Morgunblaðið - 03.10.1975, Síða 19

Morgunblaðið - 03.10.1975, Síða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1975 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKTOBER 1975 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Að herjast með sannieikanum f.vrir frelsi. # Að herjast með sannleikanum fvrir frelsi # Að herjast með sannleikanum fyrir frelsi. # Að herjast með sannleikanum fvrir frelsi Skatta- álagning og undirskrifta- söfnun Athyglisverðar frétt- ir hafa borizt frá tveimur byggðalögum úti á landi, Borgarnesi og Bolungarvík. í þessum tveimur byggðalögum hafa nokkrir einstaklingar án vitundar hver um annan beitt sér fyrir undirskrifta- söfnun, sem er sprottin af sömu rót og stefnir að sama marki. í undirskrifta- söfnunum þessum er á- skorun beint til skattayfir- valda um að taka skatta- málin til endurskoðunar í ljósi þess, að við skattlagn- ingu í ár hafi komið í Ijós, að fjölmargir einstakling- ar, sem augsýnilega búi við góð lífskjör, greiði furðu- lega litla skatta miðað við fastlaunafólk í þessum byggðalögum. 1 Bolungar- vík er sérstök athygli vakin á því, að þeir aðilar sem hafa einhvers konar smá- bátaútgerð með höndum greiði býsna litla skatta miðað við launafólk. Það er ástæða til þess að taka eftir þessum fréttum vegna þess, að þær bera þess merki, að stórir hópar al- mennra skattgreiðenda í tveimur byggðalögum telji, að skattalöggjöfin sé að þessu leyti ranglát. I henni séu glufur, sem gefi ein- stökum aðilum tækifæri til þess að borga minni skatta en þeir e.t.v ættu að gera. Nú er að sjálfsögðu ekki hægt að leggja neinn efnis- dóm á skattlagningu í þeim tveimur byggðalögum, sem hér um ræðir og ekki verð- ur dregið í efa, að hún hafi farið fram með eðlilegum hætti og byggist á skatta- lögunum eins og þau eru og réttum framtölum við- komandi framteljenda. En kunnugt er, að það hefur lengi legið í landi hér, að skattgreiðendum, sem starfa hjá öðrum og gefa að sjálfsögðu öll laun sín upp til skatts, þyki pottur brot- inn f skattalöggjöfinni á þann veg, að margir þeir sem vinna sjálfstætt, kom- ist betur af skattalega en fastlaunafólk. Þegar þessi tilfinning er komin á það stig, að efnt er til undir- skriftasöfnunar, sem fær víðtækan hljómgrunn í tveimur byggðalögum, er Ijóst, að þessir hópar skatt- greiðenda eru að sannfær- ast um, að réttlætið í skatt- lagningu sé ekki sem skyldi og að sumir komist léttar frá skattgreiðslum sínum heldur en aðrir. Það er ástæða til að hvetja skattayfirvöld og stjórnvöld til þess að láta þessar áskoranir ekki sem vind um eyru þjóta. Ekki er ólíklegt, að undirskrifta- safnanir þessar eigi sér hljómgrunn hjá fastlauna- fólki víða um land. Enginn vafi er á því, að skattar eru orðnir býsna háir hér á ís- landi og ljóst er að sam- hliða sífellt auknum kröf- um um margvíslega þjón- ustu og framkvæmdir á vegum hins opinbera þarf að afla tekna til þess að standa undir þeim krö.fum. Þess hefur ekki orðið vart, að hinn almenni skatt- greiðandi hér á landi telji það eftir að greiða skatta til þessara sameiginlegu þarfa svo lengi sem þeir fara ekki úr hófi fram. En það er að sjálfsögöu eðlileg krafa að allir sitji við sama borð í skattgreiðslum og að einstakir starfshópar kom- ist ekki léttar frá skatt- greiðslum heldur en aðrir. Það er baöði sanngirnismál og réttlætiskrafa. Þess vegna eiga stjórnvöld að taka undirskriftasafnanir þessar alvarlega og leitast við að ráða bót á þeim gluf- um, sem kunna að vera í skattalöggjöfinni. Krókódilar og flóðhestar létu öllum illum látum þegar við sigldum fram hjá þeim í vatn- inu við Arba Minch. Allt að 5—6 metra langir krókódílar brunuðu út úr sefinu þegar bát- urinn fór þar hjá, fallegar í þeim