Morgunblaðið - 27.11.1975, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÖVEMBER 1975
Sovézkum
listamanni
„boðið” að
fara úr landi
Moskvu 26. nóv. Reuter.
EINN þekktasti andófslistmálari
í Leningrad, Igor Sinyavin, sagði í
dag að stjórnvöld hefðu óvænt
kvatt hann á sinn fund I gær og
boðizt til að láta hann fá vega-
bréfsáritun til ísraels, enda þótt
hann væri ekki Gyðingur og hefði
ekki leitað eftir leyfi til að fara til
ísraels. Sinyavin sagði frétta-
mönnum þetta símleiðis og sagð-
ist hafa orðið þrumulostinn, en
hann hefði fallizt á að fara og
myndi hann hverfa úr landi eins
fljótt og unnt væri.
Sinyavin er 37 ára. Hann hefur
átt verk á ýmsum „ósamþykkt-
um“ listsýningum í Leningrad sl.
ár en var meinuð þátttaka í sýn-
ingu þeirri, sem opinbert leyfi
var fyrir þar í borg í september sl.
Hann sagði að engin vandkvæði
væru á því að kona hans og tvær
dætur fengju að fara. með honum
og hygðist hann flytjast til Banda-
rfkjanna.
Unga fólkið og
Norðurlönd
I VOR voru stofnuð samtök ungs
fólks innan Norræna félagsins.
Tilgangur samtakanna er m.a. að
miðla upplýsingum til félags-
manna sinna og hinna ýmsu sam-
taka ungs fólks á íslandi um starf
og fyrirætlanir ungs fólks á
Norðurlöndum, skipuleggja nám-
skeið og fundarhöld í tengslum
við félög ungs fólks norrænu
félaganna.
I dag, fimmtudag 27. nóvember,
halda samtökin félagsfund í Norr-
æna húsinu kl. 20.30, þar sem
starf samtakanna hér og á
Norðurlöndunum verður meðal
annars kynnt og rætt. Sýndar
verða kvikmyndir frá Norður-
löndum. Nýir félagsmenn eru
velkomnir.
— Mótmæla
Framhald af bls. 2
ljós þegar allar stjórnmálalegar
ákvarðanir hafa verið teknar í
þessu máli.
Reykjavík, 26. nóvember, 1975.
Jakob Jakobsson
Eyjólfur Friðgeirsson
Hjálmar Vilhjálmsson
Sólmundur Einarsson
Ingvar Hallgrfmsson
Guðni Þorsteinsson
Ölafur K. Pálsson
Þórunn Þórðardóttir
Gunnar Jónsson
Sveinn Sveinbjörnsson
Kjartan Thors
Unnur Skúladóttir
Jón Ölafsson
Unnsteinn Stefánsson
Sent:
Alþingi íslendinga
Sjávarútvegsráðherra
Fjölmiðlum
Athugasemd Jóns Jónssonar
Bréf það sem hér um ræðir er
svar við beiðni Sjávarútvegsráðu-
neytisins um umsögn Haf-
rannsóknastofnunarinnar frá
fískifræðilegu sjónarmiði um það
aflamagn, sem Vestur-
Þjóðverjum á að vera heimilt að
taka á Islandsmiðum á ári hverju
næstu tvö árin, svo og önnur
ákvæði í þeim samningsdrögum,
sem lögð hafa verið fram á
Alþingi. Eg tek strax fram í bréf-
inu, að ekki sé mikið til skipt-
anna, ef gerðar verða þær frið-
unarráðstafanir, sem Haf-
rannsóknastofnun telur nauðsyn-
legar til viðhalds íslenzku fisk-
stofnanna og nauðsynlegt sé að
draga úr veiði útlendinga svo sem
frekast er kostur. Þó eru þessi
samningsdrög sérstök að því leyti,
að hér er svo til eingöngu um að
ræða veiði tveggja tegunda, ufsa
og karfa en það eru hvorttveggja
stofnar, sem ekki eru í eins mik-
illi hættu og þorskstofninn. Enda
er það mikilvægasta ákvæði þessa
samnings, að Vestur-Þjóðverjar
skuldbinda sig til þess að taka
ekki meira en 5000 tonn af þorski
á næsta ári. Þá er í samningnum
þýðingarmikið ákvæði um, að
Vestur-Þjóðverjar virði lokun
uppeldis- og hrygningarstöðva,
stækki möskvastærð til samræmis
við tslenzkar reglur og hækki lág-
marksstærð á fiski sem landa má
til samræmis við fyrirhugaða
íslenzka reglugerð. Allt eru þetta
hrein fiskifræðileg atriði, sem ég
tel miklu varða og eðlilegt að
metin séu af hálfu Hafrannsókna-
stofnunarinnar og af þeim sökum
tel ég þetta skárri lausn en að
Vestur-Þjóóverjar haldi hér
áfram veiðum á sama hátt og
hingað til, jafnvel með möskva-
stærð sem engu þyrmir og við
höfum enga leið til að hafa eftirlit
með. Ég tel, að bréf mitt sé hreint
faglegt mat á þeim valkostum,
sem fyrir hendi eru, og mótmæli
eindregið að annað liggi á bak við.
