Morgunblaðið - 27.11.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1975
13
Hattersley í Neðri málstofunni í gær:
„ Við viljum þorsk - en íslenzka ríkis-
stjórnin lítur öðrum augum á þorsk ”
EFTIRFARANDI orðaskipti
áttu sér stað í neðri málstofu
brezka þingsins I gær, er Roy
Hattersley, aðstoðarutanrfkis-
ráðherra stjórnar Verkamanna-
flokksins, svaraði fyrirspurn-
um þingmanna um deilu Breta
og tslendinga:
I neðri málstofu brezka
þingsins tók til máls Patrick
Wall, þingmaður Ihaldsflokks-
ins frá Haltemprice, og sagði:
„I ljósi þeirrar yfirlýsingar,
sem borizt hefur frá Reykjavík,
eruð þér reiðubúinn að lýsa þvf
yfir, að varnarsjónarmið ein
hafi ráðið ákvörðun stjórnar-
innar, vegna aðgerða vopnaðra
varðskipa gegn óvopnuðum tog-
urum? Eruð þér sammála því,
að tækifæri gefist vart til að
taka upp viðræður að nýju fyrr
en niðurstöður hafréttar-
ráðstefnunnar liggja fyrir ein-
hvern tíma á næsta ári?“
Roy Hattersley svaraða þing-
manninum því til, að allar
aðgerðir brezku stjórnarinnar
hefðu miðast við það eitt að
vernda ótvfræðan rétt Breta
samkvæmt alþjóðalögum starf
semi fiskiskipaflotans og
annarra til að halda atvinnu
sinni og lífsviðurværi.
,,Um ögrunaraðgerðir er ekki
að ræða af hálfu brezku
stjórnarinnar, né heldur lög-
leysu með tilliti til alþjóðlegra
samninga. Ég vona, að þér hafið
rangt fyrir yður, er þér segið,
að ekkert tækifæri sé til að taka
upp samningaviðræður að nýju
fyrr en næsta hafréttar-
ráðstefna verður haldin. Ég
vona, að ríkisstjórn íslands
skilji, að fyrr eða síðar verðum
við að ræðast við, og þar sem
við erum reiðubúnir til að veita
tilslakanir, þá er samningur í
samræmi við hagsmuni þeirra
og virðingu enn hugsanlegur."
John Prescott, þingmaður
Verkamannaflokksins frá Hull,
bar fram fyrirspurn þess efnis,
hvort brezka stjórnin hefði
ekki haft frumkvæði að við-
ræðum við ríki eins og Noreg,
ísland og Efnahagsbandalags-
ríkin um fiskstofna og rányrkju
á miðunum. Hann óskaði eftir
því, að Hattersley skýrði frá
því, hvort brezkir sérfræðingar
væru sammála sjónarmiðum Is-
lendinga hvað snerti ofveiði og
fiskstofna, eða hvort þar væri
um að ræða áróður.
Hattersley svaraði spurning-
um Prescotts á þá leið, að
brezkir fiskifræðingar hefðu
ekki verið sammála því, sem
íslendingar héldu fram í þessu
efni. Hann sagði brezku fiski-
fræðingana hafa verið sammála
forsendum fyrir sjónarmiðum
Islendinga, en hins vegar hefðu
þeir gert athugasemdir við
niðurstöður, sem byggðar
hefðu verið á forsendum
þessum.
Þá sagði Hattersley: „Við
erum fullkomlega reiðubúnir
að færa okkur i nyt þjónustu
hvers þess vinveitts ríkis' eða
samtaka, sem geta fengið ís-
lenzku ríkisstjórnina til að setj-
ast að samningaborði. En sumt
af þessu skiptir máli fyrir
okkur en ekki fyrir bandalagið
í heild. (EBE).
Kevin McNamara, þingmaður
Verkamannaflokksins frá Hull,
lét i ljós það álit sitt, að það
eina sem fiskveiðideilan hefði
gefið ótvíræða bendingu um,
væri nauðsyn þess að ríkis-
stjórnin markaði sér skýra og
skynsamlega stefnu i fiskveiði-
málum, en þar þyrfti ríkis-
stjórnin að gæta hagsmuna
fiskiðnaðarins og taka tillit til
Efnahagsbandalagsins.
Hattersley skýrði frá því
að hann og landbúnaðarráð-
herrann hefðu nú til athugunar
hvaða afstöðu ætti að taka til
sameiginlegrar stefnu Efna-
hagsbandalagsríkjanna til fisk-
veiðimála.
„Skylda okkar er að tryggja
það, að sú nýja stefna, sem þró-
ast í þessum efnum innan
bandalagsins, sé í samræmi við
hagsmuni Breta,“ sagði ráð-
herrann.
Alan Clark, þingmaður
Ihaldsflokksins frá Ply-
mouth—Sutton, lét í ljós þá
skoðun sína, að þegar um til-
slakanir væri að ræða, bæri að
fara að öllu með gát. Hann
benti á, að mikilvægi lögsögu-
mála færi vaxandi, ekki einung-
is hvað fiskveiðum viðkæmi,
heldur einnig og ekki síður
málmvinnslu, olíuvinnslu og
hafsbotnsnýtingu.