tennurnar. Fjöldi fuglategunda býr við vatnið og í því er urmull af fiski, allt að tveggja metra löng- um frábærum matfiski, en það er lítið um að heimamenn veiði fiskinn, telja hann ekki til mat- ar og svo getur verið hungurs- neyð allt um kring. Þessi fiskur minnti á góða lúðu þegar búið var að matreiða hann. Þó sáum við nokkra heima- menn vera að veiða fisk I vatn- inu, brautryðjendur síns tíma. Þetta voru ungir menn og þeir höfðu útbúið litla fleka úr sef- gróðri, svo litla að þeir rétt flutu á þeim og ekki stærri um sig en svo að þeir urðu að standa á flekanum. Á þessum kænum fóru þeir út á vatnið með spjót og skutluðu fiska, en ósjaldan hvolfa krókódílarnir þessum skuttogurum þeirra og þá er ekki meira um það. Annars er gamansemi þessa fólks ákaflega einkennileg. Tveir bræður voru þarna á vatninu að veiða og varð lítils þeir báðir brosandi bræðurnir, en krókódílarnir sem höfðu verið aðeins of seinir i ætið, voru ekki eins broshýrir. Það var margföld skoðun á farangri og fatnaði þegar við komum á flugvöllinn í Arba Minch á leið til Addis Ababa aftur. Þannig er það á öllum flugvöllum í landinu og rútu- stöðvum, þvf að hermenn eru Iátnir leita að vopnum á al- múgafólki. Sýnir þetta vel ástandið og óttann í landinu og þær járnklær sem stjórnvöld hafa í valdi hersins. Tveggja tima flug var upp til Addis í Douglas DC—3, þeim gömlu góðu, og við fengum jóla- kökusneið á leiðinni og samlok- ur. Við höfðum ekki verið svo heppin að sjá ljón á ferð okkar í Suður-Eþiópiu þótt þau séu I hrönnum í grennd við Arba Minch, þar sem yið bjuggum. Ljónin halda sig í skógarþykkn- inu á daginn, og það er helzt að rekast á þau er dimma tekur, en þá er það ekki alveg eins hagstætt upp á það að koma sér burtu. Hins vegar sáum við ljón í Addis Ababa, ljónin úr ljóna- búri gamla keisarans, Ljónsins af Júda-j Haile Selassie og ljóns- Þessar stelpur hittum við á spássitúr I frumskóginum. Þeim finnst þægilegast að vera í peysunum svona. vart. Annar batt þá við sig veiðistöngina, lét línuna Iiggja í vatninu og fékk sér blund, en hinn bróðirinn dormaði frammi í skut. Allt f einu sveif sá með stöngina í stórum boga út á vatnið, línan var strekkt og’í stað þess að koma bróður sínum til hjálpar í þessu vatni krókó- dílanna, byrjaði sá er eftir sat að hlæja og hlæja svo hátt og innilega að hann hefur líklega aldrei hlegið annað eins. Hon- um þótti svona fyndið er stór- fiskurinn kippti bróður hans á flug og í vatnið. Um síðir fór hann þó bróður sinum til hjálp- ar og náði honum bundnum við veiðistöngina og endalokin urðu þau að báðir sundfélag- arnir, bróðirinn og stórfiskur- inn, lentu innanborðs. Það var ekki að furða þótt maðurinn tækist á loft, fiskurinn var um tveggja metra langur og þegar þeir lönduðu fiskinum voru myndin er að sjálfsögðu merki Eþíópíu. Við heimsóttum einnig mann þarna í Addis sem stoppar upp dýr og þegar við komum til hans með séra Bernharði og Rannveigu var hann einmitt að flá 5 ljón til að stoppa upp. Hjá honum voru uppstoppaðir kett- ir, þ.e. tígrisdýr, flóðhestar, krókódílar, allskonar fuglar og fiskar, apar, villisvín og urmull annarra dýra og jafnvel stakir fílsfætur, þessir venjulegu af- rísku, en ekki „luftelefant“, eins og Danskurinn myndi kalla okkar íslenzka fýl. Að leggja sannleikann á borð þar sem það er forboðið Kvöldstund inntum við þau Bernharð og Rannveigu um dvöl þeirra i Addis Ababa. -'Vsj SÖB? ■ Fjölskylda séra Bernharðs Guðmundssonar og Rannveigar Sigurbjörnsdóttur við hús þeirra I Addis. Frá vinstri: Svava, Bernharður og Magnús, Rannveig og Sigurbjörn. sem heild, sé kristið efni. Jafnvel það að kenna fólki að sjóða vatnið sem það hef’.'r og að sjálfsögðu að segja þvi sann- leikann