Morgunblaðið - 03.10.1975, Síða 5

Morgunblaðið - 03.10.1975, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKTÖBER 1975 5 Norðursjórinn: Bezti sölu- dagurinn í langan tíma ÁTTA sfldveiðiskip seldu afla f Danmörku f fyrradag og fengu öll sæmilegt verð fyrir aflann. AIIs seldu skipin 253.8 tonn fyrir 15.2 milljónir krðna og meðalverðið var f kringum 57 krðnur fyrir kg. Er þetta bezti söludagur sfldveiði- skipanna f langan tfma. Skipin sem seldu voru þessi: Loftur Baldvinsson EA seldi 14.5 lestir fyrir 846 þús. kr. og var meðalverðið kr. 58.32, ennfremur seldi skipið bræðslusíld fyrir 798 þús. kr.,- Þórður Jónasson EA seldi 22.8 lestir fyrir 1.3 millj. kr. og var meðalverðið. 58.33, Albert GK seldi 53.2 lestir fyrir 2.9 millj. kr. og var meðalverðið kr. 55.88, Fifill GK seldi 25.4 lestir fyrir 1.4 millj. kr. og var meðalverðið kr. 55.45, Þorsteinn RE seldi 46 lestir fyrir 2.5 millj. kr. og var meðal- verðið kr. 55.65, Hilmir SU seldi 49.4 lestir fyrir 2.8 millj. kr. og var meðalverðið kr. 57.84, Hrafn GK seldi 25.1 lest fyrir 1.4 millj. kr., meðalverðið var kr. 56.20 og Magnús NK seldi 17.4 lestir, með- alverð kr. 59.24. Kvenfélag Kópavogs: Betri umbúðir um kartöflur A FUNDI hjá Kvenfélagi Kópa- vogs sem haldinn var 21. sept. s.l. var einróma samþykkt að senda áskorun til Grænmetisverzlunar landbúnaðarins um að vanda bet- ur til sölu á kartöflum og láta þær í strigabundna bréfpoka. Er þeg- ar búið að senda þessa áskorun. Ennfremur má bæta við að kart- öflur hafa verið svo til óætar allt s.l. uppskeruár og ekki útlit fyrir að þær verði betri þetta.árið, svo það er mjög tímabært að flokka þær betur en gert hefur verið. Fór tvær veltur við Grindavík BÍLVELTA varð á Grindavíkur- veginum um kl. 5 síðdegis s.I. miðvikudag er Varnarliðsbíll sem í voru 4 tæknifræðirtgar fór út af veginum. Ekki urðu alvarleg slys á mönnum, en bíllinn fór tvær veltur. Tveir mannanna voru fluttir í sjúkrahús. Bólusetn- ing gegn löm- unarveiki HEILSUVERNDARSTÖÐ Reykjavíkur hefur ákveðið að taka aftur upp ónæmisaðgerðir gegn mænusótt og verða þær framvegis i Heilsuverndarstöð- inni á mánudögum klukkan 16.30—17.30. Skúli Johnsen borgarlæknir sagði í viðtali við Morgunblaðið að eðlilegt væri að fólk léti bólu- setja sig gegn mænusótt á 5 ára fresti, því Salk-bóluefnið sem not- að væri hérlendis, entist vart lengur svo gagn væri að. Salk bóluefnið er dauðar veirur, en hins vegar hefur Sabin-bóluefnið sem byggist á lifandi veirum ekki verið notað hér. Borgarlæknir kvað þurfa að endurtaka ónæmis- aðgerðina á því sem næst 5 ára fresti allt að 50 ára aldri, en ónæmisaðgerðin er ætluð Reyk- víkingum 20 ára og eldri og er hún ókeypis. Nýtt jakkafatasnið — Riffluð flauelisföt herra og dömu — Kuldastuttjakkar dömu og herra — Bulitt gallabuxur — Flauelsbuxur — Ný snið — Kápur með og án hettu — Dömu- og herrapeysur — Blússur — Leðurjakkar — Leðurstuttjakkar o.m.fl. L^EKJARGÖTU 2 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 TjJjlHp áfSSm. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKS.NS * (y.n) KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SIMI FA SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.