Morgunblaðið - 03.10.1975, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKTÖBER 1975
34
í fyrsta skipti í 25 áf:
Enginn FH-ingnr
í landsliðshópnnm
Islendingar léku sína
þrjá fyrstu landsleiki í
handknattleik árið 1950. 1
þremur fyrstu leikjunum
var enginn FH-ingur
meöal leikmanna, en allar
götur sfðan og fram til
þessa dags hefur aö
minnsta kosti einn FII-
ingur veriö meöal leik-
manna landsliðsins, mest
hafa þeir verið 7 FH-
ingarnir í einu í lands-
liöinu. Á laugardaginn er
landsliðið hleypur inn á
völlinn ti> I»'fksins viö Pól-
verja kemur aö því f fyrsta
skipti í 25 ár aö enginn
FH-ingur verður í lands-
liöi.
leiki, 82 talsins. Hjalti hefur
leikið 76 landsleiki. AUs hafa 18
FH-ingar Ieikið i landsliði, jafn-
margir Framarar og 16 Valsmenn.
Önnur félög eiga svo mun færri
landsliðsmenn.
Danskir
dómarar
DANSKIR dómarar munu
dæma landsleiki Islands og
Póllands í handknattleik um
helgina. Heita þeir Palle
Thomsen frá Herning og Paul
Wölk frá Álaborg. Þeir hafa
ekki dæmt hérlendis fyrr,
ehda munu þeir tiltölulega ný-
lega vera farnir að dæma milli-
rikjaleiki.
Pólsku snillingarnir: Frá vinstri f fremri röö: Piotr Ciesla, Zbigniew Dybol, Janusz
Brzozowski, Henryk Rozmiarek, Jan Gmyrek. Efri röö: Andrzej Szymczak, Andrzej
Sololwski, Zdzislaw Antczsak, Jerzy Melcer, Jerzy Klempel, Wojciech Gwózdz,
Zygfryd Kuchta og Alfred Kaluzinski.
Að vísu hafa þeir Ölafur og
Gunnar Einarssynir til skamms
tima leikið með FH og þar hlutu
þeir sitt haiidknattleikslega upp-
eldi. Þeir skiptu báðir um félag í
haust og leika nú með þýzkum
liðum. Þannig að þeir verða ekki
með réttu kallaðir FH-ingar
lengur. Landsliðsþjálfarinn Viðar
Símonarson var ein styrkasta stoð
Iandsliðsins i fyrra, en starfs síns
vegna er hann eðlilega útilokaður
frá landsliðinu. Geir Hallsteins-
son gefur ekki kost á sér í landlið-
ið og Hjalti Einarsson er ný-
byrjaður æfingar og var því ekki
valinn í landsliðið, hvað sem síðar
verður á keppnistímabilinu.
Það er enginn tilviljun að FH-
ingar hafa átt svo marga lands-
liðsmenn, sem raun ber vitni í
gégnum árin. Nægir í því sam-
bandi að líta á árangur félagsins
frá 1958, en á þessu tímabili hef-
ur FH 10 sinnum orðið íslands-
meistari innanhúss, 17 sinnum
utanhúss og einu sinni hefur
félagið orðið bikarmeistari. Geir
Hallsteinsson og Viðar Símonar-
son hafa báðir leikið 80 landsleiki
fyrir Island og aðeins Ólafur H.
Jónsson hefur leikið fleiri lands-
Urðn fjórðn í HM 1974 ern
enn betri nn
EKKERT lið sem tók þátt
í lokakeppni sfðustu
heimsmeistarakeppni f
handknattleik kom eins
mikið á óvart þar og Pól-
verjar. Að vísu var vitað
fyrirfram, að þeir gætu
blandað sér f baráttuna,
en fæstir áttu von á þvf
að þeir myndu hreppa
fjórða sætið, eins og raun
varð á. Léku þeir við
Júgóslava um þriðja
sætið í keppninni og töp-
uðu þeim leik naumlega.
Vakti ekkert lið f loka-
keppninni eins mikla
athygli fyrir skemmtileg-
an og hugmv ndarfkan
handknattleik og frá-
bæra markvörzlu.
