Morgunblaðið - 03.12.1975, Page 2

Morgunblaðið - 03.12.1975, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 2 Ljósmynd Ól.K.M. JÓLASTEMMNING — Það fer ekki framhjá neinum sem gengur um Austurstræt- ið að jólin eru í nánd. Kaupmenn eru komnir í jólahugleiðingar og eru búnir að skreyta götuna og gera hana meira aðlaðandi fyrir vegfarendur í verzlunarhug- leiðingum. Skýrsla Þjóðhagsstofnunar um þjóðarbúskapinn: „Nokkur von um lítils- háttar bata á næsta ári” ÞJÓÐIIAGSSTOFNUNIN hefur gefið út rilið Úr þjóðarbúskapnum, sem fjallar um þjóðhagshorfur og hag helztu atvinnuvcga í árslok. Þar segir, að niðurstaðan virðist vera sú, „að eftir samdrátt þjóðarfram- leiðslu og tekna 1975 gæti verið nokkur von um Iftils háttar bata á næsta ári og vorulega lækkun viðskiptahallans, bæði f beinum tölum og í hiutfalli við þjóðarframleiðslu. t þessum tölum er reiknað með þvf að viðskiptakjör batni eilftið eða um 'Æ til 1%.“ Niðurstaða er sú — segir í greinargerð Þjóðhagsstofnunar að viðskiptahallinn við útlönd gæti numið 13,4 til 14,4 milljörðum króna eða rúmlega 6% af vergri þjóðarframleiðslu, í því dæmi, sem reiknað'er með 4% aukningu sjávarafurðafram- leiðslu. I öðru og lakara dæmi, þar sem gert er ráð fyrir óbreyttri sjávarafurðaframleiðslu gæti hallinn orðið 15 til 16 milljarðar króna eða yfir 7% af vergri þjóðarframleiðslu. Bæði dæmin fela þó í sér umtalsverðan bata — segir í skýrslu Þjóðhagsstofn- unar. Þá segir: „Viðskiptahallinn er eigi að síður svo mikill að gera verður ráð fyrir mjög miklu inn- streymi erlends lánsfjár á næsta ári, sérstaklega með tilliti til hinnar þröngu gjaldeyrisstöðu í lok ársins 1975. Samkvæmt spám og áætlunum Seðlabanka íslands Framhald á bls. 31. Lúðvík Jósepsson: ÞURFUM AÐ EIGA HELM- INGIFLEIKISKUITOGARA — og tvöfalda afköst veiðiflotans LÚÐVÍK Jósepsson, fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra, er þeirrar skoðunar að Íslend- ingar þurfi að eignast holmingi fleiri skuttogara en nú eru f eigu landsmanna. Þeir munu vera 57 talsins en að auki eru í pöntun og stníðum 13 skuttog- arar eða samtals f eigu lands- manna um 70 skuttogarar. Lúð- vfk Jósepsson setur þessa skoð- un fram f viðtali við Sjómanna- blaðið Vfking 4. tbl. þessa árs. 1 viðtalinu er Lúðvfk Jósepsson spurður, hvort togararnir séu orðnir of margir. Hann svarar þvf f itarlegu máli og kemst að þeirri niðurstöðu, að tvöfalda þurfi afköst veiðiflotans, og þess vegna þurfum við fleiri skuttogara, helmingi fleiri, segir Lúðvfk f viðtalinu. Svar Lúðvfks Jósepssonar við spurningu blaðsins er svohljóð- andi: — Til þess að svara þeirri spurningu er nauðsynlegt að víkja að fáeinum grundvallar- atriðum. Nýlega hefur það verið tekið saman hversu mikið magn af bolfiski fæst af Is- landsmiðum, eða meðaltals- veiði af bolfiski og nær skýrsl- an yfir 16 ára tímabil. Það kemur í ljós að meðaltalsaflinn hefur verið 728.000 tonn á ári. Sé tekið lengra timabil, kemur í ljós að meðaltalsveiðin er nokkru meiri, en var sfðustu 16 ár. Sveiflur i stofninum eru fremur smáar og því má slá því föstu að hér megi veiða 700.000 til 800.000 tonn árlega, jafnvel eina milljón lesta, þegar friðun- arárangri hefur verið náð, eða valdi yfir fiskistofnunum, og dregið hefur verið úr smáfiska- drápi. — Það er staðreynd að af þessum mikla afla, koma aðeins 3—400.000 tonn í hlut Islend- inga sjálfra (42—55%). Þetta veiðir allur okkar togara- og bátafloti. Þetta er aðeins um helmingur þess afla, sem kemur af miðunum um- hverfis landið. Þó má gera ráð fyrir að þetta færist upp í allt að 60% af öllu, þegar 50 mílurnar fara að koma betur inn í myndina. — Það er enginn vafi á því að við verðum að búa okkur undir það að nýta þessi fiskimið til fulls. Við munum ekki komast upp með það, þegar vald er fengið á landhelginni að láta fiskinn deyja í sjónum. Við lif- um i hungrandi heimi og það yrði aldrei liðið, að fiskurinn dæi úr elli á Islandsmiðum. Við verðum því að búa okkur undir það að veiða allan þennan fisk sjálfir, því við viljum ekki framselja útlend- ingum neinn frumburðarrétt til fiskveiða hér. Grundvöllurinn hlýtur þvi að vera sá, að fiski- stofnarnir séu nýttir eðlilega af Islendingum. — Það er því greinilegt að við stöndum frammi fyrir