Morgunblaðið - 14.12.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975
3
Þríburar, annríkl
og þreföld ánægja
— Þetta er óskaplega erfitt, hring, en ánægjan er lfka þre-
stanzlaus vinna 16 tfma á sólar- föld.
Sams konar — en þó ekki svo ýkja lfkir. Frá vinstri: Helgi,
Haraldur og Jón. Hjð þeim stendur Ingunn systir þeirra. (Ljósm.
01. K. Mag.)
Konan sem segir þessi orð,
veit sannarlega hvað hún er að
segja, þvf að hún hefur á sinni
könnu 8 mánaða gamla þrf-
bura.
— En við erum svo heppin,
að þeir eru ákaflega þægir og
rólegir. Þeir hafa lfka verið vel
hraustir eftir að við fengum þá
heim af fæðingardeildinni, en
þeir vakna bara alltaf til
skiptis, svo að hér er oftast
nokkuð erilsamt, bætir hún við.
Hjónin Sigríður G. Jónsdóttir
og Sævar Haraldsson læknir á
Landspítalanum búa að Arahól-
um 4. Áður en þríburarnir
fæddust, 5. aprfl, var Sigríður
læknaritari á Landspítalanum.
Auk þríburanna eiga hjónin 5.
ára dóttur, Ingunni.
Haraldur, Helgi og Jón fædd-
ust sex vikum fyrir tímann, og
urðu þvf að dveljast á fæðingar-
deildinni um nokkurra vikna
skeið, Haraldur, sem er elztur
bræðranna, kom heim eftir
mánuð. Hann vó 9 merkur þeg-
ar hann fæddist og átti við önd-
unarerfiðleika að strfða fyrstu
dagana, eins og Helgi bróðir
hans, sem vó 6 merkur. Helgi
fæddist siðastur, en miðbróðir-
inn, Jón, var minnstur og vó
ekki nema 5 merkur. Hann var
orðinn 10 vikna þegar hann
komst í skaut fjölskyldunnar,
en Helgi litli kom heim þegar
hann var 6 vikna.
— Hvernig varð ykkur við að
fá þríbura?
— Það var búið að segja okk-
Rætt við
Sigríði G. Jónsdóttur
og Svavar Haraldsson
ur, að von væri á tvíburum,
hálfum mánuði áður en þeir
fæddust, segir Svavar. Þegar
tveir voru fæddir fór ég í sím-
ann til að láta vini og vanda-
menn vita, að nú væru tvíbur-
arnir komnir og allt hefði geng-
ið vel. Svo fór ég til að skoða þá
betur, en þá var uppi fótur og
fit, því að þá var sá þri.ðji kom-
inn, þannig að ég fór þá aftur í
símann.
Annars eru læknar duglegir
við að koma sér upp þríburum.
Bjarni Þjóðleifsson, sem nú er
læknir í Bretlandi, á þríbura-
dætur, sem eru orðnar 7 eða 8
ára, að ég held.
— Mér brá nú dálítið fyrst, ég
neld ég geti ekki neitað því,
segir Sigrfður. En svo fannst
mér þetta óskaplega skemmti-
legt, og það hefur haldizt síðan.
Við höfðum auðvitað áhyggjur
af þeim fyrst í stað, meðan þeir
voru að komast yfir þessa byrj-
unarörðugleika. Helgi og Jón
voru líka svo ógnarlega litlir, að
maður vissi varla hvernig átti
að taka á þeim. En svo lagaðist
þetta nú allt og nú eru þeir svo
hraustir, að þeim verður ekki
misdægurt. Þú sérð, að Harald-
ur er langsamlega myndarleg-
astur á velli, enda er matarlyst-
in alveg í lagi hjá honum. Hann
er ánægðastur ef hann er með
skeiðina uppi f sér.
— Verðið þið vör við, að þeir
séu seinni til en önnur börn?
— Ekki Haraldur, — ég held,
að hann sé ósköp álíka og geng-
ur og gerist með börn á þessum
aldri, segir Sigrfður. Hins vegar
er ég ekki frá þvf, að Helgi og
Jón taki það heldur rólegar.
Þeir eru alveg eins hraustir, en
virðast hafa minna úthald. Þeir
þreytast fyrr og þurfa oftar að
hvíla sig, — detta þá bara út af
þar sem þeir eru komnir, til
dæmis í stólunum sínum. En
þeir eiga áreiðanlega eftir að
vinna það upp. Annars getur nú
verið, að við sinnum, þeim held-
ur minna af því að þeir eru svo
rólegir. Haraldur er svo sperrt-
ur, að það þarf helzt alltaf að
vera að hampa honum. Hann
vakir fram eftir öllum nóttum,
enda erum við búin að setja
hann f sérherbergi, svo að hann
veki ekki hina.
— Kemst ein manneskja yfir
að sinna þremur kornabörnum
Framhald á bls. 37
Það gekk ekki sem bezt að fá Harald, Helga og Jón til að vera
samtaka. ömmu þeirra, Helgu Magnúsdóttur, tðkst þó að lokum
að beina athygli þeirra að sama punktinum, og sést hún f
speglinum. (Ljósm. Úl. K. Mag.)
Kanaríeyjar
1975—1976
GRAN CANARIA:
Nú eru aðeins laus sæti í
eftirtaldar ferðir:
Brottför:
25. marz 3 vikur
22. aprfl 3 vikur
8. jan. 3 vikur
Verð frá kr. 42.800.-
TENERIFE:
4. jan. 2 vikur
1 8. jan. 2 vikur
1. feb. 1 9 dagar
1 9. feb. 24 dagar Uppselt
14. marz 3 vikur
4. aprll 18 dagar Uppselt
Alllr fara í ferð með
ÚTSÝN
Sýningar
í Kaupmannahöfn
Brottför 1 5 feb.
Scand menswear fair
Brottför 14 marz.
Scand fashion week
Brottför 23 apr
Scand gold &
silver fair.
Verðfrá kr. 38.300
Frankfurt
Hópferð á
teppasýningu
1 3. — 1 9. jan.
Bangkok
og
Pattaya
Ógleymanleg
ævintrýaferð
Brottför:
15. feb.
Kenya
Brottför: 13. marz
Safari og vikudvöl við
Costa
Del Sol
Páskaferð
Brottför 14. apríl
1 8 dagar.
Skíðaferðir til
Lech í Austurríki
Brottför 6. febr.
Verð með gistingu og '/2 fæði
í 15 daga frá kr. 82.000 —
FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17
Vikuferðir til
London
Brottför: 13. des og
20. des. (jólaferð) {Á
Verð frá kr. 38.000
SÍMAR 26611 OG 20100