Morgunblaðið - 03.10.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1975
Schlesinger boðar
auknar vamir NATO
JAMES Schlesinger, varnarmála-
ráöherra Bandaríkjanna, sem um
þessar mundir er á ferð í Evrópu
varaði aðildarlönd Atlantshafs-
bandalagsins á þingmannafundi
NATO í Kaupmannahöfn fyrir
helgina við þvf að skera frekar
niður fjárframlög til varnarmála
sinna, — ella myndi hernaðar-
jafnvægið í Evrópu breytast
Sovétríkjunum f vil. Að sögn New
York Times reynir Schlesinger
nú að boða Evrópurfkjum sömu
kenningu og hann hefur verið að
reyna að boða Bandarfkjaþingi f
tvö ár án árangurs, en þingið
hefur dregið úr fjárframlögum
til varnarmála meir en Schlesing-
er er að skapi. Hann hefur að
undanförnu verið á ferð um
Norður-Kóreu, Japan og Kanada,
og á Evrópuferð sinni kemur
hann við í Bretlandi, Frakklandi
og Vestur-Þýzkalandi auk Kaup-
mannahafnar.
Schlesinger leggur í mál-
flutningi sínum höfuðáherzlu á
nauðsyn þess að NATO-löndin
auki framlög sín til varnarmála,
og á grundvelli þeirrar staðreynd-
ar, að Sovétríkin og Bandaríkin
standi nokkurn veginn jafnfætis
hvað varðar kjarnorkuvopn, þá
beri fremur að byggja upp hefð-
bundinn herafla í Evrópu. Hann
segir að niðurskurður sumra
NATO-landa sé að komast á
„hættulegt stig“, og er talið að
hann eigi a.m.k. við Breta, Dani,
og Hoílendinga. Schlesinger
bendir á að varnarmálaframlög
Sovétmanna aukist um 4% ár-
lega, og hann telur að hæfilegt sé
fyrir NATO-lönd að miða við
4—5% af þjóðarframleiðslu sinni
til varnarmála að meðaltali. Núna
er þessi tala 3—4% í flestum
þessum löndum, en um 5,9% í
Bandaríkjunum.
Bifreiðaeigendur:
Á meðan þér bíðið er bifreiðin ryksuguð,
þvegin og bónuð.
Opið alla daga nema sunnudaga
frá kl. 8 — 18.40
BON OG ÞVOTTASTOÐIN HF.
SIGTÚNI 3
SKOLARITVEUN
'V.
%
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
% + “x- Hverfisgötu 33
Sími 20560
SERLEGA HAGSTÆTT
Klapparstíg 1 Skeifan 19.
Simar 18430 — 85244
Austurbær
Blað-
burðar-
fólk
óskc
Vesturbær
Sóleyjargata Tjarnargata
Im Bergstaðastræti hærri tölur
ilU miðbær Vesturgata (11
2—45
H Uthverfi Hagamelur, \nj
)l\ Austurbrún 1, Lambastaðahverfi. ||^\
/([ Uppl. í síma 35408 il
)![>-_
Sjálfstæðisfélagið Ingólfur
Árnessýslu
Sjálfstæðisfélagið Ingólfur ! Árnessýslu
heldur almennan félagsfund í Hveragerði
(Hótel Hveragerði) næstkomandi mánu-
dag 6. október, ki. 21.
Fundarefni:
1. Þátttaka i stjórnmálaskóla Sjálfstæðis-
flokksins.
2. Vetrarstarfið.
Friðrik Sophusson, formaður Sambands
ungra Sjálfstæðismanna mætir á fundin-
urn- Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin
Kvöldverðarfundur í
tilefni kvennaárs
Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn Akureyri heldur
kvöldverðarfund í Sjálfstæðishúsinu, litla sal
föstudaginn 3. okt. kl. 6.30 stundvlslega. Elín
Pálmadóttir blaðamaður flytur erindi og svarar
fyrirspurnum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku
sem fyrst í sima 21678 eða 11261. Stjómin.
Sjálfslæðlshúslð
sjálfboðaliðar— sjálfboðaliðar
Sjálfboðaliða vantar til ýmissa starfa við nýja
Sjálfstæðishúsið. laugardag kl, 13.