Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON Handrið metorðastigans Norman Vincent Peale: UNDRAVERÐUR ÁRANGUR JAKVÆÐRAR HUGSUNAR.Q 299 bls.Q Örn og Örlvgur hf. 1975. „ÓSKAR þú að verúa hetja eúa viltu verða aumkunarverður vesalingur?“ spyr Norman Vineent Peale og styðst við Carlyle. Og auðvitað viltu verða hetja. Undraverður árangur já- kvæðrar hugsunar kennir þér það. En hvers konar hetja? Gróðahetja auðvitað! Sölumað- ur af fyrstu gráðu! Dos'ó bók mætti heita: hverni; græðaskal áreynslulaust — eða eitthvað þvi um líkt. Höfundur á að visu til að fjasa um háleitari mark- mið samanber þessa klausu svo dæmi sé tokið: „Auðvitað er ekki eingöngu átt við ytri fyrirtektir, heldur öllu fremur það sem erfiðara er: að stjórna lífi sínu á farsæl- an hátt, að vera vel heppnaður sem maður, — hafa vald á sér, lifa í jafnvægi; — ekki að vera hluti af vandamálum lífsins, heldur hjálparmiðill þess. Þarna eygjum við takmarkið, sem okkur ber að setja okkur i lífinu; takmarkið er að lifa hcillariku lífi; að verða skap- andi mannsekjur.“ Ekki er hægt að segja að mik- ill sannfæringarkraftur fylgi orðum þcssum miðað við áherzlu þá sem höfundur legg- ur í annan stað á velgengni í fjármálalífinu. Því æðimargar lífsreglur Pcale miðast við ein- hvers konar sölumennsku. Víða minnist hann líka á drottin og er helst að skilja að kristin trú sé — þeim sem hana rækir — vænleg til ábata. Manni kcmur í hug að höfundur ætlist til að vera skilinn bókstaflega er hann brýnir fyrir mönnum að taka „guð mcð f reikninginn“ eða „taka handlciðslu guðs með í reikninginn", eins f>g hann orðar það. Norman Vincent Peale lætur drjúgt yfir að hann hafi hjálpað mörgum í persónulcgum vanda og vitnar í sæg bréfa því til sönnunar. Vfst eru þau skrifuð af fólki úr ýmsum stéttum og starfsgreinum og sagt er frá margs konar vanda sem það hcfur ratað I á lífsleiðinni en oft er þó verið að ýja að ein- hvers konar veraldlegri vel- gengni eða með öðrum orðum verið að segja frá því hvernig þeim, sem lesið hal'i ba-kur hans og siðan farið eftir lífsreglum þeim, sem þar eru boðaðar, hafi allt í einu heppnast að „komast áfram“ í Iffinu. Til að mynda segir frá pilti einum sem var frá sjónar- miði höfundar í meira lagi „aumkunarverður vesalingur" því hann „var nokkurn veginn svo langt niðri í motorðastiga þess fyrirtækis sem hugsazt gat“ þar sem hann starfaði. „Hann var fimmti aðstoðarmað- ur þess skrifstofumanns sem sá um afgreiðsluna." Hvílík ósk- öp! En svo hliðholl varð gæfan þessum vesalings unga manni að hann varð að lokum sölu- stjóri fyrirtækisins og ekki að- eins það heldur „sá bezti söiu- stjóri" sem fyrirtækið hafði „nokkurn tíma haft“. Það getur maður nú kallað happy end svo um munar. Um annan segir: „Hann hét Bob. Hann var stórvaxinn og óframfærinn. Hann var sölu- maður. En sölutala hans lá sorglega nærri botninum." Bob hugkvæmdist nú að biðja skap- arann: „Herra, nú fer ég út í heimsókn til viðskiptamanna, og ég er nýr maður. Ég mun standa mig betur með þinni hjálp," Og Bob fór að selja. En hver var sá lykill sem opnaði fyrir honum leyndardóma sölu- mennskunnar? í bréfi til Peale skýrði hann frá því: „Ég hitti á þann stað í bókum yðar, þar sem þér