Tíminn - 18.05.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.05.1965, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 1965. 9 TÍMINN Grikki, en Grikkir hafi drukkið það og þótt gott, til að ergja Tyrki. Heimanmundur dætranna verður mörgum þungur baggi. — Hveirnig sýndist þér staða kon- unnar vera með Grikkjum? —■ Út á við ræður karlmaðurinn öllu. Á kaffihúsin komu nær ein- göngu karlmenn. Annars er fjöl-, skyldulíf mikið, og ég get ekki1 hugsað mér æskilegri stað fyrirj börn. Mesta ólán hjóna er að eign-, ast engin börn. Aftur á móti þykir; voðalegt að eiga margar dætur,; því að heimanmundurinn verður! mörgum þungur baggi, og sonur getur ekki kvænzt fyrr en systrun- j um hefur verið komið í höfn. Ekki; er álitið gott, að stúlkur vinni úti. j En þó færist það í vöxt. í mörgum1 þorpum þekktist ekki, að dóttirin færi út fyrir þorpstakmörkin nema í fylgd með fjölskyldunni,, svo að þær hafa fá tækifæri til! að kynnast fólki, hvað þá finna sér mann. Þjóðleg, grísk músík að hverfa. — Er menningarlíf blómlegt? — Leikhús sótti ég ekki, vegna þess að ég skildi málið ekki nógu vel til að njóta þess. Málara eiga Grikkir svo til enga. Því fannst mér skrýtið þegar ég frétti um amerískan prófessor, sem var á ársstyrk til að kynna sér nútíma málaralist í Grikklandi. En þeir eiga mörg góð skáld og rithöfunda. í Aþenu hefur fornt, grískt leik- hús verið að nokkru endurbyggt, og fara þar fram óperusýningar og tónleikar á sumrfa. Bókasöfn eru nokkur mjög góð, m.a. ame- rískt fornleifabókasafn, en Ame- ríkumena hafa að mestu staðið fyr- ir fornleifagreftri. — En Grikkir mega eiga, að þeir eru eina Evrópuþjóðin, sem hefur sjálfstæða dægurlagamúskík, bú- súkí. Þessi tegund tónlistar er miklu vinsælli en vestræn dæg- urlagamúsik. Fjölda margir bú- súkí-klúbbar eru fyrir utan Aþenu, þar sem svona tónlist er leikin alla nóttina. Lagið „Aldrei á sunnudögum", er vestræn tegund af búsúkí. Búsúkí er allt öðru- vísi en þjóðleg, grísk músík, sem! þekkist nú lítið nema í fjallaþorp- unum. Tónstigi hennar mun vera áþekkur þeim, sem Forn-Grikkir; notuðu, t.d. mikið af hálftónum. • En nú er þessi tónlist að deyjaj út, þótt nokkur gangskör hafi ver-j ið gerð að því að safna henni ái plötur og háskólinn hefur deild,! sem safnar þessari tónlist á segul- j bönd. Grikkir stíga dans eftir j músíkinni og má þó frekar kalla| það leikfimi. Þeir haldast í hend-j ur, en mynda þó ekki hring. Sá' fremsti er sá eini, sem dansar — og það eru engir smáræðis til- burðir — hinir taka einföld spor. Þau fundu sér lítið þorp á Suðvesturströnd Tyrklands. ' — Af hverju datt ykkur í huig að fara til Tyrklands eftiir Grikklamds- dvölina? — Grikkir tala svo illa um Tyrk- ina, að okkur fannst við verða að athuga, hvað hæft væri i þessu. Við fundum lítið þorp á suðvestur- strönd Tyrklands og bjuggum þar í þrjá mánuði. íbúar eru Ali-trúar, sem er angi af Múhammeðstrú, en allmiklu frjálsari, m.a. mega þeir neyta áfengra drykkja. Konur eru líka frjálsari. þurfa ekki að hylja andlit sín og mega taka þátt í samræðum. Okkur fannst indælt að vera þarna. Tyrldr éru hógværari en Grikk- ir, og kurteisari. í útliti eru þeir kvenlegri og eiga ekki til þennan Framhald á bls. 14 Gestur Pálsson og Karl SigurSsson í hlutverkum sinum. Leikfélag Reykjavíkur: bæði sterk og haganleg, og skipt ingar á sviðsgögnum fóru fram hratt og snurðulaust fyrir opmim tjöldum. Eg hygg, að þessi Diirrenmatt- sýning LR verði