Morgunblaðið - 27.11.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1975
29
VELVAKANDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags.
£ Svalbarði
Noregsvinur hafði sam-
band við okkur og sagði:
*
„Sjónvarpið sýndi mynd um
einbúa á Svalbarða um helgina.
Osköp leiddist mér að heyra talað
um eyna Svalbarða í kynningu á
þessari mynd. Það er ekki til nein
eyja, sem heitir Svalbarði, — það
er eyjaklasinn i heild sem
kallaður er Svalbarði. Það er
ekkert langt síðan Norðmenn
fóru að kalla eyjaklasann þessu
nafni, en það kom fyrir i gömlum
íslenzkum heimildum. Fram að
þeim tíma var eyjaklasinn alltaf
nefndur Spitsbergen. Mér finnst
Norðmenn hafa gert okkur sóma
til með því að taka upp þetta
gamla íslenzka nafn, þannig að
við ættum ekki að fara að rugla
með þetta.“
0 Orðfimi í
auglýsingum
Sveitamaður sendir eftir-
farandi pistil:
„Kæri Velvakandi.
Langt er seilzt í samkeppninni
um okkur veslings „kúnnana"
þegar kaupmenn og þjónustufyr-
irtæki eru að útlista ágæti sitt og
vöru sinnar.
Oft heyrir maður skoplegar aug-
lýsingar sem frekar fæla frá en
hitt. Fræg varð hugmynda-
gnóttinn þegar allt í einu kom á
boðstóla orðið VER, svo maður
tali nú ekki um KJÖR. Ein-
hverjum snillingnum datt þá í
hug, að VAL færi vel með þessu.
Hét nú annað hvert fyrirtæki
Kjörval, Valkjör, Valkjörval,
Verkjörval, Kjörvalver og svo
framvegis i endalausan þaula.
Mér datt í hug orðið hugmynda-
gnótt.
„Nýskotnar rjúpur" auglýsir
einn snillingurinn, sem selur mat.
Nú spyr ég: Hver vill éta nýskotn-
ar rjúpur. I minni sveit voru
rjúpur taldar óætar þar til þær
höfðu verið látnar hanga í a.m.k.
þrjár vikur, jafnvel sex vikur, ef
kalt var í veðri. Nú á að trekkja
með því að auglýsa nýskotnar
rjúpur i matinn, takk!
Orið „fjallarjúpur“ hefur líka
verið notað til að trekkja, en það
vill bara svo til, að hér eru ekki til
aðrar rjúpur en fjallarjúpur. Til
aðgreiningar frá hverju er þá
verið að taka þetta fram?
Kannski fara snillingarnir að
auglýsa „dalakindakjöt" og
„fjallakindakjöt".
Sveitamaður,“
% Enn um
bjórmenningu
Bretans
Áslaug Þórarinsdóttir
skrifar:
„Ekki veit ég hvers konar fólk
og krár Björn Jóhannesson hef-
ur komizt í kynni við þegar
hann heimsótti Bretlands-
strendur.
Ég hef nú aldrei heyrt annað
eins og hefi ég þó átt heima í
Englandi i mörg ár og hefi heim-
sótt margar krárnar með Eng-
lendingum og íslendingum og
notið þess að fá mér glas af bjór
fyrir lítinn pening í góðum vina-
hópi. Eitt er víst og það er það, að
þetta bjórdrykkjufólk, sem B.J.
þekkti, var ágætt þegar hann
þurfti að nota það til að geyma
fyrir sig vörur á meðan hann gat
verzlað meira og gaf hjónunum
nóg af sterkum bjór svo að þau
gætu drukkið meira.
Eins og Edda Snæfells sagði, þá
má rétt vera að svinastíur séu i
flestum löndum, en það er ekki
nauðsynlegt að heimsækja þær,
og þrátt fyrir allt er B.J. alveg
sama þótt íslendingar græði á því
að selja sterkan bjór til út-
flutnings.
Aslaug Þórarinsdóttir."
0 Komuin í veg
fyrir
aftanáakstur.
