Morgunblaðið - 08.10.1975, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. OKTOBER 1975
Jóhannes
kom Celtic
í úrslitin
JÓHANNES Eðvaldsson
gerir það ekki endasleppt
hjá Celtic. í fyrrakvöld
skoraði hann eina mark
leiksins gegn Partick
Thistle í undanúrslitum
deildarbikarsins. Celtic er
því komið í úrslit keppn-
innar og mætir líklega
Rangers í síðasta leiknum.
Jóhannes átti enn einn
stórleikinn í gærkvöldi og
fær hvarvetna mikið lof
þeirra sem fjalla um leik-
inn.
(»uðmnndur Þ. Harðarson:
Vantar bæði
meiri breiíd
og betri toppa
SUNDFÉLAGIÐ Ægir og I raun-
inni annað íslenzkt sundfólk hef-
ur nú endurheimt hinn dugmikla
þjálfara sinn, Guðmund Þ. Harð-
arson, til starfa á ný. Guðmundur
hefur sem kunnugt er dvalið við
nám og starf I Bandaríkjunum
undanfarin 2 ár, þar sem hann
hefur m.a. tekið bandarískt
íþróttakennarapróf f viðbót við
það íslenzka. Þá hefur Guðmund-
ur starfað að þjálfun með einum
kunnasta sundþjálfara Bandaríkj-
anna, Don Gambrill. Hafa þeir
þjálfað lið Alabama háskólans i
Tuscaloosa og á þeim tíma, sem
þeir hafa verið hjá skólanum, hef-
ur lið hans skotizt úr 29. sæti á
bandaríska háskólameistaramót-
inu og upp í 5. sæti.
Guðmundur sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær að það væri
mikið starf framundan, það vant-
aði bæði meiri breidd og sterkara
fólk á toppinn í sundinu hér um
þessar mundir. — Það er mikil
vinna framundan i sundinu, en
það verður vonandi gaman að
takast á við þau mörgu verkefni,
sem biða, sagði Guðmundur.
Gudmundur Þ. Harðarson er á
ný kominn galvaskur til starfa
með íslenzku sundfólki.
Golfmót á Höfn
SÍÐASTA opna golfmót sumars-
ins fer fram á Höfn i HornafirSi
um næstu helgi. VerSur leikiS á
hinum skemmtilega Silfurnesvelli
á laugardag og sunnudag. í sam-
bandi viS keppnina gefa Flugfé-
lag íslands og Hótel Höfn afslátt
af ferSum og gistingu.
Írsþing LSÍ
ÁRSÞING Lyftingasambands ls:
lands verSur haldiS 6. desember
næstkomandi. Fundarefni venju-
leg aSalfundarstörf.
Malfundor
AOALFUNDUR BorStennisdeildar
Vikings verSur haldinn i Víkings-
heimilinu viS HæSargarS næst-
komandi fimmtudag. Hefst fund-
urinn klukkan 20.30.
Kirby byrjar ,síðnstn
lotn sína með IA í dag
Sfmon Unndórsson hinn efnilegi skotmaður KR-inga á þarna hörku-
skot að marki iR-inga, en ekki tókst betur til en svo að knötturinn lenti
I andliti Sigurðar Svavarssonar eins og sjá má á myndinni.
GEORGE Kirby mun ekki þjálfa
lið Akurnesinga næsta sumar.
Hver ástæðan er fyrir þvf að
skyndilega er ákveðið að hann
komi ekki til Skagamanna aftur
er ekki Ijós. Sumir segja að I ferð
Akurnesinga til Kýpur á dögun-
um hafi sletzt upp á vinskapinn,
aðrir segja að Kirby hafi ekki
áhuga á að vera hér á landi við
þjálfun, lengur og hvorki hann né
Skagamenn hafi ætlað sér að
hann yrði nema tvö ár hjá Skaga-
mönnum. Til eru þeir sem segja
að fjárkröfur Kirbys hafi verið
orðnar of miklar til þess að
Skagamenn treystu sér til að ráða
við þær. Hvað um það, Kirby kem-
ur til landsins I dag og mun hann
sjá um undirbúning lA fyrir leik-
ina við Dynamo.