ráðleggið, að maður eigi að beita hugsanaskiptum og uppræta allar lélegar, óheil- brigðar hugsanir og gróður- setja í þeirra stað hreinar, heil- brigðar hugsanir." Vera má að bók sem þessi komi einhverjum að gagni. Hitt virðist augljóst að hún er miðuð við samfélag sem er að mörgu leyti ólíkt okkar, við lifnaðar- hætti sem eru okkur framandi og við lífskoðanir og trúarhug- myndir sem íslendingar hvorki skilja né aðhyllast. Eða kemur ekki nokkuð kynlega fyrir sjón- ir að bók, sem á að heita kristi- leg að minnsta kosti í aðra röndina, og kenna manni að vera ánægður og lukkulegur í lífinu, skuli beina fólki svo mjög inn á brautir gróðahyggju og metorðastreitu? Ef einhver verður að vera „aðstoðarmaður þess skrifstofumanns sem sér um afgreiðsluna" — er líf hans þá einskis virði, á hann enga gæfu skilið fyrr en hann hefur unnið sig upp í metorðastigan- um? Og hvað um allan fjöldann sem aldrei selur neitt? Er sama hvorum megin hryggjar hann liggur? Og hvað um þá sem kaupa af söluhetjum Vincent Norman Peale, er til of mikils mælst að einnig þeir fái að „lifa heillaríku lífi“ og „verða skapandi manneskjur"? Það er að mínum dómi aumk- unarverð skoðun að hamingja fáist ekki nema fyrir peninga og þá helst mikla. Þeir, sem standa í slíkri meining, ættu að lesa Hávamál til að mynda. Þýðandi þessarar bókar er Baldvin Þ. Kristjánsson. Er texti hans hvorki skýr né ris- mikill, enda vart við miklu að búast með hliðsjón af efni og markmiði bókarinnar. Dæmi um linlegt orðalag: „ . . . hvern- ig maður kemur sölu til leiðar" ... „hvernig þú innstillir vit- und þína“ ... „stoppaðu hug- ann fullan af friðarframkall- andi hugsunum". Eða úr með- mælum höfundar með bók sinni í eftirmála: „Hún mun hafa áhrif — en aðeins ef þú vlnnur með hana. Til þess að ná hinum bezta árangri þarf agað þolgæði mettað bæn.“ Ég tilfæri ekki fleira í þess- um dúr þó af ærnu sé að taka. Bókmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Indriði G. Þorsteinsson: Sagan um Stefán fslandi. Q Bókafor- lag Odds Björnssonar. Akur- cvri 1975. Það er undra fögur umgerð bernsku og æsku Stefáns Guð- mundssonar frá Krossanesi, sem bókarhöfundur sýnir okkur, þegar á annarri og þriðju síðu lesmálsins. Þegar hann hefur í stórum dráttum sýnt fjallahringinn í austri, suðri og vestri, segir hann: „En beint í norðri og handan Húsabakkabæja rís Hegra- nesið, sem á björtum sumar- kvöldum hverfist í rauðabrim undir sól að sjá. I miðjum þessu víðsýni fæddist Stefán. Eflaust hefur hann grátið nýfæddur fyrir tilverknað Ijósunnar eins og önnur nýfædd börn. Síðar- meir hæfði ekki að það teldist grátur. Fólk sagði það hefði verið líkara söng. Og í þessu umhverfi eyddi hann æsku sinni, lifði sínar fyrstu gleði- stundir og stundir hryggðar og ástvinamissis. Þarna heyrðist rödd hans fyrst, björt barns- röddin við undirleik goluþyts i stör og punti, og töltspors í hesti, en óperusviðið sjálft þessi nóttlausa voraldar veröld, sem nafni hans, Stefán Guð- mundsson frá Víðimýrarseli syrgði lengst og mest.