því verk- efni í náinni framtíð, að þurfa að tvöfalda afköst veiðíflotans og þá þurfum við fleiri skut- togara. Helmingi fleiri. — Við þurfum þessa ekki ein- vörðungu vegna annarra þjóða, heldur líka og miklu fremur til þess, að mæta fólksfjölgun í landinu sjálfu og til þess að tryggja eðlilegan hagvöxt. Stað- reyndin er því sú, að sá báta- floti og togarafloti, af minni og stærri gerð, er ekki fær um að skila þessum afla á land, ekki síst vegna þess, að stór hluti flotans er ennþá tæknilega ófullkominn og tilheyrir raun- Framhald á bls. 31. Sinfóníutónleikar: Rúmenskur einleikari Ashkenazy stjórnar RÚMENSKl pfanósnillingurinn Radu Lupu Ieikur einleik með Sinfónfuhljómsveitinni annað kvöld f fjórða pfanókonsert Beethovens en Vladimir Ashkcn- azy stjórnar hljómsveitinni. Önn- ur verk á efnisskránni verða Eg- mont-forleikur Beethovens og Sinfónfa nr. 1 eftir Brahms. Þetta eru sjöttu reglulegu tónleikar Sinfónfuhljómsveitarinnar; verða þeir að vanda haldnir í Há- skólabfó og hefjast kl. 20.30. Einleikarinn RADU LUPU fæddist í Rúmeníu árið 1945. Hann hóf píanónám sex ára gam- all og kom fyrst fram opinberlega tólf ára. Þegar hann var seytján ára vann hann til námsstyrks við Tónlistarskólann í Moskvu, en meðan á námsárunum stóð vann hann fyrstu verðlaun i Van Cli- burn keppninni (1966) ogEnescu keppninni (1967). Hann kvæntist breskri stúlku sem einnig var við píanónám í Moskvu og settist síð- an að í London, þar sem hann varð fljótlega eftirsóttur og dáður einleikari og er nú kominn í fremstu röð ungra píanóleikara í Evrópu og Ameríku. Radu Lupu hefur leikið inn á allmargar hljómplötur m.a. 3. píanókonsert Beethovens, en sú hljóðritun hef- ur verið verðlaunuð bæði austan hafs og vestan. VLADIMIR ASHKENAZY hef- ur nýlokið tónleikaför til Höfða- borgar og Nairobi í Afríku. Síðan hélt hann tónleika með Izthak Perlmann i Briissel og París. og skömmu fyrir komuna til Reykja- vfkur frá London lauk hann við að leika inn á hljómplötur ásamt Perlmann allar fiðlusónötur Beethovens. Auk þess að vera meðal eftir- sóttustu pfanóleikara heims er Ashkenazy í æ ríkara mæli farinn að snúa sér að hljómsveitarstjórn, og koma þar einnig í Ijós afburða tónlistargáfur hans, eins og ís- lenskir tónleikagestir hafa komist að raun um á undanförnum árum. Ashkenazv. Radu Lupu. Vörubíll valt um borð í Akraborg Tjón á 3 bílum MIKIÐ tjón varð á þremur bifreiðum um borð f Akra- borginni í gærdag, er skip- ið var á leið frá Akranesi til Reykjavíkur í ókyrrum sjð. Óhapp þetta varð um kl. 2.30 f gær þegar bílaferjan var komin um það bil miðja vegu milli Akraness og Reykjavíkur. Suð- vestan hvassviðri var og sjórinn mjög ókyrr. I einum öldudalnum kom slíkur halli á skipið að stór vöruflutningabifreið frá Kjöris hf. fór á hliðina og lenti á tveimur fólksbifreiðum sem voru í bíla- geymslu skipsins. Skemmdist annar bíllinn, af Saab-gerð, mjög mikið við það að vöruflutninga- bíllinn lenti á honum, enda voru 8 tonn af varningi í bílnum svo að skellurinn hefur ekki verið lítill. Að því er framkvæmdastjóri út- gerðarfyrirtækis Akraborgar tjáði Morgunblaðinu hafði skipa- félagið ekki tekið tryggingu fyrir óhöppum af þessu tagi vegna þess hversu óhagstæð kjör var að fá hjá tryggingafélögunum. Er því ekki með öllu ljóst hvernig tryggingaábyrgð vegna þessa tjóns er háttað. Ætluðu ekkí að \inna við ísL flutningasldp TIL vandræða horfði í hafnarbænum Selby sem stendur innar við ána Ouse en Hull, þegar hafnar- verkamenn þar neituðu um tíma að afgreiða íslenzkt skip sem þar var. Stóð í stappi nokkurn tíma út af þessu eða þar til forustumenn hafnarverka- manna höfðu haft samband við verkalýðsfélag sitt í Hull og spurt þar hvað gera skyldi. Fengust þau svör að ekki hefði verið ákveðið hvaða afstöðu félagið tæki í þessu máli og að mennirnir skyldu því halda áfram að vinna við skipið. Samkvæmt fréttaskeyti frá Mike Smartt í Hull flutti skipið einangrunarefni og var það talið á leið frá Bilbao á Spáni en ekki á leið til Islands í bráð. Morgunblaðinu tókst hins vegar ekki í gær að hafa upp á því hvað skip þetta væri, en ljóst má vera að það er eitt þeirra skipa sem eru í leigusiglingum fyrir erlenda aðila.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.