Hattersley benti þá á, að það
eina, sem samkomulag hefði
náðst um í Reykjavik væri fyr-
irvari í samræmi við niðurstöðu
í alþjóðlegum samningum og
löggjöf.
Hamish Watt, þingmaður
skozka þjóðernissinnaflokksins
frá Banff, spurði hvernig V-
Þjóðverjar hefðu getað komizt
að samkomulagi við íslendinga
enda þótt þeir hefðu ekki að
bjóða nein gagnkvæm réttindi.
Þá sagði þingmaðurinn: „Á
þessari stundu eru islenzkir
bátar að síldveiðum innan 20
mílna frá Bretlandsströndum."
Þá lagði hann áherzlu á, að
Bretar tækju ákvörðun um 200
mílna lögsögu þegar í stað.
Hattersley svaraði þingmann-
inum á þá leið, að V-Þjóðverjar
hefðu náð samkomulagi af því
að þeir veiddu fisk, sem brezk-
ar húsmæður vildu ekki sjá og
hefði þar af leiðandi enga þýð-
ingu fyrir brezka flotann. „Við
viljum veiða þorsk og íslenzka
ríkisstjórnin lítur öðrum
augum á þorsk. Hefðum við
fengið hlutfallslega sambæri-
legt tilboð frá íslendingum og
þeir buðu V-Þjóðverjum, þá
hefðu þeir boðið okkur 95 þús-
und tonn í staðinn fyrir 65
þúsund tonn,“ sagði Hattersley.
Þá sagði hann að hugmyndin
um 200 mílna útfærslu Breta
væri ekki í samræmi við al-
þjóðalög og ríkisstjórnin væri
ekki reiðubúin til ólöglegra að-
gerða.
I umræðum I lávarðadeild
brezka þingsins í gær tók til
máls Campbell lávarður frá
Croy. Hann sagði að Bretar
ættu að leggja á það megin-
áherzlu að ná samningum um
fiskvernd við íslendinga.
Goronwv Roberts lávarður,
starfsmaður utanríkisráðu-
neytisins, sagði, að Bretar væru
reiðubúnir til samningavið-
ræðna hvenær sem væri.
Campbell spurði, hvort Bret-
ar ætluðu að setja brezkum
Framhald á bls. 20
„Brezkar húsmæður vilja ekki
sjá fiskinn sem Þjóðverjar veiða”
___Forystumenn í sjávarútvegi:
Persónuleg skoðun mín
að semja
eigi við
Þjóðverja
— segir formaður Sjómannafélags Reykjavíkur
MORGUNBLAÐIÐ leitaði I gær
til nokkurra forystumanna I
sjávarútvegi og fiskvinnslu og
spurði þá álits á samningsdrög-
unum við Vestur-Þjóðverja
annars vegar og flotafhlutun
Breta hins vegar. Fara svörin
hér á eftir:
Af tvennu illu eru samn-
ingar betri kosturinn
Gunnar Guðjónsson, formað-
ur stjórnar SH, sagði:
„Af tvennu illu tel ég sjálf-
sagt að þessir samningar við
Vestur-Þjóðverja verði stað-
festir, þar sem að öðrum kosti
mætti búast við að ekki verði
hægt að hindra að Þjóðverjar
veiddu verulega meira magn en
hér er um samið. Einkum er þó
þýðingarmikið hve sóknin í
þorskinn er takmörkuð. Þá
hlýtur það einnig að vera þýð-
ingarmikið að ná samningum á
einum vígstöðvum og að þannig
verði hægt að taka hressilega á
móti þeim öðrum sem ekki
verður samið við.
Hvað Breta varðar, finnst
mér vitanlega ekki koma til
mála að neinar samningstilraun
ir verði hafnar fyrr en þeir
hafa kallað herskip sín heim. I
því sambandi vildi ég láta í Ijós
hve ósmekkleg mér finnst um-
mæli þau sem varautanríkisráð-
herra Breta, Hattersley, hefur
haft í frammi við brezka fjöl-
miðla, sem benda til að þrátt
fyrir þá staðreynd að brezkir og
íslenzkir vísindamenn hafi f öll-
um aðalatriðum verið sammála
um ástand þorskstofnsins, virð-
ast brezk stjórnvöld alls ekki
hafa skilið hve alvarleg þessi
mál eru fyrir islenzku þjóðina."
Ekki einir
f heiminum
Tómas Þorvaldsson, formað-
ur Sölusambands íslenzkra
fiskframleiðenda, hafði eftir-
farandi að segja:
„Ég hef ekki gert mér hug-
myndir um þetta samkomulag
við Þjóðverja í einstökum atrið-
um, þar sem ég er nýkominn
heim erlendis frá. I fljótu
bragði finnst mér magnið sem
þeir fá heidur mikið, en ég geri
mér líka grein fyrir því að við
erum ekki einir í heiminum. En
þetta er vissulega erfitt mál því
lítið er til skiptanna eins og
nýjustu skýrslur fiskifræðinga
hafa berlega leitt í ljós.
