Morgunblaðið - 08.10.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1975
3
— Ljósm. Brynjólfur.
VlSINDANEFND ATLANTSHAFSBANDALAGSINS hefur setið fundi í Reykjavik og skoðuðu
fundarmenn f gær m.a. rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson. Myndin er tekin við það tækifæri og er
Nóbelsverðlaunahafinn dr. Rabi fyrir miðju á myndinni.
Vísindmefnd Atlantshafsbanda-
lagsins á fundi í Reykjavík
VÍSINDANEFND Atlantshafsbandalagsins hefur
setið á fundi 1 Reykjavík og rætt vísindastarfsemi
Atlantshafsbandalagsins og ýmsa rannsóknar-
starfsemi á þess vegum. Hefur fundurinn hér >
einkum f jallað um orkumál og skort á hráefnum I
framtíðinni. Voru settar á stofn sérstakar nefnd-
ir, sem á næstu árum eiga eftir að fjalla um orku-
og hráefnaskortinn I veröldinni, sem er og verður
svo ofarlega á baugi.
Fundi visindanefndar sitja frammámenn í vís-
indum, einn frá hverju aðildarríkjanna. Fundinn
í Reykjavik sóttu ýmsir þekktir vísindamenn. Má
þar nefna Nóbelsverðlaunahafann bandaríska,
Rabi. Komu fulltrúar til landsins sl. laugardag. A
sunnudag fóru þeir til Gullfoss og Geysis og
stönzuðu við Irafossvirkjun, þar sem þeir voru
fræddir um orkumál íslendinga. Einnig heim-
sóttu þeir rannsóknarstofnanir hér og siðdegis i
gaér fóru þeir um borð i rannsóknaskipið Bjarna
Sæmundsson, þar sem Jakob Jakobsson tók á
móti þeim. Eiginkonur nokkurra þeirra voru með
þeim og tók Ragnhildur Helgadóttir alþingis-
maður og formaður forsætisnefndar Norður-
landaráðs á móti þeim i gær. Fulltrúar Islands á
fundinum voru dr. Guðmundur Sigvaldason og
Gunnar Björnsson.
Lánasjóður íslenzkra námsmanna í fjárþörf;
Sjóðinn vantar á 3. hundrað
milljónir króna til að standa
við allar skuldbindingar sínar
LANASJÖÐUR fslenzkra nán\s-
manna þarf 347 milljónir króna
til þess að geta staðið við skuld-
bindingar sínar fram til áramóta,
að þvf er Sigurjón Valdimarsson,
framkvæmdastjóri sjóðsins, tjáði
Mbl. I gær. Til ráðstöfunar hefur
sjóðurinn aðeins 121 milljón
króna og 100 milljón króna láns-
heimild, sem ekki hafa fengizt
peningar í. Þessar fjárupphæðir
samanlagðar, 221 milljón, er I
rauninni það sem sjóðurinn átti
að hafa til ráðstöfunar samkvæmt
fjárlögum og vantar þá 126
milljónir, sem er raunveruleg
fjárþörf umfram það sem gert
hafði verið ráð fyrir.
Sigurjón Valdimarsson sagði að
gert hefði verið ráð fyrir því, að
100 milljónir til viðbótar framlagi
á fjárlögum nægði til þess að full-
nægja lánaþörfinni í stað 290
milljóna, en sakir þess að éinhver
afgangur er frá fyrra ári skortir
ekki 190 milljónir króna heldur
126 milljónir umfram lánsheim-
ildina. Sigurjón sagði að sjóðs-
stjórnin hefði ekki fengið viðhlít-
andi svör frá yfirvöldum um það,
hve mikla fjármuni hún myndi fá
til ráðstöfunar og liggur málið nú
til athugunar hjá ríkisstjórn. Eins
hefur verið farið fram á 100
milljón króna lán hjá bönkunum,
samkvæmt heimild Alþingis og
þaðan hefur enn ekki fengizt
endanlegt svar. Er þar allt óvíst
og sagði Sigurjón að stjórn sjóðs-
ins hefði fengið von um helming
þess fjár sem sótt hefði verið um
eða 50 milljónir króna.
