Morgunblaðið - 03.12.1975, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.12.1975, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 13 Slátrun lokið á Hö6i og nágrenni Höfn, Hornafirði, 28. nóvember — AÐAL sauðfjárslátrun á Höfn og á Fagurhólsmýri lauk raunveru- lega 6. nóvember, en vegna hinna miklu og sffeiidu rigninga, tókst ekki að fara f aðra leit f KoIIu- múla, svo að endanlegrí slátrun er nýlega lokið. Slátrað var alls 28.527 kindum eða 391 kind fleira en í fyrra. Þar af voru dilkar 26.470 og 2.057 full- orðið. Meðalvigt dilka var í ár 14,93 kg, sem er 1.03 kg meira en f fyrra. Mesta meðalvigt frá heimili hafði Þorsteinn Geirsson, Reyð- ará, 18,21 kg. Þaðan voru einnig tveir þyngstu dilkarnir eða 29,4 kg. — Gunnar. Ólafur Jóhannesson: íí is Lög og réttur eftir Ölaf Jóhannes. málarádherra. Þessi marg eftirspurða bók, sem verið hefur uppseld árum saman er nú komin aftur í bókaverzlanir. Lög og réttur fjallar á greinargóðan hátt um ýmis meginatriði íslenzkrar réttarskipunar. Bókin fæst hjá helztu bóksölum, og kostar kr. 2.700,- (+ sölusk.l Félagsmenn,— og að sjálfsögðu þeir, sem gerast félagsmenn nú, fá bókina með 20% afslætti í afgreiðslu Hins íslenzka bókmenntafélags að Vonarstræti 12 í Reykjavík. Hið íslenzka bókmenntafélag Dregið um 400 milljón krónur í einum drætti Happdrættis H.í. Bók um Svignaskarð eftir Guðm. Guðna Guðmundsson KOMIN er út bók um Svignaskarð f Borgarfirði eftir Guðmund Guðna Guðmundsson, en út- gefandi er Iðja, félag verksmiðju- fólks. Um tildrög útgáfunnar segir höfundur m.a. í formála: „Fyrir tveim árum vakti ég máls á því á stjórnarfundi hjá Iðju að nauðsynlegt væri að taka saman einhvern fróðleik um Svignaskarð og kynna sögu þess því fólki, er kæmi til með að njóta sumarleyfis sfns í faðmi þessa fagra landsvæðis. Það væri ekki ólíklegt að margar spurningar kæmu upp í huga manna um land- ið, sem Iðja hefði eignazt og vildi gera að paradís verksmiðjufólks í höfuðstað landsins og raunar fjölda annarra launþega, sem félagið hefur bundizt samtökum um til að staðurinn mætti verða sambærilegur við það bezta sem nú þekkist sem dvalarstaður i or- lofi. Þessum hugmyndum mínum, var strax vel tekið af stjórninni og þó í fyrstu væri ætlunin að þetta yrði stutt mál kom okkur saman um að ég réði því, en mér var falið að semja drög að riti um Svigna- skarð, hversu ítarlega ég teldi heppilegt að fjalla um málið. Ritnefnd Iðjublaðsins, sem ég á einnig sæti í, var svo falið að sjá um málið. Brátt kom þó svo að ég og Guðmundur Þ. Jónsson, vara- formaður Iðju, tókum að okkur að sjá um útgáfuna, en ég tók að mér að semja bókina." Bókin er 202 bls. að stærð auk nokkurra myndasíða. Þá fylgir henni og kort af Svignaskarði. „Innan tíðar verður opnuð ný deild fyrir veik, nýfædd börn við Barnaspítala Hringsins. Hefur þessari deild verið valið nafnið VÖKUDEILD. Geta 14 börn dval- ið samtímis á þessari deild. Vökudeildin er staðsett á 3. hæð nýbyggingar við Fæðingardeild Landspítalans ásamt fæðingar- stofum og skurðstofum þeirrar deildar. Verður Vökudeildin út- búin öllum tækjum, sem nauðsyn- leg eru við gjörgæzlu á nýfæddum börnum. Auk barna, sem fæðast á Land- spítalanum, mun Vökudeildin einnig taka á móti veikum nýbur- um, sem fæðast utan hans, bæði í Reykjavík og úti á landsbyggð- inni. Á Vökudeild eru 3 sjúkrastofur. Arnína Guðmundsdóttir vfirhjúkrunarkona Barnaspftala Hringsins I tveimur þeirra verða samtals 8 með nokkrum sjúklingum. hitakassar (incubatorar), en í þriðju stofunni verða 6 vöggur fyrir börn, sem ekki þurfa að vera í hitakössum. Þá er á deildinni aðgerðastofa. Þar