Morgunblaðið - 27.11.1975, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1975
kenni sem gerðu hann mikinn og sér- Æ
stæðan.
Vissulega hafa margir þessara eigin-
leika verið heimanfengnir, sprottnir úr
hinu gamla íslenzka bændaþjóðfélagi og
af þeim sterku ættstofnum sem að
Gunnari Gunnarssyni stóðu. Aðrir hafa
verið áunnir í langri baráttu þrotlausrar
vinnu og mikilla afreka. Verum minnug
þess að það er eigi lítil lífsreynsla í því
fólgin að rita slíkar bækur sem Gunnar
Gunnarsson gerði, og sumar hverjar
munu að ég ætla skipa sér sess meðal
sígildra bókmennta Evrópu.
Síðasta þrekvirkið sem Gunnar
Gunnarsson innti af höndum var þýðing
og endurritun eigin verka á íslenzku.
Hann hóf það starf árið 1969 áttræður að
aldri. Hann lagði oft áherzlu á það við
mig að ástæðan til þessa verks væri ekki
sú, að hann teldi ekki fyrri þýðingar
bókanna góðar, heldur eingöngu það, að
honum fyndist ekki þessar íslenzku
þýðingar vera sínar bækur, máiið væri
ekki sitt tungútak. Hann kunni ekki við
að afhenda þjóð sinni bækurnar endan-
lega í þeim búningi. Skapgerð hans
leyfði ekki slíkt.
Mér telst svo til að hann hafi á þennan
hátt fullgengið frá 10 af sögum sínum.
Hann var að stytta og endurþýða Fóst-
bræður, elleftu söguna, þegar hann féll
frá. Jörð hafði hann einnig ætlað sér að
ljúka við, en því miður tókst það ekki.
Að minum dómi vann Gunnar
Gunnarsson mikið afrek með endur-
þýðingu bóka sinna. Mál hans á þeim er
víða frábært, og þó er hitt mest um vert
að þær hafa fengið sterkari svip af höf-
undi sínum en þær áður höfðu — hafa
orðið hans eigin bækur. Og þetta afrek
verður ennþá meira ef við höfum í huga,
að verkið vinnur hann allt eftir að hann
er kominn yfir áttrætt.
Starf Gunnars Gunnarssonar var þrot-
laust alla tíð, síðustu árin engu minna en
áður, e.t.v. meira, og var eins og skipti
engu máli þótt hann ætti við heilsuleysi
að stríða. Og enn sat hann að ritstörfum
og vann að Fóstbræðrum síðasta daginn
sem hann Iifði.
Afreka Gunnars Gunnarssonar verður
ekki minnzt nema getið sé frú
Francisku, hinnar hægu, aðlaðandi og
gestrisnu konu sem gerðist lífsförunaut-
ur hans meðan hann enn átti alla sigra
sína óunna. Samband þeirra var markað
slíkri ástúð og eindrægni að unun var að
vera í návist þeirra. Sá sem því kynntist
hlaut að sannfærast um, að án frú Fran-
cisku hefði Gunnar Gunnarsson ekki
unnið þau afrek sem hann gerði, enda
dró hann sjálfur ekki dul á það. Frú
Franciska hefur undanfarin ár búið við
vanheilsu og lá þungt haldin í sjúkra-
húsi fyrir þremur vikum. En hún er á
batavegi og er nýkomin heim. Hún er
hvorki veikbyggð né veikgeðja fremur
en maður hennar var. Guð blessi hana.
Eiríkur Hreinn Finnbogason.
Kveðja
og
þökk
MEÐ Gunnari Gunnarssyni er horfinn af
sjónarsviðinu einn svipmesti og stór-
brotnasti rithöfundur sem íslenzka þjóð-
in hefur eignazt. Meðan íslenzkar bók-
menntir eru til mun nafn hans standa
fremst í þeirri fylkingu andans manna
þjóðarínnar sem hún á mest að þakka.
Ungur fluttist hann til Danmerkur og
hóf þar rithöfundarferil sem varð til
þess að kynna ísland og menningu þjóð-
arinnar víða um lönd. En lengi hafði því
verið haldið fram að Islendingar ættu
litlar eða engar bókmenntir frá því fyrir
siðaskipti. Gunnar sannaði áþreifanlega
með skáldritum sinum að þessi skoðun
var ekki á rökum reist. Sjálfur komst
hann ungur í röð fremstu rithöfunda
Norðurlanda, og margar bóka hans urðu
kunnar víða um heim.
Gunnar Gunnarsson var búsettur í
Danmörku í 32 ár. Þar skrifaði hann
flestar bækur sínar og þýddi sumar
þeirra samtímis á íslenzku svo sem þrjú
fyrstu bindin af Sögu Borgarættarinnar,
en aðrir urðu til að þýða ýmsar bækur
eftir hann: Einar H. Kvaran, Halldór
Laxness og Magnús Ásgeirsson. Meðal
skáldsagna hans, sem hann samdi í Dan-
Gunnar Gunnarsson ásamt Sveini Björnssyni, fyrrverandi forseta.
Ein af síoustu myndunum er
tekin var af skáldinu.
Gunnar Gunnarsson og fjölskylda hans í garðstofunni á Friðarhólmi.