Um Bretana má segja, að þeir
séu samir við sig. Þeirra fram-
koma er fordæmanleg á allan
máta.“
Hagkvæmt að geta ein-
beitt gæzlunni að
Bretum
Kristján Ragnarsson, for-
maður Landssambands fsl. út-
vegsmanna, sagði:
„Eftir að skýrsla Hafrann-
sóknastofnunarinnar um
ástand fiskstofnanna kom fram
hafa útvegsmenn verið að hug-
leiða með hvaða hætti hægt sé
að minnka sókn okkar í þorsk-
stofninn. Hér er um einstak-
lega erfitt og vandasamt mál að
ræða, sem við höfum ekki getað
gert upp við okkur enn, en á
aðalfundi LlÚ sem haldinn
verður í næstu viku mun þetta
verða eitt aðalmál fundarins.
Þegar Ijóst er hvernig komið
er fyrir helzta nytjafiski Is-
lendinga þá sætir það .undrun
manns og er nánast óskiljanlegt
að Bretar skuli ætla með yfir-
gangi og hervaldi að veiða
þennan stofn, sem þeirra fræði-
menn eru búnir að játa að er í
geigvænlegri hættu. Afleið-
ingarnar geta orðið skelfilegar
fyrir þjóðina, og þess vegna for-
dæma allir þessar aðgerðir.
Um samningsdrögin við V-
Þjóðverja hef ég það að segja,
að ég undrast að það -kuli hafa
verið gerður samningur til 2ja
ára og ég er einnig undrandi á
þvi að úr þvf samið er til
tveggja ára að ekki skyldi hafa
verið gert ófrávíkjanlegt af Is-
Iands hálfu að aflamagnið
síðara árið væri minna en fyrra
árið, þannig að samningurinn
gæfi það til kynna og merkti í
sjálfu sér að fiskveiðum Þjóð-
verja við ísland yrði lokið á
þessu tfmabili. Á þetta finnst
mér vanta.
Hitt er svo annað mál, að
Þjóðverjar veiða hér ufsa og
karfa, sem ekki eru í sambæri-
legri hættu og þorskstofninn.
Það getur því verið hagkvæmt
að gera samninga við þá á þessu
stigi til að geta einbeitt land-
helgisgæzlunni að hinum
brezku veiðiþjófum og til
verndar þorskstofninum fyrst
og fremst, sem þeir sækja nær
eingöngu í.
Að hafa betri
stjðrn á
fiskverndun
Hilmar Jónsson, formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur,
sagði, að sín persónulega
skoðun væri, að við ættum að
semja við Þjóðverja — hins
vegar gegndi öðru máli með
Breta eftir síðustu atburði —
því þá komum við til með að
hafa betri stjórn á fiskverndun,
en samningurinn ætti ekki
gilda nema í stuttan tíma,
Hilmar kvaðst harma, að
Bretar hefðu beitt Islendinga
valdi enn einu sinni. Það yrði
örugglega ekki til gæfu fyrir
þá. — Hins vegar tel ég, að ef
við semjum við Breta, þá verði
aðstaða okkar á næsta fundi
hafréttarráðstefnunnar sterk-
ari.
Fordæmir f lotaíhlutun
„Ég vil ekkert segja um
samningana við Þjóðverja, að-
eins undirstrika samþykkt Sjó-
mannasambands Islands frá því
f júní, sem gerð var áður en
skýrsla Hafrannsóknastofn-
unarinnar kom út og sýndi
hvernig við töldum, að komið
væri fyrir fiskstofnunum,"
sagði Jón Sigurðsson, formaður
Sjómannasambandsins, og
hann bætti við: „Það eina sem
hægt er að segja um síðustu
aðgerðir Breta er að fordæma
þessa íhlutun."
Kostur að ná samningum
Valdimar Indriðason, út-
gerðarmaður á Akranesi, sagði:
„Herskipaíhlutun Breta
finnst mér fyrir neðan allar
hellur og maður átti reyndar
bágt með að trúa að þeir myndu
grípa til þessara ráða að feng-
inni reynslu.
Varðandi samninga við Vest-
ur-Þjóðverja vil ég geta þess að
ég hef aðeins séð drögin að
samningunum, en persónulega
finnst mér rétt að ná samkomu-
lagi við þá. Miðað við það sem
ég hef heyrt úr samningsdrög-
unum finnst mér það vera kost-
ur og rétt af okkur að gera
þessa samninga".
Hljótum að reyna samn-
inga
Árni Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri hjá SlS, sagði:
„Flotaíhlutunin finnst mér
hörmuleg, en samningar eða
ekki samningar við hvern sem
er tel ég að eigi að byggjast á
mati á þvi hvort útlendingar
fiski meira eða minna með eða
án samninga.
Á meðan við viljum teljast til
siðaðra þjóða hljótum við að
reyna samninga í deilumálum
okkar við aðrar þjóðir. Miðað
1 við þau drög að samningum við
Vestur-Þjóðverja, sem liggja
fyrir, hefði maður óskað þess
fremur að ekki hefði verið um
neina möguleika að ræða innan
50 mílnanna og svo kom afla-
magnið mér dálítið á óvart fyrir
það hve mikið það er.“