Morgunblaðið - 14.12.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.12.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975 Faðir okkar t HELGI BENEDIKTSSON skipstjóri fri Isafirði andaðist á sjúkrahúsi Akraness 12. desember. Fyrir hönd systkina Sigrlöur Helgadóttir Útför eiginkonu minnar, HELGU TÓMASDÓTTUR, Hétúni 4 fer fram frá Fossvogskirkju 16 desember klukkan 13.30 Blóm og kransar afbeðin, en þeim, er vildu minnast hennar láti Sjálfsbjörg njóta þess Jón Sæmundsson. t Þökkum innilega samúð við andlát og útför móður okkar RAGNHEIÐAR GUÐBRANDSDÓTTUR Þorbjörg Danlelsdóttur, Gróa Magnúsdóttir og fjölskyldur. t Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, er auðsýndu hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns mlns, BRAGA ÓLAFSSONAR verkfræðings Fyrir hönd barna, tendgadóttur og sonarsona Marta Ólafsson. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa. ARNLAUGS Þ. SIGURJÓNSSONAR f iskeftirlitsmanns NjarSargötu 5, Reykjavlk Þórey Helgadóttir Teitur Arnlaugsson Helgi Arnlaugsson Sigurjón Arnlaugsson Sjöfn Hjálmarsdótti,- Ingibjörg Sigurjónsdóttir t Þökkum innilega vottaða samúð við andlát og útför STEINS EMILSSONAR jarðfræðings Guðrún Hjálmarsdóttir Rún Steinsdóttir James Triplett SteingerSur Steinsdóttir Kristmundur Hannesson Vélaug Steinsdóttir SigurSur Ingvarsson Magni Steinsson FrlSa Þorsteinsdóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SÓLVEIGAR JÓNSDÓTTUR Stóra Lambhaga Sigurður SigurSsson, SigrtSur SigurSardóttir, Jón Sigurðsson Sólveig Sigurðardóttir, og barnabörn. Guðrún Jónsdóttir, Haukur Óskarsson, Svandls Haraldsdóttir, Sigurður Björnsson t Þökkum af alhug vinsemd og hlýhug við andlát og útför GUÐFINNU ANDRÉSDÓTTUR Isafirði Pilmi Glslason Steinunn Hermannsdóttir Gunnlaugur Þorbjarnarson Helga Pálsdóttir Unnur Hermannsdóttir Ólafur Ólafsson Andrés Hermannsson Bjarnheiður DavlSsdóttir Hulda Pálmadóttir Jón Pðll Halldórsson Óskar Þórarinsson Katrln Glsladóttir. börn og barnabörn Ljóð gegn valdi Sigurjón Björnsson Páll Skúlason. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON □ ÖLDIN OKKAR. □ Minnisverð tfðindi 1951—1960. Q Gils Guðmundsson tók saman. □ Iðunn. Valdimar Jóhannsson 1975. ALDIRNAR svokölluðu hafa notið vinsælda. Ég býst þess vegna við að margir muni fagna framhaldi þeirra, en nýja bind- ið greinir frá minnisverðum tfðindum 1951—1960. Menn greinir á um hvað séu minnisverð tíðindi. Helstu tíðindi eru að minnsta kosti flest, ef ekki öll, saman komin i þessari bók. Smærri tíðindin má aftur á móti deila um. Hvað þau varðar ræður mat Gils Guðmundssonar. Að margra Gtls Guðmundsson dómi mun Gils vera vel til þess fallinn að taka saman minnis- verð tiðindi. Það hefur hann sannað áður. Um samantekt hans í þetta sinn en auðvelt að vera honum ósammála. Benda má á ótalmörg dæmi úr sögu sjötta áratugarins, sem ættu eklá síður heima í þessari bók en ýmislegt annað. Það skal aftur á móti ekki reynt i þetta □ NAKTIR STÓÐUM VIÐ □ 5 grfsk nútfmaskáld. Q Sigurður A. Magnússon þýddi. □ Iðunn 1975. Með þýðingum sfnum á verk- um 5 griskra nútfmaskálda leit- ast Sigurður A. Magnússon einkum við að sýna okkur and- ófsskáldskap, skáld í uppreisn gegn ríkjandi valdhöfum. Það er einkum herforingjastjórnin alræmda, sem kallað hefur yfir sig þessi ljóð, boðskap, sem fær útrás í söng. Flest eru ljóðin opinská, leyna ekki tilgangi sin- um. Gforgos Seferis og Nikos Gatsos eru að