Sjóðsstjórn Lánasjóðsins getur
ekki tekið úthlutun lána fyrir,
fyrr en” fyrir liggur úr hve miklu
hún hefur að spila. Námsmenn
alls staðar í heiminum eru nú
orðnir fjárlitlir. Einnig sækja
fjárgæzlumenn nemenda mjög á,
þar sem þeir hafa gengið i fjár-
skuldbindingar til þess að geta
sent nemendum peninga og víxlar
falla í bönkum. Sagði Sigurjón að
ástandið væri mjög alvarlegt, því
að menn ættu I raun að geta
gengið að starfsemi sjóðsins sem
bláköldum veruleika sem ekki
ætti að vera eins og eins konar
happdrætti. Sjóðsstjórnin hafði
gert ráð fyrir þvl að fjárþörf
sjóðsins yrði á árinu 780 milljónir
króna, en alþingi afgreiddi fjár-
lög með því að veita sjóðnum 680
milljónir króna og sfðan að gefa
henni 100 milljón króna láns-
heimild, sem hann sagði að væri
nánast skipun til bankanna um að
lá sjóðnum téða upphæð. Bank-
arnir telja sig ekki geta lánað
þessa upphæð vegna útlánatak-
markana ríkisstjórnarinnar.
Lánasjóðurinn gerði viðvart um
að til vandræða horfði þegar f vor
og alvarlegt áminningarbréf var
skrifað 10. júlí, en þrátt fyrir það
hafa stjórnvöld velt vandanum á
undan sér. Sigurjón Valdimars-
son sagði að það væri í raun
skelfilegt, hver afstaða allt of
margra aðila í þjóðfélaginu væri
til sjóðsins. Hann kvað i raun
betra að námsmenn fengju held-
ur minna úr að spila, heldur en að
eiga það. yfir höfði sér að það
stæðist aldrei timalega, hvenær
lánunum væri úthlutað.
Kvenmaður á þungavinmi-
vélanámskeiði á Siglufirði
Siglufirði 6. október.
HÉR VAR haldið námskeið í með-
ferð þungavinnuvéla um s.l.
helgi. Námskeiðið sóttu 60 manns,
úr Skagafirði, Siglufirði og víðar.
Méðal þeirra er sóttu námskeiðið
var einn kvenmaður. I kvöld hefst
hér Kvöldskóli Siglufjarðar, en
þar verður kennd enska, bók-
færsla og vélritun. Aðsókn að
kvöldskólanum var það mikil, að
ekki komust allir að, sem vildu.
Annað slíkt námskeið verður
haldið eftir áramót. Bezta veður
var á Siglufirði i dag.
— mj.
Fjölmörg mál á
málaskrá iðnþings
36 IÐNÞING íslendinga verður
haldið 1 Reykjavfk dagana 8.-11.
október n.k. Iðnþingið verður sett
á Hótel Sögu miðvikudaginn 8.
október kl. 14.00. Sigurður
Kristinsson málarameistari,
forseti Landssambands iðnaðar-
manna, mun setja þingið og enn-
fremur mun Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra flytja ávarp.
Sérstakir heiðursgestir Lands-
sambands iðnaðarmanna munu
verða viðstaddir þinghaldið. Eru
það þeir Adolph Sörensen
múrarameistari, formaður systur-
samtaka Landssambandsins í
Danmörku. Stig Stefanson
optikermeistari og þingmaður,
sem jafnframt er formaður hlið-
stæðra samtaka í Sviþjóð og
Eivind Halle framkvæmdastjóri
norsku samtakanna.
Þingfundir munu fara fram I
fundarsal Ddmus Medica, Egils-
götu 3, Reykjavik.
Fjölmörg mál eru á málaskrá
iðnþings að þessu sinni, m.a. verk-
og tæknimenntun, iðnþróun og
efnahagsmál og ýmis aðstöðumál
Framhald á bls. 27
Aðalfundi Prestafélags
HÓLASTIFTIS lokið
Akureyri, 7. október
AÐALFUNDI Prestafélags Hóla-
stiftis lauk f kapellu Akureyrar-
kirkju um hádegi á sunnudag.
Fundarmenn og eiginkonur
þeirra sátu sfðan hádegisverðar-
boð sóknarnefnda Akureyrar —
og Lögmannshlfðarkirkna á Hótel
KEA. A félagssvæðinu, sem er
hið forna Hólastifti eru nú 28
þjónandi prestar og sátu 20
þeirra fundinn. I sambandi við
fundinn embættuðu 22 prestar 1
11 kirkjum við Eyjafjörð á
sunnudaginn.
1 upphafi aðalfundarins minnt-
ist formaður séra Björns O.
Björnssonar, sem lézt 29. septem-
ber, en hann tók virkan þátt í
störfum félagsins um árabil.
Fundarmenn risu úr sætum I
virðingar- og þakkarskyni við
minningu hans.
Aðalmál fundarins voru starfs-
hættir kirkjunnar og urðu miklar
umræður um það efni. Framsögu
höfðu séra Tómas Sveinsson,
Sauðárkróki, og séra Þórhallur
Höskuldsson á Möðruvöllum f
Hörgárdal. Þetta mál var til um-
ræðu á síðustu prestastefnu og
starfar sérstök starfsháttanefnd á
vegum hennar, sem þegar hefur
unnið mikið og gagnlegt starf við
tillögugerð um starfshætti kirkj-
unnar f samræmi við kröfur nú-
tímans.