Kjarni liðsins sem
leikur í Laugardalshöll-
inni um helgina er sá
hinn sami og var í heims-
meistarakeppninni, en
pólska liðið er þó álitið
öllu betra um þessar
mundir en það var þá,
enda leyna Pólverjar því
ekki að þeir ætla sér stór-
an hlut á Olympíuleikun-
um í Montreal 1976, og
undirbúningur liðsins er
þegar í fullum gangi.
Er liðið sagt hafa yfir
að ráða mörgum nýjung-
um í leikkerfum og út-
færslu og margar fléttur
þess og „keyrslur" stór-
glæsilegar. Verður það
aðalverkefni íslenzku
varnarmannanna í leikj-
unum um helgina að
koma í veg fyrir að Pól-
verjarnir nái að láta leik-
aðferðir sínar ganga upp,
og verður það örugglega
erfitt. Það tókst þó með
miklum glæsibrag í
Júgóslavíu 1 sumar, en þá
unnu tslendingarnir
óvænt góðan sigur.
— Við tókum enga
áhættu í þeim leik, og
héldum knettinum eins
lengi og vel og við gátum,
sagði Viðar Símonarson
landsliðsþjálfari, — þó
var alls ekki hægt að
segja að við Iékjum
gönguhandknattleik. Pól-
verjarnir voru að vonum
ákaflega óhressir með
ósigurinn, og sögðu að við
lékjum dæmigerðan
„Skandinavíu" hand-
knattleik. I leikjunum
um helgina munum við
einnig leggja mikla
áherzlu á að taka ekki
óþarfa áhættu í skotum,
og freista þess að láta
sem flestar sóknir okkar
ganga upp. Takist
íslenzka liðinu að „halda
höfði“ er ég ekkert svart-
sýnn á útkomuna.
Islenzka landsliðið
hefur verið við æfingar
að undanförnu, eðá frá
29. september s.l., og
hefur verið mjög vel
mætt á æfingar þess og
áhugi ríkjandi hjá lands-
liðsmönnum. Sagði Viðar
Símonarson, að það væri
sitt álit að æskilegt hefði
verið að byrja æf-
ingarnar fyrr, en það
hefði ekki þótt gerlegt,
sagðir
þar sem Reykjavíkur-
mótið í handknattleik
stendur nú yfir, og félög-
in þvi ófús að lána leik-
menn sína. Þá sagði
Viðar, að hann teldi lik-
legra til árangurs að taka
þannig æfingatímabil
fyrir leiki, heldur en að
hafa stopular landsliðs-
æfingar í langan tíma.
Viðar Símonarson er í
senn landsliðsþjálfari og
landsliðseinvaldur. Hafði
stjórn HSl tilnefnt tvo
menn í landsliðsnefndina
með Viðari, þá Birgi
Björnsson og Karl Bene-
diktsson, en þegar til
kom báðust þeir báðir
undan þessari skipan.
Mun Viðar starfa sem
einvaldur fyrst um sinn,
en þó líklegt að ný nefnd
veröi skipuð innan tíðar.
Einar Guðnason er einn þeirra,
sem hafa staðið sig vel gegnum
þykkt og þunnt f sumar og sigr-
aði alla ungu mennina nema
einn á landsmótinu í sumar.
Einar hefur fremur stutta
sveiflu og einfalda aðferð, sem
ekki bregst undir keppnisálagi
og getur þar af leiðandi enzt
vel.
EFTIR SUMARIÐ
SENN er sá tími á enda, að
hægt sé að leika golf að stað-
aldri, innan skamms gengur
vetur f garð og hefur heldur .1
fyrra lagi lagst að með kulda.
Samt sem áður má gera ráð
fyrir því að golf verði leikið
samkvæmt vetrarreglum eitt-
hvað frameftir haustinu, eftir
að búið er að færa holur á vetr-
arflatir. I góðu árferði er jafn-
vel hægt að leika langt frameft-
ir nóvember á þeim völlum hér
f nágrenni Reykjavíkur, sem
nálægt sjó eru. Einna lengsta
golftfmabil sfðari ára var án
cfa á árinu 1974. Þá var til
dæmis byrjað að leika á Hval-
eyrarvelli f marsbyrjun og leik-
ið samfleytt út nóvember, eða í
9 mánuði.