i fréttum, því sannleik- urinn gerir menn frjálsa og kristnin er frelsi. Við erum nú byrjaðir að leggja mikla áherzlu á notkun ýmissa fjölmiðlamöguleika fyr- ir utan útvarpið. Það er til dæmis lögð mikil áherzla á að hjálpa kirkjunum í hverju landi, hjálpa þeim að efla starf i þeim jarðvegi sem er eðlilegur þeirra menningu. Til dæmis sendi stöðin I Kamerún út þátt til svæðisins Fulani, sem hefur 9 millj. íbúa og eru þeir flestall- ir flökkuhirðingjar. Aðeins 1% af þessu fólki er læst, en minni þess er með afbrigðum gott. Þar hefur verið byggt kerfi þannig, að í flestum þorpum er tengiliður frá útvarpsstöðinní, sem hefur segulband og nokk- uð úrval segulbanda með þátt- um á. Þegar hirðingjar fara i gegnum þessi þorp, staldra þeir við og hlusta ósleitilega á út- varpsþættina á þeirra máli hjá útvarpsmanninum á staðnum. Ári siðar koma þeir ef til vill aftur við í þorpinu og spyrja þá spurninga sem þættirnir höfðu vakið hjá þeim er þeir fóru að hugsa um þá og það hefur sýnt Frá vettvangi krókódíla tilsam bands við fjórðung mannkgns Konsóbúi við gröf forfeðra sinna, cn stytta er gerð af hverjum sem lagður er f gröfina. „Aðdragandinn,“ sagði Bern- harður, „var þannig að 1963 hitti ég Sigurð Aske forstöðu- mann í fjölmiðlamálum hjá Lútherska heimssambandinu. Mér er hann minnisstæður, því að hann leit út eins og íslenzkur sjómaður og var að segja mér frá þessari merku stöð, útvarps- stöð heimssambandsins í Addis Ababa, en hún ber nafnið GOSPEL radió, eða Guðspjalla- útvarpið. Síðan líða 10 ár og þá hitti ég norskan mann sem var á ferð heima, tveggja daga ferð. Allt í einu og upp úr þurru segir hann: það vantar mann þarna úti við stöðina i Addis bráðlega, þú myndir verða að gagni þarna úti. Ég segi þetta við Rannveigu þegar ég kom heim um kvöldið og hún svaraði að það mætti þá ekki minna vera ef það ætti að fara eitthvað. Norðmaðurinn sendi mér umsóknareyðublöð, sem fóru síðan út og það varð úr að við leggðum Iand undir fót og byrjuðum hjá Gospel stöðinni á 10 ára afmæli henn- ar. Þegar við fórum frá Reykja- vík var hriðin svo mikil að við tepptumst á veginum til Kefla- víkur, en þegar við komum út úr flugvélinni hér var 35 stiga hiti og ekki leið á löngu þar til nýtt starf var hafið. Hér á stöðinn er framleitt efni fyrir alla Afríku, Indland, Miðausturlönd og fleiri lönd, en s.l. ár fengum við bréf frá hlustendum I 96 löndum. Þessi stöð hefur möguleika á að ná til um það bil eins milljarðar manna, eða fjórðungs mann- kyns. Við sendum út þætti á 14 tungumálum en alls vinna um 200 manns hér á stöðinni sjálfri og 200 á dagskrárstöðum víðs vegar um lönd. Þeir gera dagskrár á sínu máli og miðað við. þaér aðstæður, sem eru i þeirra löndum, og héðan frá Addis er svo útvarpað á ákveðn- um tímum til þessara landa. I mörgum tilfellum eru þessi lönd með eigin útvarpsstöðvar, nokkurs konar heilaþvotta- stöðvar, því að allt efni er til- reitt þannig að okkar útvarps- stöð er eina útvarpsstöðin i Af- ríku sem flytur óritskoðaðar fréttir. Stöðin hefur fyrir reglu að 30% efnisins sé trúarlegs eðlis og 70% er fræðslu og upp lýsingastarf fyrir lönd á stigi vanþróunar. Við teljum að allt útvarpsefni sem eflir manninn sig að þeir muna efnið mjög vel. Þetta fólk hefur ekki klukkur og á þvi erfitt með að hlusta á útvarp og i fæstum tilfellum hefur það útvörp en þetta hefur gefizt vel. I Indlandi, hins vegar virðist hið sjónræna hafa bezt áhrif í okkar stöðvum þar, og þess vegna er mikið framleitt af filmum þar með leikrænum dönsum, þar sem biblíuatriði eru túlkuð. Þessu er síðan fylgt eftir með útvarpsdagskrám og eftirvinnan er ekki siður mikil- væg i þessum efnum, en frum- vinnan. Dagskrárefni okkar miðast við