Sjálfsagt er eitthvað til í öllum
þessum getgátum þvi að nú er
skyndilega ákveðið að Kirby
verður ekki áfram. Gunnar
Sigurðsson formaður Knatt-
spyrnuráðs Akraness sagði í
viðtali við Morgunbiaðið í gær að
ástæðurnar fyrir þvl væru fyrst
og • fremst persónulegir hagir
Kirbys. — Okkur er eftirsjá i
Kirby, sagði Gunnar, og ekki bara
okkur heldur almennt Islenzkri
knattspyrnu.
— Annars finnst mér að KSÍ
hafi á freklegan hátt sniðgengið
George. Kirby, sem mér finnst
hæfastur þeirra erlendu þjálfára,
Tekst KR að snúa
á Víkingana íkvöld?
SlÐUSTU leikir Reykja-
víkurmótsins í handknatt-
leik fara fram í Laugar-
dalshöllinni í kvöld. Fyrst
leika Þróttur og ÍR um 5.
sætið í mótinu og hefst sá
leikur klukkan 20.15, en
strax að þeirri viðureign
lokinni mætast Víkingur
og KR í úrslitaleiknum.
Það kemur í sjálfu sér ekki á
óvart að Víkingar skuli vera i
úrslitum, en hitt vekur meiri at-
hygli, að mótherjar þeirra eru
KR-ingar. Til að komast í úrslitin
þurftu þeirtað leggja 1. deildarlið-
Reykjavíknrmót í blaki
REYKJAVÍKURMEISTARAMÓTIÐ I
blaki, karla og kvenna, fer fram i
fþróttahúsi Háskólans dagana 6.,
17. og 25. nóvember næstkomandi.
Þitttökutilkynningar ásamt 25oo
króna þátttökugjaldi þurfa að berast
til Blakráðs Reykjavíkur fþróttamiS-
stöðinni i Laugardal fyrir 15. október
nk.
in Fram og Ármann að velli og
sömuleiðis iR-inga. Hver er kom-
inn til með að segja að KR-
ingarnir bæti ekki enn einni
skrautfjöðrinni í hattinn I kvöld
og vinni Viking.
Það er orðið langt siðan KR-
ingar urðu Reykjavíkurmeistarar
síðast og Víkingar hafa aðeins af
einum Reykjavíkurmeistaratitli
að státa. Hins vegar hafa Víking-
ar I ár bæði orðið Islandsmeistar-
ar innanhúss og utan, en félagið
hafði ekki áður unnið til þeirra
titla.
sem hér hafa starfað, hélt Gunnar
áfram. — Ýmsir þeirra erlendu
þjálfara, sem hér hafa starfað
hafa gengið inn og út hjá KSl að
eigin geðþótta virðist manni, en
að mlnu mati hafa þessir menn
búið yfir mun minni hæfileikum
en Kirby.
George Kirby hélt til Englands
að loknum leiknum við Kýpur-
mennina, en hann er aftur vænt-
anlegur hingað til lands I dag.
Mun hann unirbúa liðið fyrir
leiki IA I Evrópukeppni meistara-
liða gegn Dynamo Kiev, en það lið
vann I fyrradag Bayern Munchen
2:0 I meistarakeppni meistaraliða
og vann því leikina samanlagt 3:0.
Ætla Skagamenn að leika heima-
leik sinn á Akranesi og hefur
bæjarstjórnin I því sambandi
heitið þeim miklum stuðningi,
m.a. gefið eftir vallarleigu.
Unglingaliði boðið
til Lmemborp'
FRÁ ÞVl var skýrt í Morg-
unblaðinu fyrir nokkru að
íslenzku unglingaliði í
knattspyrnu hefði verið
boðið að taka þátt í knatt-
spyrnumóti I Svíþjóð
næsta sumar. Nú hefur
KSl borizt annað bréf þar
sem öðru íslenzku ungl-
ingaliði er boðið að taka
þátt í knattspyrnumóti í
Luxemburg um næstu
páska. Er það félagið Wiltz,
sem nú efnir í fimmta
skipti til móts sem þessa og
verða þátttökuliðin alls
fjögur. Væntanlega eitt frá
Luxemburg og hin frá Is-
landi, Hollandi, Danmörku,
Þýzkalandi eða Belgíu.