“ Nú bregður sagnaskáldið Indriði á ráð, sem dugir honum vel. Hann lætur sérvitran, sunnlenzkan einfara á þreytu- legri bikkju vera á ferð um Vallhólminn á einmitt unaðs- fögru vorkvöldi. Hann fer löturhægt — og allt í einu heyrir hann söng og skimar í átt til Vallholtsins: „Einmitt þaðan virtist söngurinn berast, samofinn kvöldbirtunni og grænni vorjörðinni. Vegfar- andinn stanzaði til að hlusta. Maður reið hjá og fór nokkuð geyst. Vegfarandi kallaði til hans og spurði, hver væri að syngja. Syngja, hváði hinn. Ég er að huga að hrossum, sagði hann svo og gerði sig Iíklegan til að halda áfram. Heyrirðu ekki sönginn, spurði fe/ða- Iangur. Sönginn, anzaði hinn. Hann stöðvaði hestinn á ný og brá svipu sinni að hnakknef- inu. Svo Ieit hann skáhallt undir sól og snaraði pottlokinu neðst á ennið til varnar birtu. Við Skagfirðingar köllum þetta ekki söng. Það er víst strák- urinn hann Stebbi. Hann er ekki nema á níunda eða tíunda árinu, og hann er alltaf syngj- andi. Það er uppi á honum kjafturinn á hverju sem gengur." Stefán er fæddur í Krossa- nesi í Vallhólmi 6. október 1907, þar sem foreldrar hans voru vinnuhjú. Þau hétu Guð- mundur Jónsson og Guðrún Stefánsdóttir. Rekur Indriði ættir þeirra, og sannar ætt- færslan, að í ættum hans var fólk, sem ekki var aðeins söng- hneigt, heldur og gætt góðri söngrödd. I Krossanesi dvöldu foreldrar Stefáns til vorsins 1911, en síðan eitt ár í Vallanesi á bakka Héraðsvatna. Þar voru þau aðeins eitt ár, en fluttust þaðan til Sauðárkróks. Þar jókst þeim fljótlega ómegð, þar eð þau eignuðust tvær dætur, aðra 1914 og hina árið eftir. Og þó að faðirinn væri sívinnandi og færi á vertíð til Suðurnesja, var mjög þröngt í búi. Stebbi litli lét sér það í léttu rúmi liggja. Á Króknum var margt góðra leikbræðra, og svo var það sem var ærið mikilsvert, að faðirinn, sem var hlýr og reifur, sýndi honum slíkt ást- ríki, að hann hafði hann gjarn- an með sér, þar sem því varð við komið. Sauðárkrókur var, þegar hér var komið, orðinn myndarlegt og fjölmennt kauptún, enda miðstöð víðlends héraðs, þar sem margur maður var vel efnum búinn og margt kvæða- söng- og hestamanna. A Krókn- um var efnt til söngskemmtana, þar sem sungið var og leikið á hljóðfæri og leikrit sett á svið, enda Sæluvikan í þennan tíma orðinn árlegur viðburður. Segir Stefán skemmtilega frá því, hvernig hann komst í náin tengsl við leiklistina, þegar leikinn var Skuggasveinn, það leikrit, sem virðist ætla að verða ódauðlegt. Var hrifni hans slík, að hann kveðst ekki hafa viljað sjá það síðar á ævinna af ótta við að spilla áhrifunum frá æskudögunum. Annars þurfti ekki Sæluviku til að glatt væri á hjalla á Sauðár- króki. Þar var sungið og kveðið, hvar sem menn hittust og þess var kostur, og ferskeytlur hrutu af munni ótrúlega margra — en þeirra kunnust munu vera útí frá Ólína Jónas- dóttir og tsleifur Gíslason ... Svo kom reiðarslagið. Faðir Stefáns fórst í Gönguskarðsá 11. júní 1917. Frásögnin af drengnum og móðurinni slys- og jarðarfarardaginn er stutt- orð en þeim mun átakanlegri . . . Guðrún stóð nú ein uppi, bláfátæk með þrjú börn, níu ára dreng og tvær dætur, tveggja og þriggja ára. Hvað svo um úrræði? Sveitin, hinn almenni neyðarkostur ein- stæðra mæðra í þennan tíma? Nei, ónei. Börnin voru öll tekin til langframa í fóstur á góð heimili, og á betra varð ekki brugðið á þessum árum, hvað sem leið tilfinningum