ókristið fólk, enda fáum við mikið af bréfum þar sem spurt er um ýmis atriði kristinnar trúar og við fáum geysimikið af bréfum frá Zaire, þar sem allt helgihald er bann- að, en Mobutumyndir hafa ver- ið settar víða upp. Við teljum ekki nóg að senda út þessar dagskrár til ýmissa landa, held- ur verði að fylgja þeim eftir með starfi þar sem manneskj- unni er sýnd virðing, mannslíf- ið virt. Mjög margar af dag- skrám okkar eru ærið gagn- rýnar á það þjóðskipulag sem rikir viðast í Afríku, kúgun og aftur kúgun. Það eru tiltölu- lega fáir Afríkubúar sem geta kveðið upp úr með sjálfstæða skoðun á ýmsum málum, þeir hafa ekki vettvang til þess, og reyndar er mikið um það að fólk á erfitt.með að forma hugs- un sína og skýra hana út, því að til þess hefur ekki verið ætlazt f þessum þjóðfélögum. Vegna þessa eiga margar af útvarps- stöðvum okkar í útistöðum við stjórnvöldin. Einnig nær út- varpsdagskráin til fjölda fólks, sem kirkjan getur ekki náð til, og í útvarpsþáttunum er leitazt við að vekja spurningar hjá hlustendum og fræða þá. Fréttastofan . okkar vinnur mjög sjálfstætt, en útvarpað er í 28 tíma samtals á dag frá stöðinni með tveimur sendum alla daga.“ „Hefur þú þurft að ferðast mikið vegna starfs þíns?“ „Mjög mikið. Ég hef haft með þjálfun þeirra að gera sem sjá um hlustendatengsl á dagskrár- stöðvunum víðs vegar og því þurft að ferðast milli landa og allt til Indlands. Einnig hef ég þurft að ferðast mikið vegna skipulagningar á ráðstefnum útvarpsmanna og kirkju- leiðtoga.“ „Hefur byltingin þrengt að útvarpsstöðinni?" „Byltingin hefur þrengt að okkur töluvert, en engu að sfð- ur höfum við meira frjálsræði en í raun mætti búast við. Við erum gestir hér og fjöllum um innanlandsmál og afrískt við- horf til fjölmiðla og fréttamat er gjörólíkt því sem við eigum að venjast á Vesturlöndum. Vestrænn fréttamaður vill segja allt, en afrískur frétta- maður vill segja það sem eflir það stjórnarfar, sem hann er hlyntur, og telur ekkert liggja á að segja frá þvf sem ekki hent- ar eins vel, vegna þess að hann telur fréttina vera alveg eins nýja þótt hún sé ef til vill margra vikna gömul þegar áheyrandinn heyrir hana í fyrsta sinn. Hún ,er þá ný fyrir honum, segir fréttamaðurinn. Útvarp í Afríku hefur ákaflega mikið áhrifavald meðal frum- stæðra þjóða og við leggjum alla áherzlu á að sannleikurinn komi i ljós í útvarpinu." „Hvað verður þú lengi í þessu starfi?“ „Ég er búinn að vera tvö ár og verð tvö ár í viðbót til að geta fylgt eftir áætlunum, sem við höfum nú á prjónunum, en yfirleitt eru menn hér í 3 ár og siðan er skipt um.“ „Hvað hefur verið sérkenni- legast í þessu starfi?" „Þetta hefur verið ákaflega mikil reynsla, ekki aðeins að kynnast afrfskum viðhorfum, heldur einnig hinu alþjóðlega samstarfi, sem hér er, og þvi að möguleikarnir til jákvæðs starfs og árangurs eru svo ótal margir og mun fleiri en jafnvel Vesturlandabúar hafa talið. I þessum tengslum verður manni svo ljóst hvað verðmætamat er Framhald á bls. 21 * *, ^ v : j 4 '' / vV' , £ ' Í , V ■ / ' / / W i* ’.L />// *■ r Drengir f Addis með fslenzka lopahúfu og peysu, sem séra Bernharður færði þeim við Einn af sjúklingum Jóhannesar læknis, Iftið barn sem var að deyja úr næringarskorti, mikinn fögnuð. Augu drengjanna eru þétt setin flugum sem bera margs konar smit en þarna er það farið að braggast og er með brauðbita í hendi. með sér, en börnin eru orðin svo vön þessu að þau finna það ekki. I Konsóþorpinu Dokotto. Gamla konan á myndinni er móðir fyrsta kristna prestsins f Konsó IJr Eþfó- píu- íerð Texti & myndir Árni Johnsen Þeir búa litla fleka úr sef- grasi og veiða fisk innan um krókódflana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.