Morgunblaðið - 03.12.1975, Side 21

Morgunblaðið - 03.12.1975, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 21 Ingólfur Guðmunds- son —Afmœliskveðja „Hélt hann svo alla sfna þing- undir viðhorfi þeirra sem fást við menn til allra réttra mála að hvergi varð þeirra hlutur undir“. Á æskuárum okkar Ingólfs var verið að byggja grunn að því samfélagi á tslandi, sem við búum við nú. Öflug samtök höfðu dregið að hún merki mannréttinda og mannúðar. Gangan til hamingju- landsins sýndist þá ekki þurfa að verða ýkja löng — ef aðeins maðurinn bæri gæfu til að nota vit sitt og þekkingu til góðra hluta. Ný vísindi og tækni virtust boða frelsun frá vanþekkingu, fátækt og striti: félagshyggja kom í stað sérhyggju — samhjálp í stað sérhagsmunastefnu. Enn þann dag í dag er öldin að móta hugmyndir undir þessu merki þótt hægt fari. Heimsfréttirnar minna okkur daglega á að í heimi okkar norð- lægra þjóða hefur meir þokast í áttina en í mörgum stærri stöðum sem enn búa við ókyrrð og áþján. Mættum við öll minnast þess hve dýran hlut við geymum í okkar mannlífsformi. Margt hefur á unnist — og eins og ævinlega — mörgu hefur orðið að fórna. Lausnarorð okkar tíma er skipu- lag og aftur skipulag. Við, sem flest búum við uppeldi og lífsvið- horf sveitarinnar og fámennisins, kunnum mörg hver ekki allt of vel við okkur í skipulögðum hópi. Þetta nýja samfélagsform á mikið — Afkoma Framhald af bls. 8 aðrar greinar. Hins vegar mun óhætt að fullyrða, að bifreiða- verzlun mun ekki sem heild skila hagnaði í ár. Almenn heildverzlun (616) Breytingar á afkomu al- mennrar heildverzlunar hafa verið svipaðar og við var að búast. Hagnaður, sem hlutfall af veltu, var 2,9% 1973, enda mikil eftirspurn innanlands og hagstæð þróun gengis. I fyrra réðu lækkandi álagning og gengisfellingin í september mestu um, að afkoman versnaði það ár. Horfurnar í ár benda til svipaðrar afkomu í ár og í fyrra, ef meðalálagningin lækk- ar aðeins að hálfu til jafns við ákvarðanir verðlagsyfirvalda, en nokkru verri afkomu, lækki álagningin að fullu. Almenn heildverzlun virðist í auknum mæli vera að verða umboðsverzlun, þar sem heild- verzlunin hefur á s.l. árum aukið tekjur sínar af umboðs- sölu mun hraðar en álagningar- tekjur af eigin vörusölu. Hér eiga verðlagsákvæði sennilega hlut að máli, og ættu stjórnvöld að íhuga hvort þau telji þessa breytingu æskilega frá þjóð- hagslegu sjónarmiði. Verðlagsákvæðin virðast einnig koma fram í ýmsum öðr- um óæskilegum áhrifum frá þjóðhagslegu sjónarmiði, svó sem í minna vöruframboði, lé- legri varahlutaþjónustu, hverf- andi verðsamkeppni og i því, hvað auglýstar merkjavörur stórfyrirtækja eru áberandi hluti innflutningsins. Hér er um að ræða meira hagsmuna- mál neytenda en innflutnings- verzlunar. Samt þykir rétt að benda á þessi skekkingaráhrif hér, þar sem breytingar til batnaðar er hægt að gera, þar sem saman færu hagsmunir innflutningsverzlunar og neyt- enda. stjórnun þess. Forngrikkir töluðu um stjórnlist. Svo sannarlega er það göfug list að stjórna svo mál- um skipulagðs samfélags að ratað verði það meðalhóf sem tryggir samhjálpina án þess að þrengdur sé um of kostur okkar sem einstaklinga og félagsheilda. Sá er hér ritar hefur nokkuð oft hugleitt þetta þegar hann