Morgunblaðið - 08.10.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1975 Þórdís Björnsson Bilger—Minning ÞEGAR Margrét Stephensen landshöfðingjadóttir eignaðist yngsta barnið sitt þann 8. júní, 1922, orti maður hennar Guð- mundur Björnson landlæknir: Þú ert yndið mitt yngsta og bezta Þú ert ástarljósið mitt nýtt Þú ert sólrún á suðurhæðum Þú ert sumarblómið mitt frftt. Þú ert Ijósið, sem lifnaðir sfðast Þú ert löngunar minnar hlfn, Þú ert allt, sem ég áður þráði, Þú ert ósk, þú ert óskin mfn. Þau skírðu dótturina Þórdfsi Ósk og varð hún sólargeisli á heimili þeirra og fimm eldri bræðra. Gælunafnið Lída festist við hana. Eftir dauða Guðmundar 1937, urðu mæðgurnar sérstaklega sam- rýndar, en Margrét dó 1946. Lída var ljóshærð, nett og kven- leg. Hún hafði skemmtilega kímnigáfu og var mjög vel gefin. I skóla fóru orð af hennar skarpa reiknisheila og hún útskrifaðist úr stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík vorið 1941. Að loknu heimspekiprófi í Háskólanum vann hún i tvö ár sem einkaritari Kristins Stefáns- sonar lyfsölustjóra. Þetta var á stríðsárunum, þegar erfitt var að fara til útlanda til framhaldsnáms og þegar þúsundir ungra manna i einkennisbúningum dvöldu á Islandi. Eitt sumarkvöld 1943 var Lída kynnt fyrir ungum liðsforingja, sem var búnaðarverkfræðingur að mennt, Arthur Samuel Bilger. Þau felldu strax hugi saman. Skömmu síðar var hann sendur til Englands. Þegar hann fékk sitt fyrsta frí, flaug hann til Reykja- víkur og þau giftu sig 4. marz 1945. I veglegri brúðkaupsveizlu í Oddfellowhúsinu, sagði Helgi Bergs, eldri, i sinni ræðu, að hann væri viss um, að brúðurin yrði mjög góð landkynning fyrir Is- land, hvar sem hún færi. Ég veit að svo hefur reynzt. Að heimsstyrjöld lokinni bjuggu ungu hjónin í Pennsyl- vaniu, þar sem Art vann sem búnaðarráðunautur fyrir ríkið. En í byrjun Kóreustriðsins var hann kallaður aftur í herinn. Nú fylgdi fjöldi erfiðra en æfintýra- legra ára, með sífelldum flutning- um og aðskilnuðum, en um leið Skemmtilegum endurfundum og ferðalögum. Það reynir mikið á menn, konur og börn að aðlagast hverjum nýjum stað og Bilgerfjöl- skyldan bjó víðsvegar um Banda- rikin, á Okinawa og f Þýzkalandi. En Lida kvartaði ekki. Hún var alltaf hamingjusöm, ef hún gat verið með Art og syninum Eric Gesti, serh fæddist 1948. Gestur var skáldanafn föður hennar. Hún útbjó þeim hlý og smekkleg heimili, hvar sem þurfti. Lída fór að engu óðslega og gat verið sjálfri sér nóg ef þurfti. En alls staðar eignaðist hún vini, sem hún hélt tryggð við. Hún las mik- ið, prjónaði og saumaði, og var afbragðs bridgespilari. Hvað sem hún gerði, gerði hún vel. Art fór úr hernum 1967 og vann þá í Chicago. en þau hjónin flutt- ust í úthverfi Washington, D.C. fyrir fjórum árum siðan og þar vinnur Art fyrir hermálaráðu- t GUÐNI INGVARSSON, matsveinn frá Vestmannaeyjum, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 5 október Minningarathöfn fer fram í Fíladelfíukirkju, fimmtudag kl. 1 3 30 t Konan mín, STEINUNN PÁLSDÓTTIR, Fögrubrekku 1, Kópavogi verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 9 okt. kl. 10.30 Fyrir hönd ættingja. Guðbjörg Magnúsdóttir og aðrir vandamenn. Jón Þorvaldsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KAI ANDERSEN, Hólmgarði 26. sem andaðist 1 október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 10 október kl. 1 3.30 Ágústa Andersen, börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðir okkar, STEFÁN THORARENSEN, úrsmiður, frá Akureyri verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 9. okt. kl. 1.30. Margrjet Þórðardóttir, Gunnar Thorarensen. t Ástkær eiginkona min, móðir systir mágkona og tengdadóttir ANNA VlOALÍN PÁLSDÓTTIR. Dunhaga 1 7 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 0 október kl. 3 e.h. Fyrir hönd aðstandenda Valdimar Hildibrandsson. t Útför systur minnar ÖNNU M. JÓNSSON, ekkju Einars Jónssonar, myndhöggvara . verður gerð frá Kristkirkju 1 Landakoti fimmtudaginrr 9. þ.m. kl. 10 árdegis. Franciska Gunnarsson t Þökkum af alhug auðsýnda samijð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐFINNU GUÐMUNDSDÓTTUR, frá Mið-Fossum Kristln Pétursdóttir, Jón