Morgunblaðið - 14.12.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975
37
— Þríburar
Framhald af bls. 3
samtímis, auk fjórða barninu
og annarra heimilisstarfa?
— Nei, það held ég gæti ekki
gengið. Ég var svo heppin að
hafa heimilishjálp fyrstu tvo
mánuðina eftir að þeir komu
heim, en sfðan hefur tengda-
móðir mín alveg bjargað mér,
því að hún er hér frá morgni tií
kvölds, segir Sigríður.
— Hafið þið ekki orðið vör
við, að þessi viðburður veki
talsverða athygli?
— Jú, það fer ekki hjá því, —
við höfum verið að frétta af
hinum ýmsu þríburafæðingum
siðan, en svo kemur bara í ljós,
að það er alltaf verið að tala um
þríburana okkar. Ein sagan var
þannig, að foreldrar þríbur-
anna væru ósköp fátækir,
önnur á þá leið, að móðirin væri
mesta pfsl, en þú sérð nú, að ég
er meðalmanneskja. Við frétt-
um líka, að fæðzt hefðu þrí-
burar f Mosfellssveit, en þegar
drengirnir fæddust vann
Svavar uppi i Mosfellssveit,
segir Sigrfður og hlær.
Fjöiskyldan býr uppi á sjöttu
hæð og úr stofugluggunum sér
yfir borgina. Úti á svölunum
standa þrfr barnavagnar í röð,
þvi að Helgi, Jón og Haraldur
fá sér sfðdegislúr úti í háfjalla-
loftinu dag hvern.
— Það er nú eiginlega eina
rólega stundin á deginum. Þeir
sofa þá i svona þrjá tíma, og þá
kemst maður til að gera eitt og
annað, segir Sigrfður. Þvottarn-
ir af þremur ungbörnum eru
ekkert lítilræði, því að auðvitað
er þrennt af öllu.
— Hvað ertu með margar
bleyjur í gangi?
— Ég er með eitthvað um 70
eða 80 stykki, en þarf auðvitað
að þvo á hverjum einasta degi.
— Nú finnst víst ýmsum ær-
inn kostnaður i sambandi við
útgerðina á einu litlu barni, en
hvernig er það þegar þau eru
þrjú?
— Þetta er óskaplega
kostnaðarsamt. Þegar þeir
fengu þurrmjólk, sem þeir
þurftu nauðsynlega á að halda,
þá held ég að sá kostnaðarliður
hafi numið eitthvað 30 þúsund
krónum á mánuði. Svo þurfti
auðvitað þrjá vagna, þrjár
vöggur, þrjá stóla og svo fram-
vegis, svo að þetta er ekki lengi
að koma.
— En húsnæðið?
Fjögurra herbergja íbúð
dygði víst ekki lengi, en fyrir-
ferðin á börnunum er nú ekki
mikil, enn sem komið er, segir
Svavar. En það er sjálfgert að
skipta um íbúð, þvf að við ætl-
um að fara til Svfþjóðar í vor,
og sú íbúð þarf að vera stærri
en þessi. Ég ætla f framhalds-
nám í beinaskurðlækningum
(ortopedíu), líklega í Vasterás.
— Ég hugsa að það verði tals-
vert átak að flytja með þá á
milli landa, segir Sigríður, það
er bezt að láta hverjum degi
nægja sfna þjáningu.
Ingunn litla segist vera
ánægð með að eiga þrfbura-
bræður, en kvartar undan því,
að þeir séu ekkert duglegir að
kika sér við hana.
— Hún fer stundum f
mömmuleik og er þá að troða
þeim í föt. sem hún átti þegar
hún var lftil sjálf. Henni finnst
þetta vera dúkkur, segir
mamma hennar.
— A.R.
— Ljóð gegn
valdi
Framhald af bls. 34
gríska ljóðlist af doðanum sem
færðist yfir hana eftir seinni
heimsstyrjöld". Þessi skáld
lýsa óhugnaði fangelsanna, en
líka von. Kindynis ávarpar
þann, sem hefur verið líflátinn
vegna sannfæringar sinnar:
Með kerti útslokknaðra augna,
með dauðan fugl varanna
er þér draslað eftir rangölum.
Eitt þrep niðrávið
ogþústfgur til sólar.
Með öllu sem þú lést ósagt
glymur jörðin.
Með öllu sem þú lést ósagt
stirnir aftur á veröldina.
Með Ifkama þfnum tekur þú
gervallt Grikkland
af krossinum.
Og þúsundir vaskra drengja
hef ja þig á loft og bera þig
sem hermerki andans
langt innf framtfð þfna
þarsem Sólin hefur þegar
knékropið þér.
Verk þessara tveggja ungu
skálda minna á vfgorð. Það er
athyglisvert að kynnast þeim,
en eftir sýnishornum bókarinn-
ar að dæma eru raddir þeirra
veikar samanborið við þá Sef-
eris, Gatsos og Ritsos.
Islenskur texti þessara Ijóða
er það mál, sem Sigurður A.
Magnússon hefur tamið sér í
eigin skáldskap. Það hefur
bæði kosti og galla. En stund-
um verður orðfærið full prósa-
ískt og nokkuð er um mark-
lausa stuðlasetningu.
Naktir stóðum við, er merki-
leg bók fyrir þann vilja þýðand-
ans að kynna Islendingum
skáldskap, sem er nátengdur
tfmanum og að minnsta kosti í
sumum tilfellum mikilvægur.
Séu þessar þýðingar bornar
saman við þýðingu Sigurðar A.
Magnússonar á Goðsögu Seferis
(1967) er Ijóst að hann hefur
tileinkað sér betri vinnubrögð.
Myndskreytingar Minos
Argyrakis gefa bókinni aukið
gildi. I barnslegum stfl sínum
segja þær mikla sögu.
AUOI.YSINOASIMINN ER:
22480
Laxveiðijörð
Hluti í góðri laxveiðijörð til sölu, ef viðunandi
tilboð fæst. Tveggja tíma akstur frá Reykjavík.
Á jörðinni er gott veiðihús raflýst. Jörðin á land
að sjó og upp til heiða. Til viðbótar lax- og
silungsveiði fylgja jörðinni hlunnindi svo sem
gott berjaland og fuglaveiði. Mikið landrými —
Tilvalið fyrir sportmenn. — Góð fjárfesting.
Farið verður með hvert tilboð sem trúnaðarmál.
Tilboð merkt: Lax og land — 3551 sendist
Mbl. fyrir 1 9. des.
Fullt fargjald
fyrir einn,
hálft fyrir hina
1. nóvember til 31. mars er í gildi fjölskyldu-
afsláttur af fargjöldum okkar til Norðurland-
anna.Luxembourg og Bretlands.
Þegar fjölskyldan ferðast saman, þá greiðir
einn fullt gjald, en allir hinir i fjölskyldunni
aðeins hálft.
Þannig geta þeir sem fara utan í viðskipta-
erindum tekið með, ef ekki alla fjölskylduna,
þá að minnsta kosti maka sinn.
Þetta er rétt að hafa í huga.
fwcféuíc LOFTLEIDIR
ISLANDS