Morgunblaðið - 03.12.1975, Page 31

Morgunblaðið - 03.12.1975, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 31 — Arvakursmenn Framhald af bls. 32 vakur ásamt Ægi sem dró togar- ann út. Var hann síðan dreginn inn til Seyðisfjarðar og þangað kom síðan dráttarbátur og fór með togarann til Englands. Port Vale er í eigu Consolidated Fisheries í Grimsby og var togar- inn búinn að vera 12 daga að veiðum þegar varðskipið skar á víra þess. Talsmaður brezka sjó- hersins lét hafa eftir sér í London að Port Vale hefði ekki þegið verndina sem veitt væri að her- skipunum út af Austfjörðum og gaf í skyn að annar togari væri að veiðum einn sfns liðs út af Norðurlandi. Samkvæmt upplýs- ingum landhelgisgæzlunnar hélt Port Vale strax eftir þetta atvik áleiðis austur með norðurlandi í átt að meginflotanum. Alls voru í gærkvöldi 49 togarar að veiðum hér við land, og henti ýmislegt til þess að þeir væru að færa sig norður um. I fiskibæjunum í Eng- landi var hins vegar sá orðrómur á kreiki í gær, að skipstjórnar- menn brezku togaranna og verndarskípa þeirra væru að íhuga að skipta sér í tvo hópa, þannig að annar veiddi fyrir Norðurlandi en hinn fyrir Austurlandi eins og áður. — Nokkur von Framhald af bls. 2 um greiðslujöfnuðinn í heild á næsta ári — en grein verður gerð fyrir þeirri spá, þegar lánsfjár- áætlun 1976 verður lögð fram á Alþingi — er reiknað með að gjaldeyrisstaðan gæti batnað um 2.000 milljónir króna ef þessi spá rættist, en hún er í meginatriðum samræmd þeirri þjóðhagsspá, sem lýst er í þessari skýrslu. Þá segir einnig í skýrslunni að í Þjóðhagsspá 1976 hafi verið gert ráð fyrir 5% samdrætti í fjár- munamyndun á árinu, en sfðan hafi innflutningsáætlun í ljósi almennrar þróunar efnahagsmála verið lækkuð fyrir skip og flug- vélar um einn milljarð króna og sé þá heldur ekki gert ráð fyrir neinni viðbót við þegar kunna kaupsamninga, og að með hlið- sjón af því að ýmis atriði í fjár- festingahorfum hafi skýrzt kæmi i ljós að niðurstaðan af þessu sé sú að nú sé eigi gert ráð fyrir 5% samdrætti fjármunamyndunar heldur 9 til 10%. — Hækkun Framhald af bls. 32 verðlagsgrundvallar hækkar um 4,6% en þessi tilfærsla kemur ekki fram í hækkuðu verði á landbúnaðarafurðum. Sú hækkun, sem hins vegar hefði átt að verða á verði til bænda um þessi mánaðamót er 1,16% og er hún vegna hækkaðs tilkostnaðar við fram- leiðsluna. Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda sagði í samtali við Mbl. í gær, að fulltrúar fram- leiðenda í Sexmannanefnd hefðu fallist á þessa frestun á verðhækkun landbúnaðaraf- urða að fenginni yfirlýsingu rfkisstjórnarinnar, þarsem tryggt er að verðhækkanir þær, sem koma áttu til fram- kvæmda 1. desember s.l. komi til framkvæmda strax eftir 20. marz á næsta ári. Sagði Gunnar að fulltrúar fram- leiðenda vildu með þessu leggja áherslu á þá skoðun sína að halda yrði niðri verð- hækkunum en þessi ákvörðun hefði verið tekin í þeirri von að aðrir hópar í þjóðfélaginu sýndu sömu hófsemi. — 78 sóttu Framhald af bls. 32 og er við það miðað að 40 rit- höfundum verði veitt viðbótarrit- laun, 300 þúsund krónur hverj- um, en heimild er til smávægi- legra frávika. Nefndin skal ljúka störfum fyrir 15. desembér. — Ford Framhald af bls. 1 Fyrr í dag átti Ford viðræður við Teng Hsiao Ping aðstoðar for- sætisráðherra í „andrúmi þrúg- uðu af ágreiningi vegna detente- samnings Bandarfkjanna og Sovétríkjanna" eins og segir i Reuterfrétt. Aður en fundur þeirra hófst sagði Ron Nessen, blaðafulltrúi Fords, að Banda- ríkjaforseti myndi setja skoðanir og afstöðu Bandarikjamanna fram af fullri einurð, meðal annars lýsa hollustu sinni við að áfram yrði unnið að þvi að draga úr spennu milli Bandaríkjanna og Sovétrikjanna. „Þeir munu ekki telja okkur hughvarf" sagði Nessen. Þegar fundinum lauk var ekki gefin út opinber yfirlýsing að öðru leyti en þvi að tekið var fram að rædd hefðu verið ýmis aðkallandi alþjóðamál og hefðu viðræður verið mjög gagnlegar. Fundinn sátu ásamt Ford þeir Henry Kissinger utanríkisráð- herra, George Bush, sendifulltrúi Bandarikjanna í Peking, og Philip Habib, aðstoðarráðherra um málefni Austur-Asíu. Af hálfu Kínverja voru viðstaddir þeir Chiao Kuan Hua utanríkisráð- herra og aðstoðarutanríkisráð- herra Wang Hai Jung. — Guðmundur Framhald af bls. 3 við formælingar þessa skip- stjóra og annarra má geta þess að við heyrðum á tal brezkra togaraloftskeytamanna, þar sem þeir voru að ræða um það að orðbragð brezku skip- stjóranna væri til skammar, því við værum aðeins að gegna skyldustörfum okkar og hefð- um m.a. bjargað tveimur brezk- um togurum sem voru þarna á veiðum. Þeim þótti ástæðulaust að láta þetta orðbragð bylja I talstöðvunum þótt deila mætti um réttmæti landhelginnar. Þann 19. nóv. komu dráttar- bátarnir 3, anzi mikil skip, sterkbyggð með tvær 1700 ha vélar og geta snúið á punktin- um. „Nú skuluð þið kasta,“ sögðu verndararnir við brezku togaraskipstjórana, „við skul- um passa ykkur.“ Brucella var strax til, en þá höfðu togararnir ekkert veitt um tíma, og bjó sig undir að kasta. Við fórum þá á móti honum og ekki kom hann trollinu f sjóinn. Þá varð úr að þrír dráttarbátar ætluðu að reyna að passa einn togara við veiðar. Eitt dráttarskipið spurði þá togaraskipstjórann hvað þeir þyrftu að vera nærri togaranum til að hindra að- siglingu Týs. „Ef þú ætlar að passa þetta helv...“ svaraði togaraskipstjórinn „þá þarftu að vera 40 fet frá skipshlið okkar,“ en Týr er 33 fet (lOm) á breidd og ég átti þannig að hafa nokkur fet upp á að hlaupa. Þann 21. klipptum við á Real Madrid, en útslagið á getuleysi dráttarbátanna kom þann 23. nóv. Þá voru 10 beztu brezku fiskiskipstjórarnir að veiðum um 35 mflur norðaustur af Langanesi ásamt dráttarskip unum Lloydsman og Stellu Polaris, sem gættu þeirra. Þar var m.a. togarinn Ross Reevance, gamli Freyr, en hann er glæsilegasfi brezki togarinn á Islandsmiðum, stór- hættulegur vegna ganghraða sfns. Þeir hífðu allir upp þegar við komum og þarna hófst 21 klukkustundar eltingaleikur, þvf við sigldum þarna í þann tíma á fullri ferð f kringum þessa 10 togara. Við fórum ávallt yztir og fremstir á eftir togarahópnum, þá Lloydsman og síðan Stella Polaris og þegar togararnir ætluðu að kasta sigldum við þrívegis inn í alla súpuna. „Hann er alls staðar," gall þá við í talstöðvunum hjá þeim og um síðir slakaði Lloyds man á, því hann var að verða olíulaus af þessum snara eltingarleik. Þetta var rothögg- ið á getuleysi dráttarbátanna og þeir voru því afskrifaðir eftir 7 daga sem gæzluskip. Nú við komum t.d. að 24 togurum út af Digranesi og þeir hífðu allir upp, en töluðu mikið saman um að fylkja liði og