Morgunblaðið - 27.11.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Þjóðareining Iræðu á Alþingi í fyrra- dag beindi Geir Hall- grímsson forsætisráðherra þeirri áskorun til þings og þjóðar að mynduð verði órofa samstaða — þjóðareining um viðbrögð og mótaðgerðir gegn valdbeitingu Breta ,,Við þurfum að íhuga vel hvert það skref, sem við tökum svo það verði stigið i sfyrkleika en ekki veikleika, taka ákvarðanir að vel athuguðu máli svo að við megum ná þeim tilgangi, sem að er stefnt i landhelgismálum okkar, að ná í raun fullum yfirráðum yfir íslenzkum fiski- miðum og vernda þá auðlind sjávar, sem framtið og velferð þjóðarinnar er svo samofin," sagði Geir Hallgrímsson enn- fremur í ræðu sinni á Alþingi. Þegar við íslendingar stöndum nú enn einu sinni frammi fyrir því, að Bretar senda herskipaflota sinn inn í íslenzka fiskveiðilögsögu til þess að vernda brezka togara, sem stunda ólöglegar veiðar og rányrkju á íslenzkum fiski- miðum, ætti nánast ekki að þurfa að undirstrika nauðsyn þess, að þjóðin standi saman í órofa fylkingu gegn því ofbeldi. Saga íslenzku þjóðarinnar í gegnum aldir hefur kennt okkur, að sameinaðir sigrum við en sundraðir föllum við. Þess vegna er rík ástæða til að harma það að á þessum örlagatímum i sögu þjóðarinnar ganga ákveðin stjórnmálaöfl fram fyrir skjöldu, ekki til þess að stuðla að einingu meðal íslendinga gegn ofbeldi og valdbeitingu, heldur til þess að sundra þjóðinni og efna til átaka og deilna. Ekki þarf annað en líta yfir málgagn Al- þýðubandalagsins, Þjóðviljann, í gær til þess að sjá, að sundr- ungariðjan er þeim aðilum, sem að því blaði standa ofar í huga en samstaða og þjóðar- eining. í forystugreinum Þjóð- viljans í gær er ekki vikið einu orði að ofbeldisaðgerðum Breta á íslandsmiðum en púðrinu eytt til þess að kynda undir deilu og átök meðal íslendinga sjálfra og bersýnilegt er á með- ferð blaðsins á fréttum um landhelgismál, að i augum þeirra sem að því standa, skiptir flotaíhlutun Breta minna máli en viðleitnin til þess að efna til átaka innanlands. Þessa sundrungariðju kommúnista og fylgifiska þeirra ber að fordæma harð- lega. Þeir sem gera tilraun til að sundra þjóðinni á slíkum örlagatímum munu komast að raun um, að íslendingar sam- einast gegn hinu erlenda of- beldi og þeir munu sitja eftir, sem hafa hvorki áhuga né vílja til þess að snúa sér að því sem mestu skiptir, baráttunni gegn brezku ofbeldi. Bréf Hafrannsóknastofnunar Iumræðum þeim sem um þessar mundir fara fram um samkomulagsdrögin við Vestur-Þjóðverja hefur mesta athygli vakið bréf það, sem Hafrannsóknastofnunin sendi sjávarútvegsráðu- neytingu í fyrradag. En í þessu bréfi lætur Hafrannsókna- stofnunin í Ijós þá skoðun, að samkomulagsdrögin við Þjóðverja séu skásti kostur, sem við eigum völ á i dag frá fiskífræðilegu sjónarmiði og að það sé skoðun Hafrannsókna- stofnunar að vandlega athug- uðu málí, að vart muni án samninga verða unnt að tak- marka heildarafla Þjóðverja á íslandsmiðum meira en lagt er til með þessum samkomulags- drögum. í bréfi Hafrannsóknastofnun- ar seflir m.a.: „Þessi fiskveiði- samningur er að því leyti sér- stæður, að hér er svo til ein- ungis um að ræða veiði tveggja tegunda, ufsa og karfa, en það er hvort tveggja stofnar, sem ekki eru i jafn yfirvofandi hættu og þorskstofninn. Stofnunin telur mjög mikils virði, að þorskveiðar Vestur-Þjóðverja skuli takmarkaðar við 5 þúsund tonna hámark á ári og er það vart meira en ætla verður eðli- legt við veiðar á hinum tegund- unum. Æskilegast hefði verið, að heildarkvótinn væri