Morgunblaðið - 03.12.1975, Síða 28

Morgunblaðið - 03.12.1975, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 1 Gullhöllin sem sveif í loftinu þeim litlu leifum, sem þeir höfðu skilið eftir, setti þær í lítinn mal, sem hann átti, tók með sér gömlu byssuna, sem ekki var hægt að skjóta úr, því hann hugsaði að alltaf væri gaman að hafa hana með sér, svo lagði hann af stað. Þegar hann hafði gengið nokkra daga, kom hann líka inn í skóginn mikla, sem bræður hans höfðu farið gegnum, og er hann varð þreyttur og svangur, settist hann undir tré einu og ætlaði að hvíla sig og fá sér bita, en hann hafði augun hjá sér, og þegar hann ætlaði að fara að opna malinn, sá hann, að mikið málverk hékk þar á öðru tré og var það mynd af fagurri mey, eða konungsdóttur jafnvel, sem honum fannst svo fögur, að hann gat ekki haft augun af myndinni. Hann gleymdi bæði mat og mal og tók myndina niður og lá þarna og starði á hana. En allt í einu kom afgamla kerlingin upp um þúfu, sleikti út um og skeiddist riðandi til hans og bað um svolítinn bita, því ekki sagðist hún hafa bragðað mat í hundrað ár. „Þá er líklega tími til kominn, að þú fáir einhverja lífsnæringu," sagði piltur og gaf henni af þessum brauðmolum, sem hann hafði. Kerling sagði, að þetta skyldi hún launa honum vel. Hún gaf honum gráan bandhnykil, sem hann átti að láta velta á undan, sér, hvert sem hnykillinn vildi fara, en myndina sagði hún að hann skyldi ekki hirða um, það væri aðeins til ógæfu fyrir hann að gera það. Pilti fannst þetta ágætt, en myndina vildi hann með engu móti missa, tók hana undir hendina, en hnykillinn valt á und- an honum, og ekki leið á löngu uns hann kom til konungshallar þeirrar, þar sem bræður hans voru. Þar bað hann líka um vinnu, en honum var sagt, að hans væri ekki þörf, þar sem nýlega væru komnir þangað tveir nýir vinnumenn. En piltur bað svo fallega, að honum var að lokum leyft að hjálpa hestahirði konungs við hrossin. Þar kom piltur sér svo vel, að öllum fór að þykja vænt um hann, enda var hann mikill hestavinur, en hverja stund, sem hann var ekkert að gera, var hann að horfa á málverkið, því það hafði hann hengt upp í skoti í hesthúsinu. Bræður hans voru latir og hirðulausir, þess vegna voru þeir oft skammaðir og barðir, og þegar þeir sáu, að yngsta bróðurnum gekk betur en þeim, fóru þeir að öfunda hann einhver ósköp og sögðu yfirhestahirðinum að hann væri skurðgoðadýrkandi, og tilbæði mynd eina, en ekki Guð. Og þótt stallaranum þætti mikið koma til piltsins, þá var ekki langt að bíða þess, að hann segði konungi frá þessu, en konungur bara sagði honum að vera ekki að neinu rugli. Hann var mjög sorgmæddur, því að tröll höfðu rænt dætrum hans þrem, en svo lengi voru þeir að klifa þetta við kónginn, að hann vildi sjá, hvað piltur hefðist að. Þegar hann sá málverkið úti í hest- húsinu, þá var það mynd af yngstu dóttur hans. Og þegar bræður piltsins heyrðu það, sögðu þeir strax við stallarann: ,,Ef hann vildi bara gera það, pilturinn, þá gæti hann náð dætrum konungsins aftur úr tröllahöndum.