Morgunblaðið - 27.11.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1975
7
Stríðsyfirlýsing
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri og formaður utan-
rlkismálanefndar Alþingis.
ritar athyglisverðan
leiðara I blað sitt Timann i
gær, þar sem m.a. er
fjallað um herskipaíhlutun
Breta á íslandsmiðum.
Þórarinn segir m.a.:
„Þótt vel hafi gengið i
þorskastriðinu við Breta
fyrstu daga þess, mega
menn ekki blindast af sig-
urvimu og telja sér trú
um, að nú þegar sé fullur
sigur unninn. Ástæðan til
þess. að brezku togararnir
hafa hótað að hverfa af
fstandsmiðum, ef þeir fái
ekki aukna vernd. er tvl-
þætt. Annars vegar hefur
islenzka landhelgisgæzlan
gengið vel fram og valdið
brezku togurunum meiri
skráveifum en forráða-
menn þeirra hafa reiknað
með. Hins vegar hafa
brezkir togaramenn alltaf
viljað fá herskipavernd frá
upphafi og gripa því hina
vasklegu framgöngu
islenzku varðskipanna
sem tilefni til að krefjast
hennar. Þegar þetta er rit-
að, er ekki vitað, hvort
brezka stjómin verður
strax við kröfum þeirra
eða kýs heldur að fika sig
áfram i áföngum og biða
eftir einhverju sérstöku
tækifæri til þess að geta
frekar réttlætt innrásina.
En öll ástæða er til að
ætla vegna ákveðinna yf-
irlýsinga brezkra stjórn-
málamanna úr báðum
aðalflokkum þingsins að
herskipin komi fyrr eða
siðar til sögunnar. ef
brezkir togaramenn telji
sig ekki geta náð öðruvisi
þeim afla, sem ætlun
þeirra er að ná."
Harðari og
langvinnari
átök en áður
„Það tjóar þvf ekki
annað fyrir íslendinga en
að búa sig undir algert
þorskastríð, þar sem
átökin geta orðið enn
harðari og lengri en i fyrri
þorskastrfðum. Frá brezku
hafnarbæjunum berast
þær fréttir, að þar sé and-
úðin f garð íslendinga enn
meiri nú en hún var f fyrri
þorskastyrjöldum. Þannig
vill þetta Ifka oft verða,
þegar menn eru að heyja
sitt lokastrfð.
Þvf mótmælir sennilega
enginn, að Bretar eru
okkar aðalandstæðingar í
þessum átökum. Þeir
sækjast nær eingöngu eft-
ir þeim fiskstofninum,
þorskinum, sem er hvort
tveggja i senn okkur dýr-
mætastur og f mestri
hættu. Mestu máli skiptir
því að verja hann. Öllum
hlýtur að vera Ijóst, að við
. erum að leggja út f
I styrjöld við ofurefli, þegar
I brezki flotinn er annars
Þórarinn Þórarinsson.
vegar. Gegn honum
verður þvf að beita öllu
því afli, sem við ráðum
yfir. Við höfum ekki efni á
að veikja það og tvfstra
þvf með því að eiga jafn-
framt i stríði við marga
aðra. Við lærðum það f
síðasta þorskastrfði, að
Þjóðverjar gátu veitt 90
þús. smál. á íslands-
miðum 1973, sökum
þess, að við urðum að ein-
beita okkur gegn Bretum.
Sama sagan er Ifkleg til
að gerast nú, nema okkur
takist með samningum að
draga úr þessu aflamagni
Þjóðverja. í þessum efn-
um er alveg út f hött að
vera að vitna til afla Þjóð-
verja undir allt öðrum
kringumstæðum, eða
þegar við þurftum ekki
að eiga i strfði við Breta."
Að berjast við
sem fæsta
andstæðinga
„Sérhver sá, sem ætlar
að vinna strfð, reynir að
berjast við sem fæsta and-
stæðinga f senn. Hitt er
ekki annað en að flana
beint út f ósigurinn að
ætla að berjast við marga
f einu og fást þannig við
margfalt ofurefli. Þetta
verða menn að gera sér
Ijóst, ef það er ásetningur
þeirra að sigra aðaland-
stæðinginn. í þessum efn-
um dugir ekki nein óraun-
sæ sigurvíma, þótt sæmi-
lega gangi meðan and-
stæðingurinn er ekki far-
inn að beita afli sfnu. í
þorskastrfðinu nú verður
framar öðru að hafa það
að leiðarljósi að sigra
Breta, þótt það taki sinn
tíma. En sá sigur er næsta
vonlftill, ef við ætlum að
berjast við marga aðra
samtfmis."
Hér eru orð f tíma töluð.
Að vísu munu
kommúnistar, sem og
menn tilfinninga fremur
en kaldrar rökhyggju,
hamast gegn þeirri víg-
Ifnu, sem þjóðin er að
byggja upp f sfnu Iffs-
strfði, bæði með samning-
um og landhelgisvörzlu,
til að tryggja loka-
áfangann: fullan yfirráða-
rétt á íslandsmiðum og
verndun stofna nytjafiska
okkar. — Menn til-
finninga — en ekki rök-
hyggju — eru I góðri trú.
Kommúnistar, sem sömdu
við Breta 1973, sem
frægt er orðiðjvita betur.
Þeim er landhelgismálið
aðeins tækifæri til að
koma fram öðrum og
óskyldum stefnumiðum:
samningarnir við Breta
1973 var þeim þá leið til
að tryggja eigin ráðherra-
stóla, andstaða við mun
hagstæðari samninga við
V-Þjóðverja nú pólitfskur
skollaleikur, sem verður
auðsær f Ijósi umsagnar
Haf rannsóknastofnunar
um samningsdrögin, er
þjóðin hlýtur að telja
marktæk um gildi
samninganna.
Sindra-Stál hf hefur um áraraðir séð íslenzkum byggingariðnaði fyrir járni og
stáli, jafnframt því sem birgðastöð fyrirtækisins hefur kappkostað að hafa ætíð
á boðstólum nýjungar, sem stuðla að betri byggingarháttum. ____________
SINDRA STÁL
í dag býður Sindra-Stál h.f. ál til byggingaframkvæmda á
vegum sjávarútvegs, stofnanana og einstaklinga. í birgðastöð-
inni er jafnan úrval af bygginga-áli: — álplötum, flatáli,
vinkiláli, ferköntuðu áli o.fl. Álklæðningar frá Sindra-Stáli h.f.
hafa nú þegar sýnt sig að vera til hagkvæmni jafnt sem
fegurðarauka. Skoðið álklæðningu á nýtízku byggingum og þér
munuð vera okkur sammála um að „Sindra-ál“ er sérstaklega
athyglisvert.
SINDRA-STÁLHF Borgartúni 31 símar 19422-21684
DÖMUR
Fjölbreytt úrval af grá-
vöru. Húfum, treflum,
krögum, keypum í
tízkuskinnunum.
Einnig skinn í jakka,
pelsa og á möttla.
Feldskerinn
Skólavörðustíg 18
sími 10840.
'ímsí®
gmmm
íþróttatöskur.
Verðfrá kr. 1.198
13 gerðir
on okki kominn timi tii ad oignast
NÝJAN & BETRI STÓL
aanskan 1 • -j
cardmal
stólinn, som stydur vid bakid
&-----------<.»
SHIFSTIHIEim H.F.
Hvertisgðtu 33 Simi 20560