lægri, sérstaklega þar sem ekki er ósennilegt, að íslendingar muni sækja ufsa og karfastofn- ana í auknum mæli vegna tak- markana á þorskveiðinni. Það er skoðun Hafrannsóknastofn- unarinnar að vandlega athug- uðu máli, að vart muni án samninga verða unnt að tak- marka heildarafla Vestur- Þjóðverja á íslandsmiðum meira en hér er lagt til eins og m.a. reynsla fyrri ára sýnir. Af þeim sökum er hér um að ræða skásta kost, sem við eigum völ á í dag frá fiskifræðilegu sjónar- miði'' Þessi niðurstaða Hafrann- sóknastofnunar hlýtur að vekja mikla athygli og bréf,. sera. nokkrir starfsmenn stofnunar- Tnnar hafa sent frá sér vegna þessarar niðurstöðu breytir þar engu um, enda er þar engin efnisleg rök að finna gegn þessu mati Hafrannsóknastoín- unar. eftir BRAGA ÁSGEIRSS0N „Prentlistin breytir heiminum", nefnist merk sýning á þróunarsögu prentlistarinnar í 500 ár, eða allt frá dögum Gutenbergs og til nútimans, sem staðið hefur yfir að Kjarvals- stöðum undanfarið og fyrirhugað er að Ijúki á fimmtudag Sýningin hefur vakið verðskuld- aða athygli fagmanna, en almenn aðsókn mætti vera meiri, mikið hefur verið um hana skrifað í dag- blöðin af hinum fróðustu mönnum um sögu prentlistarinnar og er þar litlu við að bæta, en árétta skal, að sýningin er ekki aðeins stór í sniðum og vel sett upp, heldur einnig bæði skemmtileg og girnileg til fróðleiks Þess er vert að minnast, sem fram kemur á þessari sýningu, að mynd- og ritmál eru náskyldir hlutir, enda stóð Gutenberg ekki einn að upp- finningu sinni, og var það myndlist- armaður, Pétur Schöffer að nafni, er aðstoðaði hann og lagði til allar teikningar i Gutenbergsbibliuna, hina fyrstu prentuðu bók Hann á að hafa lýst aflt þetta einstaklega fagra verk og það var ekki svo lítið atriði Fyrir daga Gutenbergs voru búnar til svonefndar blokkbækur, þar sem öll siðan var skorm út í tréstykki, og á þann hátt þrykktu Kinverjar bækur sínar þegar á tiundu öld Þar áður höfðu útskornar tréplötur frá t ómunatið verið notaðar til i þrykkingar á vefnað og klæðnað, til stimpil- og innsiglisgerðar og fleira, þar sem endurtekning hlutarins var nauðsynleg. Fegurð listrænnar tjáningar í mynd og máli mun sjald- an hafa risið hærra en á þessum tímum, enda var náið samband á milli lista- og iðnaðarmannsins algjör nauðsyn, þess er teiknaði, skar út og þess sem þrykkti Lengi eftir daga Gutenbergs hélt þessi samvinna áfram í ýmsum myndum, en að því kom að listamaðurinn þótti MENN ALDARINNAR — Theodor von Erbach kúrfursti; á stjórnarárum hans fann Gutenberg upp prentlistina — Adolf von Nassau kúrfursti; sá er árið 1485 gerði hinn allslausa upp- finningamann að hirðmanni sínum og sá honum fyrir klæðnaði og vínföngum til dauðadags. Nikolaus von Kues kardínáli (1401- 1466), sem gerði sér grein fyrir þýðingu bókprentlistarinnar fyrir útbreiðslu þekkingar. Dieter von Isenburg kúrfursti, stofnandi háskólans í Mainz. Landsherra Gutenbergs um eitt skeið. Hámenning að Kjarvalsstöðum ekki eins nauðsynlegur nema í sam- bandi við sérútgáfur bóka, — iðnaðarmaðurinn tók við, og ótölu- legur er sá fjöldi bóka, sem er lítið augnayndi og einungis notaður til að tjá margs konar hughræringar og fróðleik, sem menn vilja að nái til fjöldans eða varðveitist En á seinni tímum hefur myndin aftur þrengt sér inn á siður bókanna af endur- nýjuðum krafti, og er hér sú ósk í fararbroddi að gera bókina að girni- legri söluvöru, eftirsóttri eign Einnig hefur myndin öðlast mikið gildi sem nokkurs konar útskýringar- miðill, þar sem ritmálið nær ekki til. Myndin auðveldar þá lesandanum að setja sig inn í efnið Allir bókagerðarmenn munu vita, að það er mikill misskilningur að útlit bókar skipti engu máli heldur einungis ritmálið sem tjáningar- miðill, því að slíkt er í algerri and- stöðu v.