Guð- rúnar Stefánsdóttur. Það er svo af henni að segja, að hún giftist þrem árum eftir missi bónda síns góðum dreng á Sauðár- króki, en varð ekki langlíf, lézt árið 1920. Hér höfum við nú fengið vit- neskju um, hve hinn tilfinn- inganæmi verðandi snillingur varð að þola þunga harma á tíunda ári ævinnar en í frásögn sinni býður hann ekki lesand- anum með tár í augum að þreifa á sárum sínum. Það var honum annars mikil sárabót, að hann var tekinn til fósturs á svo gott heimili, að ekki hefði verið á betra kosið. I Syðra-Vallholti í Vallhólmi bjuggu efna- og myndarhjónin Gunnar Gunn- arsson og Ingibjörg Oddsdóttir, og á heimilinu var hart nær þrítugur sonur þeirra, Gunnar. Þarna skorti ekkert til fæðis eða klæða, ekki heldur um- hyggju og hljóðláta ástúð. Hús- bóndinn hélt raunar drengnum fast að vinnu, en þó ekki um of. Húsfreyjan tók brátt við hann órofa tryggð, sá um uppfræðslu hans með festu og beitti hann nauðsynlegri ögun. Svo var það sonurinn. Hann var bókfús með afbrigðum, sönghneigður og reyndist Stefáni jafntryggur og fóstran, enda sleit Stefán aldrei þau bönd tryggðar og þakk- lætis, sem tengdu hann Ingi- björgu húsfreyju og Gunnari syni hennar, sem með henni bjó að föður sfnum látnum. Þeim Indriða og Stefáni hefur tekizt með ágætum að lýsa jafnt líkamlegri sem andlegri þroska- þjálfun hans í heimahögunum. Hann verður svo snemma bú- inn iíkamlegu atgervi, að honum er trúað til að fara þrettán ára í margra sólar- hringa göngur inn á hinn víð- lenda afrétt sveitunga sinna, og innan við tvítugt er hann háseti eina vertíð. Hann reynist og hinn öruggasti til ferðalaga og úrræða í hörku hríðarbyljum. Svo var það þá skemmtana- og félagslífið. Það var hlaupið á skautum og vitaskuld dansað, en fyrst og fremst og hvar sem var, var kveðið og sungið. Þarna starfaði söngkór, sem í voru fágætlega góðir radd- menn. Um rödd Þorbjarnar frá Veðramóti, síðar bónda á Geita- skarði, segir Stefán, að hann hafi minnzt hennar, þegar hann heyrði fyrst rödd Carúsós. Og auðvitað söng Stefán, söng einn saman og í annarra hópi, og rödd hans var þegar rómuð um allt héraðið, þá er hann var um' fermingu.. . . Svo gerist það, að honum er boðið til jóladvalar á heimili Kristjáns kaupmanns Gíslasonar á Sauðárkróki. Það var menningarheimili, og Þór- unn, dóttir hjónanna, lék vel á píanó. „Um þessi jól söng Stefán mikið,“ segir í sögunni, en þar segir Iíka:' „En Stefán var ekki farinn að Iesa nótur, vissi ekkert hvað nótnablöð voru og kunni eiginlega engin lög. Hann kunni vísur og kvæðastemmur og það af söng sem fló fyrir, en þar með var kunnátta hans í söngmenntinni talin." Svo segir Indriði, en ekki meira. Hitt er svo vist, að þessi jóladvöl muni hafa haft ærin áhrif á Stefán. Hann mun hafa fundið sárt til vöntunar sinnar, en einnig hafa vaknað hjá honum harmiblandin þrá. Á blaðsíðu 59 í bókinni er merkileg frásögn hins fjölgáf- aða manns, Þorbjarnar á Geita- skarði, um samfylgd þeirra Stefáns í hópi gangnamanna úr Tröllabotnum á næsta hausti. Aðeins nokkrar línur úr frá- sögninni segja mikið: „Við Stefán vorum þannig að gerð að vilja vera sísyngjandi. Er þessir gangnamannahópar Áfram veginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.