vísu fulltrúar kynslóðar módernista, sem iðka á köflum dálftið flókna tákn- myndastefnu, en þegar kemur að Jannis Ritsos kveður við annan tón, að ekki sé talað um yngstu skáldin Kostis Papa- kongos og Kostas Kindynis. Um félagslegt gildi skáld- skapar er ávallt varasamt að fullyrða. Það sannar til dæmis Gíorgos Seferis því að eins og Sigurður A. Magnússon segir um hann í Inngangi er hann „ekki baráttuskáld, en á sinn torræða og hljóðláta hátt er hann eigi að síður vitni i mál- sókn þjóðar sinnar gegn ger- ræðis- og kúgunaröflunum". Um vanda hins táknræna skáld- skapar, hinnar innhverfu listar fjallar Seferis um f ljóðinu öld- ungur á fljótsbakka: Ég vil aðeins segja einföld orð, megi mér veitast sú blessun. Þvf jafnvel sönginn höfum við hlaðið svo margvíslegri tónlist sinn, enda er ólíklegt að dómur Gils Guðmundssonar um öld okkar sé úrslitadómur. Hann hefur að öllum Ifkindum unnið verk sitt samviskusamlega, það er að segja eftir þeirri sannfær- ingu, sem hann veit besta. Verk hans dæmist þvf einkum eftir því hvort hér er um skemmti- legt lestrarefni að ræða og ekki sfst með hliðsjón af myndavali, enda eru myndir ómissandi stoð ritaða málsins. Eins og hinum öldunum má fletta þessari sér til fróðleiks og dægrastyttingar. Menningar- mál fá eins og áður mikið rúm Framhald á bls. 24 að hann sekkur smátt og smátt, og list okkar höfum við skreytt svo kirfilega að gullið hefur grafið sundur ásjónu hennar, og kominn er tími til að segja þau fáu orð sem við eigum ósögð, því á morgun vindur sálin upp segl. I ljóðum Nikos Gatsos er í senn hrollkenndur súrrealismi og sterkar rætur grískrar hefð- ar. Gatsos er einnar bókar skáld, en með þessari bók, Amorgos (1943), hefur hann haft mikil áhrif og er jafnan nefndur með- al helstu nútfmaskálda Grikkja. Ljóðin þrjú, sem Sigurður þýð- ir eftir hann: Riddarinn og dauðinn, Þeir segja að fjöll skjálfi og I garði syrgjandans, eru til vitnis um hve skáldskap- ur Gatsos er hvorttveggja meitl- aður og mælskur. Jannis Ritsos er það gríska skáld eftir Konstantín Kavafis og Seferis, sem mesta athygli hefur vakið utan Grikklands. Hann þekkir grísk fangelsi manna best, en hefur aldrei lát- ið bugast. Vopn hanser skáld skapur, sem með óvenjulegum hætti sameinar klassískan ein- faldleik grískra bókmennta og nútímalegan ljóðstíl um leið og hann vekur til umhugsunar um geigvænlegt vald. Sigurður seg- ir að Ritsos eigi „margt sam merkt við Pablo Neruda. Hann temur sér breiðan og orðmarg- an stíj, og ljóð hans eru ekki að jafnaði sérlega meitluð eða fáguð ...“ Þessu til staðfesting- ar er birt umsögn Vassilis Vassilikos (höfundar skáldsög- unnar kunnu Z), en þar segir m.a.: „Til eru þeir sem gremst að Ritsos gat samið langt Ijóð í hraðlestinni milli Aþenu og Píreus á sama tfma og aðrir liggja heilan mánuð yfir einni einustu ljóðlínu“. Þau ljóð, sem ég hef lesið eftir Jannis Ritsos i skandinavískum þýðingum, þykja mér aftur á móti dæmi um fágaðan ljóðstíl. Mörg þeirra eru stutt eins og Löng var leiðin hingað, Rétt fyrir af- tökuna og örvænting Penelópu, sem Sigurður þýðir. En ég er ekki fyllilega dómbær um þetta vegna þess að á frummálinu er Ritsos mér lokaður heimur. öðru máli gegnir um Sigurð A. Magnússon, Sigurður segir að þeir Kostis Papakongos og Kostas Kindynis séu af þeirri kynslóð, sem hafi átt „drýgstan þátt í að vekja Framhald á bls. 37 Tíðindi sögð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.