af mörgum tal- in meðal svipmestu og eftirminni legustu sýninga á þessum upp- gangstímum íslenzkrar leikiistar. Fyrir tilstilli þeirra Helga Sfcúla sonar og Magnúsar Pálssonar, en einkum fyrir frábæra túlkun að- alleikendanna, Regínu Þórðardótt- ur í hlutverki miiljarðafrúarinnar, piaire Zaohanassian, sem kemur til fæðingarbæjar síns til að leita hefnda, til að kaupa sér réttlæti; Gests Pálssonar sem leikur kram- arann 111, æskuunnustann, sem brást henni í nauðum; og Har- aldar Björnssonar sem leikur borgarstjórann í Giillen þar sem íbúarnir heykjast fyrir ofurvaldi peninganna, verða umkomulausir, skelfdir en samansvarnir morðingj ar vegna fátæktar sinnar. Innlifun þeirra Regínu og Gests í hlutverk sín og samleik- ur þeirra var með þeim hætti, að maður hlýtur að leiða hjá sér þá spurningu, hvort þeirra bar hærra hlut. Söm verður afstaðan til Haraldar Björnssonar þótt hlutverk borgarstjórans væri ó- lífcum tökum tekið, þar sem þau fyrrnefndu léku af innlifun en Haraldur af kaldri, hnitmiðaðri ró. Margir fleiri léku hér með ágæt um. Arnar Jónsson lék þrjá af eiginmönnum frúarinnar og tókst sérlega vel upp sem kvikmynda leikari, eiginmaður no. 8. Karl Sigurðsson gerði lögregluþjóni Gullenbæjar mjög trúverðug skil, Valdimar Helgason lék kjötkaup- manninn með prýði, Guðjón Ingi Sigurðsson kom vel fyrir sem læknir bæjarins, Guðmundur Páls son lék kennarann og vann mikið á í hlutverki sínu undir lokin, Auróra Halldórsdóttir lék konu Ills — þokkalega dempaður leik ur í fremur litlu hlutverki, sem SU GAMLA KEMURIHEIMSOKN eftir Friedrich Diirrenmatt - leikstjóri: Helgi Skúlason - þýðandi: Halldór Stefánsson - leikmynd: Magnús Pálsson. Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi Der Besuch der alten Dame, — Sú gamla kemur í heimsókn, s. 1. föstudagskvöld. Leikverkið er síðast á verkefnaskrá félagsins í ár. Þýðingu þess gerði Halldúr Stefánsson, Magnús Pálsson gerði leikmyndina, Helgi Skúlason stjórnaði leiknum. Um höfundinn, sjálfan Fried- rich Durrenmatt, er tilgangslaust að fjölyrða í stuttri grein, þar sem hvorki gefst tími né rúm til annars en endurtaka það, sem flestum er kunnugt. Jafn til- gangslaust og að fjölyrða um landa hans, Max Frisch, á jafn þröngum vettvangi, eða aðra mestu leikritahöfunda samtímans þá sem gerzt hafa þekktar stærðír víðast hvar í heiminum. íslenzkir leik- húsgestir og útvarpshlustendur hafa minnisstæð kynni af nokkr um verkum Svisslendinganna tveggja enda má segja, að hróður sumra frægustu leikritahöfunda samtímans berist hingað skjótt miðað við aðra þekkta listamenn í flestum greinum. Svo er vökulu leikhúsfólki og þýðendum fyrir að þakka. Samt sem áður er þetta síð- asta verkefni LR tiltölulega gam alt Það á sér nú tiu ára frægð arferil að baki. Þrátt fyrir tilgangsleysi þess að kynna Friedrich Durrenmatt er skylt að drepa á viðhorf hans og tök í umræddu verki. Við feorf gagnvart tilgangi leiksviðs- ins, nánast hið sama og prédikar ans til ræðustúlsins; tök hans að hrinda slíkri tilætlun í fram- kvæmd, það sem kalla mætti hand verk — og síðast en ekki sízt afl þeirra hluta, sem gera skal: skáldgáfuna. Þeim sem kynna sér leikritið um þá gömlu blandast vart hug- ur um, að höfundur slíks verks hef ur fengið ríbulega úthlutun af síðast töldum eiginleika. Hitt ligg ur ekki síður í augum uppi, að skáldinu er mikið niðri fyrr. Gáfu þess er ebki beitt skáldskaparins vegna, heldur til að flytja mikil væg skilaboð. Enn