Morgunblaðið - 03.12.1975, Page 3

Morgunblaðið - 03.12.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 3 „13. nóv, vorum við komnir á miðin, „sagði Guðmundur," en við lögðum af stað frá Reykja- vík 11. nóv. Þetta fór rólega og kurteislega fram til að byrja með. Brezku skipstjórarnir voru prúðir og þökkuðu meira að segja fyrir þegar við til- kynntum þeim að þeir væru að veiða i hinni nýju íslenzku landhelgi. 5 fyrstu hífðu þegar upp, en þegar aðrir höfðu þreif- að eftir stöðunni héldu þeir áfram að toga. Smám saman þyngdum við á aðvörunum okk- ar og þann 15. nóv. klipptum við á 1. togarann, Boston Mar- der FD 168 og um svipað leyti klippti Þór fyrir vestan. Við þetta kom fjörkippur i mann- skapinn. Togarinn Hunders- field reyndi þá þegar að keyra á okkur og kvaðst skipstjórinn ætla að afgreiða afgreiða þetta á stundinni. Þann 18. nóv. klipptum við á St. Giles H 220. Hann var svo prúður að það lá' við að hann segði takk í talstöðina. „Það er bara farið,“ heyrðum við að skipstjórinn sagði þegar vír- arnir voru í sundur og trollið á burt. Daginn eftir hljóp fjör i þetta með tilþrifum Benellu H 132.“ . „Bjargaðir þú ekki Brucellu frá sama útgerðarfyrirtæki s.l. vor.“ „Reyndar og mér er það minnisstætt þegar skipstjórinn var kominn um borð til mín þá, allir búnir að yfirgefa togarann og við með hann í togi, að þessi ungi skipstjóri var sérstaklega hlédrægur. Hann var áhyggju- fullur og leiður yfir stöðunni hjá sér og ég bauð honum inn í íbúðina hjá mér þar sem við ræddum um heima og geima eins og sjómenn gera. Allt í einu, upp úr þurru, sagði hann: „Ég ætla að biðja þig að afsaka það sem ég sagði ljótt við þig í síðasta þorskastríði, ég vil gjarnan taka það allt aftur.“ Patterson heitir hann og hafði elt mig dögum saman í síðasta stríði, hann hreinlega fórnaði sér í eltingarleikinn. Nú er Brucella hér aftur með nýja áhöfn og lætur eins og naut í flagi og annað skip, Port Whale, sem við björguðum ásamt Árvakri af strandstað á Héraðsflóa í fyrra. Ljðsmynd Friðþjófur VARÐSKIPIÐ Týr kom (il Reykjavfkur I gær eftir 20 daga útivist og aðgerðir I vörnum landhelginnar. Á þessu tímabili hefur Týr m.a. skorið á togvfra nokkurra brezkra togara og gert mikinn usla á þeim svæðum sem Bretarnir hafa reynt að veiða á. Morgunblaðið rabbaði við Guðmund Kjærnested skipherra á Tý f gær og kom þar fram að sitthvað hefur borið til tfðinda f þessum túr. Ásiglingar hafa verið reyndar á Tý f skjóli nætur, skotið hefur verið rakettum að skipinu á 10 m færi og hinar verstu hótanir frá brezkum skipstjórum eru daglegt brauð hjá varð- skipsmönnum. Guðmundur telur að baráttan framundan verði erfið, en þó léttari en ella ef þjóðin stendur saman um aðgerðir landheigisgæzlunnar. „Ásiglingartilraunir í myrkri og rakettu- skot að stiórnbrú” Þann 19. nóv. klipptum við sem sagt á hjá Benellu og varð skipstjórinn illur mjög. Hann sigldi m.a. upp að hlið okkar eftir klippinguna og skaut tveimur rakkettum að okkur á 10 m færi. „Það er bezt að skjóta helv. . .