Morgunblaðið - 08.10.1975, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1975
13
Flugrán út um
þúfur í Manila
Manila, 7. október. Reuter.
VOPNAÐUR Filippseyingur
rændi flugvél frá flugfélagi
Filippseyja með 65 farþegum og
fimm manna áhöfn skömmu fyrir
lendingu f Manila f dag en gafst
upp á fiugveliinum átta tfmum
sfðar. Hann krafðist þess að flogið
yrði með hann til Libýu.
Flugvélarræninginn sleppti far-
þegunum í smáhópum og engan
þeirra sakaði. Hann sagði að
starfsmenn leyniþjónustunnar
hefðu rænt dóttur sinni á föstu-
dag og gafst upp þegar yfirmaður
ríkislögreglunnar, Fidel Ramos
hershöfðingi, sem samdi við
hann, fullvissaði hann um að yfir-
völd mundu gera allt sem þau
gætu til að leysa vandamál hans.
Maðurinn heitir Carmilo
Morales, 2.3 ára, og var kurteis og
sfbrosandi. Hann var vopnaður
skambyssu og handsprengju.
Flugvélin kom frá bænum Davao
á Suður-Filippseyjum og stóð á
flugbrautinni allan þann tfma
sem samið var við hann.
Hsinhua segir frá
mótmælum í Ósló
EVROPUMOT: — Evrópumeistaramóti í pípureykingum er nýlokið í London.
Sigurvegarinn var Viris Vecchi frá Ítalíu. Hann hélt glóðinni i pípu sinni logandi i
tvær klukkustundir, þrjátíu og átta mínútur og fjórtán sekúndur. Samkvæmt
reglum mótsins höfðu keppendur fimm mínútur til að fylla piþuna og eina
mínútu til að kveikja i. Til þess fengu þeir aðeins að nota tvær eldspýtur. Italirnir
voru grunaðir um að hafa brögð í frammi og virtust hafa litla ánægju af
reykingunum en dómararnir komust að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu farið eftir
bókstaf mótsreglnanna.
10 gíslar heilir á húfi
eftir 8 tíma umsátur
„NORÐMENN mótmæla sovézk-
um eldflaugatilraunum á Bar-
entshafi,“ segir fréttastofan Hsin-
hua og vitnar f fréttir frá Ósló.
Hópur fólks efndi til mótmæla-
aðgerða fyrir utan sovézka sendi-
ráðið f Ósló og hrópaði „sovézkar
eldflaugatilraunir á Barentshafi
eru ógnun við Noreg“ og „berj-
umst gegn strfðsundirbúningi
risaveldanna", segir Hsinhua.
Fréttastofan segir enn fremur,
að í málgagni norskra marxista og
leninista, „Stéttabaráttunni",
hafi birzt harðorð mótmæli frá
Stjórnarmynd-
únartilraunir
Finna hafnar
Helsinki 7. október — NTB.
KÖNNUNIN á möguleikum fyrir
myndun nýrrar ríkisstjórnar f
Finnlandi hófst f gær með viðræð-
um við Urho Kekkonens forseta
við tvo stærstu þingflokkana, sósí-
aldemókrata og alþýðudemó-
krata. Báðir þingflokkarnir voru
fylgjandi samsteypustjórn sósfal-
demókrata, alþýðudemókrata og
Miðflokksins. A fundínum var
lagt til að þingforseti, Vieno Jo-
hannes Sukselainen stjórni könn-
uninni, sem búizt er við að taki
langan tíma, unz stjórnarmyndun-
arviðræðurnar sjálfar geta loks
hafizt. Embættismannastjórnin
mun að öllum líkindum sitja út
þennan mánuð, ef ekki lengur.
Kekkonen ætlaði að ræða við aðra
þingflokka í dag.
flokki þeirra vegna sovézku til-
raunanna, sem séu „bein ögrun
við Noreg“.
Hsinhua vitnar f mótmælin, þar
sem segir að tilraunirnar „beri
vott um vaxandi stríðshættu í
Evrópu“, að þær séu „viðvörun
um að Norðurlönd geti orðið skot-
mark árása sovézkra sósíalimper-
ialista", að þær sýni greinilega að
„Sovétríkin séu herskátt risa-
veldi, sem noti fallbyssupólitík og
árásarstefnu til að ná fram heims-
yfirráðum,“ og að „vinnandi stétt-
ir og framfarasinnað fólk geti
ekki lengur lokað augunum fyrir
stríðshættunni, sem stafi frá So-
vétríkjunum".
Fréttastofan vitnar einnig f
ræðu Fostervolls landvarnaráð-
herra, þar sem hann sagði meðal
annars að æfingar Rúss’a á Bar-
ensthafi hefðu vakið ugg.
