbúnaðarvara, að
skrá smásöluverð og hefur verið
rætt við söluaðila um hvernig
flokka eigi kjötið til smásölu. Gert
er ráð fyrir að neytendur eigi kost
á að fá nautakjötið keypt í fjórð-
ungum og minni pörtum við sitt
hæfi. Þegar sexmannanefndin
hefur lokið sínum útreikningum,
sem ættu að liggja fyrir eftir
helgi, verður næsta skrefið að
Kauplagsnefnd kannár hvaða á-
hrif niðurgreiðslur á nautakjöt
hafi á vísitöluna. Endanleg á-
kvörðun um, hvort taka eigi upp
niðurgreiðslur á nautakjöt er sfð-
an í höndum rfkisstjórnarinnar.
Það kom fram hjá Gunnlaugi að
kæmi til niðurgreiðslna á nauta-
kjöti, yrði sennilega farin sú leið
að minnka niðurgreiðslur á kinda-
kjöti og nota það fjármagn, sem
þannig fengist, til að niðurgreiða
nautakjötið. ,,Vel getur svo farið
að kindakjöt hækki eitthvað f
verði en þar kemur á móti lækkun
nautakjöts,” sagði Gunnlaugur að
lokum.
lítil athugasemd um út-
gáfu á Tímanum og vatninu
Himininn fyrir himinninn
(f nefnifalli með greini) í
nýrri útgáfu af Tímanum og
vatninu er ekki prentvilla eins
og stendur í ritdómi eftir Jó-
hann Hjálmarsson í Morgun-
blaðinu heldur er orðið skrifað
eins og Steinn hafði það f báð-
um þeim útgáfum af kvæða-
flokknum, sem hann gekk frá
sjálfur. Ýmsir skrifa orðið
svona; þar á meðal ég, af þvi að
mér ofbjóða öll þessi n í hala-
rófu.
Ég man að ég heyrði Sigurð
Guðmundsson komast svo að
orði, að það væri „eitthvað
heimskulegt" við orðið himinn-
inn með fjórum n-um. Hann
var að sjálfsögðu reglumaður
um stafsetningu, en samt átti
hann við, að það væri heimsku-
legt að geta ekki vikið frá settri
reglu. Kristján Karlsson.