umkringja okk- ur og ganga frá. Það voru bara 12 sem vildu spreyta sig á þessu og sigldu að okkur, en við gát- um alltaf fundið smugu út úr hringnum með aðstoð tölvuradarsins nýja, það var sama hvernig þeir sóttu að okkur. Þeir gáfust upp um síðir og eftir það var farið til at- kvæðagreiðslu um það hvort sigla ætti út úr landhelginni ef herskip yrðu ekki kvödd á vett- vang. Ég hélt nú að ég væri búinn að heyra öll blótsyrði í brezku sjómannamáli, en þar skjátlaðist mér. Þegar sumir skipstjórarnir vildu halda áfram að veiða i stað þess að sigla út úr 200 mílunum, fengu þeir yfir sig slfk blótsyrði hinna og landráðaskammir að engan veginn er hafandi eftir þótt fróðlegt hafi verið að heyra hina ýmsu orðaleppa. Síðan komu herskipin eftir 10 daga frá upphafinu." „Hvernig leggst framhaldið í þig?“ „Þetta verður erfitt, vanda- mál og þreytandi barátta. Þetta er ójafn leikur. Við verðum alltaf að vera með sömu skipin, en þeir skipta stanzlaust um skip og mannskap. Við þurfum að fá styrk frá landsmönnum til að drífa þetta áfram, þetta á ekki að vera einkamál land- helgisgæzlunnar, heldur þjóðarmál. Þessi barátta á sér stað mun lengra frá laridi en síðast, mest á 30—50 mílunum og þetta er mikið álag á mann- skapinn og skipin líka. Þetta byggist á óhemju keyrslu og þeysingi. Það sem gerði að við gátum beitt okkur svo mikið framan af var hið góða veður, en þetta verður erfitt i vetur nema með áþreifanlegri sam- stöðu þjóðarinnar og með slíku . tel ég að við getum unnið þetta á tiltölulega skömmum tíma, því að þess er einnig að gæta að brezkir sjómenn eru ekki ánægðir með herskipavernd- ina, þeir vilja ekki láta segja sér hvar þeir eiga að fiska og þessi 9 brezku herskip bjóða upp á 100x50 mílna svæði til veiða, en það er ekki það sem fiskimönnunum Iíkar." — á.j. — Lúðvík Framhald af bls. 2 verulega liðinni tíð. Svarar ekki kröfum tímans. — Það var sú tíð að 60 tonna bátur var mikið skip á íslands- miðum. Þessir bátar voru topp- skip á síldveiðum og þóttu úr- valsskip á vetrarvertíð. Það er sama hvert þú ferð núna, þú sannfærir engan mann um að þetta séu nothæf skip i þessar veiðar. Svona hefur þróunin verið — Metverð Framhald af bls. 1 á ýsu hækkaði sömuleiðis um sjö af hundraði og fengust 127 krónur fyrir pundið. — Nýr forseti Framhald af bls. 1 inn af dögum í desember 1973. Franco hafði og tilnefnt hann aðstoðarforsætisráðherra þeg- ar hann gerði breytingar á stjórn sinni fyrr á þessu ári. Fernandez Miranda er sext- ugur að aldri. Hann var próf- essor í lögum við spánska há- skóla í þrjátiu ár áður en hann sneri sér að stjórnmálaafskipt- um árið 1969 og hefur síðan gegnt mörgum trúnaðarstörf- um. Hann var áður félagi i Falangistaflokknum sem Franco sameinaði í flokk sinn eftir borgarastyrjöldina. — Holland Framhald af bls. 1 fastmótaðar kröfur hefðu verið settar fram. Hann sagði einnig að ekki myndi það þolað að ræningjarnir færu úr landi með neinn gíslanna. Ræningjarnir sem eru fimm talsins og voru mjög vel vopnum búnir tóku lestina er hún var á leið frá Groningen til Amsterdam. Ræningjarnir skutu á lestarstjór- ann og særðu einn farþeganna. Síðan söfnuðu þeir öllum far- þegunum saman i einum vagn- anna og hótuðu að drepa gíslana alla, um fimmtíu talsins, ef ekki ýrði gengið að kröfum þeirra. Ræningjarnir eru öfgamenn úr hópi