Morgunblaðið - 14.12.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975
Athugasemd
— vegna yfirlýsingar Samvinnubanka
og ummæla Björns Jónssonar
1 SJÓNVARPSÞÆTTI sl. föstu-
dagskvöld hélt Björn Jónsson,
forseti ASl, því fram, að frétt
Morgunblaðsins um skuldir Air
Viking og Guðna Þórðarsonar
við Alþýðubankann, sem birt
var sl. miðvikudag, væri röng
og sagði forseti ASl, að skuldin
væri allmiklu lægri en Morgun-
blaðið héldi fram. I Morgun-
blaðinu í gær birtist yfirlýsing
frá Samvinnubankanum, þar
sem því er neitað, sem m.a.
kemur fram í frétt Morgun-
blaðsins, að skuldir Air Viking
við Samvinnubankann nemi
umtalsverðum fjárhæðum. Af
þessu tilefni vill Morgunblaðið
taka fram eftirfarandi:
1. I frétt Morgunblaðsins hinn
10. des. sl. var sérstaklega
tekið fram, að tölur þær,
sem nefndar væru um
skuldir Air Viking og Guðna
Þórðarsonar við Alþýðu-
bankann, væru byggðar á
uppgjöri, sem fram hefði
farið síðari hluta nóvember-
mánaðar. Uppgjör þetta
mun að vísu hafa farið fram
fyrri hluta nóvember-
mánaðar en að öðru leyti
stendur Morgunblaðið við
frétt sfna og þær tölur sem
nefndar voru.
Hugsanleg skýring á skoð-
anamun Morgunblaðsins og
Björns Jónssonar á skuldum
þessara aðila við Alþýðu-
bankann kann að vera sú, að
forseti ASI miði við skulda-
upphæð á einhverju öðru
stigi málsins en Morgun-
blaðið gerir, en vitað er að
skuldir fyrirtækja geta tekið
verulegum breytingum á
nokkurra vikna tfmabili. 1
þessu tilfellu telur Morgun-
blaðið hins vegar enga aðra
viðmiðun koma til greina en
þær tölur, sem fyrir liggja,
þegar ástæða er talin til
aðgerða af hálfu bankaráðs
Alþýðubankans.
2. I frétt Morgunblaðsins er
sagt, að skuldir Air Viking
við Samvinnubankann og
Samvinnutryggingar sam-
eiginlega nemi um 70—80
milljónum króna. Astæðan
fyrir þvf, að skuld við þessa
aðila er tilgreind sameigin-
lega, er sú, að hér er um
tvær greinar á sama meiði
að ræða og raunar mætti
einnig segja það um Olíu-
félagið hf.
I yfirlýsingu Samvinnu-
bankans segir, að bankinn sé
einungis í ábyrgðum fyrir
erlendum lánum vegna
þotukaupa Air Viking. Þetta
var Morgunblaðinu full-
kunnugt um, þegar frétt
blaðsins var skrifuð, en við
þær aðstæður, sem skapazt
hafa, er ekki óeðlilegt að Ifta
á þá ábyrgð bankans sem
jafngildi skuldar Air Viking
við bankann, ekki sfzt, þar
sem verulegur ágreiningur
rfkir meðal sérfróðra manna
um, hvers virði vcðréttur sá
er, sem bankinn tilgreinir
að hann hafi f þotum félags-
ins. Hins vegar hefur
Morgunblaðið aldrei haldið
því fram, að skuld þessi væri
f vanskilum.
Frá sýningu Gunnlaugs Scheving. Stórt olfumálverk og til hliðar
minni mvndir af frumskissum og hugmvndum listamannsins.
(Ljésm.ÓI. K.M.)
Verk Gunnlaugs Schevings
sýnd í Listasafni Islands
SVNING á verkum Gunnlaugs
Scheving listmálara var opnuð f
Listasafni tslands f gær og mun
standa fram yfir áramót. Sýning-
in verður opin á venjulegum opn-
unartímum Listasafnsins frá
klukkan 13.30 til 16.00 á sunnu-
dögum, þriðjudögum, fimmtu-
dögum og laugardögum.