“ Og auðvitað rauk stallarinn strax í konunginn með þessa DRÁTTHAGI BLÝANTURINN KAFP/NÖ \\ ]L OCTOHS-ZOa-POUANE Afsakaðu ungfrú! En svona nokkuð er með mestu ólíkind- um. Var það ekki sem mér heyrðist þegar þú sagðist vera hund- soltinn? Maður, sem ætlaði að ferðast með farþegaskipi, var settur í klefa með Reynolds major, sem einnig var á farþegalistanum. Litlu eftir að skipið var lagt úr höfn kom maðurinn æðandi til stýrimannsins. — Hevrðu mig nú, hrópaði hann fokvondur, hvað á það að þýða að setja mig I klefa með Revnolds major. Ég hvorki get né vil vera með þessum major I klefa, og ég ímynda mér að majorinn sé á sama máli. — Hvaða frambærilega ástæðu hefurðu fyrir þvf að vilja ekki vera með herforingja I klefa? — Enga, yfirleitt, en það vill svo til að þetta er herforingi úr Hjálpræðishernum — og for- nafnið er Marfa. X Tveir negrar voru úti að ganga og komu þá allt í einu auga á 20 dollara seðil á göt- unni. Báðir þóttust hafa séð hann á undan og upp hófst hörkurifrildi um, hvor þeirra ætti meiri rétt til hans. Ég er nefnilega nágranni vðar. Þú verður að viðurkenna að okkar hveitibrauðsdagar hafa ekki verið innan ramma hins venjulega — f þeim efnum? — Ég sá hann fyrst, sagði annar og þess vegna er það ég sem á hann. — Veiztu hvaða mánaðardag- ur er f dag? spurði þá hinn. — Nei, og mér er andskotans sama um það. Það kemur þessu máli ekkert við. — Nei ekki beint, en hann er nokkuð merkilegur fvrir þig. Sko, líttu á, eftir ár á þessum degi verðurðu búinn að vera dauður í nákvæmlega eitt ár. X — Svo þú sagðir kærastanum þfnum upp af því að hann varð ekki ástleitinn fvrr en hann hafði drukkið fjóra sjússa? — Já, ég fann annan, sem varð ástleitinn eftir einn. X — Stfna hlýtur að hafa mikla kfmnigáfu. — Nú, af hverju heldurðu það? — Hún brosir svo undurblftt f hvert sinn, sem hún Iftur f spegilinn. Morðíkirkjugarðinum Eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjóns- dóttir þýddi 46 — Mér finnst nú reyndar að ef einhver er illa flæktur f þetta mál hljóti það sannarlega að vera Bar- bara. Hvers vegna revnir enginn að harka neitt upp úr henni? Við vitum að hún hefur gerzt sek um f járdrátt... að hún var til þess fús að giftast Motander forstjóra sem var meira en tuttugu árum eltlri en hún, að líkindum aðal- lega til að komast vfir peningana hans. Við vitum Ifka að hún er ákaflega hirðulaus f peningamál- um. Er nokkuð óeðlilegt f þeirri hugsun að hún hafi sfðast látið sér detta f hug að stela kirkju- gripunum til að útvega sér enn meiri peninga? Og hvað f ósköpunum var hún að gera úti í kirkjugarði klukkan hálf sex á aðfangadagskvöld ef það var ekki... Ég beit á vör mér og þagnaði skyndilega. Þrjú piir af augum störðu á mig. Augnaráð Einars og Christer báru vott um ósvikna undrun, faðir minn var spyrjandi. — Ég... ég er vfst að verða þreytt... stamaði ég eymdarlega. — Ég er farin að rugla öllu saman. Ég skammaðist mín óhemju mikið fyrir að ég hafði óvart ljóstrað því upp að ég hefði legíð á hleri og heyrt samræður föður míns og Tords. Ég hafði aldrei verið jafnfegin að sjá Hjördfsi Holm og þegar hún birtist nú þarna f slofunni. Samræður okkar beindust að hlutlausari efnum og ég vonaði að faðir minn myndi gleyma þessu. Það