MAO Tse-tung lfkti Helsinki-
samningnum við Munchen-
samninginn 1938 þegar hann
ræddi við Edward Heath fyrrver-
andi forsætisráðherra f Peking á
dögunum.
Heath sagði í grein f Daily Ex-
press eftir heimkomuna að Mao
hefði oft minnzt á Miinehen-
samninginn þegar þeir töluðu um
Helsinki-samninginn.
Mao átti ekki við það að með
New York, 7. október. AP
VOPNAÐUR maður, sem hélt 10
manns f gfslingu f banka f Green-
wich Village á Manhattan og
kvaðst vera stuðningsmaður
Symbionesiska frelsishersins og
aðdáandi Patricia Hearst, gafst
upp f dag eftir átta tfma umsátur.
Gfslana sakaði ekki.
Maður þessi, Ray „Cat“ Olsen,
samningnum hefðu Rússar fengið
frjálsar hendur til að ráðast á
Kína heldur að Evrópubúar hefðu
gefið Rússum frjálsar hendur
með samningnum til að auka
áhrif sín á Vesturlöndum sagði
Heath.
Heath kvaðst hafa minnzt við-
ræðna sem hann átti við Konrad
Adenauer kanslara fyrir tíu árum
þegar Mao gerði honum grein fyr-
ir ráðagerðum Rússa.
hafði krafizt þess að fá 10 milljón
dollara f gulli og flugvél til að
komast undan. Hann krafðist þess
ennfremur að ungfrú Hearst og
þrfr félagar hennar yrðu látin
laus úr fangelsi. Það eina sem
hann hafði upp úr krafsinu voru 6
bjórdósir sem hann fékk sendar.
Sex gíslanna voru starfsmenn
bankans og fjórir viðskiptavinir
hans. Olsen sleppti þeim smám
saman og síðustu þrír gíslarnir
sluppu ómeiddir þegar samninga-
maður lögreglunnar dreifði at-
hygli hans og aðrir lögreglumenn
sem höfðu laumazt inn í bankann
réðust aftan að honum og af-
Vopnuðu hann.
Greenwich Village líktist
vopnuðum herbúðum meðan á
umsátrinu stóð. Olsen taldi
lögreglunni trú um að hann hefði
vopnaðan félaga sér við hlið og
sagði í símtali við blaðamenn
fyrir utan að gíslunum hefði verið
stillt upp í röð svo að auðvelt yrði
að skjóta þá. „Við erum vel
vopnaðir. Það getur verið að ég
deyi en þá deyja þeir líka,“ sagði
hann.
Fyrst f stað hélt Olsen því fram
að hann stæði í tengslum við
Symbionesiska frelsisherinn, sem
rændi Patricia Hearst og gerði
hana að stuðningsmanni sínum.
Seinna sagði hann að hann hefði
aðeins „fengið þessa flugu í
höfuðið".
Slökkt var á götuljósum meðan
á íumsátrinu stóð og allt hverfið
var einangrað. Skyttur lögregl-
unnar miðuðu byssum sínum að
bankanum og rúmlega 100
lögreglumenn tóku þátt í um-
sátrinu.
Rússar semja
um vináttu við
A-Þjóðverja
Bonn, 7. október. Reuter.
NÝR vináttusamningur Sovét-
rfkjanna og Austur-Þýzkalands
var undirritaður f dag f Moskvu
en f Bonn var sagt að vestur-þýzka
stjórnin mundi halda áfram bar-
áttu sinni fyrir friðsamlegri sam-
einingu Þýzkalands.
Framhald á bls. 27
Mao líkti Helsinki
við Miinchen 1938
Ræða Croslands
HÉR fer á eftir ræða sú sem
brezki ráðherrann Anthony
Crosland hélt f Grimsby á
föstudag.
Fyrir tveimur árum gerðu
Bretar og Islendingar samning,
sem batt að minnsta kosti um
stundarsakir enda á deilu um
fiskveiðiréttindi á Norður-
Atlantshafi. Samningurinn átti
að fjarlægja orsök stöðugrar
deilu landa okkar. Hann átti
einnig að tryggja réttindi
brezka sjávarútvegsins — bæði
togaraflotans sjálfs og þeirra
karla og kvenna I hafnarbæjun-
um, sem eru háð afla togaranna
hvað atvinnu snertir.