Suður-Molucca i Indónesfu og hafa þeir látið að sér kveða í Hollandi síðustu mánuði, Um þrjátíu og fimm þúsund Suður- Molukkar munu vera búsettir í Hollandi og hefur talsmaður útlagastjórnar þeirra þar í landi heitið stjórnvöldum allri aðstoð sem samtök Molukka geti veitt og fordæmt verknaðinn harðlega. Moluccaeyjar tilheyra Indónesíu og liggja milli Astraliu og Nýju Gíneu. Eftir áð Indónesía fékk sjálfstæði árið 1949 fluttust tugir þúsunda Molucca til Hol- lands, þar sem þeir telja sig ekki eiga samleið með Indónesum og hafa löngum eldað við þá grátt silfur. Þegar ljóst var í dag hvað gerzt hafði sló öflugt lögreglulið hring um svæðið og reynt var að hefja samningaviðræður við ræningj- ana. Þeir kröfðust þess að lögreglumaður, klæddur nærföt- um einum fata, kæmi á þeirra fund til viðræðu og var orðið við þeirri beiðni. En í kvöld var allt mjög á huldu um kröfur þeirra og fréttum bar ekki alls kostar saman um hver væri gangur mála. Eftir að sá frestur rann út sem ræningjarnir gáfu lögreglu og stjórnvöldum, myrtu þeir síðan gíslana tvo og ekki er talið úti- lokað að fleiri kunni að hafa verið drepnir inni í farþegalestinni. — Kjaramál Framhald af bls. 17. 8. Opinberir starfsmenn fái fullan og óskoraðan samningsrétt um laun sin, með sömu réttindum og skyldum og aðrir launþeg- ar. Bændur hafi einnig full- an samningsrétt um sín launakjör. Bændur hafi einnig fullan samningsrétt um sín launa- kjör. 9. Niðurgreiðslum á vöruverði innanlands verði breytt í greiðslur sem miðist við fjölskyldustærð. 10. Lífeyrissjóðakerfið verði endurskoðað í nánu sam- ráði við samtök launafólks með því markmiði að sjóðirnir og almannatrygg- ingarkerfið geti veitt öldr- uðum og öryrkjum eðlileg eftirlaun. Allir lífeyrissjóð- ir veiti hliðstæðar bætur eftir þvi sem frekast verður við komið. Undirbúin verði stofnun lífeyrissjóðs allra landsmanna. 11. Hraðað verði undirbúningi og framkvæmd yfirlýsingar fyrrverandi ríkisstjórnar frá febrúar 1974 um félags- legar íbúðabyggingar. Verðtrygging húsnæðislána umfram hóflegt vaxtalág- mark verði afnumin. 12. Fólki sem býr í sinni einu eignarfbúð sem keypt hefur verið eða byggð af eiganda á síðastliðnum 5 árum, skal innan tiltekinna marka gef- inn kostur á að breyta lausaskuldum sínum i föst lán, sem veitt verði með hagstæðum kjörum. Þá skal því fólki einnig heimilt að minnka við sig húsnæði án þess að söluhagnaður verði skattlagður. 13. Bætur þeirra bótaþega almannatrygginganna, sem telja verður láglaunafólk verði í engu skertar og sam- ráð haft við verkalýðshreyf- inguna um breytingar á al- mannatryggingakerfinu. 14. Þegar ekki er lengur þörf á innheimtu sérstaks sölu- skatts til Viðlagasjóðs verði söluskattsinnheimtan lækkuð sem því gjaldi nemur. Fallið verði frá ráðgerðri 800 millj. kr. lækkun á toll- um um næstu áramót vegna EFTA og Efnahagsbanda- lags samninga. Af hálfu verkalýðssamtak- anna lýsir kjaramálaráðstefn- an þvf vfir að samtökin muni taka fullt tillit til þess við gerð nýrra kjarasamninga á næstu vikum, hvort stjórnvöld og at- vinnurekendur vilji í reynd taka upp framangreind stefnu- mið og framkvæma þau í sam- ráði við verkalýðshreyfinguna eða hafna þeim og þar með þeim grundvelli sem verkalýðs- samtökin geta hugsað sér að byggja á frið á vinnumarkaðin- um á allra næstu tfmum. Fari svo