hefur átt tal við Ingólf Guðmundsson — stundum aðeins í sima — stund- um á kyrrlátri og virðulegri vinnustofu hans i aðalstöðvum félagslegrar samhjálpar á Islandi. Má ég aftur vitna í hin minnis- stæðu orð: „og hélt hann svo alla sfna þingmenn til allra réttra mála að hvergi varð þeirra hlutur undir“. Vel má vera að Ingólfur kunni mér Iitlar þakkir fyrir að fá rúm hjá Styrmi í Morgunblaðinu i dag fyrir þessar hugleiðingar. Hann er hlédrægur og yfirlætislaus eins og allir vita sem hann þekkja. Hitt tel ég vissu að þeir mörgu sem hafa átt samleið með honum — og einkum þó ég sjálfur — hefðu kosið að hans væri verð- ugra getið en hér er gert. Um það verður ekki sakast. Mörgum fer sem Jóni Forna: Mér finnst ég hugsa oft furðu vel og fylgja þræðinum, en þegar ég fer að orða það fer allt úr reipunum. Þrátt fyrir þetta skal enn nokkru við bætt og rifjuð upp atriði, sem mér eru kunn um ævi afmælisbarnsins. Ingólfur Theodór Guðmunds- son, eins og hann heitir fullu nafni er fæddur að Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru þau Guðmundur Björnsson sýslumaður á Sauðárkróki og síðar í Borgarnesi og Ingibjörg Ölafsdóttir. Ingólfur ólst upp hjá móður sinni og Brynjólfi í Þverár- dal til þess tíma er hann hóf nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri (útskr. 1921) og síðar f Verzlunar- skóla Islands, en þaðan er hann brautskráður 1924. Að þessu skólanámi loknu dvelst Ingólfur um tíma hjá föður sínum, Guðmundi Björnssyni og fjöl- skyldu hans í Borgarnesi. Kom hann þar í hóp 8 hálfsystkina þ.á m. Anna bókavörður á Selfossi og Þuríður húsfreyja í Garði. öll fengu þessi systkin þegar hið mesta dálæti á Ingólfi. Systurnar sem ég áðan nefndi hafa lýst því fyrir mér hvernig hann varð þegar með öllu einn af systkin- unum, tengdur traustustu fjöl- skylduböndum. Ekki hvað síst róma þær hve kær hann varð móður þeirra hálfsystkinanna og hve hann reyndist henni eins og besti sonur. Því er þetta nefnt hér að ég hygg það gott dæmi um Ingólf, að hér leystust af sjálfu sér fyrir ljúfmennsku og dreng- skap hin viðkvæmustu fjölskyldu- mál. Arin 1931—1932 fór Ingólfurtil framhaldsnáms í hagfræðideild háskólans í Kiel í Þýskalandi. Er hann kom heim frá framhalds- námi gerðist hann aðalbókari hjá Höephnerzverslun á Blönduósi og — Landið sé . . . Framhald af bls. 20 Ég tel, að útivistarsvæði, þar sem fólk úr strjálbýii og þéttbýli geti notið hollra návista við Islenzka náttúru og haft frjálsan umgang, eftir vissum reglum að sjálfsögðu, þurfi að vera til i hverju héraði Slik útivistarsvæði ættu i raun að vera i eigu og forsjá héraðsstjórna i hverju héraði, og óþarft að þjóðnýta slik landsvæði til þess að vera metnaðarmál hvers héraðs að skipu- leggja slík svæði, að gefa fólki kost á þvl að sækja þau heim, dvelja þar skemmri eða lengri tima og njóta þar, eins og ég sagði áðan, hollra návista við islenzka náttúru til þess að dreifa huganum frá daglegu striti hversdags- Iffsins hér á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. síðar hjá Verslunarfélagi Borg- firðinga Borgarnesi. Síðar stofnaði hann eigið verslunar- fyrirtæki I. Guðmundsson & Co„ sem hann rak til ársins 1948, en þá tók hann við starfi við verð- lagseftirlit og var skipaður verð- lagsstjóri 