ð uppruna og eðli prentlist- arinnar. Allt verður að haldast bróðurlega í hendur, ef bók á að standa undir nafni, mynd, ritmál og band Bók er hluti út af fyrir sig, og það er efni bókarinnar einnig, — auðvitað getur verið lélegt innihald í fallegri bók og öfugt En það er óæskilegt, að frábær hugsun sé að ástæðulausu grómuð af ófögru út- liti myndskreytingarfagsins. Björn Jónsson ritstjóri mun hafa ætlað hana til prentsmiðju sinnar, en af einhverjum ástæðum mun hún aldrei hafa verið notuð Þetta er að ég hygg forláta pressa, sem er vel nothæf í dag og naumast forngripur ennþá Skil ég ekki, af hverju t.d. Myndlista- og handiðaskólanum eða einstaklingi var ekki boðin þessi pressa fyrir áratugum síðan, því að slíkar pressur eru þeim mun betri sem þær eru eldri Vil ég halda, að svið grafík-listarinnar væri annað og breiðara hérlendis ef þessi pressa hefði verið handbær á þessum ár- um Væri til athugunar að fyrrnefnd- ur skóli eða Myndlistarskólinn á Mímisvegi fengi pressuna í nokkur ár til að hressa upp á útlit hennar og svo að hún verði ekki einungis safngripur skammsýni og vanmats á gildi myndarinnar við hlið hins prentaða máls. Ég skal viðurkenna, að það snart mig illa, er ég sá pressuna, og hugleiddi, hve miklir möguleikar hafa hér farið forgörðum með því að virkja hana ekki í þágu íslenzkrar grafík- og bókagerðarlistar. Ég hef komið fjórum sinnum á þessa sýningu og jafnan farið fróðari til baka, og það sem sérstaka athygli hlýtur að vekja, er hve menningar- legir Kjarvalsstaðir eru þessa sýningardagana. Hvert sem litið er, ber eitthvað fyrir augu, sem lyftir huga yfir hversdagsleikann og hýrg- ar geðið, menning ber við sýn hvert sem litið er Kjarval í öðrum salnum, prentlist í hinum, vel gerð líkön af gömlu síðutogurum okkar í gler- kössum umhverfis kaffistofu, skemmtileg og áhugaverð heimildarlíkön Þorleifs Þorleifssonar Ijósmyndara (1 91 7—1 974) af flug- vél og járnbrautinni í Öskjuhlíð 1913—17 Má með sanni segja, að likt og gömlu bækurnar voru hinir fyrstu togarar vissulega meira handverk en skuttogararnir í dag, og svo var einnig um flest annað. Það er einmitt þannig sem okkur myndlistarmenn dreymir, að Kjar- valsstaðir eigi að vera, nokkurs konar háskóli íslenzkrar list- menningar, þar sem aldrei ríkir lognmolla og islenzk menning Framhald á bls. 20 Á þessari sýningu er einnig sýnis- horn 50 fegurstu bóka, sem gefnar voru út i V-Þýskalandi árið 1 973, og þær undirstrika það betur en nokkur orð fá gerí, hve mikið menningargildi það hefur að fram- leiða bók, sem er í senn vönduð í listrænu handverki sem að efni Það er álíka misskilningur, að bók þurfi jafnaðarlega að kosta fúlgur fjár til að vera vel úr garði gerð sem gagn- vart húsbyggingum, — hér kemur hugkvæmnin einnig til sögunnar, og hún er af andlegum toga sprottin ekki síður en efni bókarinnar Þannig er það langt frá því, að hinar fegurstu bækur séu þær, sem mest hefur verið borið I, nokkur góð lista- verk eða listavel teknar Ijósmyndir, er efninu hæfa, geta lyft bókinni á hærra svið Á sýningunni er einnig fyrsta myndprentunarvél, sem mun hafa komið til landsins, og er það málm- stungupressa, sem einnig má nota í margs konar öðrum tilgangi innan PRENTSMIÐJA — Smámynd úr frönsku handriti frá öndverðri 16. öld. lní/>D<mu;s HíNCKJJÍ.aHíA Myndllst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.