Samþykkt var svohljóðandi til-
laga frá séra Árna Sigurðssyni á
Blönduósi: „Aðalfundur Prestafé-
lags Hólastiftis haldinn á Akur-
eyri dagana 4. og 5. október 1975,
skorar á kirkjumálaráðherra að
flytja frumvarp til laga á Alþingi
um endurreisn Hólabiskupsdæm-
is.“
Nokkrar umræður urðu um
málið, einkum það atriði, hvar
biskup Hólastiftis ætti að sitja og
kom fram nokkur ágreiningur um
þá hlið málsins. Vegna frásagnar i
Morgunblaðinu I dag af umræð-
um um frávísunartillögu séra
Þórhalls Höskuldssonar óskar for-
maður Prestafélags Hólastiftis,
séra Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup, þess getið, að séra Þór-
hallur flutti einnig tillögu um að
málinu yrði visað til starfshátta-
nefndar til leiðbeiningar og
ábendingar og snerti frávisunar-
tillaga hans þvi meðferð málsins
en ekki kjarna þess.
Stjórn félagsins var endurkos-
in, en hana skipa séra Pétur Sig-
urgeirsson vígslubiskup, formað-
ur, og auk hans prófastarnir séra
Björn Björnsson á Hólum, séra
Pétur Þ. Ingjaldsson, Skaga-
strönd, séra Sigurður Guðmunds-
son, Grenjaðarstað, og séra Stefán
Snævarr, Dalvík. Varamaður í
stjórn var kosinn séra Gunnar
Gislason, Glaumbæ.
—Sv.P.
Mánaðarfrí 15. október
FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur
samþykkti einróma f fyrradag að
mánaðarfrí í skólum skyidi verða
15. október, en ráð hafði verið
fyrir því gert, að það yrði hinn 24.
október, sem er síðasti sumar-
dagur.
Kristján J. Gunnarsson fræðslu-
stjóri sagði í viðtali við Mbl., að
þar sem tilmæli hefðu komið frá
framkvæmdanefnd kvennafris
eins og nefndin heitir um að
mánaðarfriið yrði ekki 24., var frá
því horfið með samhljóða ákvörð-
un eins og áður er sagt.
Fjallkonurnar hefja vetrarstarfið
Áhugaleysi kvenna í hverf-
inu á félagsstarfi áberandi
m < y
Harpa Jósefsdóttir, formaður félagsins, Brynja Friðþjófsdóttir,
Guðlaug Wium, Birna Ingadóttir og Laufey Magnúsdóttir.
KVENFÉLAGIÐ Fjallkonurn-
ar f Fella- og Hólahverfum í
Breiðholti er nú að hefja vetr-
arstarfsemi sína. Fundir eru
haidnir mánaðarlega og er dag-
skráin ýmist til fróðleiks og
skemmtunar, nema hvort
tveggja sé.
1 fyrra gekkst félagið fyrir
námskeiði i „frúarleikfimi",
svo og flosnámskeiði og er ætl-
unin að efna til slíkra nám-
skeiða í vetur, fáist næg þátt-
taka.
Stjórn félagsins hefur
áhyggjur af því hve lítill félags-
áhugi virðist vera meðal
kvenna í hverfinu. Nú eru um
80 konur I félaginu og hefur
fundasókn verið langt frá því
sem við mátti búast í svo fjöl-
mennu bæjarhverfi. Meðalald-
ur félagskvenna er ekki hár —
t.d. má nefna, að aðeins eru
þrjár konur í félaginu komnar
á fimmtugs aldur. Stjórnarkon-
ur segjast vera búnar að reyna
allar hugsanlegar leiðir til að
glæða fundasókn, hafa kynn-
ingarfundi, fræðslufundi,
skemmtifundi o.fl., en á flest-
um fundum eru þó innan við
tuttugu konur, þar með taldar
stjórnarkonur.
Þegar við ræddum við stjórn-
ina nú í vikunni kom fram, að
nú á að gera nokkurs konar
úrslitatilraun með félagsstarfið
I vetur. Verði áhugaleysið jafn-
áberandi og áður segjast kon-
urnar ekki sjá að grundvöllur
sé fyrir áframhaldandi starf-
semi kvenfélags í hverfinu.
Fjallkonurnar halda fundi
sína í Fellahelli, þar sem prýði-
leg aðstaða er til félagsstarfs,
og verður aðalfundur í félaginu
um miðjan októbermánuð.