— Bruninn
Framhald af bls. 1
son, eigandi sportvöruverzlunar-
innar Goðaborgar. Gekk Kristján
að sögn sjónarvotta mjög vasklega
fram við björgunarstarfið, fór
strax óvarinn inn I reykhafið á
rishæð hússins og mun hafa verið
á leið út með einn mannanna er
fórust í þann mund sem reyk-
kafarar slökkviliðsins komu á
vettvang og aðstoðuðu hann.
Kristján var hins vegar á eftir
fluttur i slysadeildina, þar sem
hann kvartaði undan þyngslum
fyrir brjósti. Kristján reyndist
hafa verið þar veill fyrir ogltom í
ljós að hann hafði ekki þolað
áreynslu björgunarstarfsins, því
að í gærkvöldi var hann kominn á
gjörgæzludeild Borgarspítalans.
Morgunblaðinu tókst hins vegar
ekki að afla sér frekari upplýs-
inga um líðan Kristjáns í gær-
kvöldi.
Þá slasaðist einnig ung
lögreglukona, Arnþrúður Karls-
dóttir, sem var við gæzlu og
umferðarstjórn framan við Óðins-
götu 4. Hafði kaðall verið strengd-
ur framan við húsið til að halda
forvitnum vegfarendum í hæfi-
legri fjarlægð, en þá tókst ekki
betur til en svo að sjúkrabifreið
sem kom aðvífandi ók á kaðalinn.
Arnþrúður stóð við kaðalinn og
þegar sjúkrabifreiðin ók á kaðal-
inn slitnaðí hann en vafðist utan
um handlegg Arnþrúður með
þeim afleiðingum að hún hand-
leggsbrotnaði. Var gert að meiðsl-
um hennar í slysadeildinni i gær-
kvöldi.
Að því er varðstjóri hjá slökkvi-
liðinu tjáði Morgunblaðinu stóðu
eldtungurnar upp um þakglugga
hússins Öðinsgötumegin, þegar
allt slökkviliðið borgarinnar kom
þar á vettvang um kl. 18.50 í gær-
kvöldi. Var þá þegar sýnt að
eldurinn mundi allur vera i ris-
hæðinni og mikill reykur, þannig
að reykkafarar voru þá' strax
sendir inn í húsið. Náðu þeir
þremur mannanna út, sem allir
reyndust vera látnir eða létust
skömmu síðar. Einnig voru menn
sendir upp á þak hússins í körfu
kranabíls slökkviliðsins og
björguðu þeir Jónmundi út eins
og áður getur.
Að sögn slökkviliðsmanna
reyndist tiltölulega fljótlegt að
slökkva eldinn og hindra að hann
bærist frekar út um húsið, en það
er alls 3 hæðir ásamt kjallara og
risi. Að öðru leyti átti eftir að
kanna skemmdir á húsinu af völd-
um vatns og reyks. Eldsupptök
eru ókunn, en eins og áður segir
bendir ýmislegt til þess að kvikn-
að hafi i út frá sígarettu í her-
bergi eins leigjandanna. Mennirn-
ir þrír virðast hafa verið sofandi
eða atburðinn borið snöggt að, því
að í engu herbergi þeirra þriggja
sem fórust höfðu þakgluggar
verið opnaðir, likt og Jónmundur
gerði.
Að því er Helgi Daníelsson
rannsóknarlögreglumaður tjáði
Morgunblaðinu i gærkvöldi mun
hin eiginlega rannsókn á elds-
voðanum hefjast nú árdegis.
— Vill vopnahlé
Framhald af bls. 1
deilur tveggja vinaþjóða væru
komnar á svo alvarlegt stig.
Níels P. Sigurðsson sendiherra
sagði Mbl. að í þriðja hverju sím-
tali við sendiráðið kæmi fram
andstaða við íslendinga. Hann
sagði að meiri skilningur hefði
ríkt á málstað islendinga í síðasta
þorskastríði og áberandi væri að
menntaðra fólk væri meira á móti
Islendingum nú, en hins vegar
virtist þorri almennings vera með
200 mílunum þar sem hann vildi
200 mílna brezka fiskveiðilög-
sögu.
Hann sagði að atburðurinn á
Neskaupstað hefði mælzt illa og
sendiráðið hefði fengið upphring-
ingar í því sambandi. Því hefði
verið haldið fram í sumum
fréttum að slegið hefði verið í
hendi læknisins með ár og hefði
það ekki sízt mælzt illa fyrir.