1951. Því starfi gegndi hann til ársins 1956, en þá varð hann fulltrúi f 1. flokki i félags- málaráðuneytinu. Það embætti hélt hann til þess er hann tók við starfi deildarstjóra sjúkratrygg- ingadeildar í Tryggingastofnun ríkisins. Asamt daglegum störfum í stofnunni hefur hann tekið þátt í ýmsum ráðstefnum og fundum um Tryggingamál innanlands og utan. Auk alls þess er nú hefur verið greint hefur Ingólfur m.a. verið formaður rannsóknar- nefndar ríkisins i Iðnaðarmálum. hann hefur verið í stjórn verð- jöfnunarsjóðs fyrir olíur og ben- sín. Hann var formaður þeirrar stjórnar um skeið. Arið 1944 gekk Ingólfur að eiga Laufeyju Halldórsdóttur hjúkrunarkonu, hina mætustu konu og er heimili þeirra að Forn- haga dæmi um það grundvallaða menningarlíf sem þróast hefur í íslenskri borg á undanförnum áratugum. Hér að framan var getið um að Ingólfur var uppalinn í Þverár- dal. Brynjólfur í Þverárdal var landsfrægur fyrir gestrisni, rausn og höfðingsskap svo sem þekkt vísa Hannesar Hafstein vitnar. Ingólfur naut í uppvexti ástríkis þessa stórbrotna fóstra síns. Hann hefur og heiðrað minningu Bryn- jólfs sem vert er. Þau hjón Ingólf- ur og Laufey fengu að kjörsyni ungan son Margrétar hálfsystur Ingólfs, en hún bjó við erfið veik- indi. Drengurinn var skýrður Brynjólfur og sýnir það með öðru hve mikils Ingólfur mat fóstra sinn. Brynjólfi er svo lýst: „Hann var samkvæmismaður mikill og stórveitull heim að sækja. Hrað- mælskur jafnt á dönsku sem ís- lensku" . Vel kann og Ingólfur að meta góðra vina fundi. Er að honum sannur fagnaðarauki á slíkum stundum. Ingólfur er laxveiðimaður góður og róma veiðifélagar hans háttprýði hans við veiðiá. Þarf- Iaust er að lýsa fyrir veiðimönn- um hvað í þessu felst. Hann fer flestum fimlegar með flugustöng og á mikið gott safn af veiði- stöngum og allskyns flugum allt frá einföldustu silungaflugum uppi dýrustu laxaflugur saman- settar af sundurgerð. Ætli ég eigi annars nokkra betri ósk handa Ingólfi á þessum degi en að hann megi enn um mörg ár njóta heilsu og krafta til þess að labba með þennan tækjabúnað sinn sem oftast meðfram Norðurá, Flóka- dalsá og hvað þær nú allar heitV þessar laxadrottningar Borgar- fjarðardala. Ég flyt honum þakkir okkar í samlögunum fyrir þann tíma sem hann hefur verið í sjúkratrygg- ingadeildinni. Ég tel að hann hafi verið okkur vinur og leiðsögu- maður á þann hátt sem í upphafi var getið og hver getur kosið sér betra hlutskipti? B.V. OECD spáir efnahagsbata Brussel, 28. nóvember—NTB. SÉRFRÆÐINGAR Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) eru ekki öruggir um hvernig spá beri um hagvöxt á Vesturlöndum á næsta ári, en telja samt sem áður að heldur horfi betur en undanfarið, og versta efnahagskreppan sé að baki. Hins vegar eru þeir efins um hvort uppgangurinn verði stöðugur á næsta ári. Hann verð- ur alla vega hægfara og atvinnu- leysi mun sennilega halda áfram að aukast. Sérfræðingarnir óttast að bjartsýni Bandaríkjamanna og Vestur-Þjóðverja hafi verið of mikil. OECD birtir einnig spá um þróun verðbólgunnar og sýnir hún að dregið hafi verið úr verð- hækkunarþróuninni og muni svo fram halda. 1 Kenwood hrærivélar TWORN HHMf og úrval hjálpartækja HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.