Alls eru sýnd 56 númer á þess-
ari sýningu, en þess ber að geta að
saman eru sýndar frumskissur og
hugmyndir listamannsins sem
sýna feril myndar frá fyrstu
frumdráttum og síðan stig af stigi
Um þetta segir Ólafur Kvaran
m.a. í sýningarskrá:
„Þessi sköpunarferill mynda,
hvernig hugmyndin vex fram og
þróast, veitir merkilega innsýn í
hin markvissu vinnubrögð og vel-
grundaðan undirbúning, sem ligg-
ur að baki hinum stóru voldugu
olíumálverkum Gunnlaugs Schev-
ings. Samt sem áður væri það
mikill misskilningur að líta ein-
göngu á margar af þessum mynd-
um, hvort sem þær eru gerðar
með blýanti, vatnslit eða öðru
efni, eingöngu sem aðdraganda
eða undirbúning og skoða þær
aðeins í ljósi hinnar fullgerðu
olíumyndar. Þvert á móti eru hér
oft fullkomlega sjálfstæð og full-
gild listaverk, sem hafa sitt eigið
sérstaka gildi, mótað af þeim eig-
inleikum efnisins, sem það er gert
úr. Hér rfkir m.a. léttleiki og hinn
ferski andblær vatnslitarins, sem
höfundi er einkar lagið að gæða
verk sín, jafnframt því sem þau
búa yfir innileika og nálægð gagn-
vart myndefninu, sem hann legg-
ur ekki áherzlu á að sama skapi í
hinum stóru olíumyndum sinum."
skipanna 10650 lestum og urðu
menn fyrir miklum vonbrigðum
með veiðarnar. Tveir norskir bát-
ar, sem einnig voru á veiðum á
þessum slóðum, fengu yfir 13 þús.
lestir á sama tíma, en þeir voru
miklu betur búnir veiðarfærum.
Sigurðui- RE var aflahæstur
íslenzku skipanna með 2800
lestir, Ásberg RE fékk 2350 lestir,
Óskar Halldórsson RE 1600 Iestir,
Guðmundur RE 1600 lestir,
Börkur NK 1400 lestir og Reykja-
borg RE 900 lestir.
Áður en skipin héldu af stað
heim komu þau við í Las Palmas á
Kanaríeyjum og munu einhverjir
skipverjar fljúga heim með fs-
lenzku flugfélögunum, t.d. e,-
vitað um menn sem áttu að koma
með þotu Air Viking f dag.
BÓKAKYNNING verður I Norræna
húsinu 1 dag og verða þar kynntar
nýjar finnskar og sænskar bækur og
eru það sendikennarar viðkomandi
landa, sem annast kynninguna. ( til-
efni af þessari kynningu kemur
hingað til landsins sænski rithöf-
undurinn Per Gunnar Evander og les
hann úr verkum slnum.
Per Gunnar Evander er fæddur árið
1 933 og tók fil. mag. próf frá Uppsöl-
um og hóf síðan að starfa við kennslu.
Siðar vann hann sem leiklistarráðu-
nautur við sænska útvarpið og er nú
starfsmaður sænska sjónvarpsins.
Evander hefur skrifað margar bækur,
bæði skáldsögur og leikrit en stlll hans
þykir sérstæður og áhrifamikill Finnski
sendikennarinn, Etelka Tamminen,
mun einkum fjalla um „Dyre Prins"
eftir Christer Kihlaan og bókina
Per Gunnar Evander
„Kotimaa" eða „Hemlandet" eins og
bókin heitir I sænsku þýðingunni, eftir
Alpo Ruuth, en þessar bækur hafa
verið lagðar fram af Finnlands hálfu I
keppni um bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs, sem afhent verða I
febrúar 1 976.
Skammdegið ng upplifun
Undanfarin ár hefur
Óslóarborg sent Revkvík-
ingum að gjöf stórt jóla-
tré. Þetta ár er að þessu
leyti engin undantekning
og hefur Óslóartréð
þegar verið sett upp við
Austurvöll en á þvf
verður kveíkt f dag. Af
því tilefni er borgarstjóri
Óslóar, Brynjolf Bull,
kominn hingað ásamt
konu sinni og mun hann
afhenda tréð.
Morgunblaðið ræddi
stuttlega við Bull f gær
og sagði hann að það yrði
eitt af sfnum síðustu em-
bættisverkum sem
borgarstjóri f Osló að af-
henda jólatré, sem borg-
in gefur íbúum Reykja-
vfkur og Rotterdam.
„Oslóarborg hefur um
árabil gefið þessum
tveimur borgum auk
Lundúna jólatré. Við
byrjuðum að senda
Lundúnabúum tré fljótt
— segir borgarstjóri Oslóar, sem
í dag afhendir Oslóartréð
eftir strfð, en f kringum
1950 fórum við einnig að
senda tré til Rotterdam
og Revkjavíkur," sagði
Bull.
Brynjolf Bull hefur
margoft komið hingað til
tslands en þetta er f
annað sinn sem hann
kemur hingað að vetrar-
lagi.
„Við hjónin komum
hingað fvrst að vetrarlagi
1971 og það var alveg ný
upplifun fyrir okkur.