— Portúgal
Framhald af bls. 1
beina sendingum sér hliðhollra
stöðva í Oporto yfir höfuðborgar-
svæðið.
Ríkisútvarpið útvarpaði til-
kynningu frá Fransisco de Costa
Gomes forseta, þar sem hann
fyrirskipaði fólki að halda sig inn-
andyra eftir miðnætti og sagði að
takmarkanir hefðu verið settar á
málfrelsi og rétt til að halda fundi
og mótmælagöngur. Hann skipaði
einnig bönkum um allt land að
loka þar til annað væri ákveðið.
— Herskip
Framhald af bls. 1
gagnvart bandalaginu ef við
segðum: „Við höfum orðið að
viðurkenna fyrir íslendingum
að málstaður þeirra er rétt-
mætur. Við biðjum ykkur að
skilja að Bretland vill fara eins
að gagnvart EBE og Island
gagnvart Bretlandi."
— Þetta er það sem sjávarút-
vegur okkar biður okkur að
gera. Þannig standa málin nú
og ástandið gæti ekki verið
verra: Við Bretar bökum okkur
megna andúð á íslandi og
samningsafstaða okkar er þver-
öfug við þá afstöðu sem við
tökum þegar við snúum okkur
til Efnahagsbandalagsins til að
tryggja framtíð fiskveiða okkar
á heimamiðum og djúpmiðum.
— Þegar við snúum okkur til
EBE segjum við: „Hjálpið
okkur að beita þrýstingi gegn
íslendingum, en við viljum
sitja einir að okkar eigin
miðum eins og Islendingar
vilja.“ Við segjum við EBE:
„Við viljum ekki að þið veiðið á
okkar miðum, við þurfum þessi
mið handa fiskiskipaflota
okkar.“ Við munum „lýsa yfir
íslandi" gegn Evrópu, en við
höfum beðið Evrópu að beita
Islendinga þrýstingi. I verra
óefni gætu málin ekki komizt.
— Ég held að margir skilji
þessi rök og þegar allt kemur til
alls er ekkert gagn í þessum
dráttarbátum sem munu kosta
okkur 250.000 pund. En is-
lendingar verða að viðurkenna
að við þurfum smáaðlögunar-
tíma, við skulum segja sex mán-
uði.
— Mér finnst að mörgu leyti
líkt á komið með Bretum og
islendingum: verðbólgan er
meiri á Islandi en í Bretlandi,
greiðsluhalli ykkar er eins
slæmur, gripið hefur verið til
innflutningstakmarkana í báð-
um löndunum og það eina sem
þið eruð að gera er að koma á
smáútflutningstakmörkunum!
En munurinn er sá að 80% út-
flutnings okkar er ekki fiskaf-
urðir. Atvinnuleysi er hins
vegar aðeins lA% á Islandi en í
Hull er það 10% og það er
mikið.
— Islendingar verða að
viðurkenna að þeir okkar sem
vilja hjálpa til þess að réttmæti
málstaðar þeirra verði viður-
kenndur verða að fá hjálp því
þegar fram í sækir skiptir
ykkur mestu máli hvað verður
um hafsvæðin innan 200 míln-
anna svo ykkur megi takast að
vernda fiskstofna ykkar og
tryggja útflutning ykkar sem er
aðallega fiskafurðir.
— Bannað flug
Framhald af bls. 2
þess, að ef eftirlitsskip eða fiski-
skip frá þeim þjóðum sem ekki
virða fiskveiðilögsögu íslands
leita hafnar, verði þeim ekki
látnar i té neinar vistir, viðgerðar-
þjónusta né rekstrarvörur, en
fyrirgreiðsla aðeins veitt vegna
sjúkra manna eða slasaðra.
Þó að tilmæli ráðuneytisins hafi
aðeins verið send þeim höfnum,
sem erlend skip leita mest til,
væntir ráðuneytið þess að aðrar
hafnarstjórnir fari einnig eftir
þeim.
— Freigátan
ruglaðist
Framhald af bls. 32
við flotann. Það er nokkurn
veginn í miðjum hópnum, en
dráttarbátarnir halda sig i
jarðri veiðisvæðisins hver á
sinu horni. Þeir eru fjórir.
Togararnir eru í þéttum og
góðum hóp, svo þéttum að það
ætti að hindra veiðar að ráði,“
sagði Gunnar. Er Morgun-
blaðið sagði að svo virtist sem
freigátan fæli sig í þokunni,
bætti hann við: „Já það býr
margt í þokunni, herskip, varð-
skip og sitthvað fleira.“
Gunnar lýsti klippingunni í
fyrrakvöld á þann veg, að frei-
gátan Leopard hefði verið að
koma að sunnan, en Ægir að
vestan. Fjórir dráttarbátar eða
verndarskip vorú -á svæðinu.