Ingvar Agnarsson skrifar:
„Mjög hefur borið á því i
fréttum i sumar og I haust, að
bilar oft margir í einu, hafi lent i
árekstrum, vegna þess að ekið var
aftan á bíla, sem þurftu að hægja
á sér eða stöðva, af einhverjum
ástæðum.
í sumar þurfti bill að stað-
næmast á Vesturlandsveginum
nálægt Álafossi, vegna þess að
önd með unga sina var þar að fara
yfir veginn. Þetta kostaði öku-
manninn það, að ekið var harka-
lega aftan á bíl, og svo kom annar
ökumaður og ök aftan á þann bil.
Þarna urðu árekstrar svo harka-
legir, að slys urðu á mönnum.
Stórárekstur af þessu tagi
gerðist á Hafnarfjarðarveginum i
Fossvogi, þann 17. september er 6
bifreiðar lentu hver aftan á
annarri. Sem betur fer urðu þar
ekki slys á mönnum.
Nú er eitt athyglisvert í frá-
sögnum fjölmiðla af árekstr-
ist vera. Það er staðreynd að hún
hefur enga fjarvístarsönnun á
timabilinu klukkan fimm og hálf
sex, þar sem við sátum öll uppi á
herbergjum okkar á þeim tíma.
— Ég ætti kannski að vekja
athygli ykkar á, tilkvnnti Christ-
er, — að við höfum athugað það
sem hún sagði um fortfð sfna og
það virðist allt koma heim og
saman. Vel getur verið að líf
hennar hafi verið snöggtum
ömurlegra en hún sagði frá því,
eða að við höfum alizt upp við svo
ólfkar aðstæður, að okkur hrýs
hugur við þvf lífi sem hún hefur
lifað. Faðir hennar var sérvitr-
ingur, sem af nfzku einni saman
hannaði döttur sinni að fivtja að
heinian — þaö hefði verið honum
of dýrt að þurfa að ráða sér kven-
mann og greiða honum kaup.
Hann átti stóra jörð og hafði heil-
mikið umleikis framan af, en svo
virðist sem hann hafi ekki ráðið
við þetta til langframa og allt
grotnaöi meira og meira niður og
þegar hann dó var þetta ekki
mikils virði. Við höfum fengið
skýrslur bæöi frá fasteignasöl-
unni og fleiri aöilum, sem með
málið fóru, og þar kemur f Ijós að
í Hjördfsar hlut voru ekki eftir
um sem þessum, að aldrei er
minnst á aðalorsök þessara
árekstra. En hún er sú, að öku-
menn aka alltof nálægt hver öðr-
um á mikilli ferð. Það vinnst því
ekki svigrúm til að stöðva bílinn í
tæka tíð, ef bifreiðin á undan þarf
að nema staðar.
Lögreglu- og umferðareftirlits-
menn þyrftu að brýna sem ræki-
legast fyrir ökumönnum að aka
hæfilega langt frá næsta bil á
undan, og ræða þessi mál í fjöl-
miðlum.
Vegna hinna tiðu slysa og
árekstra. af þessu tagi, þyrfti lög-
regla að stöðva bíla sem aka of
skammt á eftir öðrum bílum og
gefa þeim áminningu.
Hér er ekki litið i húfi. Mörgum
slysum og þjáningum manna af
þeim sökum mætti afstýra ef þeir,
sem aka bifreiðum, hefðu ávallt
hugfast að næsti bill á undan
þeim á veginum, gæti þurft að
nema staðar skyndilega af ein-
hverjum orsökum, og vera þannig
við öllu búnir. Góðar umferðar-
reglur koma ekki að haldi nema
hver og einn reyni að fara eftir
þeim eftir fremstu getu.
Mér finnast þessir aftaná-
árekstrar oftast bera vott um
alltof mikið kæruleysi þeirra, er á
eftir öðrum bílum aka, því alltaf
má búast við að ökumenn þurfi að
stanza óvænt.
Ingvar Agnarsson."
HÖGNI HREKKVÍSI
Varst þú með þetta gjallarhorn, stúlka mín?
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Herrahúsið Aðalstræti4, Herrabúðin við Lækjartorg