Leikmenn liðanna verða
allir að fera fæddir eftir 1.
ágúst 1957. Þau félög sem
kynnu að hafa áhuga á
þessu boði eru vinsam-
legast beðin að hafa sam-
band við skrifstofu KSÍ
sem allra fyrst.
1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu:
Áhorfendum fœkkaði
en tekjurnar jukust
AHORFENDUM að leikjunum f 1. deild
Islandsmótsins I knattspyrnu fækkaði um
11% I sumar frá þvf sem var sumarið
1974. Þótt ótrúlegt kunni að virðast
fækkaði áhorfendum mest f Keflavfk og á
Akranesi þrátt fyrir það, að sfðarnefnda
félagið stóð sig bezt allra félaganna f 1.
deildinni. Að meðaltali sáu 953 áhorfend-
ur hvern leik f 1. deildinni f sumar, en
1059 árið áður.
Akurnesingar fengu mestar tekjur lið-
anna í 1. deild, eða tæplega 1800 þúsund
krónur. FH-ingar fengu hins vegar
minnstar tekjur, tæplega 660 þúsund, og
munaði þvf rúmri milljón á tekjum þess
liðs sem dró að sér flesta áhorfendur og
þess sem fæst fólk horfðí á í sumar.
Þeir leikir sem drógu aó sér flesta
áhorfendur I 1. deildinni fóru allir fram f
Reykjavík og það er athyglisvert að
áhorfendum að knattspyrnuleikjum I
höfuðstaðnum hefur farið ört fjölgandi.
Þannig voru þeir 1031 I fyrra, en 1107 I
sumar.
Framangreindar upplýsingar eru fengn-
ar hjá hinum ötula gjaldkera Knatt-
spyrnusambands Islands, Friðjóni
Friðjónssyni. Hér fara á eftir tölur yfir
aðsókn og tekjur liðanna I 1. deildinni I
sumar og breytingar frá 1974, þar sem
þær eru fyrir hendi:
TEKJUR einstakra félaga f 1. deild
1975:
Akranes 1.773.400 þúsund
Fram 1.426.197 þúsund
KR 1.192.355 þúsund
IBK 1.157.825 þúsund
Valur 1.129.820 þúsund
Víkingur 921. 524 þúsund
IBV 780.845 þúsund
FH 659.444 þúsund
Alls komu inn 14 milljónir 387 þúsund
krónur I sumar á leikjum 1. deildar, en 10
milljónir 424 þúsund síðastliöið sumar.
Þess ber að gæta að verð aðgöngumiða
hækkaði nokkuð I vor. Tekjur félaganna
námu samtals 10.4 milljónum I sumar, en
6.5 milljónum I fyrra.
Meðaláhorfendafjöldi að leik I sumar
var 953 og er það 11% fækkun frá síðast-
liðnu sumri, en þá sáu 1059 manns hvern
leik að meðaltali.
meðaltal meðaltal
Staður 1975 1974 breyting
Reykjavík 1107 1031 7%
Akranes 1003 1153 — 15%
Keflavík 1060 1252 — 28%
Vestmannaeyjai 596 580 3%
Hafnarfjörður 535 —
Tekjuhæstu leikir:
Fram — IA 356.788 þús. krónur I hlut
hvors félags
KR — IA 187.582
Valur — IA 148.289
Þeir leikir sem gáfu minnstar tekjur af
sér:
Valur — FH 23.951 þús. kr. I hlut hvors
félags
IBV — KR 21.252
FH — Víkingur 3.978
Meðalhagnaður af hverjum leik nam
75.673 krónum til hvors leikaðila.
Þess má að lokum geta, að eftir úrslita-
leik bikarkeppni KSl kom tæplega hálf
milljón f hlut hvors félags, IBK og ÍA.
Mesta tapið af einum leik í bikarkeppn-
inni var á leik IBV og Þróttar frá Nes-
kaupstað eða 207 þúsund krónur.