“ sagði hann og það var auðséð að hann ætlaði að skjóta á gluggana í brúnni hjá okkur. Skipstjórinn var hreinlega kolvitlaus eftir þetta og lýsti því yfir í talstöðinni að bezt væri að fara I land og drepa alla þessa helv... eyjar- skeggja og vera þannig laus við þá um eilifð. Skömmu síðar kallaði hann til mín og kvaðst myndu elta mig inn á fjörð ef ég héldi þangað til að sökkva skipi okkar við bryggju. Annars Rabbað við Guðmund Kjærnested skipherra á Tý um síðasta úthald kring um okkur og í eitt skiptið munaði litlu að þeir hefðu árangur sem erfiði. Við vorum þá aðeins með aðra vélina í gangi á 4 mílna hraða um nótt, þegar Benella kom vaðandi á fullri ferð 15 mílum, beint að Tý. Hann átti aðeins eftir um 10 metra þegar við vorum búnir að ná ferðinni upp. „Ég vissi að hann var bara með aðra vélina i gangi," heyrðum við hann segja foxillan í talstöðina. I sambandi Framhald á bls. 31. kaliar hann . mig alltaf Guðmund þessi. Aður en við skárum á víra hans, var hann alltaf að mana okkur að láta sig vita ef við ætluðum að skera, kvaðst þá vilja koma skipverjum undir þiljur. Ég kallaði svo i hann þegar við renndum að honum með klippurnar, en hann varð alveg snarvitlaus. Þrisvar hefur Benella reynt að keyra á Tý í myrkri, þeir hafa verið að reyna að læðast og pukrast í Loch Ness ráð- stefnu frestað Edinborg — 2. des. — Reuter. RÁÐSTEFNU 100 vfsindamanna um sannleiksgildi sögusagna um skrfmslið f Loch Ness var f dag frestað um óákveðinn tfma. Sir Peter Scott hafði boðað til ráðstefnunnar, sem vera átti f næstu viku. Hann sagði f dag, að auglýsingaskrum f sambandi við ráðstefnuna hefði haft það f för með sér, að útilokað væri að halda ráðstefnuna að sinni, þar sem ómögulegt væri að ræða málið á hlutlægan hátt. Hann sagði, að þessi ákvörðun bæri ekki vott um að forsendur fyrir ráðstefnunni hefðu breytzt á nokkurn hátt né heldur að heið- arleiki þeirra, sem Iögðu fram ljósmyndir, er bentu til þess, að skrímslið væri til í raun og veru væri dreginn í efa. Upphaflega var til ráðstefnunnar boðað vegna þess, að vísindastofnun í Boston lagði fram ljósmyndir sem sönn- unargögn um tilvist skrímslisins fræga í Ness-vatni í Skotlandi. Deilur um tilvist skrímslisins hafa staðið undanfarin 40 ár. Ráðstefna um verka- skiptingu sjúkrahúsa VERKASKIPTING sjúkrahúsa er viðfangsefni ráðstefnu, sem Félag forstöðumanna sjúkrahúsa efnir til í samvinnu við Lands- samband sjúkrahúsa föstudaginn 5. desember n.k. og verður ráð- stefnan haldin f ráðstefnusal Rjúpnaveiði dræm í haust Húsavfk — 2. desember. — EFT- IR ágætt haust skipti um tíðarfar sl. föstudag og sneri til norðanátt- ar með töluverðri snjókomu, svo að ófært varð fyrir Tjörnes til Kópaskers og Raufarhafnar. Nú er þessi leið opin aftur, og aðrir þjóðvegir hér f nágrenninu teppt- ust ekki í þessu áhlaupi. Þó eru komnir dálitlir skaflar en veður í dag er bjart og fagurt. Rjúpnaveiði hefur verið mjög léleg hér í haust. Tíðarfarið hefur verið rjúpunni mjög hagstætt, lít- ill snjór til heiða fyrr en sfðustu dagana. — Fréttaritari. t framhaldi af þessari frétt hafði Morgunblaðið samband við Hafstein Ólafsson, veitingamann f Fornahvammi og spurði hann um rjúpnaveiðina þar um slóðir. Svörin voru mjög á sömu lund. Hafsteinn kvað frckar Iftið hafa veiðzt af rjúpu nú um nokkurt skeið vegna óhagstæðra skilvrða. Veiðimenn voru t.d. á fjöllum I gær og sáu þá mikið af förum eftir rjúpuna en veiddu lftið vegna lélegs veðurs. Einnig hefði verið lftil veiði um helgina. I Fornahvammi var f gær komin rigningarslydda. Síld söltuð í 11.400 tunnur Höfn, Hornafirði — 2. dcsemb- er — HÉR hefur verið landað 1922,2 tonnum af síld á síldar- vertíð þeirri sem er nýlokið. Þar af fóru í frystingu 412,9 tonn af síld en 1507,7 tonn fóru í söltun. I bræðslu fóru samtals um eitt tonn. Utkoma þessarar vertiðar hér reyndist vera alls 11.400 upp- saltaðar tunnur. Hæstir þeirra báta er lönduðu hér á Hornafirði á vertíðinni voru: Reykjaröst GK með 195 tonn. Jóhannes Gunnar með 165 tonn og Steinunn SF með um 146 tonn. — Elías Jólafundur Hvatar í kvöld HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna, heldur jólafund sinn i Atthagasal Hótel Sögu í kvöld. Séra Grímur Grímsson flytur hugvekju, sýnd- ur verður dans og Magnús Péturs- son leikur á píanó. Þá verður happdrætti og kaffiveitingar. Allt sjálfstæðisfólk er velkomið á fundinn, sem hefst kl. 20.30. Hótels Loftleiða. Fyrrnefnd sam- tök munu á na'stunni beita sér fyrir ráðstefnum og námskeiðum um sjúkrahúsmál og er þetta fyrsta ráðstefnan af þvf tagi. Á ráðstefnunni verða flutt 7 framsöguerindi. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri fjallar um heildarskipulag sjúkrahúsmála í landinu, Stefán Stefánsson, form. Stjórnar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, fjallar um hlutverk fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri með tilliti til skipulags sjúkrahúsmála á Norðurlandi, Georg Lúðvíksson, framkv.stj. ríkisspítala, gerir grein fyrir hlut- verki ríkisspítalanna í Reykjavík annars vegar og á landsbyggðinni hins vegar, Skúli Johnsen borgar- læknir fjallar um verkaskiptingu sjúkrahúsanna í Reykjavík, Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri i Keflavík tekur fyrir verksvið sjúkrahúsanna á Suðvesturlandi, með tiliiti til nálægðar við stóru sjúkrahúsin í Reykjavik, Gísli Sigurbjörnsson, forstj. Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fjallar um þátt einkasjúkrahúsa og Oddur Ólafsson alþingismaður um dreifingu fjármagns með til- liti til verkaskiptingar sjúkra- húsanna. Að loknum framsöguer- indum verða almennar umræður. Utan dagskrár á Alþingi: Stúdentadagskrá 1. desember verði endurflutt Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í samein- uðu þingi i gær, að beiðni fjölda borgara, vegna óska þeirra um endurflutning stúdentadagskrár í rikisút- varpinu 1. desember sl. sem útvarpað var í tengslum við Háskóla Islands. Guðmundur sagði allan þorra almennings hafa verið við störf sín á hinum ýmsu sviðum þjóðlifsins í þann tíma, er efni þessu var útvarpað, og því ekki átt þess kost að heyra dagskrárliðinn. 1 Þjóðviljan- um í dag, 2. desember, væri hins vegar skýrt frá þvi að umrædd samkoma hefði tekizt vel í alla staði, og væri því ekki úr vegi að gefa þjóðinni kost á að heyra afstöðu þeirra, er fyrir dagskránni stóðu, til þess þjóðfélags, sem þeir sæktu menntunarmöguleika sína til. Almenningur, sem bæri uppi menntakerfið og lánakerfið, ætti tvímælalausan rétt á að fá aðgang að þessum þjóðhátíðar- boðskap, sem æskilegt væri að endurflytja. t.d. síðdegis ein- hvern komandi sunnudag. Jónas Árnason alþingis- maður brást hinn versti við þessum tilmælum, sem hann sagði fela í sér hótunartón og mundu auk þess fæða af sér lesendabréf til dagblaðanna, sem andsnúin yrðu róttækni aðstandenda dagskrárinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.