„Við keyrðum á fullri ferð og á
móti okkur kom Star Aquari-
us, en við snerum hann auð-
veldlega af okkur. Þá bjóst
Lloydsman til varnar og var
nokkuð erfiðari viðfangs. Þar
um borð er greinilega góður
sjómaður. Herskipið var ná-
lægt og við beygðum fyrir Sirí-
us og svo fórum við að klippa.
Við gerðum þrjár tilraunir til
að klippa og það tókst I þeirri
þriðju. Ég held að herskipið
hafi eitthvað ruglazt á okkur
og dráttarbátunum," sagði
Gunnar Ólafsson, en atburður
þessi gerðist klukkan 19,42 í
fyrrakvöld í náttmyrkri. 1
gæzluflugi í gær varð eigi vart
við togarann, sem klippt var
aftan úr, William Wilberforce
GY 140, svo að hugsanlega
hefur hann farið heim eftir
veiðarfæramissinn, nema
hann hafi haft aukatroll og
hafi verið meðal þeirra 15
skipa, sem leyndust i þokunni
norður af Langanesi.
Helgi Hallvarðsson, skip-
herra á Þór, var er blaðamaður
Morgunblaðsins flaug yfir
skipið í gær á leið að togurum,
sem voru einir að veiðum við
Hvalbak. Þeir togarar, sem
voru nyrzt og næst varðskipinu
í um 12 sjómílna fjarlægð,
voru i óða önn að taka inn
trollin. Helgi sagði i viðtali við
Morgunblaðið: „Það er allt ró-
legt — við reynum eftir
fremsta megni að halda tog-
urunum frá veiðum. Þeir hífa
venjulega, er við nálgumst."
Helgi Hallvarðsson sagði að
á svæðinu fyrir austan væru
tvö njósnaskip, sem skýrðu
landhelgisbrjótunum jafn-
skjótt frá staðsetningu varð-
skipanna og til þeirra sæist.
Við sendum Helga baráttu-
kveðjur og hann tók undir þær
hress að vanda.
— Gerðardómur
Framhald af bls. 3
hefði frá og með vorfardögum
n.k. eða 14. maí leigt húsnæði í
Síðumúla 14 þar sem nú eru rit-
stjórnarskrifstofur Vísis og hefði
Járnsíða hf., eigandi húsnæðisins,
staðfest þá gjörð. Sagði Jónas að
hugmyndin væri sú að þarna yrðu
ritstjórnarskrifstofur Dagblaðs-
ins.
— Við viljum
Framhald af bls. 13
fiskiskipum veiðitakmarkanir
innan 50 mílna markanna.
Goronwy Roberts kvaðst ekki
geta svarað þessari spurningu
að svo stöddu, en sagði að hægt
væri að hefja viðræður um
verndun fiskstofna þegar í stað.
Þá tók til máls lafði Tweeds-
muir og sagði það skoðun sína,
að ef islendingar segðu til um
hversu mikið Bretar þyrftu að
minnka þorskveiðarnar, þá
væri hægt að semja.
Goronwy Roberts sagði þá, að
óyggjandi niðurstaða um afla-
magn i samræmi við hagsmuni
Islendinga lægi ekki fyrir.
Öðrum spurningum svaraði
Roberts lávarður á þá leið, að
Bretar hefðu látið í ljós það álit
sitt, að hafréttarráðstefnan ætti
að koma sér saman um 200
mílna regluna og Bretar von-
uðust til að hafa á hendi veiga-
mikið hlutverk á þeirri ráð-
stefnu. Þá sagðist hann vona,
að Islendingar mundu ekki
gera breytingar á núverandi
veiðitilhögun fyrr en hafréttar-
ráðstefnan hefði komizt að
niðurstöðu.
— Hámenning
Framhald af bls. 14’
tengist heimsmenningunni, svo sem
kostur er.
Eftirmáli
Báglega get ég skilist við þessa
grein um hina stórmerku sýningu
án þess að benda á atriði, sem
kemur sýningunni sjálfri ekkert
við heldur framkvæmd hennar og
er þess eðlis að mikla athygli hef-
ur vakið. Hér er um að ræða sýn-
ingu á mörgu hinu besta og full-
komnasta I leturgerð og ritmáli t
gegnum aldirnar, sem er auglýst
með skiltum, festum á grindverk
fyrir framan Kjarvalsstaði og við
Miklubraut. — skiltum þar sem
öll þekking á letri og ritmáli er
fótum troðin. Ómurlegra gat það
ekki verið og er mikit spurning
hver hafi gefið grænt Ijós fyrir
sltkan ósóma . . .
Á þetta máski að vera táknrænt
fyrir þá menningu er flytja kann
inn I húsið þegar sýningunni lýk-
ur? . . .
m Alltaf er hann beztur Blái borðinn f f
• smjörliki hf.