Morgunblaðið - 14.12.1975, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 14. DESEMBER 1975
Hafnarfjörður
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar hefur tekið til
starfa.
Uppl. í símum 51746 — 51386 — og
52268.
VÖRÐUR F.U.S. AKUREYRI S.U.S.
Félagsfundur Varðar
F.U.S. Akureyri
Vörður F.U.S. Akureyri hefur ákveðíð að efna til
almenns félagsfundar sunnudaginn 14. desenv
ber í Sjálfstæðishúsinu (uppi) og hefst fundurinn
kl. 16.00.
Á fundinn mæta Baldur
Guðlaugsson, sjtórnarmaður
S.Ú.S., Jón Steinar Gunnlaugs-
son stjórnarmaður S.U:S. og Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, varafor-
maður S.U.S. og munu þeir
fjalla um helztu viðfangsefni og
baráttumál S.U.S.
Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvis-
lega.
Stjórnin.
Sjálfstæðisfélag Garða- og
Bessastaðahrepps
heldur aðalfund sinn mánudaginn 15 desember 1975 kl 20 30 I
Garðarholti
1 Venjuleg aðalfundarstörf
2 Garðar Sigurgeirsson sveitarstjóri ræðir sveitastjórnarmál og svarar
fyrirspurnum. Stjórnin.
Afmœliskveðja:
Heíga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir fyrrum hús-
freyja hér á Blönduósi er áttræð á
morgun. Þó að hún hafi um sinn
átt sitt rausnarheimili syðra og
ræktað þar nýjan garð er okkur
tamt að eigna henni stað hér.
Fædd er hún á Gunnfríðarstöðum
og voru foreldrar hennar Jón
Hróbjartsson og Anna Einars-
dóttir. — Afi hennar, Bólu-Einar,
var nótt I Ambáttarhól hjá
Guðnýju Snorradóttur frá Húsa-
felli og varð sér úti um ýmsan
fróðleik gagnlegan, því að hún
kunni galdur. Þótt hann brenndi
alla sína galdrastafi, hafa hygg-
indi hans og hagmælska gengið að
erfðum og Helga fengið ómældan
skerf.
Um ætt hennar og merkan ævi-
feril vísa ég annars til afmælis-
greinar í Mbl. fyrir tfu árum, eftir
Pál Kolka. Þar bæti ég ekki um,
en spjalla heldur frjálslega um fá
atriði af mörgum, sem f hugann
koma. Hér hef ég fyrst spurnir af
henni sem nemanda í Kvenna-
skólanum á Blönduósi, fyrir u.þ.b.
60 árum. Áður hafði hún unnið
við hjúkrun hjá lækninum á
Sauðárkróki. Er leið á vetur brást
honum aðstoð, leitaði til hennar
og þóttist ekki geta beðið eftir að
skólavist lyki. Helga Jónsdóttir
bar upp erindi hans við skóla-
stjóra og kennara, sem skildu
nauðsyn læknisins og unga stúlk-
an hélt gangandi norður yfir Kol-
ugafjall með pjönkur sínar. Hún
hafði engin umsvif, þá né síðar,
þegar mikið lá við. Var hún við
hjúkrunarnám hjá lækninum í
tvö ár.
Vfða hef ég séð á Blönduósi
mynd á þili af þeim hjónum með
börnin sín tólf, sem upp komust.
Bóndi hennar, Steingrimur
Davfðsson, skólastjóri, vegaverk-
stjóri og löngum forystumaður í
hreppsmálum, fór ekki dult með
að hún ræki oft uppeldið og
heimilisstjórnina fyrir beggja
hönd.
Eftir nær tvo áratugi er mér f
fersku minni að koma ókunnug á
heimili þeirra. Steingrímur sótti
mig, spýtti mórauðu og snarsneri
jeppanum við hótelið á þann veg
að síðan er ég áttavillt hér. Við
stofudyrnar mætti ég Helgu í
fyrsta sinn og Steingrímur sagði,
eins og raunar lá beint við: „Þetta
er konan mfn, Helga Jónsdóttir."
Af öllum orðum hans f ræðu og
riti í 19 ár eru mér þessi minnis-
stæðust, fyrir það einlæga stolt,
sem bjó f tóninum. Mér varð litið
aftur til þeirrar konu sem átti að
verðskulda þennan tón. Og það
hefur aldrei valdið neinum von-
brigðum síðan.
Ekki kann ég skil á öllum þeim
10 eða 12 Helgum, sem lög gera
ráð fyrir að beri hennar nafn,
samkvæmt fslenzkum nafnvenj-
um, enda flestar utan við marka-
skrár Húnavatnssýslu, sem stund-
um er blaðað í, þegar Helgu og
Steingrfm ber hér að garði. En ég
trúi að gifta fylgi nafni. Aldrei
hef ég heldur haft tölu á þeim,
sem bera nafn Steingríms, en
hollt mun þeim að velja kvonfang
sitt á sama hátt og afi þeirra, og sé
raunar ekki betur en sumir þeirra
komi einmitt auga á stúlkur af
hennar tagi, þó að engin nauðsyn
knýi menn eða konur af þeirra
kynslóð til að leggja án fylgdar á
Kolugafjall á vetrardegi.
Þess skal minnst að Helga tók
þátt í ýmsu utan síns stóra
heimilis. Hún lifir nú ein þeirra
kvenna, sem stofnuðu Kven-
félagið Vöku fyrir nær 48 árum.
Hún var lengi meðal hinna ötul-
ustu félagskvenna við hin merku
störf félagsins að líknar- og menn-
ingarmálum. Hún hefur fyrir
löngu verið kjörin heiðursfélagi
þess.
Við hjónin sendum Helgu
kærar kveðjur að norðan, beztu
óskir og þökk fyrir liðin ár.
6. desember ’75.
Þorbjörg Bergþórsdóttir.
Lóubúð — Nýtt
Jakkapeysur, ullarpeysur, velourbolir og peys-
ur. Skíðafatnaður alls konar. Dömukápur.
Terylenebuxur barna.
Lóubúð, Bankastræti 14,
II. hæð, sími 13670.
TÓMAS GUÐMUNDSSON
• •
STJORNUR
VORSINS
1 tilefni af 75 ára afmœli Tómasar Guðmundssonar skálds 6. jan. /976
gefur Almenna bókafélagið úl STJÖRNUR VORSINS í viðhafnarút-
gáfu með myndskreytingum Steinunnar Marteinsdótlur. Formála ritar
Kristján Karlsson. Bókin er gefin út í mjög takmörkuðu upplagi eða
1495 tölusettum eintökum, öll með eiginhandaráritun skáldsins.
Bókin er til sölu í bokaverzlunum og hjá Almenna bókafélaginu á einu
og sama verði allsstaðar og kostar kr. 7.800.- með söluskalti. Pantanir
verða afgreiddar eftir þeirri röð sem þær berast til okkar.
Þessi bok er prentuö og bundin
í 1495 tölusettum eintökum
og er þetta eintak nr.
\AA)rsOr>\AA'5
ALMENNA
BÓKAFÉLAGIÐ
Austurstræti 18, R
sími 19707-16997