augljósari er verklagni höfundar, frábær hug- kvænrni við lausn sviðrænna vanda mála og samræming flókinnar efn islegrar gerandi. Slíkan rithöf- und virðist efckert skorta til að segja meiningu sína þannig, að eftir henni sé tekið. Meining höfundar, boðskapur hans, í leikritinu um þá gömlu er í rauninni hin sama og höfð er í frammi i leikritinu Eðl- isfræðingarnir, sem LR sýndi fyr ir tveimur árum. Hann kallar menn til ábyrgðar á lífi sínu og meðbræðra sinna, eggjar menn lögeggjan að halda vöku sinni: og hér minnir hann á að hefndin fyr ir misgjörðirnar kemur i þessu Iífi. Hefur þessi nútímapostuli þá engan nýjan boðskap að flytja? Alls engan Það sem honum liggur á hjarta byggist á þekktum siðgæðishugmyndum, gamalli en dýrkeyptri mannlegri reynslu. Jafn vel það, að fátæktin geri menn vonda er gömul raunasaga ís- lenzkra hreppsómaga, ef hérlend ir áheyrendur vilja líta sér nær. í þessu leikriti er jafnvel ekki um neinn boðskap að ræða, sem ekki finnst í gömlum spakmæl- um. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin stendur þar. Dúrren- matt kveður gamla vísu af nýjum eldmóði, undir nýjum bragar- hætti. Það er þess vegna sem heimurinn hlusta á hann. Helgi Skúlason hefur hér enn á ný sannað aðdáunarverða hæfi- leíka sína sem leikstjóri, ekki svo mjög með lausn tæknilegra vanda mála, sem höfundur einfaldar, heldur með samhæfingu um það bil þrjátíu leikara sem hér koma fram, þar af nálega helmingur í áberandi þýðingarmiklum hlutverk um. í þessari keðju var enginn hlefckur, sem brast, jafnvel eng- in umtalsverð veikleikamerki. Til koma leikstjórans í þýðingarmik ið hlutverk — með örstuttum fyr- irvara — er svo afrek útaf fyrir sig. Ekki má skilja orð mín um lausn tæknilegra vandamála svo, að þar hafi ekki verið neinn vandi á höndum. Þrátt fyrir sviðræna einföldun verksins, eða öllu held ur hennar vegna, er sviðbúnaður mjög margbrotinn, krefst hraða og mikillar hagræðingar. Leik- mynd Magnúsar Pálssonar var gat auðveldlega farið út um þúfur. Guðný Sigurðardóttir og Daníel Williamsson léku börn þeirra Hls og héldu hlutverkunum vel til skila. Hæglætislegur leiksmáti Daníels var býsna eftirtektarverð ur; og ekki minnist ég þess að hafa séð Jóhanni Pálssyni takast jafn vel upp og í þetta sinn. Hann lék prest Gúllehbúa. Helgi Skúla son lék bryta milljarðafrúarinnar, en hann tók við þessu hlutverki, þegar komið var fast að sýningu. Sá leikur farnaðist vel miðað við þann tíma, sem var til stefnu, en þetta er sem fyrr se**v þýðingar mikið hlutverk sem Rrefst mikils þótt brytinn sé fámáll. Kjartan Ragnarsson og Guðmundur Er- lendsson lóku burðarstólskarla frú arinnar, tyggigúmmíjórtrandi ó- freskjur, og féllu prýðilega inní sín orðlausu hlutverk. Að lokum er skylt að nefna Borgar Garðar- son og Sigmund Örn Arngrímsson, sem léku blindaða menn og van- ? aða á ógnvekjandi hátt. Þeir sem koma fram eru nær tvöfalt fleiri en hér eru nafn- greindir. Þýðing Halldórs Stefánssonar á leiknum Sú gamla kemur í heim sókn virðist með ágætum gerð, blærinn traustvekjandi, málfarið festulegt og gott. Tvenn mistök áttu sér sað í sambandi við Ijósin og tjaldið, í lok annars þáttar og þegar klapp að var í leikslok. í fyrra skiptið sást of lengi inn á sviðið. í seinna skiptið sloknuðu ljósin meðan einn aðalleikandinn stóð frammi, áður en tjaldið var komið fyrir. Lýsingin tókst að öðru leyti vel. Baldur Óskarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.