Glslason, Þorsteinn Pétursson, Ásta Hansdóttir, Rúnar Pétursson, Guðný Jónsdóttir og barnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og einlægan vinarhug við andlát og útför mannsins mins, föður og tengdaföður, afa og langafa, ERLENDAR SIGURÐSSONAR skipstjóra, Hverfisgötu 98. Guðrún Hálfdánardóttir, dætur, tengdasynir og afabörn. neytið. Þeirra fallega heimili er i Alexandriu, Virginiu. Þó að Lída missti foreldra sfna ung að aldri, voru islenzku ræturnar djúpar. Hún talaði og skrifaði móðurmálið án lýta, þó að oft liðu ár, án þess að hún hitti íslending. Hún sýndi syninum landið, þegar hann var unglingur og í fyrrasumar fóru þau hjónin í tveggja vikna heimsókn til ættingja og vina á Islandi og höfðu mikið gott og gaman af. Siðast liðinn marz kenndi hún krabbameins og barðist hetjulega á móti þeim sjúkdómi, en lézt 5. september á Walter Reed her- spftalanum, í Washington, D.C. Kveðjuathöfn fór fram í Fort Myer kirkjunni, sem stendur í Arlington kirkjugarðinum og þar hvila hennar jarðnesku leifar. Minningarræðuna hélt séra Alfred Saeger, að viðstöddu fjöl- menni. Hann er lúterskur prest- ur, sem þjónaði í mörg ár á Kefla- víkurflugvelli. Art hefur misst meira en orð fá lýst, þvi að samstilltari hjón hefi ég aldrei þekkt. Eins syrgja hana sonurinn Eric Gestur, efnaverk- fræðingur, kona hans Candice barnakennari og litlu börnin þeirra tvö, sem búa í Pittsburgh, Pennsylvanfu. Vinir Lidu í Bandaríkjunum samhryggjast Art og fjölskyldu hans, svo og bræðrum, fjölskyldu og vinum á Islandi. Ég mun sakna hennar mikið, og okkar skemmtilegu samveru- stunda. Adda. — Bréfaskólinn Framhald af bls. 10 tónlistarfræðsla Atla Heimis Sveinssonar, Að hlusta á tónlist, komi út á snældum.. Margt fleira er i bígerð i sam- bandi við þessa endurskipulagn- ingu á starfsemi bréfaskólans og er ætlunin að hún geti þjónað sem bezt áhugamálum þeirra samtaka sem að honum standa, auk alls almennings, en auk ASl og SlS eiga nú aðild að bréfaskólanum Farmanna- og fiskimannasam- band Islands, Kvenfélagasam- band Islands, BSRB og Stéttar- samband bænda. Skólastjóri er Sigurður A. Magnússon. Um 2000 manns stunda nú nám við skólann. STEFÁNS HALLGRÍMSSONAR, bifreiðastjóra, Skólabraut 45, Seltjarnarnesi, verður gerð frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 9 október kl. 1 5.00. Magnea Guðjónsdóttir, Hólmgrlmur Guðjón Stefánsson, Sigurjón Stefánsson, Jón Stefánsson, Guðbjörg Aðalheiður Stefánsdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir, og barnabörn. Vinsamlega birtiS eftirfarandi smáauglýsingu í Morgunblaðinu þann: ................. <ill_______L—J___I__I__I__I__I__L_J---1 I---1 I__I__I_I Fyrirsögn 150 I I I I I__I__I__I__I I I I I I_I___I_I__I_I__l__J__I__I_I__I___I I 300 I I I I I I I__I__I__I__I__I I I I I I I__I__I_I__I__I_I__I__I__I 450 I I I I I I I I__I__I__I__I_I___I_I__I__I__I__I__I_I__I__I_I__I__L__I 600 I I I I I_I__I__I__I__I--1--1-1___I_I__I__J__I__I__I_I__I__I_I__l__\__I 750 I___I__I_I__I_I__I__I__I__I__I--1-1---\-1__I__\__I__I__I_I__\__I_I__I__I__I 900 I I I I I I I I l I__I__I__I__I_I___I_I_I__I__I__I__\__I_I__I_|__| 1050 Hver lína kostar kr. 1 50 Meðfylgjandi er greiðsla kr.................... v y y> ‘ Athugið Skrifið með prentstöfum og < „ setjið aðeins 1 staf í hvern reit. , Áríðandi er að nafn, heimili t .77.4 A£/*0' r jZíAWt /U> TfiJr-.A X. ZJA- 1 b J./A Me/t.a. ,/sus ./ &*/ua st/si- ' }» a&nv/t,. //f.J.i/.,/ yy^r//?/x/ ^ l .‘'/’/’.tyó./rf.M/e / S./ftA 9ácaA •< og sími fylgi. . . * r J Auglýsingunni er veitt móttaka á eftirtöldum stöðum: REYKJAVÍK. HAFNARFJÖRÐUR: KJÖTMIOSTÖÐIN, Laugalæk 2, SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS LJÓSMYNDA- OG GJAFAVÖRUR Háaleitisbraut 68, KJÖTBÚÐ SUÐURVERS, Stigahlíð 45- HÓLAGAROUR, Lóuhólum 2—6 SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Reykjavlkurvegi 64, _47 VERZLUN ÞÓRÐAR ÞÓRÐARSONAR, Suðurgötu 36, Álfheimum 74, KÓPAVOGUR ÁRBÆJARKJÖR, Ásgeirsbúð, Hjaliavegi 2 * Rofabæ 9 Borgarbúðin. Hófgerði 30 NAFN: .................................. .... HEIMILI: ....................................SÍMI: Eða senda I pósti ásamt greiðslu til Smáauglýsingadeildar Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.