Samningurinn við íslendinga
rennur út 13. nóvember og þó
eru ekki einu sinni hafnar
alvarlegar viðræður milli ríkis-
stjórnanna um, hvað eigi að
koma f staðinn. Það stafar ekki
af því, að brezka ríkisstjórnin
hafi annað hvort neitað að
semja eða verið treg til þess að
hefja viðræður. Forsætisráð-
herrann og utanríkisráðherr-
ann hafa báðir hvatt embættis-
bræður sína á Islandi til að
hefja viðræður um nýjan samn-
ing. Brezkur ráðherra fór til
Reykjavfkur fyrir þremur vik-
um í þeirri von og trú, að samn-
ingaviðræður væru í þann
mund að hefjast, en komst
aðeins að raun um, að ríkis-
stjórn Islands hafði engar til-
lögur fram að færa um fisk-
veiðiréttindi eftir 13.
nóvember.
Ég vil gera ríkisstjórn Is-
lands eitt eða tvö atriði ljós.
Það fyrra er, að ef nýr samning-
ur milli landa okkar verður
ekki undirritaður 13. nóvem-
ber, getur enginn vafi leikið á
þvf samkvæmt alþjóðalögum,
að brezkir sjómenn hafa rétt til
veiða hvar sem er umhverfis
Island upp að 12 mílna mörkum
frá íslenzku ströndinni. Þann
rétt hafði Alþjóðadómstóllinn í
Haag staðfest, og hann er ekki
hægt að afnema einfaldlega
með því að ríkisstjórn Islands
tilkynni, að hann sé ekki til. I
öðru lagi var samningurinn,
sem Bretar samþykktu fyrir
tveimur árum, síður en svo við-
unandi f alla staði frá okkar
sjónarmiði. Hann var málamiðl-
un og til þess ætlaður að
tryggja hagsmuni beggja land-
anna og virða óskir beggja
ríkisstjórna.
Ég er þeirrar skoðunar, að allt
mæli með því að nýr samningur
verði undirritaður og það fljót-
lega. Sá samningur verður að
varðveita réttindi þeirra
brezku togaraeigenda og skip-
stjóra, sem vilja veiða á hefð-
bundnum miðum. Þessi hefð-
bundnu mið ná til svæða, sem
eru innan við þau 50 mílna
mörk, sem rfkisstjórn Islands
hefur lýst yfir einhliða og eftir
eigin geðþótta að séu lokað haf-
svæði sem hún eigi og enginn
annar.
Við biðjum ekki ríkisstjórn
Islands um forréttindi, og við
væntum þess ekki að hún
undirriti samning, sem er hag-
stæður Stóra Bretlandi og
Island hefur engan hag af.
Alþjóðadómstóllinn hefur
úrskurðað, að við höfum hefð-
bundin réttindi á miðum, sem
Islendingar staðhæfa nú, að til
heyri þeim einum. Þessi rétt-
indi verður að tryggja og varð-
veita. EBE hefur ákveðið, að
Anthony Crosland
samningur, er heimili tollfrjáls-
an innflutning íslenzkra afurða
til Efnahagsbandalagsins, geti
því aðeins tekið gildi, að fisk-
veiðideilur Islendinga og Efna-
hagsbandalagslandanna verði
til lykta leiddar. Islendingar
hafa því töluverðan efnahags-
legan ávinning af því að fallast
á viðtekin réttindi brezkra tog-
ara til að veiða, þar sem þeir
hafa veitt f hundruð ára.
Ég vona því, að viðræður um
nýjan samning hefjist bráðlega,
og ég vona, að ríkisstjórn Is-
lands gerir sér engar rangar
hugmyndir um þann ásetning
brezku ríkisstjórnarinnar að
varðveita réttindi fiskiflota
okkar. Auðvitað viljum við
sanngjarna og réttláta samn-
inga, en þeir verða að vera
sanngjarnir gagnvart brezku
þjóðinni ekki síður en íslenzku
þjóðinni. Enginn samningur
getur verið sanngjarn, ef hann
gerir brezka togara óstarfhæfa,
brezka sjómenn atvinnulausa
og styttir vinnutíma karla
þeirra og kvenna í Grimsby,
Hull og Fleetwood, er byggja
afkomu sína á þeim. Brezkur
sjávarútvegur verður og mun
halda áfram veiðum innan 50
mílna frá strönd íslands. Hann
verður að hafa rétt til að veiða
fastan og ákveðinn ársafla.
Hann mun vissulega virða
vernduð svæði, þvi brezkir sjó-
menn sjá sér sjálfir mikinn hag
í því að tryggt sé, að ofveiðí sé
ekki stundað á Norður-
Atlantshafi, en þeir hafa ský-
Iausan rétt til að snúa aftur til
þeirra miða, þar sem þeir hafa
stundað veiðar f fimm hundruð
ár. íslenzka ríkisstjórnin ætti
ekki að vera í nokkrum vafa um
þann ásetning brezku rikis-
stjórnarinnar að tryggja þessi
réttindi.