verður á Vöku- deild móttökuherbergi fyrir for- eldra, sem koma til að heimsækja börn sín ásamt aðstöðu til að kenna mæðrum meðferð á börnunum, áður en þau útskrifast af deildinni. Með tilkomu göngudeildar við aukning varð vegna tilkomu „FIMMFALDA TROMPMIÐ- ANS“, sem byrjað var að selja f byrjun þessa árs. Hæsti vinningur á TROMP- MIÐA í þessum flokki verður tíu milljónir króna og þar að auki koma tvær milljónir króna á hvorn heilmiðanna, E, F, G, og H. Getur þvf sami maðurinn unnið 18 milljónir króna í þessum eina drætti, ef hann á TROMP- MIÐANN og FERNUR af sama númerinu. Auk þessa verða 9 vinningar á 500,000 krónur, 9 vinningar á 200,000 krónur og 18 auka- vinningar á 100,000 krónur. 2,430 viðskiptavinir eiga kost á að hreppa 50,000 krónur. 21,015 geta öðlast 10,000 krónur og 5,000 króna vinningarnir verða samtals 8,010. Drátturinn mun hefjast klukkan eitt og honum mun ekki ljúka fyrr en eftir miðnætti. Yfir 40 manns munu vinna að fram- kvæmd þessa stóra dráttar, því allt þetta starf er mjög tímafrekt og mikil nákvæmnisvinna. Dag- inn eftir verða svo lesnar prófark- ir að vinningaskránni, sem von- andi verður tilbúin á föstudag. Útborgun vinninga hefst svo miðvikudaginn 17. desember. Málverkasýning í Vestmannaeyjum DAGANA 4.—7. desember verður haldin í Félagsheimili Vest- mannaevja sýning á málverkum finnsku listakonunnar Elfnar Sandström. Ellna Sandström er orðin Islendingum að góðu kunn og er þetta 3. sýning hennar hér- lendis á þessu ári og hafa myndir hennar fengið mikið lof þeirra, sem sótt hafa sýningarnar. Að þessu sinni sýnir listakonan 50 olíumálverk og sækir hún fyrirmyndir sínar frá náttúrunni, bæði íslenzkt landslag og blóma- myndir. Sýningin er sem fyrr segir í Félagsheimili Vestmannaeyinga og er opin kl. 17—23 fimmtudag og föstudag, en frá kl. 14—23 laugardag og sunnudag. Aðgangur er ókeypis. MIÐVIKUDAGINN 10. desember verður dregið f 12. flokki Happ- drættis Háskóla tslands. Að þessu sinni verða dregnir út 31,500 vinningar að fjárhæð tæpar 400 milljónir króna. Er þetta stærsti dráttur, sem fram hefur farið í happdrætti á Islandi tii þessa. Til samanburðar má geta þess, að í fyrra voru dregnar út 176 milljónir króna I desember- drættinum. Þessi geysilega veltu- Hringurinii gefur tælá fyrir 3 miDj. kr. 26. NÓV. 1965 tók Barnaspftali Hringsins til starfa. f mörg ár höfðu Hríngskonur safnað fé til spftalans með ýmsu móti og lögðu þær fram um 10 milljónir til byggingaframkvæmda, tækja- kaupa, sjúkrarúma o.fl. í marsmánuði 1971 var svo Geð- deild Barnaspftalans víð Dal- braut opnuð, og einnig lögðu Hringskonur þar hönd á plóginn með þvf að greiða innréttingar, húsbúnað og nauðsynleg tæki. Nú þegar Barnaspitali Hringsins átti 10 ára afmæli, fögnuðu Hringskonur þvf að fá tækifæri til að gefa öndunartæki og tilheyrandi útbúnað til nýrrar deildar, sem senn tekur til starfa f tengslum við Barnaspítalann. Yfirlæknir nýju deildarinnar, Gunnar Biering, segir svo: Fæðingardeildina skapast góð að- staða til eftirskoðunar á börnum, sem legið hafa á Vökudeild. Koma börnin til eftirlits, þar til þau eru fær um að ganga inn í venjulegt ungbarnaeftirlit hér í borginni eða annarsstaðar.“ Eins og mörg undanfarin ár heldur Hringurinn jólakaffi og skyndihappdrætti að Hótel Borg fyrsta sunnudag desember, þ.e. 7. des. nk. Þar verða einnig til sölu jólaskreytingar og postulínsplatt- ar Barnaspítalans, en af þeim hafa 4 plattar verið gefnir út, og verða þeir ekki fleiri. Allur^ágóði rennur til Barnaspítalásjóðs Hringsins. (Frá Kvenfél. Hringn- um).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.