Myrkrið og skammdegið
var okkur alveg nýtt og
okkur fannst það gefa al-
veg sérstaka þægilega
jólastemmingu.
Annars er ég búinn að
vera hér ofí á undanförn-
um árum, en alltaf að
sumarlagi. Ég var hér á
ráðstefnu höfuðhorga
Norðurlanda fyrir tæp-
um þremur árum þegar
eldar voru uppi f Vest-
mannaeyjum. Sfðan
komum við á þjóð-
hátfðina f fyrra og það
var sérstaklega skemmti-
leg og ánægjuleg ferð,
ekki sfzt vegna þess hvað
veðrið var gott. Og sfðan
var ég héf ásamt sendi-
nefnd frá Ósló í ágúst
sfðast liðnum."
Bull hefur verið
borgarstjóri f Ósló, eða
forseti borgarstjórnar,
sem gegnir Ifku hlut-
verki og borgarstjóri f
Reykjavfk, sfðan 1951
eða í 24 ár.
„Að vísu ekki sam-
fleytt,“ segir Bull, „þvf
^ð tvisvar hefur íhalds-
maður setið sem borgar-
stjóri f 2 ár og 4 ár.“ Bull'
er f Verkamannaflokkn-
um.
„Það hefur mikið gerzt
og margt breytzt á
þessum 25 árum. Sérstak-
lega eru það skoðanir
fólks og sjónarmið, sem
breytast mjög ört. Til
dæmis hömuðust við
fyrir 25 árum við að rffa
niður gamlar byggingar
til að geta reist nýjar, en
f dag vill fólk halda í sem
mest af gömlum húsum.
Svipaðar breytingar hafa
átt sér stað á sjónar-
miðum fólks gagnvart
tækniþróun og í arki-
tektúr. Sem stjórnmála-
maður verður maður að
passa sig á þvf að hefja
sig ekki upp yfir sjónar-
mið fólksins heldur
verður maður að hlusta
eftir og fylgjast með
nýjum straumum. En
þetta verður sffellt erfið-
ara eftir þvf sem maður
eldist, þvf maður getur
alltaf átt von á hörðum
orðaskiptum og mót-
Brynjolf Bull.
mælum, en f lifandi sam-
félagi þarf maður sffellt
að vera viðbúinn slfku.“
Þau hjónin verða hér
aðeins f tvo daga og fara á
mánudagsmorgun til
Rotterdam f Hollandi,
þar sem annað norskt
jólatré bíður eftir að á
þvá verði kveikt.
RÓLEGT var á miðunum fyrir
austan f gær og bar ekkert til
tfðinda er Mbl. hafði samband við
Landhelgisgæzluna um miðjan
dag f gær. Týr og Þór voru þá við
Heim frá
Máritaníu
fyrir jól
ISLENZKU skipin fimm, sem
verið hafa á veiðum undan strönd
Máritaníu í haust, eru nú öll lögð
af stað heim til Islands og ætla að
vera komin til heimahafna 22. og
23. desember n.k. Alls nam afli
gæzlustörf á miðunum og togur-
unum, sem voru flestir að veiðum
um 40 mflur austur af Glettinga-
ncsi, hafði fækkað og voru þeir f
gær rúmlega 30. Yfirmaður flota-
deildarinnar brezku, sem hefur
það verkefni að vernda landhelg-
isbrjótana, kapteinn John Tait,
neitaði þvf f gær að freigáturnar
sigldu á miðin með mannaðar
fallbyssur.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í gær, sendi Guðmundur
Kjærnested, skipherra á Tý,
skeyti til aðalstöðva Landhelgis-
gæzlunnar um það, að freigáturn-
ar væru með mannaðar fallbyss-
ur. Fréttamaður Reutersfrétta-
stofunnar, Brian Williams, sem
er um borð f freigátunni Bright-
on, hafði í gær eftir Tait, að hér
væri ekki rétt með farið og tals-
maður flotamálaráðuneytisins i
Framhald á bls. 38
Bókakynning 1 Nor-
ræna húsinu í dag
Bretunum fækkar
Rúmlega 30 brezkir togarar á miðunum í gær
Sinfóníuhljómsveitin í Reykjavík, sem var stofnuð í haust, hefur æft af íuiium
krafti undir stjórn Garðars Cortes og milli jóla og nýjárs verða fyrstu tónleikarn-
ir með fjölbreyttri efnisskrá og einsöngvarar munu þá syngja með hljómsveit-
inni. Um 40 hljóðfæraleikarar leika í Sinfóníuhljómsveitinni í Reykjavik.
Ljósmynd. Mbl. Sv.Þorm.