Sumarið í sumar hefur verið
golfurum óhagstætt að ýmsu
leyti. Að vísu hefur samfelld
vætutíð haft í för með sér góða
sprettu og verður að telja, að
flatir hafi verið í eins góðu á-
standi og bezt gerizt. Veðurfar-
ið hefur hinsvegar verið rysj-
ótt; júní sá kaldasti á öldinni til
dæmis.
Þegar á heildina er litið,
verður árangur golfara nokkuð
í samræmi við veðurfarið. Enda
virðist mörgum sameiginlegt,
að þeir áttu erfitt með að ná
sínu bezta í sumar, eða náðu því
alls ekki — og eiga þar af leið-
andi víst að hækka nokkuð í
forgjöf 1 byrjun næsta árs.
Þetta á ekki síður við um meist-
araflokksmenn en 1. og 2.
flokks menn. Sumir hafa meira
að segja verið mjög langt frá
sfnum bezta árangri.
Eins og að líkum lætur sækja
þeir á, sem eru á bezta aldri,
milli tvítugs og þrítugs. Þar er
kominn upp harður flokkur,
sem liklegt er að leggi undir sig
efstu sætin á næstu árum;
menn eins og Ragnar Ólafsson,
Geir Svansson, Sigurður ,Thor-
arensen, Þórhallur Hólmgeirs-
son. Björgvin Þorsteinsson,
Loftur Ólafsson og Hannes Þor-
steinsson. Ennþá hefur enginn
Islendingur komizt niður á
núllið í forgjöf, en kannski
verður einhver hinna ofantöldu
fyrstur til þess. Eins og er verð-
ur að telja Björgvin líklegast-
an; hann mun vera með 1 í
forgjöf og reyndist ósigrandi í
landsmótinu.
Aðeins tveir menn úr röðum
hinna eldri og reyndari héldu
strikinu í sumar og voru nálægt
sínu bezta: Þorbjörn Kjærbo og
Einar Guðnason. Þeir urðu I 2.
og 3. sæti á landsmótinu og
náðu nokkrum sinnum góðum
árangri. Þorbjörn lék Leiru-
völlinn á parinu og Einar náði
72 í Grafarholti. Þrátt fyrir
annríki við húsbyggingu, hefur
Júlíus R. Júlíusson verið í góðu
formi seinni partinn í sumar og
varð til dæmis sigurvegari á
Coca-Cola-mótinu í Grafarholti.
Talsvert hefur fjölgað í golf-
klúbbunum hér á Reykjavíkur-
svæðinu í sumar eftir því sem
forráðamenn þeirra segja og
koma írska kennarans í vor
virðist hafa haft jákvæð áhrif.
Enginn vafi er á því, að umfjöll-
un um golf í fjölmiðlum hvetur
meira til þátttöku en flest ann-
að. I fyrsta sinn hefur verið
reynt að halda úti föstum golf-
Framhald á bls. 20
Ragnar Olafsson hefur rakaö saman
landsliðsstigum f sumar og margir spá
honum mikilli framtfð. Hann er harður
keppnísmaður og hefur mjög góða sveiflu.
Takið eftir, hve vel hann notar kraftinn
frá fótunum og heldur róttu horni milli
vinstri handleggs og kylfunnar, þótt hann
sé kominn vel af stað með niðursveifluna.
Framan af sumri var það hald-manna, að
Björgvin Þorsteinsson væri að dala, en
hann reyndist harður f horn að taka,
þegar á reyndi á landsmótinu. Björgvin
lætur aldrei bilbug á sér finna f harðri
keppni; hann hefur mjög góða sveiflu og
nær miklum hraða á kylfuna. Meðfylgj-
andi mynd var tekin á landsmótinu f
sumar. Björgvin þurfti þarna að slá úr
moldarflagi utan brautar. Takið eftir
hversu vel hann hefur verið á boltanum;
hægri öxlin fer vel undir og handleggirnir
vinna mjög vel í gegn.