mót eðlilegum von- um ráðstefnunnar, að framan- greindri stefnu verði hafnað, hlýtur verkalýðshreyfingin að svara slfkri svnjun með þvf eina úrræði, sem henni er þá eftir skilið að beita samtaka- mætti sfnum af fyllstu hörku til að endurheimta þegar í stað með beinum kauphækkunum a.m.k. jafngildi allrar þeirrar kjaraskerðingar, sem skjól- stæðingar verkalýðssam- takanna hafa mátt þola á þessu og s.l. ári. Kjaramálaráðstefnan telur nauðsynlegt við rfkjandi aðstæður, að verkalýðsfélögin mæti atvinnurekendum og ríkisvaldi í þeim kjarasamning- um sem nú standa fyrir dyrum sem ein órjúfandi heild hvað snertir meginatriði samnings- málanna, en jafnframt að sér- kröfur og sérmálefni hljóti við- eigandi meðferð einstakra félaga eða landssambanda. Því ákveður ráðstefnan að kjósa 18 manna viðræðunefnd og henni til samráðs, halds og trausts fjölmenna „baknefnd“ eftir nánari ákvörðun ráðstefn- unnar. Er nefndum þessum falið að haga svo störfum að viðræður um nýja kjara- samninga geti hafist hið fyrsta, og að þær stefni að þvf að niður- stöður geti legið fyrir svo fljótt sem aðstæður frekast leyfa.“ komulagi. Lægstu kauptaxt- ar verði hækkaðir sérstak- lega. 3. Ráðstafanir verði gerðar til að halda dýrtíðaraukningu innan ákveðinna marka t.d. 10 15% á ári. Til að ná framangreindum grundvallarmarkmiðum verði m.a. gerðar eftirfarandi ráð- stafanir. 1. Áhersla verði lögð á að nýta til fulls framleiðslugetu þjóðarinnar og auka á þann hátt þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur. Sérstaklega verði lagt kapp á að auka útflutning framleiðslu og framleiðslu, sem sparar er- lendan gjaldeyri. 2. Tekin verði þegar í stað upp aðhaldssöm stjórn í gjald- eyrismálum og komið í veg fyrir óþarfa gjaldeyris- eyðslu jafnt í innflutningi sem og öðrum greinum. Settar verði reglur um tímabundnar takmarkanir og/eða breytingar á að- flutningsgjöldum á inn- flutningi á vörum, sem ekki geta talist nauðsynlegar. Strangar reglur verði settar til að koma í veg fyrir undanskot gjaldeyris og all- ir undantekningalaust skyldaðir til að skila strax og hægt er, gjaldeyri fyrir útflutning. umboðslaun og þjónustustörf. 3. Dregið verði úr rekstrarút- gjöldum ríkissjóðs og ótímabærum framkvæmd- um ríkisstofnana, en þess þó gætt, að nauðsynlegar framkvæmdir og félagsleg þjónusta verði ekki skert. Hagur lifeyrisþega verði í engu skertur. 4. Skattalögum og reglugerð- um verði breytt þannig, að fyrirtæki beri eðlilegan hluta af skattbyrðinni. Fyrningum verði breytt og það tryggt að einstaklingar sem hafa með höndum at- vinnurekstur greiði ávallt skatta af persónulegum tekjum sínum. Eftirlit með söluskattsinnheimtu verði aukið. Samtímaskattur verði tekinn upp svo fljótt sem kostur er á. 5. Vextir verði lækkaðir nú þegar og áhersla lögð á að bæta lánakjör framleiðslu- fyrirtækja. 6. Þjónustugjöld opinberra aðila verði ekki hækkuð á samningstímanum. 7. Allar sjálfvirkar verðlags- hækkanir verði úr gildi numdar, þar á meðal á hvers konar þjónustu og bú- vörum. Lög og reglur um verðlagsákvæði og verð- lagseftirlit verði endur- skoðuð með það fyrir aug- um að ná sterkari tökum á þróun verðlagsmála. Hámarksverð verði sett á sem flestar vörur og breyt- ingar háðar markaðsathug- unum og athugunum á af- komu fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.