gerði hann reyndar en það stafaði eingöngu af þeim ægilegu atburðum sem gerðust stuttu sfðar. Við ætiuðum að drekka kaffi klukkan nfu og tuttugu mínútur fvrir nfu gekk ég upp á herbergi mitt til að snvrta mig og hafa fataskipti áður en nýja árið gengi f garð eftir fáeina klukkutfma. Ég klæddi mig úr svörtu dragt- inni minni og fór f gulan og glað- legan bómullarkjól, greiddi mér og málaði á mér varimar. Svo slökkti ég Ijósið f gestaher- berginu og gekk fram f ganginn. Eitthvað undarlegt hugboð fékk mig til að ganga að einum glugganum og stara f st jörnulaust gamlárskvöldið. (Jtiljósið var kveikt og f Ijósgeislanum sem féll út f þétt myrkrið uppgötvaði ég mér til óblandinnar undrunar litla hvftklædda veru sem gekk einörðum skrefum frá húsinu. Ég veit ekki hvað ég var að hugsa, þegar ég þaut niður stigann og fram f forstofuna, smeygði með eldingarhraða á mig stígvélum og greip pelsinn minn og kastaði honum yfir míg og hljóp úl á eftir henni gegnum hliðið og inn f niðdimman kirkju- garðinn. En án þess að ég vissi elginlega hvernig það vildi til hvarf hún skyndilega f myrkrið og ég var cin, umkringd óhugnan- legri kyrrð kirkjugarðsins. Ég reyndi að hrópa nafn hcnnar cn rödd mfn varð að hvísii og ég gat ekki gert aðra tilraun. Það var alvcg sama hvert ég sneri mér ég sá ekkert annað en skugga trjánna og legstcinanna. Hjartað barðist svo ótt f brjósti ntér að ég héit það væri að springa. AIIs staðar fannst mér ég sjá skugga sem hreyfðu sig f kirkjugarðinum og ég varð gripin ofboðslegri skelfingu. Voru ein- hverjar lifandi verur á kreiki hér í garðinum. Var morðinginn sem hafði lyft öxinni til höggs og reitt Aren Sandell banahöggið á sveimi hér og bjó sig undir að ráðast á ný til atlögu. Hvaða máli skipti þennan morðingja að sú hugrakka vera sem hér var komin f nýjársnóttina til að afhjúpa hann var ellefu ára gamalt barn með stór grá augu.. hann myndi einskis svffast til að þagga niður í þvf, það þóttist ég vita. Ég reikaði eins og drukkin, bæði'af skelfingu vegna sjálfrar mfn og þó aðallega við tilhugsunina um að eitthvað hefði komið fyrir Lottu. Ég komst að kirkjunni og ég var alveg sannfærð um að einhver lá í leyni við kirkjuvegginn. Miður mfn af skelfingu beygði ég inn á annan stfg, mér fannst ég greina hvftan pels á undan mér og ég hraðaði mér þangað. Og svo allt í einu endaði stfgurinn og ég skildi hvar ég var. Ég rak tærnar I planka, sem voru hálfhuldir af krönsum og blómum I snjönum. Og ég gerði mér grein fyrir að plankarnir voru á opinni gröf Arne Sandells. Ég varð svo yfir mig hrædd að ég hrökk í kút og sneri mér leiftursnöggt við, þegar Lotta hvfslaði við hlið mér: — Puck. Það er svo SKRlTIÐ með plankana. Þeir eru allt öðru vfsi lagðir en þegar grafararnir gengu frá þessu í dag. Sjáðu þetta gat sem hefur myndazt þarna. Og hún sté óhikað fram á plankana til að ga>gjast niður f gröfina. I sama andartaki sté skuggamynd fram úr myrkrinu og Ijósgeisli lenti á andlitinu á mér. Ég greip andann á lofti, en I.otta sagði áfjáð. — Það var sannarlega gott að einhver koni með ljós . . . Lýstu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.