Gunnar Gunnarsson á leið
niður úr vinnustofu sinni á
Dyngjuveginum.
SKRIÐUKLAUSTUR — Hin glæsilegu húsakynni skáldsins í Fljótsdals-
héraði, en þar byggði hann, þegar þau hjón fluttust til íslands fyrir
seinna strið.
Gunnar Gunnarsson og frú Franzisca á heimili þeirra hjóna, en myndin
var tekin er skáldið var 85 ára.
^ mörku, eru þær þrjár sem tvímælalaust
eru tindurinn í íslenzkri skáldsagnagerð
að fornu og nýju: Sælir eru einfaldir,
Fjallkirkjan og Svartfugl. Er það með
öllu óskiljanlegt að honum voru ekki
veitt Nóbelsverðlaunin þegar árið 1930,
þjóðhátfðarárið. — En út f það verður
ekki farið nánar hér.
Gunnar Gunnarsson var meðal hinna
fyrstu íslenzku rithöfunda sem hösluðu
sér völl í Danmörku á fyrstu áratugum
þessarar aldar. Hinir voru Jóhann Sigur-
jónsson, Jónas Guðlaugsson og Guð-
mundur Kamban. Þessum merka kapí-
tula í íslenzkri bókmenntasögu hafa enn
ekki verið gerð þau skil sem skyldi, en
það væri verðugt verkefni fyrir bók-
menntafræðingana. Það eitt er víst að
starf þessara höfunda stuðlaði mjög að
skilningi á stöðu okkar gagnvart þáver-
andi sambandsþjóð okkar og varð þáttur
í sjálfstæðisbaráttunni.
Tilgangurinn með þessum línum er
ekki sá að skýra frá æviferli Gunnars
Gunnarssonar. Hann er flestum kunnur.
Ég vil aðeins votta honum virðingu og
þökk. Ég kynntist Gunnari fyrst sumarið
1932, þá nýkominn frá Askov höjskole,
þar sem hann hafði verið nemandi rúm-
um 20 árum áður, og lýsir ógleymanlega
í fjórða þætti Fjallkirkjunnar. Ég var
nokkrum sinnum gestur Gunnars á
heimili hans Fredsholm i Birkeröd á
Sjálandi, en Gunnar og frú Franciska
voru gestrisin með afbrigðum. Þá sýndi
ég honum fyrstu tilraunir mfnar til að
skrifa á dönsku. Hann hvatti mig til að
halda áfram á þessari braut og lét ekki
standa við það eitt, heldur stuðlaði að
þvi að ég fékk styrk frá danska hluta
Sáttmálasjóðsins, er ég hélt til loka styrj-
aldarinnar. En án þessa stuðnings hefði
mér ekki verið unnt að halda áfram
ritstörfum á dönsku. Það einkenndi
Gunnar að hann vár ætíð reiðubúinn að
sýna byrjendum í listinni skilning og
leiðbeindi þeim af þeirri nærfærni sem
seint mun gleymast.
Ég enda svo þessar línur með því að
senda frú Francisku og fjölskyldu þeirra
hjóna mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Jón Björnsson.
Kveðja frá
Rithöfunda-
sambandi
íslands
GUNNAR Gunnarsson er fallinn. Is-
lenskt þjóðlíf er svipminna en áður og
fátæklegra, slíkur listamaður var hann,
slíkur persónuleiki, slík manneskja. Um
áratuga skeið hefur hann lagt fágætan
skerf til menningar þessarar þjóðar, og
bókmenntaafrek hans eru bæði þjóðleg
og alþjóðleg. Líf hans var hvort tveggja í
senn ævintýrið sjálft og þrotlaus starfs-
önn og starfsögun.. Af þessum uppsprett-
um báðum var listsköpun hans runnin.
Þannig verða mikilmenni til.
Gunnar Gunnarsson lét sig ekki miklu
skipta félagsmál fslenskra rithöfunda
eftir að hann fluttist aftur heim til Is-
lands. Á árum sínum erlendis var hann
einn af stofnendum Bandalags íslenskra
listamanna. En þótt hann tæki ekki virk-
an þátt í félagsmálum íslenskra rithöf-
unda lengst af fylgdist hann vel með
málefnum þeirra og harmaði sundur-
þykkju og samtakaleysi.
Þegar íslenskir rithöfundar gengu til
samstarfs á síðastliðnu ári og stofnuðu
Rithöfundasamband íslands að nýju
kom hann hiklaust til móts við starfs-
bræður sína, flutti ávarp á stofnfundin-
um og hvatti til heillavænlegrar sam-
stöðu. Þar fylgdi hugur máli. öldungur-
inn margvitri var heill og sannur í árnað-
aróskum sfnum og hvatningu til samtak-
anna. Engin tilviljun var að hann var
kjörinn heiðursfélagi sambandsins á
stofnfundi.
Stjórn Rithöfundasambands Islands
þakkar hinum fallna heiðursfélaga
framtak hans og drengskap við stofnun
sambandsins og stórbrotið framlag hans
til dýrmætasta arfs íslendinga. Hún fær-
ir ekkju skáldsins og skylduliði öllu hug-
heilar samúðarkveðjur. Nafn Gunnars
Gunnarssonar mun ávallt verða tákn
þess besta sem Island hefur alið.